Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020 LÍFSSTÍLL tifi,“ segir Davíð og segir marga sjúklinga núorðið gangast undir svo- kallaða brennsluaðgerð. „Aðgengið að þessum aðgerðum er ekki nóg; við gerum um 200 á ári hérlendis og megináherslan í með- ferð sjúkdómsins er á lyfjameðferð.“ Samstarfið við Kára ein- stakt Davíð hrósar Íslenskri erfðgrein- ingu í hástert og samstarfinu sem hann segir hafa verið algjörlega frá- bært. „Þar vinnur framúrskarandi fólk með mismunandi bakgrunn en á það sameiginlegt að vera með brennandi áhuga á viðfangsefninu og rosalegan metnað. Það sem skiptir mestu máli þegar maður er að vinna í rann- sóknum er að vera heppinn með samstarfsfólk. Það hef ég svo sann- arlega verið. Kári hefur byggt upp mjög öflugt þekkingarfyritæki og að mínu mati er Íslensk erfðagreining fremsta mannerfðafræðistofnun heims. Ég er ekki viss um að Íslend- ingar átti sig á því hversu öflug vís- indi fara fram hjá þeim. Kynni mín við Kára hafa haft afgerandi áhrif á minn vísindaferil. Hann hefur reynst mér bæði frábær mentor og vinur,“ segir Davíð og segir þá hafa birt á fjórða tug vísindagreina sem læknar og vísindamenn erlendis hafi sýnt mikinn áhuga. „Þessar greinar hafa undantekn- ingarlaust birst í mjög virtum ritum, til dæmis í Nature og Nature Gene- tics. Þetta hefur verið skemmtileg vegferð og eru þessar niðurstöður þegar byrjaðar að hjálpa okkur við að bæta klíníska þjónustu.“ Hafið þið þá fundið eitthvað sem getur bætt heilsu fólks með gáttatif? „Við erum farin að nýta erfða- upplýsingar meira og meira í klínískri vinnu á spítalanum. Ég held að það muni bara aukast. Svo hafa niður- stöðurnar hjálpað okkur að skilja gáttatif betur og á annan hátt en við gerðum í byrjun. En það er rétt að undirstrika að þetta er langhlaup, erfðafræðin getur verið flókin og túlk- un niðurstaðna ekki alltaf augljós.“ Heilbrigður lífsstíll Þú talar um að erfðabreytileikar gætu aukið áhættu á gáttatifi, en eru aðrir áhættuþættir? „Það er mjög margt sem getur ýtt undir gáttatif, en hefðbundnir áhættuþættir eru sjúkdómar eins og háþrýstingur, sykursýki, kransæða- sjúkdómur og hjartabilun. Á síðustu árum hafa komið fram aðrir áhættu- þættir, eins og offita, sem er auðvitað vaxandi vandamál hjá vestrænum þjóðum, áfengisneysla og kæfisvefn. Við erum að átta okkur betur á að það eru lífsstílsþættir sem skipta máli varðandi gáttatif en auðvitað líka erfðaþættir og oft fer þetta saman. Ef fólk hefur sterka ættarsögu um gáttatif ætti það fólk að vera enn ákveðnara í að huga að heilbrigðum lífsstíl. Ég held að áhrif heilbrigðs lífsstíls séu vanmetin, ekki síst hjá einstaklingum með langvinna sjúk- dóma. Þetta er nokkuð sem við læknar höfum ekki gefið nægilegan gaum og tölum alveg örugglega ekki nóg um við sjúklinginn. Þá er ég að tala um hreyfingu, að halda sér í kjör- þyngd, reykleysi, mikilvægi svefns og jafnvel innhverfrar íhugunar.“ Fjarvöktun á einkennum „Ég hef velt mikið fyrir mér hvernig hægt sé að koma betur þessum skila- boðum um heilbrigðan lífsstíl áleiðis. Það er stundum erfitt í stuttu viðtali við sjúkling, en ég tel að snjalltækni gæti verið áhugaverður kostur í þessu tilliti. Margir nota snjallsím- ann nú þegar til að skrá ýmsar heilsufarslegar upplýsingar um sig; púls, öndunartíðni, súrefnismettun, blóðþrýsting, svefnmynstur og hreyfimynstur sem dæmi. En kannski gætum við bætt um betur og nýtt þessa tækni til að koma upplýs- ingum um lífsstílsbreytingar og hvatningu til sjúklinga. Við getum líka nýtt okkur snjallsímana betur til að fylgjast með sjúklingum; verið með einhvers konar fjarvöktun á þeirra einkennum. Við erum einmitt með tilraunaverkefni á hjartadeild- inni sem gengur út á fjarvöktun ein- staklinga með hjartabilun sem er gríðarlega áhugavert,“ segir Davíð og útskýrir að fólk notar þá snjall- forrit til að svara spurningum um líð- an og fær þá skor sem birtist í græn- um, gulum eða rauðum litum, eins og umferðarljós. Davíð segir að þetta gæti reynst mjög vel og hjálpað að forgangsraða og meta sjúklinga. „Þeir sem eru þá alltaf á grænum lit þurfa kannski ekki að koma jafn títt á göngudeild. Þeir sem eru á gulu eða rauðu þurfa meiri athygli,“ segir hann. Davíð segir þau einnig hafa fjar- vaktað fólk með gangráð og bjarg- ráð og að það hafi gefist mjög vel. „Við erum líka að senda þeim sem eru í hjartabilunarverkefninu upp- lýsingar um hreyfingu og mataræði og reynum að sníða það eftir hverj- um og einum,“ segir Davíð og er sannfærður um að í slíkri fjarvöktun liggi mikil tækifæri til að bæta heilbrigðisþjónustu. Nútímavætt heilbrigðiskerfi „Við stöndum eiginlega á barmi bylt- ingar í heilbrigðisþjónustu, bæði hvað varðar framfarir í erfðafræði, sér í lagi raðgreiningu erfðamengis og svo í að nýta snjalltæknina. Hvort tveggja er ofboðslega spennandi. Þótt bein samskipti lækna og sjúklinga séu og verði áfram mjög mikilvæg þá verður vinnulag okkar að þróast með tækninni,“ segir Davíð og bendir á að unga fólkinu í dag finnist ofureðlilegt að eiga mikil samskipti í gegnum samfélagsmiðla og allt eins líklegt að það muni eiga við ýmsa þjónustu sem þau sæki sér í framtíðinni. „Að mínu viti liggur ein helsta áskorun þeirra sem stýra heilbrigðiskerfinu í skýrari verk- stjórn og verkaskiptingu milli mis- munandi eininga þess. Við erum að mörgu leyti með gott heilbrigð- iskerfi með mörgum öflugum ein- ingum innan þess. En meinsemdin er kannski ekki síst sú að þær hafa þróast svolítið án samhengis,“ segir Davíð og nefnir að vanti meiri sam- vinnu og samþættingu á milli spítala, heilsugæslu og sjálfstætt starfandi læknastofa. „Ég held að heilbrgiðiskerfið yrði öflugra með skýrari verkaskiptingu um hverju á að sinna á hverjum stað og hvernig hægt sé að efla sam- starfið á milli. Með því opnast tæki- færi til að nýta fjármuni á skyn- samlegri hátt.“ Gen sem stjórna vellíðan? Vellíðan og heilbrigður lífsstíll hefur verið Davíð lengi hugleikinn. „Öll höfum við áhuga á þessu fyr- irbæri, vellíðan. En á hverju byggist þessi tilfinning? Svarið er sennilega margþætt. Mín skoðun er sú að jafn- vægi milli hvetjandi (sympatískra) og letjandi (parasympatískra) hluta ósjálfráða taugakerfisins skipti þar miklu máli. Ójafnvægi, og þá sér í lagi aukin virkni hvetjandi hlutans, geti verið erfitt,“ segir hann. „Skammtímastreita getur verið jákvæð en streita til lengri tíma er mjög skaðleg. Hún getur leitt til alls kyns líkamlegra vandamála; hjart- sláttartruflana, hás blóðþrýstings, meltingartruflana, höfuðverks og stoðkerfisvanda. Svo leiðir það líka til kvíða, einbeitingarskorts og jafn- vel þunglyndis. Þetta eru hlutir sem talað er um þegar talað er um sí- þreytu og kulnun. Ég er þeirrar skoðunar að of mikil keyrsla á hvetj- andi hlutann sé skaðleg og við þurf- um að ná meira jafnvægi. Við getum gert það á margan hátt; með því að hreyfa okkur, ná góðum svefni, stunda innhverfa íhugun og slökun. Við gerum ekki nóg af því að ræða jákvæð áhrif af þessu og hvað þurfi að gera til að ná jafnvægi. Þarna eru ákveðin sóknarfæri sömuleiðis,“ seg- ir Davíð og nefnir að þarna geti snjalltæknin komið vel að notum. „Kannski eru þarna tækifæri til að meta jafnvægið í ósjálfráða taug- kerfinu með ýmsum upplýsingum sem fólk skráir daglega, til dæmis púlsgildi og blóðþrýsting. Það mætti rannsaka líðan fólks samfara þessari upplýsingasöfnun og kanna fylgnina. Svo ef til vill mætti nota svona upp- lýsingar áfram í erfðarannsóknum og reyna að finna þau gen sem stýra vellíðan,“ segir hann og brosir. Mikil viðurkenning Landspítalinn hefur í fimmtán ár út- nefnt heiðursvísindamann ársins. Sá er útnefndur sem þykir hafa skarað fram úr í vísindavinnu á sínum ferli. Í ár er Davíð O. Arnar heiðraður og er hann að vonum ánægður. Hann vill þó deila þessum heiðri með sam- verkafólki sínu. „Þetta er ofboðslega mikil viður- kenning og ekki síst fyrir þá sem hafa unnið með mér. Þetta er teym- isvinna og samstarfsaðilarnir skipta höfuðmáli. Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir verkefnin sem við höfum unnið saman.“ Við förum að slá botninn í sam- talið en hættum ekki fyrr en við höf- um rætt sjálft læknisstarfið. „Mér finnst læknisstarfið alveg frá- bært og ég get ekki hugsað mér betra starf. Þetta er fjölbreytt, gefandi og líflegt. En auðvitað eru ýmsar áskor- anir og starfið getur verið krefjandi á köflum. Kjarni málsins er hins vegar sá að maður er að vinna alla daga að áhugaverðum verkefnum með frá- bæru fólki. Samskiptin við sjúklinga eru þó það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Læknir þarf að hafa áhuga á að leysa vandamál skjólstæð- ingsins og hann þarf að vera lausna- miðaður og úrræðagóður,“ segir Davíð að lokum. Hér má sjá gamla ljósmynd af Davíð O. Arnar og Bjarna Torfasyni í miðri skurðaðgerð, en Davíð hefur unnið sem hjartalæknir í áratugi. Morgunblaðið/Ásdís ’Okkar rannsóknirhafa sýnt að ef þú áttnákominn ættingja meðgáttatif, þá næstum tvö- faldast áhættan hjá þér. Og ef þú átt ættingja sem greinst hefur með gáttatif undir sextugu, þá fimm- faldast sú áhætta. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 20. október 2020BLAÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.