Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020
LESBÓK
Inniheldur:
• Kólín sem stuðlar að:
- eðlilegum fituefnaskiptum
- viðhaldi eðlilegrar
starfsemi lifrarinnar
• Mjólkurþistil ogætiþistil
sem talin eru stuðla að eðlilegri
starfsemi lifrar og galls
• Túrmerik og svartur pipar
HEILBRIGÐ MELTING
Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum
Fást í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Góður árangur
„Ég er mjög meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina. Ég ákvað að
prófa Active Liver eftir að ég sá að það er gert úr náttúrulegum efnum. Ég fann fljótlega mun
á orkunni og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég finn líka mun á húðinni en
hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægðmeð árangurinn ogmæli með Active Liver
fyrir fólk sem hugsar um heilsuna og vill halda meltingunni góðri.” Jóna Hjálmarsdóttir.
HEIMA Geezer Butler, bassaleikari og textaskáld
málmhefjendanna í Black Sabbath, upplýsir í samtali við
ástralska miðilinn Wall Of Sound að hann sé að rita bók
um uppvöxt sinn í Birmingham á Englandi og tilurð
Black Sabbath á ofanverðum sjöunda áratugnum. Ekki
kemur fram hvenær hann hyggst ljúka verkinu en eins
og svo margir hefur Butler þurft að vera mun meira
heima við í Los Angeles síðustu mánuði en fram að
þessu. Raunar kveðst hann ekki hafa verið svona mikið
heima hjá sér í hálfa öld. Tímann hefur hann einnig not-
að til að lesa bækur, spila á alls kyns bassa, mest sex- og
sjöstrengja, og kynnast hundunum sínum og köttunum
betur – enda löngu sannað að málleysingjar eru marg-
falt betri félagsskapur en málmleysingjar.
Með bók í smíðum
Geezer
Butler er
við skriftir.
AFP
ÖRUGG Bandaríska leikkonan Uzo Aduba upp-
lýsir í samtali við breska blaðið The Inde-
pendent að hún hafi haft miklar efasemdir
þegar umboðsmaður hennar spurði hvort
hún hefði áhuga á að færa sig af sviðinu yfir í
kvikmyndir og sjónvarp. Enda rakst hún
strax á veggi; var hvött til að breyta nafni
sínu og loka frekjuskarðinu í munninum.
Hvort tveggja ynni gegn henni í þessum
bransa. Aduba afþakkaði þau ráð og núna,
þrennum Emmy-verðlaunum síðar, hefur hún fest
sig rækilega í sessi og getur valið úr hlutverkum.
Næsta hlutverk hennar verður aðalhlutverkið í
nýrri kvikmynd, Mrs Virginia.
Uzo Aduba
lék m.a. í
Orange Is the
New Black.
AFP
Glow er meðal þátta sem Netflix
hefur hætt við að undanförnu.
Er Netflix of
óþolinmótt?
ÞOLINMÆÐI Efnisveitan vinsæla
Netflix hefur verið dugleg að hætta
við þáttaraðir, sem hún framleiðir,
að undanförnu og blaðamaður The
Guardian veltir í grein, sem birtist í
breska blaðinu í vikunni, fyrir sér
hvort veitan sé alla jafna of óþolin-
móð. Blaðamaðurinn hefur heim-
ildir fyrir því að Netflix miði fyrst
og fremst við áhorfstölur annars
vegar sjö dögum eftir að nýr þáttur
kemur og hins vegar 28 dögum eft-
ir að hann kemur inn. Og séu þær
ekki ásættanlegar séu góðar líkur á
því að framleiðslu þáttarins verði
hætt, burtséð frá því hvort hann
hafi fengið góða eða slæma dóma.
Hvetur blaðamaðurinn Netflix til
að hafa meiri þolinmæði; ekki hafi
allir tök á að hámhorfa á þætti.
Eddie Van Halen var bráðsnjallgítarleikari sem fann upptækni sem heil kynslóð gítar-
leikara hefur tekið upp eftir honum.
[…] Frank Zappa sagði að Eddie
hefði enduruppgötvað gítarinn. Ég
er honum sammála.“
Það er ekki amalegt að fá slík
eftirmæli frá þungavigtarmanni í
rokksögunni en Ritchie Blackmore,
oftast kenndur við Deep Purple,
hafði þetta um Eddie Van Halen að
segja í yfirlýsingu sem hann sendi
frá sér eftir að fregnir bárust af
andláti kollega hans í vikunni.
Og Blackmore var ekki hættur.
„Hann var einn af ljúfustu tónlistar-
mönnum sem ég hef hitt í brans-
anum. Mjög feiminn og laus við allt
yfirlæti vegna getu sinnar sem gítar-
leikari. […] Hans verður sárt saknað
en arfleifðin verður alltaf í hávegum
höfð. Hin endanlega gítarhetja.“
Talandi um Frank Zappa þá
minntist sonur hans, Dweezil, Van
Halens á heimasíðu sinni: „Tónlistin
breyttist fyrir fullt og fast þegar
Edward Van Halen var kynntur til
Af sama stofni
og Hendrix
og Mozart
Margir hafa minnst Eddies Van Halens, eins
fremsta gítarleikara rokksögunnar, en hann lést af
völdum krabbameins í vikunni, 65 ára gamall. Og
risastór orð fylgja honum yfir móðuna miklu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Eddie Van Halen á tónleikum í Las Vegas árið 2015. Hann kom lítið fram eftir
það vegna erfiðra veikinda sem á endanum drógu hann til dauða.
AFP
Mjög kært var með bræðrunum
Eddie og Alex sem stofnuðu Van
Halen saman árið 1972. Sá síðar-
nefndi, sem er tveimur árum eldri,
hefur haft hægt um sig í vikunni, og
leyft öðrum að hafa orðið, en sendi
þó bróður sínum stutta kveðju gegn-
um heimasíðu sveitarinnar: „Sæll
Ed. Elska þig. Sjáumst fyrir handan.
Þinn bróðir, Al.“
David Lee Roth, söngvari Van
Halen, sendi líka stutta en hlýja
kveðju á samfélagsmiðlum með ljósmynd af þeim félögum saman:
„Langt og dásamlegt ferðalag.“
Sammy Hagar, sem leysti Roth um tíma af sem söngvari í band-
inu, minntist félaga síns með orðum sem útvarpsmaðurinn David
Stern las upp. Þar kom fram að þeir hefðu tekið upp samband í
byrjun árs eftir langt hlé og meðal annars rætt um að koma saman
aftur enda þótt báðum væri ljóst að af því yrði ekki.
Sjáumst fyrir handan
Alex Van Halen
Hélt nafninu og frekjuskarðinu