Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Qupperneq 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020 F átt er fallegra en sofandi ungbörn, það vita þau okkar sem eignast hafa börn. Friður svífur þá yfir vötnum; börnunum líður vel og foreldrar fá kærkomið hlé frá barnauppeldi eða barnagráti. Frá alda öðli hafa foreldrar leitað leiða til þess að fá börn sín til þess að sofa bet- ur og lengur. Eitt af því sem vísindamenn hafa uppgötvað er að nánd ungbarns við hjartslátt og andardrátt foreldris hefur góð áhrif á svefnvenjur barnsins. En vissulega geta ekki foreldrar haft börn sín á bringunni hálfu og heilu sólarhringana. Eyrún Eggertsdóttir, eig- andi og forstjóri fyrirtækisins Roro, hefur framleitt mjúka dúkku sem spilar hljóð sem sefa lítil börn. Dúkkan Lúlla selst vel víða um heim og Eyrún hefur ekki undan að taka við þakkarbréfum frá foreldrum sem hafa himin höndum tekið eftir að barn þeirra fékk eina Lúllu og fór að sofa betur. Hjartsláttur og andardráttur Eyrún segir blaðamanni frá upphafinu á æv- intýrinu. „Ég lærði sálfræði í Háskóla Íslands og hafði áður tekið fornám í Myndlistarskólanum. Svo ákvað ég að skrá mig í Hugmyndahús há- skólanna árið 2010 með þessa hugmynd að Lúllu og í kjölfarið tók ég þátt í nýsköpunar- keppninni Gullegginu. Lúlla vann Gulleggið árið 2011. Nú eru liðin tíu ár og ég hef verið í þessu síðan,“ segir Eyrún. Þegar hugmyndin kviknaði var Eyrún nýbú- in að eignast sitt annað barn en í dag eru börn hennar og Þorsteins Otta Jónssonar orðin þrjú, þriggja, tíu og þrettán ára. „Ég var í fæðingarorlofi með þennan tíu ára þegar þessi hugmynd kviknaði fyrst. Á þessum tíma voru margar vinkonur mínar með lítil börn og allar að fást við sömu vandamálin; hvernig best væri að leggja börn frá sér á kvöldin, hvernig börnin svæfu á nóttinni, hvernig væri best að svæfa þau. Svo gerðist það að ein vinkonan mín eignaðist barn fyrir tímann og þurfti barnið að liggja inni á vöku- deild, sem var mikið sjokk fyrir hana. Hún þurfti að skilja hana eftir þar á nóttinni og ég var þá sjálf með ungbarn og upplifði svo sterkt hvað það hlyti að vera erfitt að fara frá barni sínu. Og það sem gerðist þegar hún fór frá henni varð að barnið fór að taka hlé frá öndun á nóttunni. Fyrirburar eru þá ekki búnir að læra taktinn alveg eða muna stundum ekki eft- ir að anda. Þá mundi ég eftir áhugaverðum rannsóknum sem ég hafði lesið um í þroskasál- fræði um það hvað gerist þegar börn heyra í hjartslætti og andardrætti foreldris. Ef börn liggja á bringu móður þá stilla þau sig inn á hennar hjartslátt og fylgja honum og þá kem- ur ekki hlé á öndun. Þessi aðferð er notuð á mörgum spítölum. En svo eru börnin ein á nóttunni eða jafnvel mega ekki koma úr kass- anum, eins og gildir um þessi minnstu. Þá fór ég að hugsa hvort það væri ekki eitthvað sem gæti líkt eftir nærveru foreldris og þessum hljóðum, sem barnið gæti haft hjá sér alltaf. Ég leitaði mikið því mig langaði að hjálpa vin- konu minni, en svo sá ég að það var ekkert til sem væri einmitt svona,“ segir Eyrún. „Það sem ég vildi gera var að hjálpa ung- börnum að sofa lengur og ná þessu jafnvægi. Ég vildi hafa þetta einfalt og reyna í raun að herma eftir móður náttúru,“ segir Eyrún og bendir á að vansvefta börnum líður illa sem veldur því að foreldrar verða líka vansvefta og oft endar það í vítahring. Amma saumaði fyrstu Lúllu Eyrún segist strax hafa fengið þá hugmynd að hanna dúkku. Upphaflega hafi hún verið hugs- uð fyrir fyrirbura og nýbura en nú eru eldri börn einnig að njóta góðs af Lúllu. Hvert smá- atriði dúkkunnar er vandlega úthugsað. En dúkkan varð ekki til á einni nóttu. „Amma mín saumaði fyrstu dúkkurnar og tvær aðrar konur sem ég þekki. Þessi þróun- arvinna tók þrjú ár. Ég var í samtali við spít- alann, við heilbrigðisverkfræðing og við end- uðum svo í Stúdíó Sýrlandi að taka upp hljóðin. Þar var kveikt á kertum og ég fékk vinkonu mína sem er jógakennari og fjögurra barna móðir til að anda fyrir okkur inn á band.“ Eyrún þurfti að fjármagna verkefnið og fékk í byrjun styrk frá Tækniþróunarsjóði Ís- lands fyrir vöruþróun og seinna markaðs- setningu. Á síðari stigum komu inn tvö íslensk fjárfestingafélög og einnig fór fyrsta fram- leiðsla Lúllu í hópfjármögnun. „Við ákváðum að selja verðandi foreldrum þúsund dúkkur á einum mánuði árið 2014 á In- diegogo, og það tók níu mánuði að koma þeim til skila, sem er mjög táknrænt. Með hóp- fjármögnuninni gátum við sett fyrstu fimm þúsund dúkkurnar í framleiðslu,“ segir hún. „Svo þurfti að finna stað sem gæti framleitt dúkkuna fyrir okkur og í byrjun fórum í sam- starf með kanadískum manni með mikla reynslu við framleiðslu leikfanga í Kína. Kín- verjar eru sérfræðingar í þessu en 80% af framleiðslu leikfanga fara þar fram. Síðar fór- um við í samstarf við íslenskan mann og hans teymi, en sá maður býr í Hong Kong. Hann og félagi hans eiga og reka fyrirtækið Onanoff og framleiða þeir sjálfir heyrnartól fyrir börn,“ segir Eyrún og segir afar dýrmætt að hafa sambandsaðila í Kína. „Þeir voru með í vöruþróuninni og fundu fyrir okkur verksmiðju en við framleiðum Lúllu nú í tveimur verksmiðjum. Svo hjálpa þeir við alþjóðlega öryggisvottun, því allt slíkt þarf að vera upp á tíu.“ Miklu meira en leikfang Lúlla er vandlega úthugsuð; efnið, litirnir, föt- in og innvolsið. Lúlla er til í þremur húðlitum og eru þær allar með ólíkan háralit. „Það er ástæða fyrir öllu í útliti hennar. Hún er öll mjúk og létt, tækið er innan í og hægt að taka það úr svo hægt sé að þvo hana á sextíu gráðum. Ég fór upp á vökudeild og talaði við starfsfólkið um hana áður en ég hannaði hana. Þau könnuðumst alveg við rannsóknir sem studdu mínar kenningar og sögðu að hún ætti að virka. Svo var mikilvægt að hægt væri að þvo hana á sextíu gráðum sem er nóg til að drepa all- ar bakteríur. Lúlla er miklu meira en leikfang,“ segir Eyrún og útskýrir hljóðin sem heyrast. „Hún spilar þessa raunverulega upptöku af hjartslætti og jóga-andardrætti sem kallast haföndun. Hljóðið fer aldrei yfir 65 desibil til að það sé alveg öruggt. Hún getur spilað í tólf tíma samfleytt,“ segir hún. „Dúkkan var þróuð fyrir fyrirbura en eftir að hún var framleidd og komin í sölu hefur það breyst og erum við aðallega að horfa á frá fæð- ingu og upp í tveggja, þriggja ára. En við erum núna að horfa einnig til eldri barna, og þá eru það oft börn sem eru með kvíða eða þurfa að- stoð við að sofa betur. Þetta eru börn sem þurfa huggun. Lúlla getur hjálpað börnum með ADHD til að róa sig, og hjálpar einnig einhverfum börnum sem eiga erfitt með snert- ingu við fólk. Svo er einn hópurinn sem hefur bæst við og það er hópur eldri borgara með alzheimer eða heilabilun. Við höfum verið að gefa Lúllu á elliheimili og höfum fengið jákvæð viðbrögð frá aðstandendum. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar gamla fólkið er einmana og einangrað í Covid.“ 90% mæla með Lúllu Fyrirtæki Eyrúnar hefur gert kannanir til þess að sjá hversu vel Lúlla virkar í raun. „Við viljum fara út í læknisfræðirannsóknir en það er mjög flókið og langt ferli. En það sem við höfum gert er að leggja kannanir fyrir foreldra sem keypt hafa Lúllu og spyrjum um þeirra upplifun. Við höfum fengið ótrúlega flottar niðurstöður, en við sendum þetta á fyrstu fimm þúsund notendurna. Sólveig Gunnarsdóttir, fyrri markaðsstjórinn hjá okkur, gerði þessa könnun sem hluta af mastersverkefni sínu, þannig að þetta var mjög metnaðarfull könnun. Í ljós kom að níutíu prósent af foreldrum myndu mæla með dúkkunni við aðra foreldra, 86% töldu hana veita huggun og 73% töldu hana lengja svefninn hjá börnunum sínum.“ Eyrún segir að niðurstöðurnar hafi hjálpað þeim mikið og eftir að þær lágu fyrir var dúkk- unni breytt lítillega. „Það kom ný útgáfa fyrir einu og hálfu ári en hún breyttist í raun mjög lítið. Við gerðum hana endingarbetri því fólk notaði hana rosalega mik- ið og fór hún úr átta tíma spilun í tólf. Efnið var líka gert sterkara og nú þolir hún ansi mikið! Fólk var með kveikt á henni allar nætur og börn- in notuðu hana líka þegar þau tóku blund og sum tóku hana með sér hvert sem þau fóru. Við erum alltaf að fá myndir og skilaboð frá foreldrum fjögurra ára barna sem hafa notað Lúlluna sína frá fæðingu,“ segir hún. „Sumir foreldrar með veikustu börnin voru að nota hana allan sólarhringinn, þannig að við erum að setja nýja vöru á markaðinn fyrir minnstu börnin. Þetta er lítil ugla sem er ekki með fyllingu, því sumir spítalar vilja ekki leyfa dót með fyllingu. Og tækið spilar í 24 tíma,“ segir hún. „Einnig eru að koma nýjar vörur fyrir eldri börnin en það eru kósí gallar á Lúllu sem líta út eins og mús, refur og kanína. Við vildum vera með dýr sem finnast hér á landi en við erum alltaf að undirstrika tenginguna við Ísland.“ Best fyrir börnin Nýlega vann Lúlla fern mikilsvirt barnavöru- verðlaun sem skipta miklu máli fyrir markaðs- setningu. „Við sóttum um nokkur verðlaun og Lúlla fékk öll verðlaunin. Þetta eru bresk og banda- rísk verðlaun og eru sum þeirra valin af dóm- nefnd en uppáhaldsverðlaunin mín eru þau sem kosin voru af foreldrum. Þessi verðlaun eru veitt fyrir vörur fyrir börn og svo eru alls konar flokkar, en við sóttum um í þeim flokk- um sem okkur fannst passa fyrir Lúllu. Hún vann gull í flokknum „best sleep aid“ eða besta svefnhjálpartækið, og „best baby comforter“. Það var einmitt það sem við vonuðumst eftir. Það er ótrúlegt að finna að öðrum en okkur finnst Lúlla frábær,“ segir Eyrún og nefnir að nú þegar hafi selst 160.000 dúkkur um allan heim. Í netsölu hefur Lúlla selst til yfir sjötíu landa, en dreifingaraðilar eru í Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Kína, Singapúr, Suður-Afríku og víða um Evrópu. Eitt skref í einu Hvað hefur verið mesta áskorunin í öllu þessu ferli? „Að passa að það þyrmi ekki yfir mann. Að finnast ekki allir aðrir vera komnir skrefi lengra og kunni meira. Að taka bara eitt skref í einu. Svo þarf ég líka að passa að fara bara heim að loknum vinnudegi því manni finnst maður geta verið endalaust að vinna,“ segir Eyrún og viðurkennir að í upphafi hafi hún engan veginn gert sér grein fyrir vinnunni sem lá framundan. Að herma eftir móður náttúru Frumkvöðullinn Eyrún Eggertsdóttir hefur unnið í áratug við að koma Lúllu-dúkku á markað víða um heim. Upptaka af hjartslætti og andardrætti inni í Lúllu stuðlar að lengri og betri svefni barna. Lúlla vann nýlega fern virt leikfangaverðlaun. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Á meðan skipið var á leið-inni, seldust allar þrjátíuþúsund dúkkurnar upp. Þá voruþær að ganga kaupum og sölum á Ebay og einhver borgaði 680 dollara fyrir eina dúkku! Lúlla var upphaflega hugsuð fyrir fyrirbura og nýbura og lætur hún þau sofa betur og lengur. Eldri börn kunna líka að meta Lúllu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.