Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Blaðsíða 20
Vísan um jólasveinana níu hef-ur lengi verið ráðgáta. Afhverju eru þeir níu en ekki
þrettán? Hver er þessi Andrés sem
er svo utan gátta, og hvað þýðir það
eiginlega? Og hverjir ætluðu að
vera svo vondir að færa hann tröll-
unum? Eru þetta alvöru tröll? Hver
er þessi Jón á völlunum? Hvað er
hann að vilja upp á dekk? Hvaða
vellir eru þetta?
Ef þú hefur ekki spurt þig þess-
ara spurninga áður, ertu örugglega
að því núna!
Andrés bannfærður
Lára Magnúsardóttir sagnfræð-
ingur hefur sett fram athyglisverða
tilgátu í grein sem birtist nýlega í
Andvara. Þar svarar hún öllum
þessum spurningum, en svörin var
að finna í Árna sögu biskups, sem
skrifuð er snemma á 14. öld. Lára
hefur lengi lagt stund á sagnfræði-
rannsóknir með áherslu á stjórn-
mál, ríki og kirkju.
„Fyrir þremur árum var ég einu
sinni sem oftar að lesa Árna sögu og
ekki að leita eftir neinu sérstöku. Þá
rek ég augun í þá lýsingu þegar
verið er að koma líki Andrésar
plytts inn í kirkjuna í Björgvin, en
Andrés Pálsson þessi var mikill
stórhöfðingi á þessum tíma í Nor-
egi. Hann var í ríkisráði Noregs og
var einn af þeim sem fóru fyrir ver-
aldarvaldinu á móti því að innleiða
kirkjuvaldið inn í ríkið,“ segir hún
og segir að stjórnmálin á þessum
tíma hafi verið afar flókin og merki-
leg.
„Ég er sem sagt að lesa um jarð-
arförina hans þegar ég skil allt í
einu að þarna stendur Andrés, sem
þýðir að líkið stendur, og hann er
utan gátta af því að hann dó bann-
færður. Það er verið að reyna að
færa hann inn í kirkjuna en hinir
sem eru á móti vilja að hann sé
færður tröllunum, þannig að hann
verði ekki með kristnum mönnum.
Orðið tröll getur þýtt útlægur mað-
ur, sá sem hefur verið varpað í
burtu. Þá allt í einu skil ég það að
þarna er sama frásögnin og í jóla-
laginu.“
Jónsvellir og níumenningar
„Svo þegar ég fer að skoða þetta
betur sé ég að þessi frásögn endar
líka á bjölluhringingum. Þá átta ég
mig á því að tveimur blaðsíðum
framar var verið að tala um Jóns-
velli, sem er þá í jólalaginu Jón á
völlunum. Jónsvellir voru landsvæði
í eigu Jónsklausturs í Björgvin,“
segir hún.
Lára útskýrir fyrir blaðamanni
hvernig túlka mætti orðið jólasveinn
og hvers vegna talað er um níu
sveina.
„Hinn íslenski Loftur Helgason
fór til Björgvinjar og ætlaði að tala
máli sínu og nokkurra annarra við
kónginn. En aðstæður voru aðrar
en hann bjóst við og þá virtist ætl-
unarverk hans kjánalegt. Sá sem er
að tala niður til hans, eins og gert er
í vísunni, getur kallað hann jóla-
svein,“ segir Lára og segist lengi
hafa velt fyrir sér tölunni níu, en
eins og allir vita eru íslensku jóla-
sveinarnir þrettán.
„Við nánari lestur sá ég svo að
Loftur ætlaði að tala máli níu
manna og þá efaðist ég ekki leng-
ur.“
Hefur þá gamla vísan ekkert með
jólin að gera?
„Nei. Nema það að hún hefur ver-
ið sungin sem jólavísa mjög lengi
þótt það hafi aldrei neinn skilið um
hvað hún er, þannig að mér finnst
hún geti staðið áfram sem jólavísa.“
Ekkert jólalegt
„Ég hef bent á svo mikil líkindi milli
vísunnar og sögunnar að það þyrfti
þá að afsanna það úr þessu,“ segir
hún.
„Ég athugaði hvert atriði ýtar-
lega og sannfærðist fljótt en var
lengi að finna þetta með mennina
níu. En þegar ég las Árna sögu aft-
ur sá ég að alls staðar er talað um
níu menn,“ segir hún og útskýrir
betur átökin um Andrés.
„Andrés var fínn maður og það
átti að grafa hann inni í kirkju, en
það voru beinlínis átök að koma
honum inn í kirkjuna. Það var bar-
ist um það, og er hann því í tvenn-
um skilningi utan gátta. En hann
var bannfærður af því hann hafði
brotið lög kirkjunnar og var beinlín-
is að vinna gegn henni. Kirkjuvaldið
vildi færa hann tröllunum en hinir
vildu koma honum inn fyrir gættina
og þeim tókst það,“ segir Lára.
„Andrés var kristinn eins og allir
vildi auðvitað almennilega jarðar-
för.“
Nú er talað um jólabjöllur, teng-
ist þetta eitthvað jólum?
„Vitað er að átökin um jarðarför
Andrésar áttu sér stað um jólaleyt-
ið, en með hjálp vísunnar verður
mögulegt að skýra heimildir sem
annars hafa legið ónýttar.“
Andrés utan gátta fundinn
Lára Magnúsardóttir,
doktor í sagnfræði, var
að lesa Árna sögu bisk-
ups þegar hún gerði
merkilega uppgötvun.
Hún fann samsvörun í
sögunni við hið fræga
jólalag, Jólasveinar einn
og átta, þar sem Andrés
nokkur kemur við sögu.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Lára Magnúsardóttir kann skýr-
ingu á vísunni um jólasveinana
einn og átta, en vísan hefur lengi
verið mönnum ráðgáta.
Morgunblaðið/Ásdís
Þessi gamla þjóðvísa birtist
fyrst á prenti árið 1862, en gæti
hafa verið samin mörgum öld-
um fyrr, á milli áranna 1300 og
1800. Mögulega hefur hún þá
verið samin upp úr sögunni um
Andrés sem finna má í Árna
sögu biskups. Í Árna sögu bisk-
ups er tekin afgerandi afstaða
með kirkjuvaldinu en því er öf-
ugt farið í vísunni.
Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum.
Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta
og fundu’ ann Jón á völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum
en þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum. Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Jólasveinar einn og átta
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020
LÍFSSTÍLL
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
Samba
einingasóf i
horntungusófi / 275x233 cm / kr. 387.800
-- margar stærðir og útfærslur í boði