Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Qupperneq 8
É
g ek að sjálfsögðu þráðbeint
framhjá sumarbústað Snæbjörns
Arngrímssonar í Hvalfirðinum en
eitthvað segir mér að hemla og
hringja í Snæbjörn sem lóðsar mig
af nákvæmni til baka og heim í hlað – enda al-
vanur að halda utan um og leiðbeina vegvillt-
um textasmiðum. Hann tekur glaðbeittur á
móti mér á veröndinni í haustblíðunni og stafa-
logninu enda félagsskapnum feginn eftir að
hafa nýlokið sóttkví eftir komuna frá Dan-
mörku, þar sem hann hefur búið seinustu fjór-
tán árin.
Tilefni fundar okkar er önnur skáldsaga
Snæbjörns, Dularfulla styttan og drengurinn
sem hvarf, sem kom út fyrir helgina og er í
sömu röð og fyrsta bók hans, Rannsóknin á
leyndardómi eyðihússins, sem hlaut Íslensku
barnabókaverðlaunin í fyrra. Þar spratt Snæ-
björn fram sem fullskapaður höfundur eftir að
hafa einbeitt sér að þýðingum og aðallega
bókaútgáfu næstu þrjátíu árin þar á undan.
„Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins
er verðugur handhafi Íslensku barna-
bókaverðlaunanna. Höfundi tekst á undra-
verðan hátt að skapa töfrandi en á sama tíma
svolítið ógnvekjandi ævintýraheim. Allt er svo
einfalt en á sama tíma myndrænt,“ sagði Erla
María Markúsdóttir í umsögn sinni í Morg-
unblaðinu. Og ennfremur: „Stíll Snæbjörns er
heillandi; skarpur og hnitmiðaður, sem má
gera fastlega ráð fyrir að hitti beint í mark hjá
ungum lesendum.“
Sjálfur segir höfundurinn viðtökurnar í
fyrra hafa verið vonum framar. „Eigi ég að
vera alveg hreinskilinn þá skil ég ekki hvað
gerðist. Ég ætlaði aldrei að skrifa. Ég hef þýtt
mikið gegnum tíðina en sá aldrei fyrir mér að
ég myndi skrifa mitt eigið efni. Ég byrjaði eig-
inlega fyrir tilviljun eitt kvöldið, spreytti mig á
fyrstu síðunni. Síðan vatt þetta smám saman
upp á sig. Þegar ég sá svo auglýsingu Forlags-
ins fyrir þessa barnabókasamkeppni þá datt
mér í hug að taka þátt en vildi ekki senda
handritið inn undir eigin nafni og reyna þannig
á góðvild alls þess góða fólks sem ég þekki í
bransanum hérna heima,“ segir Snæbjörn.
Þess utan kveðst hann alla tíð hafa verið
hræddur við að bregðast, sjálfum sér og öðr-
um. „Ég var markmaður í fótbolta í gamla
daga og þegar ég var valinn í A-liðið í Fram 11
ára varð ég í senn gríðarlega stoltur og ofboðs-
lega hræddur vegna þess að ég vildi ekki
bregðast.“ Í klefanum fyrir leikinn bað prests-
sonurinn því til Guðs: „Góði Guð, láttu ekki
dómarann mæta!“
– Varstu bænheyrður?
„Nei, dómarinn mætti.“
– Og?
„Leikurinn gekk bara ljómandi vel. Þannig
var það nú yfirleitt, sviðsskrekkurinn var mik-
ill fyrir leik en gleymdist svo þegar á hólminn
var komið. Ég hef enn ekki náð að hrista þenn-
an sviðsskrekk af mér og þess vegna vildi ég
læða minni fyrstu bók út undir öðru nafni.
Þetta er ákveðinn persónuleikagalli, verð ég að
segja. Hvað dulnefnið varðar þá fengu þau
áform ekki fram að ganga.“
Bærinn þarf að standa saman
Í nýju bókinni erum við áfram stödd í Álftabæ
og sogumst inn í ævintýri Millu, Guðjóns G.
Georgssonar og hinna íbúanna á staðnum.
„Mér finnst mjög gaman að búa til ævintýra-
heim í kringum persónurnar, þar sem allt getur
gerst, og í nýju bókinni flyst ný kona inn í bæ-
inn sem kemur ákveðnu róti á bæjarlífið. Ann-
ars snýst bókin öðru fremur um samvisku-
spurningu hjá Millu en hún stelur í fyrsta skipti
sem aftur verður til þess að drengur í bænum
hverfur. Fyrir vikið þarf bærinn að standa sam-
an og Milla að gangast við syndum sínum.“
Hann sá viðtökurnar ekki fyrir í fyrra en er
að vonum þakklátur og glaður. „Þetta er í takti
við annað í mínu lífi, ég hrasa bara inn í ein-
hverja góða senu. Ég hef verið alveg ótrúlega
heppinn, ekki vegna hæfileika eða skipulags-
gáfu, þetta bara dettur fyrir framan mig. Sjálf-
ur hef ég ekki skipulagt neitt af því sem hefur
gerst.“
Snæbjörn hætti á sínum tíma í háskólanámi
til að gerast forleggjari. Hann var gríðarlegur
aðdáandi forlagsins Svart á hvítu og stökk einu
sinni út úr bílnum fyrir framan skrifstofu þess
og vatt sér inn til að sækja um vinnu. „Neeeij,“
svaraði Björn Jónasson, forsprakki Svart á
hvítu, með hægð. „Ég held að honum hafi ekk-
ert litist á manninn,“ rifjar Snæbjörn upp kím-
inn. „Það var svo sem ágætt, hefði ég fengið þá
vinnu hefði ég ábyggilega endað sem farand-
sölumaður fyrir bækur.“
En draumurinn var vaknaður og lét Snæ-
björn ekki í friði. „Ég hreifst af Ilmi eftir Pat-
rick Süskind og þegar Jóhann Páll [Valdimars-
son útgefandi] vildi ekki gefa út næstu bók,
Dúfuna, ákvað ég að gera það. Það var frábær
tilfinning og ég hugsaði með mér: Hér er gott
að vera!“
Bókaútgáfan Bjartur varð til og einbeitti
Snæbjörn sér fyrsta kastið að fagurbók-
menntum; verkum sem heilluðu hann en seld-
ust ekki endilega í bílförmum. Hann átti konu
og þrjú börn á þessum tíma og segir það hafa
hvatt sig til að leita að metsöluhöfundinum.
Hann gæti ekki leyft sér eintóm gæluverkefni.
„Ég hafði aldrei hugsað mér að græða peninga
á bókaútgáfu, ekki þannig, en það breyttist
þegar ég eignaðist útgáfuréttinn á Harry Pot-
ter á Íslandi. Það gerðist raunar áður en fyrir
lá hvílíkt ævintýri það varð allt saman. Þarna
sérðu, þetta dettur allt fyrir framan mig.“
Ekki spillti heldur fyrir að Snæbjörn gaf
líka út íslenska höfunda sem seldust vel, svo
sem Braga Ólafsson, Jón Kalman Stefánsson,
Huldar Breiðfjörð og Guðrúnu Evu Mín-
ervudóttur.
– Hvernig er að vera allt í einu orðinn rithöf-
undur sjálfur?
„Almáttugur, ég get ekki kallað mig rithöf-
und. Það er alltof virðulegur titill fyrir mann
eins og mig. Ég var í París í janúar síðast-
liðnum og fór alltaf á morgnana á svona hip-
stera-kaffihús, sem var í sama húsi og íbúðin
sem ég bjó í. Fékk mér hafragraut og kaffi, las
og svaraði tölvupóstum og skrifaði dagbókina
mína. Einn morguninn spurði strákur sem
vann á kaffihúsinu mig: „Við hvað starfið þér?“
Það kom fát á mig, hvað átti ég að segja? Ekki
gat ég farið að kalla mig rithöfund. Þannig að
upp úr mér datt að ég væri hjartalæknir. Mér
finnst ég svo sem alveg geta réttlætt þann titil.
Mögulega hef ég læknað hjartað í einhverjum
með skrifum mínum, alla vega veitt smá gleði
inn í það. Eftir þetta ávarpaði strákurinn mig
alltaf með þessum hætti: „Góðan dag, dokt-
or!““
Hann kveðst svo sem iðulega vera spurður
við hvað hann starfi, ekki síst af fólki sem
kannast við hann í Danmörku og veit að hann
seldi sitt síðasta forlag, Hr. Ferdinand, fyrir
þremur árum. „Ég get ekki heldur sagt því
fólki að ég sé rithöfundur. Kannski þegar ég
fæ Nóbelsverðlaunin.“
Hann skellir upp úr.
Erfiðara en ég bjóst við
– Hefur eitthvað komið þér á óvart við skrifin?
„Mér finnst þetta erfiðara en ég bjóst við.
Það er nógu erfitt eitt og sér að sitja á rass-
inum í átta tíma og skrifa. Ég eyði töluverðri
orku í þetta og á köflum hringsnýst allt í höfð-
inu á mér.“
– Átta tíma segirðu. Ertu agaður við skrifin?
„Ég set mér markmið á hverjum degi í pró-
sentum um það hvað ég ætla að skrifa mikið,“
svarar Snæbjörn og dregur fram stílabók og
sýnir mér tölurnar. Þær ná ekki alltaf 100% en
virðast þó fljótt á litið vera býsna nærri því.
„Suma daga gef ég mér frí, eins og í dag þegar
ég á að fara í tvö viðtöl. Ég skrifa yfirleitt ekki
um helgar, þá gríp ég frekar í þýðingar. Steph-
en King hefur skrifað mjög góða bók um það
Ég hrasa
bara inn
Enda þótt hann sendi nú frá sér sína aðra skáldsögu fyrir
börn vill Snæbjörn Arngrímsson alls ekki titla sig rithöf-
und. Það sé alltof virðulegur titill fyrir mann eins og hann.
Þess í stað kveðst hann vera hjartalæknir enda geti bækur
verið til þess fallnar að lækna eða alla vega veita gleði inn í
hjarta lesandans. Eftir þrjátíu ára feril hætti Snæbjörn
bókaútgáfu fyrir þremur árum en kveðst þó geta orðið
mun betri forleggjari í dag en hann var þá.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Útgáfurétturinn að bókunum um Harry Potter voru upphafið að miklu ævintýri forlagsins Bjarts.
„Ég hef verið alveg ótrúlega heppinn,
ekki vegna hæfileika eða skipulagsgáfu,
þetta bara dettur fyrir framan mig. Sjálfur
hef ég ekki skipulagt neitt af því sem hef-
ur gerst,“ segir Snæbjörn Arngrímsson.
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020