Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Page 12
LÍFSLOK
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020
Á
tímum hækkandi meðalaldurs
þar sem læknavísindi finna
stöðugt nýjar leiðir til að lengja
líf sjúklinga hafa margir lýst
ótta yfir því að vera haldið á lífi
þrátt fyrir alvarleg elliglöp og líkamlega
hrörnun. Því hefur vitundarvakning um mál-
efni dánaraðstoðar átt sér stað á undanförnum
árum og fjöldi breytinga í regluverki sést víðs-
vegar hvað varðar réttinn
til að fá aðstoð við að deyja.
Nær óumdeilt er að allir
eigi rétt til lífs og að ráða
því hvernig við lifum því. Þó
fer því fjarri að samstaða
ríki um hvort í
sjálfsákvörðunarrétti ein-
staklings yfir eigin lífi felist
jafnframt réttur hans til að
ráða hvenær og hvernig
hann skilur við það. Því er umræðan um lög-
leiðingu dánaraðstoðar mikilvæg. Í því sam-
hengi ber að nefna nýbirta skýrslu heilbrigð-
isráðuneytisins um dánaraðstoð en hún
byggist meðal annars á meistararitgerð und-
irritaðs sem er jafnframt undirstaða þessarar
umfjöllunar.
Dánaraðstoð í ljósi sögunnar
Þótt dánaraðstoð sé nú deiluefni líðandi stund-
ar hafa þessar spurningar og vangaveltur ver-
ið ræddar allt frá því á dögum Hippókratesar.
Taldi Sókrates það í ritinu Kríton ekki vera
rétt manna að velja sér dauðdaga, á meðan
margir aðrir heimspekingar töldu það vera
dyggð að taka eigið líf og var það eitt af boð-
orðum Stóuspekinga um sanngjarnan dauða.
Með tilkomu kristinnar trúar varð sjálfs-
morð og það að deyða aðra talin hin versta
synd, sem leiddi af sér eilífðardvöl í helvíti.
Eins og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ís-
lands fjallar um í umsögn til Alþingis árið 2018
í tengslum við dánaraðstoð, þá er í kristni lífið
álitið eign sem Guð treysti mönnunum fyrir og
þeim ber að varðveita. Hin kristnu gildi um
mikilvægi þess að vernda líf og stjórn Guðs yf-
ir örlögum manna eiga sér hliðstæður í mörg-
um helstu trúarbrögðum heims.
Talið er að á fyrri hluta 20. aldar hafi dánar-
aðstoð verið veitt víðsvegar í Evrópu átölu-
laust, þrátt fyrir að vera ólögleg. Eftir síðari
heimsstyrjöldina komst óorð á dánaraðstoð
sökum skelfilegrar misnotkunar nasista á hug-
takinu. Þeir túlkuðu dánaraðstoð rúmt og létu
hana ná til hvers kyns dauða af hendi lækna.
Hugtakinu var þannig beitt til að hylma yfir þá
staðreynd, að nasistar tóku miskunnarlaust
fatlaða einstaklinga af lífi án samráðs undir því
yfirskini að verið væri að veita þeim líknandi
dauða. Þessi framkvæmd nasista átti rætur að
rekja til endaloka fyrri heimsstyrjaldarinnar
þegar fatlaðir einstaklingar voru álitnir óvið-
ráðanleg byrði á efnahagskerfi Þýskalands og
skilgreindir sem óverðugir lífs. Talið er að hátt
í 100.000 fatlaðir einstaklingar hafi verið
drepnir þannig í nafni dánaraðstoðar eins og
Dieter Giesen greinir frá í fræðigrein frá árinu
1995.
Vegna þessa áttu fylgjendur hefðbundinnar
dánaraðstoðar, þar sem sjúklingur biður sjálf-
ur um aðstoð við að deyja, erfitt uppdráttar.
Það voru Benelux-löndin sem fyrst hófu al-
menna umfjöllun um dánaraðstoð eftir heims-
styrjaldirnar. Strax árið 1970 fór að bera á
gagnrýni á því meðal almennings í Hollandi að
halda dauðvona sjúklingi á lífi í stað þess að
aðstoða hann við að deyja. Dánaraðstoð var
loks lögleidd í Hollandi árið 2002. Um það
verður nánar fjallað í síðari grein.
Með tilkomu nýrra samtaka á borð við hið
breska Dignity in Dying og íslensku samtökin
Lífsvirðingu hafa málefni dánaraðstoðar hlot-
ið byr undir báða vængi. Þessi samtök tala
fyrir aukinni virðingu fyrir sjálfsákvörð-
unarrétti dauðvona sjúklings og þeirra sem
eru með ólæknandi og kvalafulla sjúkdóma til
að mega velja sér að fá aðstoð til að deyja með
reisn.
Hvað er dánaraðstoð?
Dánaraðstoð er yfirheiti á tegund lífsloka-
meðferðar. Hugtakinu er í daglegu tali oft
beitt lauslega og það notað jafnhendis um
læknisaðstoð við sjálfsvíg og aðskilið frá því
þegar lífsnauðsynlegri meðferð er sleppt eða
hætt. Þótt ekki séu allir sammála um hvernig
beri að skilgreina dánaraðstoð er yfirleitt rætt
um fjórar helstu tegundir lífslokameðferðar.
Í fyrsta lagi er það bein dánaraðstoð, einnig
þekkt sem líknardráp, sem felst í því að sjúk-
lingi er með aðgerð læknis eða annars heil-
brigðisstarfsmanns gefið efni af ásettu ráði
með það að markmiði að enda þjáningu hans
og ævidaga. Algengt er að það sé gert með því
að sprauta efninu pentóbarbítal í réttu magni í
æð sjúklings sem veldur dauða hans. Ingrid
Kuhlman, sem hefur verið áberandi í um-
ræðum um dánaraðstoð á Íslandi, lýsir
reynslusögu af slíkri meðferð í umsögn sinni til
Alþingis árið 2018 þegar faðir hennar Anton
Kuhlman hlaut beina dánaraðstoð í Hollandi
einna fyrstur manna árið 2002.
Bein dánaraðstoð er einnig oft flokkuð eftir
því hvort hún sé veitt að beiðni sjúklings, án
samþykkis hans eða í aðstæðum þar sem sjúk-
lingur er ófær um að láta afstöðu sína í ljós.
Getur það verið vegna meðvitundarleysis,
greindarskorts eða af öðrum ástæðum sem
valda því að viðkomandi er ófær um að veita
gilt samþykki. Þar sem bein dánaraðstoð er
lögleg einskorðast hún við aðstoð sem veitt er
að beiðni sjúklings. Bein dánaraðstoð án sam-
þykkis og skýrs vilja sjúklings nefnist einnig
líknarmorð og þykir umtalsvert verra en bein
dánaraðstoð að ósk sjúklings.
Í öðru lagi kemur samhliða beinni dánarað-
stoð oft til umfjöllunar læknisaðstoð við sjálfs-
víg sem er þegar einstaklingur hefur sjálfur
mótað löngun til að svipta sig lífi og fær aðstoð
læknis við að undirbúa eða framkvæma verkn-
aðinn. Meginmunurinn á læknisaðstoð við
sjálfsvíg og beinni dánaraðstoð felst í því
hversu umfangsmikið hlutverk læknisins er. Í
tilviki læknisaðstoðar við sjálfsvíg takmarkast
hlutverk lækna við að útvega sjúklingi þau efni
og tól sem hann þarfnast til að geta bundið
enda á eigið líf á þann hátt sem veldur honum
sem minnstum sársauka. Við beina dánarað-
stoð þarf læknirinn sjálfur að koma hinu ban-
væna efni í þann farveg að dauði sjúklings
hljótist af. Í annarri umsögn sem send var Al-
þingi árið 2018 vegna dánaraðstoðar lýsti
ekkja íslensks manns því þegar eiginmaður
hennar ferðaðist til Sviss til að fá aðstoð Digni-
tas-samtakanna við að deyja, en þar mun hafa
verið um að ræða læknisaðstoð við sjálfsvíg,
enda er bein dánaraðstoð ólögleg í Sviss.
Í þriðja lagi ber að nefna óbeina dánarað-
stoð sem er hugtak sem beitt hefur verið um
það þegar lífsnauðsynlegri meðferð er sleppt
eða hætt. Í slíkum tilfellum er það meðvitað at-
hafnaleysi læknis í stað athafnar hans sem
verður til þess að sjúklingur deyr, oft fyrr en
ef meðferðin hefði verið veitt, eða haldið áfram
ef hún var þegar hafin. Slík lífslokameðferð er
heimiluð víðast hvar og er þannig hverjum
sjúklingi sem bær er um að taka upplýsta og
frjálsa ákvörðun heimilt að sleppa eða hætta
meðferð. Hér á landi er þetta heimilt sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 74/1997 um réttindi
sjúklinga. Að sleppa eða hætta meðferð sem er
lífsnauðsynleg hefur ekki verið sérstaklega
umdeilt, ólíkt beinni dánaraðstoð. Það má
rekja til þess að dauði sjúklings sem orsakast
vegna þess telst vera eðlileg afleiðing sjúk-
dóms eða báginda sem þegar hrjáði sjúkling.
Andlát vegna beinnar dánaraðstoðar er þá aft-
ur á móti afleiðing af inngripi læknis inn í hina
náttúrulegu framvindu, með þeim afleiðingum
að sjúklingur deyr fyrr en ella hefði orðið.
Í fjórða og seinasta lagi ber að nefna líknar-
meðferð. Líknandi nefnist meðferð sem sjúk-
lingi er veitt í því skyni að lina sársauka og
auka lífsgæði hans og nákominna uns hann
deyr án þess að stefnt sé að því að stytta eða
lengja ævidaga hans. Hún er almennt álitin
siðferðislega réttlætanleg svo fremi sem
markmið hennar er það eitt að takmarka af
fremsta megni þjáningu sjúklings á dánarbeði.
Á það við þótt líknandi meðferð geti í
ákveðnum tilfellum flýtt samtímis dauða sjúk-
lings. Heyrir líknandi meðferð þannig ekki
undir dánaraðstoð þar sem markmið meðferð-
anna eru af andstæðum meiði. Þótt báðar hafi
það markmið að takmarka þjáningar sjúklings
skortir líknandi meðferð grundvallarmarkmið
dánaraðstoðar sem felst í því að flýta fyrir
dauða sjúklings. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar frá 2014 um líknandi meðferð
er talið að þótt líknandi meðferð teljist ekki til
eftirfylgnisskyldra mannréttinda megi draga
þá ályktun að það sé skylda aðildarríkja sam-
kvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt-
indi að stuðla að slíkri meðferð.
Umfjölluninni verður haldið áfram í næsta
tölublaði Sunnudagsmoggans.
Höfundur er lögmaður.
Rétturinn til að deyja
Rétturinn til lífs er óumdeild-
ur, en hvað með réttinn til að
deyja? Með auknum lífslíkum
hefur óttinn við að vera haldið
á lífi þrátt fyrir elliglöp og
líkamlega hrörnun farið
vaxandi. Arnar Vilhjálmur
Arnarson fjallar um vaxandi
kröfur um lögleiðingu
dánaraðstoðar.
„Því hefur vitundarvakning um málefni
dánaraðstoðar átt sér stað á undanförnum
árum og fjöldi breytinga í regluverki sést
víðsvegar hvað varðar réttinn til að fá
aðstoð við að deyja,“ skrifar höfundur.
Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.
AFP
’Nær óumdeilt er að allireigi rétt til lífs og að ráðaþví hvernig við lifum því. Þófer því fjarri að samstaða ríki
um hvort að í sjálfsákvörð-
unarrétti einstaklings yfir
eigin lífi felist jafnframt rétt-
ur hans til að ráða hvenær og
hvernig hann skilur við það.
Arnar Vilhjálmur
Arnarsson