Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Side 32
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2020
Sjónvarpsþættirnir Venjulegt fólk virðast hafa gengið
vel í landann, alltént hefur þriðja serían verið framleidd
og verður aðgengileg í heild sinni í Sjónvarpi Símans
Premium frá og með miðvikudeginum í næstu viku.
Venjulegt fólk eru grínþættir með dramatísku ívafi.
Við fylgjumst með Völu og Júlíönu sem hafa verið vin-
konur frá því í menntaskóla takast á við lífið og tilveruna.
Þriðja serían fjallar um áframhaldandi vinskap milli Júl-
íönu og Völu. Sjónvarpsþættirnir þeirra fá ekki góð við-
brögð og setur það leikferil þeirra í hættu. Fjármál Völu
snúast til hins betra á meðan Júlíana verður gjaldþrota.
Setur þetta vinskap þeirra í hættu? Breyta fjármál öllu?
Aðalhlutverk leika sem fyrr Vala Kristín Eiríksdóttir,
Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arn-
mundur Ernst Backman.
Meðal nýrra leikara í þriðju seríunni eru reynslubolt-
arnir Pétur Jóhann Sigfússon og Halldóra Geirharðs-
dóttir og fróðlegt verður að sjá hvaða þráð þau koma til
með að spinna.
Glassriver framleiðir þættina.
Lykilpersónurnar í Venjulegu
fólki klárar í ný ævintýri.
Ljósmynd/Sjónvarp Símans
Meira Venjulegt fólk
Þriðja þáttaröð af Venjulegu fólki lendir í heild sinni í Sjónvarpi Símans
Premium miðvikudaginn 14. október næstkomandi.
Samtök hernámsandstæðinga
efndu til mótmæla við setningu
Alþingis á þessum degi 1960.
Fóru þau að mestu friðsamlega
fram í upphafi, tveimur eggjum
var að vísu kastað og hæfði ann-
að þeirra Sigurvin Einarsson
þingmann, sem var samtök-
unum hliðhollur. Þótti sumum
það köld kveðja úr vinahópi. Síð-
an gerðist þetta, að sögn
Morgunblaðsins:
„Þegar þingmenn og forseti
voru inn komnir, fóru menn að
tínast burtu. Magnús Kjart-
ansson, ritstjóri Þjóðviljans, er
boðaði „Alþingi götunnar“ í
sumar, var í miðröð „varðliðs-
manna“ og bað menn að hinkra
við, því að „jeppinn væri alveg
að koma“. Í þessu rann jeppi
Þorvalds Þórarinssonar, lög-
fræðings, að suðurhorni Aust-
urvallar, og hafði gjallarhorn á
þaki. Ragnar Arnalds tók þá að
kalla í gjallarhornið og litlu síðar
Bergur Sigurbjörnsson. Horninu
var beint að þinghúsinu og yfir-
gnæfði hávaðinn úr því þingsetn-
inguna. T.d. heyrðist lítt til for-
seta í útvarpinu, enda mun það
hafa verið tilætlun gjallarhorns-
kallaranna, sem höfðu útvarp í
gangi í jeppanum, að setja „Al-
þingi götunnar“ um leið og Al-
þingi Íslendinga.“
GAMLA FRÉTTIN
„Alþingi
götunnar“
Þessi mynd af þingsetningunni var tekin úr turnherbergi Hótels Borgar.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Kate Winslet
leikkona
Svanhildur Hólm Valsdóttir
aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Glódís Perla Viggósdóttir
landsliðsmaður í knattspyrnu
PURUSNAKK
Lág
kolvetna