Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Side 15
11.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs.
„Það þarf að hafa þrautseigju og þolinmæði.
Það tók fimm ár að koma Lúllu á markað. Ég
hugsaði stundum: „Hvað er ég að pæla með
þessa dúkku? Af hverju finn ég mér ekki bara
vinnu eins og almennilega manneskja?““ segir
hún og hlær.
„En á þessum tíma, rétt eftir kreppu, var
svo þétt og lifandi samfélag frumkvöðla. Það
var stór hópur kvenna í nýsköpun sem hittist
reglulega; allar að vinna í mismunandi verk-
efnum. Það var svo gott að hitta aðrar sem
sögðu jafnvel, „já, ertu búin að vera þrjú ár í
vöruþróun? Það er eðlilegt.“ Ég er ekki með
neinn bakgrunn í fyrirtækjarekstri, vöruþró-
un, öryggisvottun, framleiðslu, markaðs-
setningu. Því þurfti ég bara að draga andann
djúpt og taka, eins og ég segi, eitt skref í einu.“
Seldist á uppsprengdu verði
Nú ertu búin að eignast barn eftir að Lúlla
kom á markað. Hvernig líkar henni við Lúllu?
„Rosalega vel, hún á auðvitað margar dúkk-
ur út um allt. Svo verð ég að viðurkenna að
þegar ég fer ein til útlanda, þarf ég alltaf að
taka með mér eina Lúllu til að sofa með og
knúsa. Svo hef ég heyrt um fólk sem notar
Lúllu fyrir gæludýrin sín, eins og hunda sem
eru einir heima,“ segir Eyrún.
Við sláum botninn í samtalið með einni
skemmtilegri sögu. Þannig var mál með vexti
að á einum tímapunkti hafði fyrirtækið ekki
undan að framleiða því eftirspurnin var svo
mikil.
„Á meðan skipið var á leiðinni, seldust allar
þrjátíu þúsund dúkkurnar upp. Þá voru þær að
ganga kaupum og sölum á Ebay og einhver
borgaði 680 dollara fyrir eina dúkku! Það komst
í heimspressuna og hoppaði á milli fréttamiðla. Í
kjölfarið var fjallað um Lúllu í The Today Show
í Bandaríkjunum. Ég segi að Kim Kardashian
hafi keypt hana; hún var að eignast barn á þess-
um tíma. Ég ætla að standa við það!“
Eyrún Eggertsdóttir hefur lagt nótt við dag
til að koma Lúllu á markað um allan heim.
Dúkkan sefar börn og stuðlar að betri og
lengri svefni, en er nú einnig vinsæl hjá eldri
börnum, börnum með kvíða eða ADHD
og jafnvel eldra fólki með heilabilun.
Morgunblaðið/Ásdís