Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Qupperneq 29
sögunnar og verður aldrei söm eftir ótímabært brotthvarf hans. Enn þann dag í dag er ekki til frumlegra gítarintró en „Mean Street“. Það er eins flókið og það var fyrir 39 árum þegar menn klóruðu sér í höfðinu og spurðu: Hvernig fer hann að þessu? Sama má segja um „Eruption“ af fyrstu plötunni. Hann var svo mikill frumkvöðull að ólíklegt er að við eig- um nokkurn tíma eftir að hætta að spyrja okkur að þessu.“ Tæknilegt undur Ozzy Osbourne sagði í samtali við tímaritið Rolling Stone að Van Hal- en hefði verið einstakur listamaður og tæknilegt undur. „Ég kunni líka að meta það við Eddie að hann var alltaf með breitt bros á vör og maður gat ekki skilið það öðruvísi en að hann nyti hverrar sekúndu á sviðinu. Ég held að það hafi ekki verið neitt sýndarbull; þegar hann var þarna uppi leit alltaf út fyrir að hann hefði aldrei á ævinni skemmt sér betur.“ Sharon Osbourne, eiginkona og umboðsmaður Ozzys, sagði Eddie Van Halen hafa gert mikið fyrir tón- listina og gott yrði að ylja sér við plöturnar sem hann skildi eftir sig og minningarnar. „Ég var svo lán- söm að þekkja hann. Ég fylgdist með ferli hans alla tíð, frá því áður en hann komst á plötusamning. Van Halen kom reglulega fram á Whi- skey á Sunset. Ég fór vikulega að sjá þá. Alveg ótrúlegt, ótrúlegt band. Eddie og bróðir hans – hrein nátt- úruundur,“ sagði hún í spjallþætti sínum í Bandaríkjunum, Spjallinu. Upptökustjórinn Quincy Jones, sem fékk Van Halen til að taka víð- frægt gítarsóló í einu frægasta lagi Michaels Jacksons, Beat It, á met- söluplötunni Thriller, minntist hans líka á Twitter. „Hvíl í friði, Eddie Van Halen hinn mikli. Enda þótt ég þyrfti að hringja tvisvar til að sann- færa þig um að það væri í raun og sann ég í símanum þá negldirðu þetta á Thriller og hið klassíska gít- arsóló þitt í Beat It verður aldrei leikið eftir. Ég mun alltaf minnast samstarfs okkar með bros á vör.“ Eins og frá annarri plánetu Gítargoðið Michael Schenker kvaddi Van Halen líka á samfélagsmiðlum. „Ég ber djúpa virðingu fyrir þér vegna þíns ótrúlega gítarleiks, hljóms, ljóðrænu, tilfinningar þinnar fyrir ryþma, ótrúlegra hæfileika þinna til að skemmta og alls hins. Þú varst fullkominn, frábær og stór- kostlegur alhliða gítarleikari,“ sagði Schenker og bætti við að Van Halen hefði verið besti gítarleikari sinnar kynslóðar. Áhrifa Eddies Van Halens gætir einnig í gruggrokkinu en Mike McCready, gítarleikari Pearl Jam, sagði á samfélagsmiðlum að hann hefði byrjað að spila á gítar ári eftir að fyrsta plata Van Halen kom út 1977. „Það var eins og Eddie væri frá annarri plánetu og orkan frá Van Halen fór ekkert milli mála. Lögin voru frábær líka.“ McGready kveðst ekki hafa hikað við að skrópa í skólanum og bíða daglangt í röðinni eftir miðum á Van Halen-tónleika. „Eddie var eins og Mozart fyrir gítarinn. Hann breytti öllu og lét sálina ráða för.“ Adrian Vandenberg, sem í eina tíð var í Whitesnake, skrifaði á Insta- gram að Eddie Van Halen hefði án nokkurs vafa verið einn besti og áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma. Milljónir gítarleikara, rokk- arar og aðrir, hefðu orðið fyrir áhrif- um frá honum, beint eða óbeint. „Í þeim skilningi var hann að mínu mati verðugur arftaki Jimi Hendrix. Réttnefndur frumkvöðull.“ Ennfremur skrifar Vandenberg: „Gítarleikur Eddies er svo marg- slunginn og litríkur, blús, rokk, djass, klassík og sá kokteill æðir út úr hátölurunum, glitrandi með þess- ari ótrúlega dínamísku tjáningu.“ Stærri en lífið sjálft Robb Flynn úr Machine Head sagði á samfélagsmiðlum að Van Halen hefði verið Rokkstjarna með stóru R-i. Stærri en lífið sjálft, ekkert nema fagmennskan og gæðin. „Ég var að spila „Eruption“ [af fyrstu Van Halen-plötunni] að beiðni aðdá- anda fyrir tveimur dögum og fór þá að hugsa hversu erfitt væri enn að spila þetta lag meira en fjörutíu ár- um eftir að það kom út. Og þessi truflaði gítartónn. Enn þann dag í dag er hann algjör villimennska.“ Hvíl í friði, Eddie Van Halen. Goðsögnin Eddie Van Halen í essinu sínu árið 2007. Wikimedia 11.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 HEYRN Brian Johnson, söngvari rokkgoðanna í AC/DC, greinir frá því, í samtali við tímaritið Rolling Stone, að tilraunameðferð hafi gert sér kleift að snúa aftur í hljóðver og á svið með bandinu en fyrir fjórum árum hélt hann að ferlinum væri lokið, þar sem heyrnin væri að gefa sig, og læknar ráðlögðu honum að draga sig í hlé. Johnson kann ekki almennilega skil á meðferðinni, en mikið var um víra, tölvur og alls kyns hljóð, og eftir hálft þriðja ár hafði heyrnin skánað. Heyr mína bæn! Brian Johnson er kominn á kreik. AFP BÓKSALA Í SEPTEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Verstu kennarar í heimiDavid Walliams 2 Lygalíf fullorðinnaElena Ferrante 3 Bekkurinn minn 1 – prumpusamloka! Yrsa Þöll Gylfadóttir 4 Þín eigin saga – risaeðlurÆvar Þór Benediktsson 5 Bekkurinn minn 2 – geggjað ósanngjarnt! Yrsa Þöll Gylfadóttir 6 Þín eigin saga – knúsíponsÆvar Þór Benediktsson 7 Strákurinn í röndóttu náttfötunum John Boyne 8 GlerhúsLouise Penny 9 LíkkistusmiðirnirMorgan Larsson 10 Augu myrkurs Dean Koontz 11 Brosað gegnum tárinBryndís Schram 12 SaumaklúbburinnBerglind Hreiðarsdóttir 13 Sundkýrin SæunnEyþór Jóvinsson 14 StormboðiMaria Adolfsson 15 Tengdadóttirin II – hrundar vörður Guðrún frá Lundi 16 HansdæturBenný Sif Ísleifsdóttir 17 Hundmann 2 – taumlausDav Pilkey 18 Eplamaðurinn Anne Mette Hancock 19 Kennarinn sem hvarf sporlaust Bergrún Íris Sævarsdóttir 20 SjálfstýringGuðrún Brjánsdóttir Allar bækur Í byrjun árs einsetti ég mér að lesa fleiri bækur en ég hef áður gert, með áherslu á íslenskar bækur, og það gekk eftir. Ég hef verið að lesa mikið á ensku en nú eru hlutföllin í lagi. Nú síðast kláraði ég Kokkál eftir Dóra DNA. Mér finnst frekar fyndið að barnabarn Nóbelsskáldsins hafi skrifað bók með þessum titli en hún er stórfín. Hún greip mig fyr- irvaralaust og ég áttaði mig ekki á að ég gæti ekki lagt hana frá mér fyrr en ég reyndi. Ég kolféll fyrir Kokkál. Frásögnin fer út um allar trissur og potaði í allan tilfinningaskalann í leið- inni. Hljóðbækur gera sumar sögur mikið aðgengilegri og fyrir mér opnaðist ævin- týralegur heimur Am- erican Gods eftir Neil Gai- man sem var svo snilldarlega lesin upp af heilum leik- arahópi að stundum minnti frekar á út- varpsleikrit en upplestur. Það er skemmtilegt að segja frá því að síðasta púslið sem Neil Gaiman vantaði í sína hugmyndavinnu áður en hann hóf skrif á bókinni small þegar hann millilenti á Ís- landi og las um Leif heppna í Leifsstöð. Ég hef ekki enn hætt mér í að lesa Atonement eftir Ian McEw- an eftir að ég frétti frá mömmu hvað kvikmyndin sem gerð var eftir bókinni væri hrikalega sorgleg. En í staðinn hlust- aði ég á Nut- shell eftir sama höfund. Bókin er einstök end- ursögn á Ham- let og tókst á einhvern hátt að viðhalda hrolli í undirritaðri í allar þær fimm og hálfu klukkustund sem upplest- urinn varði. Sagan er sögð frá sjónarhorni fósturs og þar sem systir mín er ólétt um þessar mundir finnst mér áhugavert að velta fyrir mér hvað lillinn er að hugsa á meðan hann liggur á hleri. Af öðrum bókum sem má nefna og ég hef verið að lesa upp á síðkastið þá hitti Ör eft- ir Auði Övu mig í hjarta- stað. Það er stundum fínt að hverfa á einhvern alveg óþekktan stað og gleyma sér í aðstæðum sem eru í órafjar- lægð frá manns eigin. Sagan er ljúfur flótti þó að hún taki á átakanlegum málefnum. JÓHANNA STEINA ER AÐ LESA Kolféll fyrir Kokkál Jóhanna Steina Matthíasdóttir er háskóla- nemi. SÉRSMÍÐI Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.