Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Blaðsíða 18
Eitt besta ráðið sem ég hef fengið í þessum veirufaraldri er aðhalda fjarfund með samstarfsfólki mínu á hverjum morgni.Með því að halda fjarfund fer fólk á fætur, undirbýr sig fyrir
fundinn og gætir þess í flestum tilfellum að vera ekki með koddafar á
andlitinu.
Það gerðist þó eitt í liðinni viku sem vakti
okkur í minni deild aðeins til umhugsunar.
Einn daginn kom í ljós að samstarfskona
okkar hafði ekki farið út úr húsi í þrjá
daga og svo var hárburstinn hennar
týndur sem gerði það að verkum að
hún hafði ekki greitt sér í nokkra
daga. Ef við hefðum ekki verið á fjar-
fundi hefði enginn verið meðvitaður
um að ástandið væri eins og það
var. Það er kannski ekki
heimsendir ef einhver fer
ekki út úr húsi í þrjá daga og
greiðir sér ekki en það er
ekki gott ef það ástand er
viðvarandi. Við rákum hana út
í göngutúr og sögðum að hún
yrði að fá frískt loft. Daginn
eftir tók hún okkur í bakaríið
þegar hún mætti spariklædd
á fjarfundinn, með árshátíð-
argreiðslu, varalit og var
meira að segja í appelsínu-
gulum háhæluðum skóm til
að toppa stemninguna. Eftir
þetta ákváðum við að klæða
okkur upp á fyrir hvern fjarfund.
Nú er bara spurning hvort við
verðum framvegis eins og Emily in
Paris, sem allir eru að horfa á núna á Net-
flix, eða sparidruslan í The Duchess, sem leik-
in er af Katherine Ryan. Emily in Paris er með
litríkan og skemmtilegan fatastíl sem við hérna
á hjara veraldar ættum að tileinka okkur. Í stað
þess að vera berleggjaðar getum við farið í ullar-
gammósíur undir stuttu pilsin. Svo þurfum við að muna að krulla á okkur hár-
ið á hverjum degi en eins og helstu krullusérfræðingar landsins vita þá tekur
það ekki nema fimm mínútur ef við erum með almennilegt krullujárn.
Svo getum við tekið sparidrusluna í The Duchess okkur til fyrirmyndar en
fatastíll hennar er ævintýralegur og sérlega glansandi og glyðrulegur. Það
kemur kannski ekki á óvart því fyrra verkefni búningahönnuðarins var að
gera búninga fyrir Gossip Girl.
Hvernig sem þú ákveður að tækla veiruna og heimavinnuna þá skiptir máli
að halda áfram að vera til og við þurfum að muna að rannsóknir sýna að fólk er
glaðara ef það hugsar vel um sig. Það skiptir máli að hreyfa sig, klæða sig fal-
lega, hugsa vel um húðina og hárið og halda áfram að lifa. Það getur enginn
ákveðið nema við sjálf hvort við ætlum að lifa í ljósinu eða myrkrinu. Þeir sem
velja ljósið fara úr náttfötunum og setja í sig krullur!
Ef þú vilt vera með í spariátakinu getur þú taggað @smartlandmortumariu
á Instagram. Einn heppinn lesandi verður dreginn út og getur unnið 100 þús-
und krónur í Mathilda, en þetta verður kynnt betur á Smartlandi Mörtu Mar-
íu á mbl.is eftir helgi.
Ætlar þú að
vera eins og
sparidruslan
eða Emily in
Paris?
Það reynir á fólk um þessar mundir og
það hefur aldrei verið mikilvægara að fara
úr náttfötunum og lifa borgaralegu lífi
þótt fólk sé að vinna heima hjá sér. Sumir
fá kannski smá innblástur af því að horfa
á Netflix en það er ekki nóg. Fólk þarf
líka frískt loft og við þurfum að muna að
náttföt draga úr okkur alla orku.
Marta María mm@mbl.is
Litrík mittistaska er mjög
góð í göngutúra. Hún
fæast á www.frk.is.
Frekar stutt hlé-
barðapils er full-
komið til að
hressa upp á til-
veruna á heima-
skrifstofunni.
Það fæst á
www.frk.is.
Litríkar skyrtur
hressa upp á
tilbreytingar-
snauða tilveru.
Þær sem
kunna ekki að
meta liti geta
farið í glans-
skyrtu. Þessi
fæst í Mathilda
í Kringlunni.
Fatastíll leikkonunnar Kat-
herine Ryan í The Duchess
er sérlega hressandi og lit-
ríkur. Búningahönnuður
þáttanna vann áður fyrir
Gossip Girl.
Vel sniðnar
gallabuxur
eru hið mesta
þarfaþing.
Þessar fást í
Mathilda í
Kringlunni.
Vesti eru að gera allt arfa-
vitlaust í hausttískunni. Þau
koma eins og ferskur vind-
ur inn í lífið og svo verður
engum kalt í svona vesti.
Það fæst á www.frk.is.
Katherine Ryan
er sérlega vel förðuð
í þáttunum. Hér má
sjá vel snyrtar og lit-
aðar augabrúnir og
fallega skyggingu.
Emily in Paris er líka
með vel mótaðar auga-
brúnir án þess að þær séu
of dökkar. Alpahúfan á ekki
bara heima í París heldur
líka á göngu í fallegu
haustveðri á Íslandi.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020
LÍFSSTÍLL
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Fjarðarkaup,
Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin,
Vegan búðin, Fiskkompaní,
Frú Lauga, Brauðhúsið og
Matarbúr Kaju á Akranesi
Íslenskur
jurtadrykkur