Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
Viðhald Mikilvægt er að tryggja landsmönnum heitt vatn í aðdraganda veturs. Starfsmenn Veitna leggja sitt af mörkum í þágu hlýrra heimila.
Eggert
Því er haldið fram
að á tímum neyðar-
ástands sé stjórnvöld-
um heimilt að grípa til
þeirra aðgerða sem
taldar eru nauðsyn-
legar. Ekki aðeins að
þeim sé heimilt held-
ur beri þeim skylda til
að grípa inn í daglegt
líf almennings til að
verja líf og heilsu. Í
varnarbaráttu gegn
hættulegum vágesti sé stjórnvöldum
frjálst að leggja ákvæði stjórnskip-
unarlaga til hliðar og sniðganga
hefðbundið ferli löggjafar sem er
sögð of hægvirk og óskilvirk.
Ég get ekki annað en hafnað þess-
um sjónarmiðum. Þar er ég ekki
einn. Um hitt verður ekki deilt að
stjórnvöld bera skyldur til að bregð-
ast við þegar samfélaginu er ógnað.
Til lengri tíma litið skiptir meira
máli að farið sé að meginreglum
réttarríkisins og stjórnarskrár en
hvernig glímt er við aðsteðjandi
hættu. Á þetta benti Sumption lá-
varður (Jonathan Philip Chadwick
Sumption), fyrrverandi dómari við
hæstarétt Bretlands, í fyrirlestri við
Cambridge-háskóla í síðustu viku. Í
frjálsu landi sé sérstaklega mikil-
vægt að stjórnvöld á hverjum tíma
virði grunnréttindi borgaranna og
starfi innan þeirra valdmarka sem
þeim eru mörkuð.
Fordæmi fyrir
framtíðina
Sóttvarnalög veita ís-
lenskum stjórnvöldum
ákveðna heimild til að
grípa til aðgerða. Í upp-
hafi covid-faraldursins
var þeim heimildum
beitt. Almennur og víð-
tækur stuðningur var
við sóttvarnaaðgerðir í
upphafi enda stóðu vonir
til að þær væru tíma-
bundnar. Þróun farald-
ursins hefur hins vegar
orðið með öðrum og verri hætti.
Vonir sem vöknuðu í sumar rættust
ekki. Á síðustu vikum hafa heilbrigð-
isyfirvöld talið sig knúin til að herða
aðgerðir og skerða athafna- og fé-
lagafrelsi borgaranna. Tíu mánuðir
eru frá því að óvissustigi var lýst yfir
vegna kórónuveirunnar hér á landi.
Fyrir tæpum átta mánuðum voru
fyrst settar takmarkanir á sam-
komur, framhalds- og háskólum var
lokað og rekstur leik- og grunnskóla
takmarkaður.
Um það er deilt hversu víðtækar
heimildir sóttvarnalög veiti heil-
brigðisyfirvöldum til að skerða borg-
araleg réttindi þegar barist er við
vágest sem ógnar lífi og heilsu. Og
jafnvel þótt þær heimildir séu taldar
rúmar geta þær ekki gefið stjórn-
völdum fullkomið vald til að gera það
sem þau vilja – hefta frelsi fólks.
Eftir því sem tíminn líður og þekk-
ing á eðli hættulegrar veiru eykst
verða möguleikar stjórnvalda til að
ganga á borgaraleg réttindi ein-
staklinga með tilvísun í sóttvarnalög
enn þrengri. Og ekki má gleyma
hvaða fordæmi verið er að setja fyrir
framtíðina.
Frelsi fólks og stjórnarskrárvarin
mannréttindi má ekki skerða nema
ýtrustu nauðsyn beri til. Endurmat
á sóttvarnalögum er því brýnt. En
það blasir einnig við að nauðsynlegt
er að fram fari yfirvegað og ná-
kvæmt áhættumat, ásamt kostn-
aðar- og ábatagreiningu vegna að-
gerða og ákvarðana stjórnvalda á
hverjum tíma. Upplýsingar um áhrif
sóttvarnaaðgerða á aðra starfsemi
heilbrigðiskerfisins, og þar með á líf
og heilsu landsmanna, verða að
liggja fyrir. Innra samræmi í reglum
verður að tryggja. Heilbrigðis-
yfirvöldum ber skylda til að fara
fram í öllum sínum aðgerðum þannig
að meðalhófs sé gætt.
Í grein hér í Morgunblaðinu 2.
september síðastliðinn skrifaði ég
meðal annars:
„Rauði þráðurinn í hugmynda-
baráttu okkar hægrimanna er
mannhelgi einstaklingsins. Við lítum
svo á að andlegt og efnahagslegt
frelsi sé frumréttur hvers og eins.
Virðing fyrir frumréttinum tryggir
betur en nokkuð annað velsæld sam-
félaga. Þegar stjórnvöld telja nauð-
synlegt að ganga á þennan frumrétt,
þó ekki sé nema í takmarkaðan tíma
í nafni almannaheilla, er nauðsyn-
legt að byggt sé á skýrum lagalegum
grunni. Almenningur verður að
skilja rökin sem liggja þar að baki og
fá skýrar upplýsingar um hvenær og
undir hvaða skilyrðum hömlum
verður aflétt. Annars missa stjórn-
völd trúverðugleika, samstaða sam-
félagsins brestur og aðgerðir til
varnar almenningi snúast upp í and-
hverfu sína.“
Öryggi óttans
Öll þráum við öryggi. Flest setj-
um við traust okkar á stjórnvöld. Við
lítum svo á að grunnskylda ríkis-
valdsins sé að vernda borgarana
gegn utanaðkomandi ógnunum,
jafnt og ógnunum innanlands,
tryggja eignarréttinn og frelsi til
orðs og æðis. Í umboði okkar og í
krafti þingræðis setur ríkisvaldið al-
mennar leikreglur og ber ábyrgð á
að þeim sé framfylgt.
Hættan er hins vegar sú að óttinn
geri okkur sljó í varðstöðunni fyrir
borgaralegum réttindum – að við af-
hendum frelsið af fúsum og frjálsum
vilja – sættum okkur við að mikilvæg
borgaraleg réttindi séu lögð til hlið-
ar.
Í fyrrnefndum fyrirlestri bendir
Sumption lávarður á að óttinn sé og
hafi verið öflugasta verkfæri þeirra
sem virða frelsi borgaranna lítils.
Forræðishyggjan nærist á ótta. Í
skugga óttans sé þess krafist að
stjórnvöld grípi til aðgerða, sem
sumar geta verið gagnlegar en aðrar
skaðlegar í viðleitni allra að verja líf
og heilsu. Í þessum efnum sé ekki
aðeins við stjórnvöld að sakast held-
ur ekki síður okkur sjálf. Frelsið
verður fórnarlamb óttans og um-
burðarlyndi gagnvart ólíkum skoð-
unum hverfur.
Ég hef haft efasemdir um að heil-
brigðisyfirvöld geti sótt rökstuðning
í sóttvarnalög fyrir öllum sínum að-
gerðum – óháð því hversu skynsam-
legar þær kunna að vera. Í besta
falli eru yfirvöld komin á bjargbrún
hins lögmæta. Borgaraleg réttindi,
sem eru varin í stjórnarskrá, verða
ekki afnumin tímabundið (og enginn
veit hvað sá tími er langur) með
reglugerðum og án nokkurs atbeina
löggjafans eða undir ströngu eftirliti
hans. En jafnvel Alþingi hefur verið
lamað með sóttvarnaaðgerðum, sem
dregur úr möguleikum þess að veita
stjórnvöldum aðhald, spyrja spurn-
inga og, ef þörf er á; setja heilbrigð-
isyfirvöldum stólinn fyrir dyrnar. Og
þannig molnar undan þingræðinu og
ríkisstjórn reglugerða og tilskipana
verður til. Slíkt getur aldrei orðið
með samþykki Sjálfstæðisflokksins.
Eftir Óla Björn
Kárason »Hætta er á að óttinn
geri okkur sljó í
varðstöðunni fyrir borg-
aralegum réttindum –
að við afhendum frelsið
stjórnvöldum af fúsum
og frjálsum vilja.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Á bjargbrún hins lögmæta
Í nýrri húsnæðisáætlun Reykjavík-
urborgar er gert ráð fyrir því að meira en
4.000 íbúðir séu byggðar þar sem nú er
Reykjavíkurflugvöllur. Ekkert liggur fyrir
um að flugvöll-
urinn sé á förum.
Þvert á móti hafa
borgin og ríkið
gert samkomulag
um að hann verði
áfram í Vatnsmýri
á meðan enginn
jafn góður kostur
eða betri finnst.
Áhrif kórónu-
kreppunar minnka
auk þess líkur á
nýjum flugvelli í
Hvassahrauni. Að
ekki sé minnst á
jarðhræringar.
Það eru því engar
haldbærar for-
sendur fyrir því
að gera ráð fyrir
íbúðum á flug-
brautunum. Það
þýðir að húsnæð-
isáætlun borg-
arinnar er stór-
gölluð. Hér er gat
upp á 4.000 íbúð-
ir. Þá vekur at-
hygli að borgin
telur þörf fyrir
24.200 íbúðir á
næstu tuttugu ár-
um. Til að mæta
þeirri þörf er
stefnt að bygg-
ingu 1.100 íbúða á
ári. Það gera 22 þúsund íbúðir. Hér er annað
gat í áætluninni upp á meira en tvö þúsund
íbúðir í viðbót. Munar um minna. Það vantar
með öðrum orðum íbúðir sem eru á við þrjú
Seltjarnarnes. Er nema von að aðvör-
unarljósin bliki?
Það vantar
þrjú Sel-
tjarnarnes
Eftir Eyþór Laxdal Arnalds
Eyþór Arnalds
»Ekkert ligg-
ur fyrir um
að flugvöllurinn
sé á förum.
Þvert á móti
hafa borgin og
ríkið gert sam-
komulag um að
hann verði
áfram í Vatns-
mýri á meðan
enginn jafn góð-
ur kostur eða
betri finnst.
Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.