Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
öll samankomin eftir erfiðan vet-
ur og þessi helgi mun alltaf lifa í
hjarta okkar.
Elsku Milla mín, hvað ég
sakna þín mikið og alls sem við
áttum eftir að gera saman; fara á
tónleika, ferðast, vera saman fyr-
ir vestan, verða gamlar saman og
tala um barnabörnin okkar, nú
verður ekkert af þessu og það
nístir hjarta mitt, þú varst líka
alltaf til staðar og tilbúin að
hlusta ef ég þurfti að leita ráða
og ég gat treyst á að þú gæfir
mér góð ráð.
Elsku Milla mín, mamma og
pabbi hafa örugglega tekið á
móti þér og vafið þig örmum.
Farðu í Guðs friði, ég mun allt-
af elska þig og sakna.
Ég kveð þig með bæninni sem
mamma kenndi okkur:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson
frá Presthólum)
Þín systir,
Sigríður.
Það er svo óendanlega sárt og
óraunverulegt að þurfa að kveðja
þig elsku Milla okkar. Þú varst
tekin allt of snemma frá okkur
eftir stutta baráttu við krabba-
mein. En eftir sitja minningar og
þakklæti um góða systur og ein-
staka vinkonu.
Harka, þrjóska og dugnaður
dreif þig áfram í þessari baráttu.
Þú neitaðir að gefast upp en
gafst okkur alltaf von og barðist
eins og hetja til síðasta dags. Já
vonin er sterk og kemur manni
langt.
Við systurnar eigum ótal fal-
legar minningar um ykkur
Bjössa. Þið voruð byrjuð saman
þegar við tvíburarnir fæddumst
og voruð svo dugleg að vera með
okkur frá því við vorum ungbörn.
Þegar Inga Björk fæddist eign-
uðumst við litla frænku sem var
okkur eins og litla systir og sam-
verustundunum fjölgaði. Þið tók-
uð okkur með í allar sumarbú-
staðarferðir, berjamó, sunnu-
dagsrúnta og skíðaferðir. Eftir
að Haraldur og Berglind fædd-
ust vorum við orðnar nógu stórar
til að passa þau. Við erum ykkur
svo þakklát fyrir að hafa kennt
okkur á skíði og farið með okkur
nánast allar helgar upp í Bláfjöll.
Þið smituðuð okkur svo sannar-
lega af skíðabakteríunni. Í dag er
þetta skemmtilegasta fjölskyldu-
sportið okkar. Börnin okkar og
Ingu Bjarkar æfa öll saman skíði
með Ármanni, gamla skíðafélag-
inu ykkar Bjössa og krakkanna.
Samband ykkar Bjössa var
fallegt og náið og einkenndist af
mikilli vináttu og virðingu hvors
fyrir öðru. Þið gerðuð allt saman
og við höfum tekið ykkur til fyr-
irmyndar í okkar hjónaböndum.
Heimilið ykkar Bjössa er svo
fallegt og endurspeglar hversu
mikill fagurkeri og einstök hús-
móðir þú varst. Gestrisni ykkar
var rómuð og það var alltaf svo
gott að koma til ykkar.
Við höfum ekki tölu á öllum
skemmtilegu veislunum og
stundunum sem við áttum með
ykkur á Nesbalanum. Áramóta-
partíin standa svo sannarlega
upp úr.
Á hverju ári fjölmennti fjöl-
skyldan og vinir barnanna ykkar
á Nesbalann og fögnuðum við
áramótunum saman og þökkuð-
um fyrir gamla tíma.
Síðasta samverustund okkar
fjölskyldunnar var nýliðin versl-
unarmannahelgi, sem var haldin
hjá ykkur Siggu fyrir vestan þar
sem við fjölmenntum og héldum
þjóðhátíð saman. Það er skrýtið
að hugsa til þess að aðeins fyrir
tveimur mánuðum varstu dans-
andi með okkur langt fram á
nótt.
Elsku Milla okkar. Við vorum
svo vissar um að fá að eldast með
þér. Við áttum eftir að gera svo
margt saman.
Við vorum búnar að ákveða
hjólaferð saman, systraferð og
tónleikaferðir. Já lífið er fljótt að
breytast og nú þurfum við að lifa
án þín.
Það verður erfitt og tómlegt.
Þú varst kletturinn okkar og við
gátum leitað til þín með hvað
sem var. Takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur og börnin okk-
ar. Við elskum þig og guð geymi
þig. Við vitum að þér líður vel
núna, sameinuð mömmu og
pabba.
Við kveðjum þig elsku systir
með bæninni sem mamma
kenndi okkur systrum:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson
frá Presthólum)
Elsku Bjössi, Inga Björk,
Haraldur og Berglind, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Þínar systur,
Berglind og Birna.
Milla, eins og Amalía var al-
mennt kölluð, var lífsglöð og fé-
lagslynd kona sem átti eigin-
mann og börn og barnabörn
þegar hún féll frá í blóma lífsins.
Hún var svilkona mín til 15 ára
og þannig þekkti ég hana. Hún
hafði mörg járn í eldinum í senn
og sinnti fjölda hlutverka af eld-
móði, ósérhlífni og óbilandi
starfsorku. Hún byggði upp og
rak fyrirtæki með Bjössa, manni
sínum, og vann í mörg ár hjá Al-
menna lífeyrissjóðnum. Ég trúi
því að Milla hafi aldrei notað við-
kvæðið „ég nenni því ekki“.
Þau hjónin byggðu sér mynd-
arlegt hús á Seltjarnarnesi, þar
sem nánast allt var gert eigin
hendi, og síðar keyptu þau með
öðrum jörð í Syðridal við Bolung-
arvík og endurbyggðu þar gam-
alt býli sem þau nýttu sem annað
heimili. Á báðum stöðum var
Milla hrókur alls fagnaðar. Hún
átti auðvelt með að laða að sér
fólk og virðist hafa haldið sam-
bandi við marga vini sína allt frá
fornu fari. Hún tók sér hlutverk
góða hirðisins sem gerði sér far
um að hlynna vel að börnum,
barnabörnum, vinum og skyld-
mennum. Persóna hennar ein-
kenndist af stórhug og rausnar-
skap.
En hún var ekki að útvarpa
því sem hún tók sér fyrir hendur,
hafði umsjón með og afkastaði,
það tók því ekki að minnast á
það. Ekki fremur en óþægindin
sem veikindin og meðferðin ollu
henni undir lokin. Hún ætlaði
heldur ekki að gefast upp fyrir
þessum vágesti og skömmu fyrir
andlátið gaf hún ættingjum sín-
um servíettur sem á voru rituð
orð eins og „lifðu, varðveittu,
njóttu, kannaðu, dansaðu, leiktu,
brostu, skapaðu, lífið er núna“.
Og hún ætlaði sér að lifa áfram í
takt við þetta viðhorf. Hún hafði
yndi af tónlist og myndlist og
vildi njóta til hins ýtrasta en varð
að láta í minni pokann fyrir ill-
vígum súkdómnum.
Núna eftir að hún er gengin
kemur í ljós það skarð sem hefur
skyndilega og óvænt myndast í
lífi stórfjölskyldunnar. Skarðið
er vitaskuld stærra en sem nem-
ur þeim verkum sem hún sinnti
af ósérhlífni.
Nú vantar þann félaga sem
hún var manni sínum í löngu
hjónabandi, á margvíslegum
ferðalögum þeirra og athöfnum
daglegs lífs. Systur, vinkonur og
tengdamóður vantar nú Millu til
að deila hugðarefnum sínum
með.
Börn og barnabörn finna nú
ekki lengur mömmu og ömmu á
sínum stað þegar þau koma í
heimsókn.
En þetta er hópur sem sam-
einast við að styðja hvert annað í
sorginni.
Söknuðurinn er sárari en tár-
um taki og við Ingibjörg kona
mín vottum þeim öllum okkar
innilegustu samúð.
Gretar L. Marinósson.
Í dag kveðjum við góða vin-
konu. Milla var vinur frá æsku og
héldust böndin alla tíð.
Margs er minnast frá
skemmtilegum tímum á Nesinu.
Unglingsárin voru líflegur og
skemmtilegur tími og vinahópur-
inn stór og skemmtilegur. Á
þessum árum hittum við Bjössa
og Otta sem urðu seinna eigin-
menn okkar. Milla og Bjössi
eignuðust fyrst af okkur barn,
hana Ingu Björk sem var alltaf í
miklu uppáhaldi hjá okkur. Þeg-
ar þau byggðu sér hús á Nesbal-
anum var oft komið þar við og
fylgst með dugnaði þeirra. Á
Nesbala var oft glatt á hjalla
þegar vinirnir hittust þar eða hjá
okkur á Melabrautinni.
Þegar árin liðu og börnin urðu
fleiri hjá þeim og okkur minnkaði
að sjálfsögðu samgangur þar
sem Bjössi og Milla sinntu
áhugamálum barnanna sinna og
við okkar barna.
Einn siður var að við fórum
alltaf á vorin í ferð austur í
Þrastarlund. Einnig þegar við
skiptum um bíl þá var farið í bíl-
túr á „nýja bílnum“ austur fyrir
fjall.
Tengslin héldust alltaf og
Milla og Bjössi alltaf verið trygg-
ir og góðir vinir okkar.
Núna í ár fluttum við til Ís-
lands eftir átta ára búsetu í Nor-
egi og þá fyrir tilviljun aftur í
sama hverfi og Bjössi og Milla.
Þá sáum við fyrir okkur að við
gætum átt skemmtilegar stundir
fram undan með góða vini í
göngufæri að heiman. En lífið
tekur stundum aðrar vendingar
en maður hefur séð fyrir sér og
nú kveðjum við yndislega vin-
konu og þökkum henni fyrir sam-
fylgdina. Við munum sakna
Millu, sem var blátt áfram og
kraftmikil kona sem kom alltaf
fram af fullkominni hreinskilni.
Við njótum þess áfram að hafa
Bjössa æskuvin okkar sem ná-
granna, það er ómetanlegt.
Það var yndislegt að koma til
þeirra í sumar í nýju íbúðina og
eiga með þeim einn eftirmiðdag í
spjalli um liðna tíð.
Við eigum margar góðar
minningar sem eru ómetanlegar
og gott að hugsa til baka til góðu
stundanna.
Við sendum Bjössa og fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Ykkar vinir,
Elín (Ella) og Otti.
Fleiri minningargreinar
um Amalíu Berndsen bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Stella Magnús-dóttir fæddist í
Reykjavík 23. júní
1946. Hún lést á
Landspítalanum 25.
október 2020.
Foreldrar Stellu
voru Magnús Magn-
ússon, f. 21.1. 1910,
d. 30.10. 1971, og Jó-
hanna Árnadóttir, f.
4.10. 1912, d. 5.11.
1987. Systkini Stellu
eru Aðalsteinn, d. 1.4. 1982, hann
var kvæntur Erlu Lárusdóttur.
Þau áttu þrjú börn og eitt er lát-
ið. Bryndís, gift Guðmundi Jó-
hannssyni, d. 17.10. 2014, Bryn-
dís á fjögur börn. Elísabet, hún á
þrjú börn, hún er búsett í Ástr-
alíu. Ingibjörg, d. 24.11. 2011.
Magnús, kvæntur Jóhönnu
Freyju Björnsdóttur, þau eiga
þrjú börn.
Stella giftist 19.3. 1967 Ragn-
ari Svafarssyni, f. 7.2. 1947 í
Reykjavík. Foreldrar
hans voru Svafar
Steindórsson, f. 8.2.
1915, d. 15.8. 1991,
og Guðrún Aradótt-
ir, f. 27.4. 1909, d.
2.1. 1984. Synir
þeirra eru: 1) Svafar,
f. 23.5. 1967, í sam-
búð með Svövu Mar-
gréti Blöndal Ás-
geirsdóttur, f. 27.1.
1974. Sonur þeirra
er Patrekur, f. 2008. Sonur Svövu
og stjúpsonur Svafars er Anton
Pétur, f. 1996. 2) Magnús Örn, f.
21.1. 1970, d. 2.12. 2010, giftur
Piu Kousgaard, f. 13.5. 1975.
Börn þeirra Selma, f. 2001, og
Alex, f. 2005. 3) Gunnar Már, f.
20.5. 1973, giftur Hrafnhildi H.K.
Friðriksdóttur, f. 10.10. 1967.
Börn þeirra Eiður Örn, f. 1996,
og Sara Sif, f. 1999. 4) Stefán, f.
8.6. 1977, giftur Árnýju Láru
Karvelsdóttur, f. 14.6. 1981. Börn
þeirra Valur Freyr, f. 2015, og
Freydís Stella, f. 2019.
Stella ólst upp á Bergstaða-
stræti í Reykjavík ásamt systk-
inum sínum. Hún var hárgreiðslu-
kona og vann við þá iðn í stuttan
tíma en vann einnig við heima-
þjónustu í nokkur ár. Meirihluta
ævi sinnar var Stella þó húsmóðir
og bjuggu þau hjónin í Breiðholt-
inu ásamt strákunum sínum.
Síðustu árin settu veikindi
mark sitt á líf Stellu en hún tók á
þeim með yfirvegun og þraut-
seigju.
Útför Stellu fer fram frá Fella-
og Hólakirkju í dag, 4. nóvember
2020, klukkan 13. Vegna að-
stæðna verða aðeins nánustu að-
standendur viðstaddir en streymt
verður frá athöfninni. Stytt slóð á
streymi: https://tinyurl.com/
y6kul9jv
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
www.mbl.is/andlat
Elsku amma
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum.
Á ást þinni enginn vafi,
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi,
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Valur Freyr og Freydís Stella.
Það er örugglega alltaf dálítið
stressandi að hitta tengdafor-
eldra sína í fyrsta sinn og mér var
algjörlega hent út í djúpu laugina
þar sem fyrsta heimsóknin mín
til Stellu og Ragnars var í miðju
fjölskylduboði. Stofan á Ferju-
bakkanum var ekki stór og þarna
sat ég skjálfandi á beinunum en
reyndi þó að heilla nýju tengda-
fjölskylduna sem best ég gat. Ég
þurfti þó ekki að hafa miklar
áhyggjur, Stella tók mér algjör-
lega opnum örmum og þannig
hefur það verið síðastliðin tíu ár.
Við höfum alltaf átt virkilega góð
samtöl um allt og ekkert. Oft
ræddum við hina ýmsu sjón-
varpsþætti, enda sameiginlegt
áhugamál, fórum yfir hver stóð
sig best í danskri bökunarkeppni,
hver hefði átt að fara heim í raun-
veruleikaþætti eða um skemmti-
legar persónur í gömlum bresk-
um sjónvarpsþáttum. Stella hafði
líka þá eiginleika að láta manni
finnast maður vera rosalega hæf-
ur í hin ýmsu verk, í mínu tilviki
t.d. handavinnu. Allt í einu var ég
komin með einhver stærðarinnar
verkefni sem hún hafði byrjað á
fyrir einhverjum árum en ekki
náð að klára. Stella sannfærði
mig um að þetta færi ég létt með
og ég fór heim alveg klár í verkið.
Þegar ég var komin í flækju og
búin að binda á mig hnút þá varð
ég þó að viðurkenna að líklega
var það bara þessi góði kostur
Stellu sem hafði fengið mig til að
halda að þetta gæti ég. Barna-
börnin áttu alltaf sinn stað hjá
Stellu og Valur Freyr gekk alveg
að því vísu að hjá ömmu Stellu
væri hægt að leika sér og það var
alltaf í boði eitthvert góðgæti til
að kæta.
Amma Stella kom svo og gisti
hjá okkur nokkrum sinnum sem
var svakalega mikið sport fyrir
lítinn gutta. Við verðum svo að
vera dugleg að segja Freydísi
Stellu frá ömmu sinni og nöfnu.
Elsku Stella mín, þín verður
sannarlega sárt saknað af okkur
öllum en það er gott að ylja sér
við minningarnar sem við eigum
margar. Ég sendi allri fjölskyld-
unni mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Árný Lára Karvelsdóttir.
Stella Magnúsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar
sambýliskonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FRÍÐAR ESTERAR PÉTURSDÓTTUR,
Sóltúni 29, Selfossi,
áður Laugargerði í Biskupstungum.
Reynir Ásberg Níelsson
Pétur Hjaltason Rut Fjölnisdóttir
Erlingur Hjaltason Sjöfn Ólafsdóttir
Hafsteinn Hjaltason Anna Kristín Kjartansdóttir
Jakob Hjaltason Alice Petersen
Guðbjörg Hjaltadóttir Björgvin Snorrason
Marta Hjaltadóttir Þór Guðnason
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI HELGI ÁRNASON,
Boðaþingi 18, Kópavogi,
lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins
1. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Anna Konráðsdóttir
Kristín Helga Gísladóttir George Sebastian Mikaelsson
Guðmundur Víðir Gíslason Ellen Elíasdóttir
Konráð Valur Gíslason Sif Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBORG BENEDIKTSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 10, Ísafirði,
sem lést 31. október, verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. nóvember
klukkan 14.
Útförinni verður streymt á youtube-rás Viðburðastofu
Vestfjarða.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jónas Björnsson
Móðir okkar, amma, langamma og
langalangamma,
EMELÍA KRISTBJÖRNSDÓTTIR
frá Vorsabæ, Skeiðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi, þriðjudaginn 27. október.
Útförin fer fram frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 7. nóvember
klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni
á þessari slóð: https://promynd.is/live/
Valgerður Jónsdóttir
Eiríkur Jónsson Hulda Nóadóttir
Björn Jónsson Stefanía Sigurðardóttir
Ingveldur Jónsdóttir Guðmundur Ásmundsson
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN ÞÓR JÓHANNSSON,
fv. framkvæmdastjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
mánudaginn 2. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þorleifur Þór Jónsson Þórdís H. Pálsdóttir
Stefanía Gyða Jónsdóttir
Jóhann Þór Jónsson Þórunn Marinósdóttir
Bergrún Svava Jónsdóttir Rafnar Baldursson
barnabörn og barnabarnabarn