Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Breyting á deiliskipulagi
iðnaðar- og hafnarsvæðis á
Grundartanga vestursvæði
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á
fundi sínum þann 13. október að auglýsa
breytingu á deiliskipulagi ásamt umhverfis-
skýrslu á iðnaðar- og hafnarsvæði á Grund-
artanga samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010.
Sú breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og hafn-
arsvæðis sem hér um ræðir tekur til útvíkk-
unar á losunarsvæði á núverandi flæðigryfju
á vestursvæði, suðaustan (neðan) Grundar-
tangavegar og einnig leiðréttingar á lóðar-
stærðum.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveit-
ar föstudaginn 6.nóvember á milli 10:00 og
12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi,
eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is
merkt ,,Grundartangi”, fyrir 18. desember
2020.
Bogi Kristinsson Magnusen
skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar
skipulag@hvalfjardarsveit.is
Félagsstarf eldri borgara
Bústaðakirkja Hólmfríður djákni býður upp á göngutúr kl 13 á mið-
vikudaginn 4. nóvember, um nágrenni Bústaðakirkju. Auðveld ganga
um klukkustund. Ef þig langar í félagsskap í göngunni þinni þá væri
gaman að sjá þig.
Korpúlfar Opið í Borgum í dag frá kl. 8 til 16 en allt félagsstarf fellur
niður. Virðum samfélagssáttmálann og allar sóttvarnir.
Seltjarnarnes Þeir sem skráðir eru á ákveðin námskeið hafi sam-
band við sína leiðbeinendur. Kaffikrókur og önnur samvera í aðstöð-
unni á Skólabraut er eingöngu fyrir þá sem búa á Skólabraut. Önnur
dagskrá og viðburðir falla niður meðan núverandi takmarkanir gilda.
Virðum sóttvarnir, þ.e. handþvott, sprittun, fjarlægðamörk og að
grímuskylda gildir. Hlýðum Víði. Við erum öll almannavarnir.
200 mílur
✝ Páll HalldórGuðmundsson
fæddist á Höfða í
Jökulfjörðum 22.
júlí 1925. Hann lést
á Landspítalanum
25. október 2020.
Foreldrar Páls
voru Elísa Ein-
arsdóttir frá Dynj-
anda, f. 1.7. 1900,
d. 6.4. 1985, og
Guðmundur Árna-
son Pálsson frá Höfða, f. 24.1.
1895, d. 2.6. 1967. Systkini hans
voru Aðalheiður, f. 7.1. 1923, d.
29.8. 1977, Steinunn, f. 11.5.
1924, d. 26.11. 2007, Haukur, f.
25.6. 1928, d. 16.9. 2020, og
Gunnur, f. 15.3. 1934, d. 8.12.
2007.
Fjölskylda Páls flutti að
Oddsflöt í Grunnavík árið 1927
og bjó þar til 1942 þegar hún
fluttist til Ísafjarðar. Páll stopp-
aði þar stutt og flutti til Reykja-
víkur 1944. Þar vann hann um
tíma við smíðar en varð loks
lærlingur í málaraiðn hjá Jósef
Finnbjörnssyni. Páll lauk
sveinsprófi 1951 og varð mál-
arameistari 1959. Páll var virk-
ur félagi í Málarameistarafélag-
inu og stofnaði og rak eigið
fyrirtæki. Reksturinn gekk vel
Páls og Gígju Þórðardóttur eru
Sölvi, f. 15.10. 1996, Lára, f.
13.8. 2002, og Laufey, f. 2.2.
2004. 2) Ólaf Heimi, f. 3.2. 1976,
kvæntur Ingibjörgu Gunn-
arsdóttur. Synir þeirra eru Elí-
as Rafn, f. 11.3. 2000, Gunnar
Heimir, f. 26.1. 2002, og Björg-
vin Ingi, f. 20.4. 2004. 3) Erlu
Rún, f. 22.5. 1989, í sambúð með
Auðuni Inga Ásgeirssyni.
Yngri sonur þeirra er Albert,
f. 13.2. 1958, kvæntur Eddu Júl-
íönu Georgsdóttur, f. 10.4. 1960.
Saman eiga þau þrjá syni og Al-
bert á eina dóttur af fyrra
hjónabandi með Láru Ólafs-
dóttur: 1) Sigurlilju, f. 16.2.
1977, í sambandi með Jóni
Helga Egilssyni. Sonur Sig-
urlilju og Gunnlaugs F. Ingi-
bergssonar er Leó, f. 28.11.
2003. 2) Róbert Örn, f. 22.11.
1983. Róbert á fjórar stúlkur,
Emblu Nótt, f. 4.7. 2004, Bjart-
eyju Gyðu, f. 9.5. 2008, og Arn-
eyju Frigg, f. 26.11. 2009, með
Höllu Ósk Haraldsdóttur og
Dagnýju Freyju, f. 27.1. 2016,
með Björk Jómundsdóttur. 3)
Albert Guðna, f. 25.4. 1987.
Börn hans og Völu Daggar Sig-
urðardóttur eru Viktoría Malen,
f. 10.12. 2008, og Páll Halldór, f.
6.1. 2014. 4) Gilbert Daníel, f.
25.1. 1992.
Útför Páls fer fram í Nes-
kirkju í dag, 4. nóvember 2020,
og hefst athöfnin kl. 13. Vegna
aðstæðna verður athöfnin lokuð
en hægt verður að fylgjast með
streymi.
og útskrifaði Páll
þrettán málara-
sveina, syni sína
tvo þar á meðal. Þá
eru ótaldir þeir
lærlingar sem ekki
luku sveinsprófi,
meðal annars flest
barnabörn Páls,
sem unnu hjá afa
sínum um tíma.
Páll kynntist
konu sinni, Gróu
Sigurlilju Guðnadóttur, f. 24.11.
1930, kjólameistara frá Botni í
Súgandafirði, á Jónsmessuhátíð
á Þingvöllum árið 1949. For-
eldrar hennar voru Guðni Jón
Þorleifsson, f. 25.10. 1887, d.
1.4. 1970, og Albertína Jóhann-
esdóttir, f. 19.9. 1893, d. 2.1.
1989. Páll og Gróa giftu sig
1952 og bjuggu sér heimili í
Vesturbæ Reykjavíkur. Lengst
voru þau á Reynimel 60, frá
1967 til 2015 þegar þau fluttu á
Grandaveg 47.
Eldri sonur þeirra var Guð-
mundur Elías, f. 24.3. 1952, d.
13.1. 1998. Guðmundur var
kvæntur Sigrúnu Erlu Há-
konardóttur, f. 27.5. 1954, og
eiga þau þrjú börn. 1) Pál Lilj-
ar, f. 8.10. 1973, í sambandi með
Guðnýju Þorsteinsdóttur. Börn
Eftir langan og farsælan ævi-
dag hefur minn kæri vinur, Palli
tengdapabbi, kvatt þetta jarðlíf.
Líf sem einkenndist af vinnu-
semi, umhyggju, jafnlyndi og hóg-
værð. Líf sem var bæði blítt og
strítt eins og gengur. Þrjóskur var
hann, stjórnsamur, ljúfur og kær-
leiksríkur. Fáorður dugnaðar-
forkur sem lét verkin tala.
Það var fallegt að sjá þegar leið
á ævina hvað hann var stoltur afi
og langafi og fylgdist vel með
hópnum þeirra Gróu ömmu.
Palli var sem vestfirskur klett-
ur úr Jökulfjörðum, klettur sinnar
fjölskyldu og fyrirmynd afkom-
endanna í mörgu.
Að leiðarlokum minnumst ég og
foreldrar mínir margra góðra fjöl-
skyldustunda.
Vertu kært kvaddur elsku Palli.
Sigrún Erla Hákonardóttir.
Elsku afi, þar kom að því. Eftir
95 ára langt ferðalag ertu farinn
frá okkur. Ég sakna þín sárt en
gleðst yfir lífshlaupi þínu, þakka
fyrir allar góðu stundirnar og
hugga mig við að pabbi hafi tekið
vel á móti þér hinum megin við
tjaldið.
Ég á svo margar dásamlegar
minningar af samverustundum
með þér. Margar þeirra frá
Reynimelnum og svo auðvitað
Hrafnabjörgum, þangað sem ég
fylgdi ykkur ömmu oft í helgar-
og sumarferðir til að veiða, spila
og leika, ýmist ein eða með
frændum mínum, Alberti Guðna
og Gilberti. Eftir því sem ég eltist
bættust langafabörnin smátt og
smátt í hópinn og þá fékk ég oft
að njóta þess að fylgjast með þér í
essinu þínu að kenna þeim að
veiða. Stundirnar í Botni voru
einnig margar og góðar og svo
munu afmælisferðin og samtölin
okkar um æskuslóðir þínar í
Grunnavík alltaf eiga sérstakan
stað í hjarta mér, svo dýrmætt
þótti mér að fara þangað með þér
og fá að heyra sögur um smala-
mennsku, draughrædda vinnu-
menn, kirkjuna og sundkennslu-
ferðalag.
Lífið var ekki alltaf dans á rós-
um og þegar pabbi minn, sonur
þinn, var skyndilega tekinn frá
okkur allt of snemma tóku við
gríðarlega erfiðir mánuðir og ár.
Ég var bara átta ára og áttaði mig
ekki á því fyrr en síðar hvað ég
var þó lánsöm að samband ykkar
og mömmu var og hefur alla tíð
verið gott. Öll lögðuð þið ykkur
fram við að passa að ég fengi
áfram að halda góðum tengslum
við föðurfjölskylduna og það hef
ég svo sannarlega gert.
Í sumar, stuttu eftir að ég til-
kynnti ykkur ömmu að ég ætti
von á barni, hafðirðu orð á því við
mig að nú hefðir þú sko eitthvað
að hlakka til, þú ætlaðir að ná að
hitta nýjustu afastelpuna þína áð-
ur en þú færir. Elsku Páll afi, þú
sem hafðir þá í nokkurn tíma tal-
að um að nú væri þetta komið
gott, þú værir tilbúinn að kveðja.
Mér þótti svo óskaplega vænt um
þessi orð og það er svo sárt að þið
hafið ekki náð að hittast. Ég kýs
þó að trúa því sem amma segir, að
þú munir sjá stelpuna mína frá
öðru sjónarhorni í staðinn. Hún
fær svo auðvitað að heyra sögur
af merkilega langafa hennar sem
fæddist í torfbæ á hjara veraldar
snemma á síðustu öld.
Ég er gríðarlega stolt af jök-
ulfirsku rótunum og af því að geta
kallað mig sonardóttur þína. Þú
varst mér svo mikilvægur. Góð
fyrirmynd, hörkuduglegur og
hlýr. Góður afi, alltaf til staðar án
þess þó að vera mikið að skipta
þér af mér. Þrjóskur varstu líka
inn að beini og fylginn þér. Árin
sem við fengum saman voru ekki
nema tæpur þriðjungur af ævi
þinni og það er merkilegt að
hugsa til alls þess sem þú upp-
lifðir áður en ég kom til sögunnar.
Fyrir mér verður þú þó alltaf
hálfsköllótti þolinmóði töffarinn
sem ég þekkti og elskaði.
Takk fyrir allt og allt, elsku afi.
Þína skál!
Erla Rún Guðmundsdóttir.
Elsku afi minn, það er með
miklum söknuði og sting í hjarta
sem ég kveð þig nú.
Þú varst mín stoð og stytta alla
tíð. Hvergi leið mér betur en hjá
ykkur ömmu á Reynimel 60.
Ég man svo vel þegar við tók-
um okkar fyrstu spor saman í líf-
inu á jólaballi Oddfellow, síðan þá
eru sporin orðin mörg enda eð-
aldansari á ferð hvort sem er á
dansgólfinu eða í lífi barnabarna
og barnabarnabarna ykkar
ömmu.
Ég sakna þess dýrmæta tíma
þegar þú vaktir mig á morgnana
(þrátt fyrir þrjár vekjaraklukk-
ur) og beiðst þolinmóður til að
keyra mig á hverjum morgni í
Verslunarskólann, við horfðum
og hlógum saman að Yes Minister
eftir kvöldmat og þú skutlaðir
mér svo um allar trissur suður í
Hafnarfjörð til að hitta vinkonur
mínar. Þolinmæði þín og rólyndi
er fyrirmynd að eðaltöffara sem
þú svo sannarlega varst.
Þú kenndir mér svo margt, ert
og munt alltaf vera hetja mín og
stjarna.
Án þín væri ég ekki sú sem ég
er í dag. Þinn stuðningur og
hvatning í gegnum árin eru ómet-
anleg og ég vona innilega að ég
hafi náð að sýna þér það í verki og
orðum hversu þakklát ég er fyrir
að hafa átt þig að.
Ég elska þig afi minn og ég veit
að við sjáumst aftur, en þangað til
pössum við upp á ástina þína hana
ömmu og höldum áfram að dansa
í gegnum lífið undir þinni stjörnu.
Þín
Sigurlilja (Silja)
Albertsdóttir.
Páll Halldór
Guðmundsson
Víkingaskipið
Íslendingur hélt úr
Rvk.höfn til Vest-
urheims með rá og
reiða 17. júní 2000; íslensk smíð
og áhöfn; níu manns – flestir
Eyjamenn; landfestar bundnar í
New York 5.10. 2000; 110 daga
sigling; 3 mánuðir og 18 dagar.
Kokkur: Eyjamaðurinn Hörð-
ur; lífskúnstner, sjóari, mat-
reiðslumeistari og fjölhagi.
Hvorki var hann skítkokkur né
Hörður Adolfsson
✝ HörðurAdolfsson
fæddist 28. mars
1950. Hann lést 6.
október 2020.
Hörður var jarð-
sunginn 16. októ-
ber 2020.
eiturbrasari, heldur
tær matsnillingur,
„Chef de cusine“ er
gerþekkti allt hrá-
efni; fisk, kjöt, krydd
og alla leyndardóma
fræðanna;
Hann lagði
áherzlu á hollan og
lystugan mat. Hand-
bragð hans og gald-
ur leyndu sér hvergi.
Siglingin var metn-
aðar- og dirfskufullt ævintýri, er
átti rætur í eðlislund og vökulli
útþrá sjómannsins.
Loginn hefur lifað og logað í
ýmsum myndum frá upphafi
landnáms fram á vora daga.
Dýrt ævintýri og tekjutap – en
Nanna hló; kyssti þann er lagði á
hafið en kom heim þreyttur,
sterkur, sporléttur og sigur-
þrunginn.
Nanna kyssti hann, Hörður
brosti; fjölskyldan faðmaði hann.
Hörður var aldrei einn. Allir
vöktu yfir honum af ást, virðingu.
Hann var þá þegar þrautreyndur
í lífins ólgusjó, sæfari, knúinn
lífsþorsta og ævintýraþrá. Sigl-
ing Íslendings var ekki afþreying
sporgöngumanna, heldur eldheit
ástríða dirfskufullra frumkvöðla.
Lífið er sjóferð.
Á því méli þekkti ég Hörð ekki,
en kynntist hjónunum óvænt, er
við urðum óvænt kærleiksgrann-
ar í Fellahvarfi 7-15 í Kópavogi
árið 2004. Þá þegar myndaðist
sterk og einæg vinátta – sumsé
þessi:
Hlöðver Kjartansson hrl. og
k.h. Herdís Jónsdóttir hjúkrun-
arfr. á 7, Garðar Siggeirsson
stórkaupm. og k.h. Erla Ólöf
Ólafsdóttir kennari; Blöndal og
k.h. María Aldís hjúkrunarfr.;
Guðmundur S. Guðmundsson
byggingaverkfr. og k.h. Fríða
Björg Aðalsteinsdóttir TR-
fulltrúi á 13 og loks Hörður og
Nanna á 15 – að ógleymdum
Helgu Jónsdóttur gullsmið og
Hallgrími Tómasi Sveinsyni
kaupm. á 26. Helga og Fríða eru
systur.
Fyrstu kynni 2004:
Andlitið svipúðugt; brúnamik-
ill, sambrýndur, brosmildur,
handtakið þéttingsfast og hlýtt;
lagði vinstri hönd yfir handa-
bandið, sterklegar hendur og fal-
legar. Ég þekkti þetta handa-
band og einlægnina að baki þess;
er hann leit í augu mín og spurði
án orða: „Hver ert þú?“ Hann var
Oddfellow og þau hjónin bæði.
Meðalmaður á hæð, knárlegur
á vöxt, verksnjall og hamhleypa;
þreklegur, djarfleitur.
Hann breiddi faðminn mót
logni og stormum, sól og myrkri,
jafnsléttu og tindum; barðist með
brosi og eldmóði: svo í logni og
stormum; bardagamaður að eðl-
isfari. Á það reyndi sannarlega
síðasta árið – en Hörður stóð
meðan stætt var og Nanna stóð
með honum og studdi ásamt fjöl-
skyldu, börnum og vinum.
Ég sá hann nánast aldrei
kveinka sér, heldur brosa, yppa
öxlum, brosa og berjast;
ræddi aldrei um veikindi sín að
fyrra bragði, svaraði naumt þeg-
ar að því vék, en vék talinu að
öðru. Um hann á sannlega við að
þegar harðnar á dalnum ríða
hetjur um héruð.
Nönnu, börnunum, fjölskyldu
og aðstandendum vottum við
virðingu og hyllum fallna hetju.
Í v.k.s.
Haraldur Blöndal,
María Aldís Kristins-
dóttir, fjölskylda
og kærleiksgrannar.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar