Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
Kvennalið KA/Þórs mun ekki taka
þátt í Evrópubikar kvenna í hand-
bolta eins og til stóð. Handbolti.is
greindi frá því í gær að liðið væri
hætt við þátttöku vegna stöðunnar í
baráttunni við kórónuveiruna.
KA/Þór átti að mæta ítalska lið-
inu Jomi Salerno í 3. umferð keppn-
innar og átti fyrri leikurinn að fara
fram ytra 14. eða 15. nóvember og
seinni leikurinn á Akureyri viku
síðar. Forráðamenn Akureyrarliðs-
ins freistuðu þess að kaupa útileik-
inn svo báðir leikir færu fram hér á
landi, en þær viðræður sigldu í
strand. Ljóst er að niðurstaðan er
mikil vonbrigði fyrir KA/Þór sem
stefndi á þátttöku í Evrópukeppni í
fyrsta skipti í sögunni.
Neyðast til að hætta við
þátttöku í Evrópukeppni
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Akureyri Landsliðskonan Rut Jóns-
dóttir leikur nú með KA/Þór.
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í hand-
bolta mætir Litháen í 4. riðli í und-
ankeppni EM í áhorfendalausri
Laugardalshöll klukkan 19:45 í
kvöld. Lokamót Evrópukeppninnar
fer fram í Ungverjalandi og Sló-
vakíu í ársbyrjun 2022. Undirbún-
ingurinn fyrir leikinn hefur verið
óhefðbundinn vegna stöðunnar í
samfélaginu, en fyrst um sinn var
óvíst hvort leikurinn gæti farið
fram vegna baráttu stjórnvalda við
kórónuveiruna. Þá átti Ísland að
leika við Ísrael á laugardag í sömu
undankeppni en þeim leik var
frestað þar sem ísraelska liðið
kemst ekki til landsins vegna út-
göngubanns þar í landi. Um tíma
var óvíst hvort leikmenn sem leika
í Þýskalandi fengju leyfi félagsliða
sinna til að mæta í leikinn, en að
lokum var það mál leyst. Þá hafa
miklar breytingar orðið á landsliðs-
hópi Íslands frá því að hann var
fyrst kynntur 16. október síðastlið-
inn.
Miklar breytingar
Ólafur Andrés Guðmundsson,
Oddur Gretarsson, Bjarki Már El-
ísson, Kristján Örn Kristjánsson
og Arnór Þór Gunnarsson eru allir
búnir að draga sig úr hópnum. Sá
síðastnefndi er hins vegar kominn
inn í hópinn á nýjan leik eftir að
Sigvaldi Björn Guðjónsson féll úr
leik á síðustu stundu. Magnús Óli
Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðs-
son, Orri Freyr Þorkelsson og Há-
kon Daði Styrmisson eru komnir
inn í hópinn. Magnús, Orri og Há-
kon hafa ekki leikið með A-
landsliðinu áður og verður áhuga-
vert að sjá hvernig nýliðarnir
koma inn. Verður sérstaklega
spennandi að sjá leikmenn íslensku
félagsliðanna mæta til leiks, þar
sem hlé hefur verið á Íslands-
mótinu frá því í byrjun síðasta
mánaðar og leikformið því lítið sem
ekkert. Magnús Óli leikur með Val,
Orri Freyr með Haukum og Hákon
Daði ÍBV. Þá leikur Björgvin Páll
Gústavsson, annar markvarða liðs-
ins, með Haukum.
Áföll hjá Litháen
Það hafa ekki aðeins orðið áföll
hjá Íslandi því þau hafa einnig
herjað á Litháen. „Við erum í
annarri stöðu núna en þegar við
mættum íslenska landsliðinu fyrir
rúmum tveimur árum en á móti
kemur að það hafa líka orðið breyt-
ingar á íslenska liðinu á síðustu
stundu. Við verðum að sjá til
hvernig gengur en undirbúning-
urinn hefur ekki verið eins og best
verður á kosið,“ var haft eftir Min-
daugast Andriuska landsliðs-
þjálfara Litháens á heimasíðu
handknattleikssambandsins þar í
landi. Línumaðurinn Tadas Stan-
kevicius, Jonas Truchanovicius,
Gerdas Babarskas og Benas Pet-
reikis eru allir fjarverandi hjá
Litháen. Mindaugas Dumcius, fyrr-
verandi leikmaður Akureyrar, er
hins vegar klár í slaginn en hann
leikur nú með Elbflorenz í Þýska-
landi.
Ísland og Litháen mættust síðast
í umspili um sæti á lokamóti HM
sem fór fram í Danmörku og
Þýskalandi í janúar á síðasta ári.
Gerðu liðin 27:27-jafntefli ytra 8.
júní 2018 þar sem Arnór Þór
Gunnarsson jafnaði fyrir Ísland úr
víti í blálokin. Virtist Litháen fyrst
um sinn hafa unnið 28:27-sigur, en
vegna mistaka dómara var mark
skráð sem ekki átti að standa og
úrslitunum breytt í 27:27. Fimm
dögum síðar vann Ísland 34:31-
heimasigur og tryggði sér sæti á
heimsmeistaramótinu. Markvörð-
urinn Giedrius Morkunas, sem lék
um árabil með Haukum, reyndist
íslenska liðinu erfiður í einvíginu
og varði alls 24 skot. Hann er í
hópnum hjá Litháen, eins og Vilius
Rasimas, markvörður Selfoss.
Litháen hefur aðeins tvívegis kom-
ist á stórmót; HM í Japan 1997 og
EM á Ítalíu 1998.
Möguleikarnir afar góðir
Íslenska liðið er nokkuð breytt
frá leikjunum fyrir rúmum tveimur
árum. Aðeins einn af fjórum
markahæstu leikmönnum Íslands í
seinni leiknum eru með að þessu
sinni, en það er Aron Pálmarsson.
Guðjón Valur Sigurðsson er hætt-
ur, Theodór Sigurbjörnsson er ekki
í hópnum og Ólafur Andrés Guð-
mundsson er meiddur.
Auk Íslands og Litháens eru Ísr-
ael og Portúgal einnig í riðlinum.
Möguleikar Íslands á að komast á
EM eru mjög góðir en tvö efstu lið
hvers riðils eru örugg með sæti á
lokamótinu. Þá fara þau fjögur lið
með bestan árangur í þriðja sæti
síns riðils einnig á lokamótið. Þarf
Ísland því að eiga martraðar-
undankeppni til að fara ekki á
tólfta Evrópumótið í röð.
Stefnan sett á tólfta
Evrópumótið í röð
Ísland byrjar undankeppnina gegn Litháen Miklar breytingar á íslenska
hópnum Möguleikarnir mjög góðir Mættust síðast í umspili um sæti á HM
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Negla Elvar Örn Jónsson lætur vaða að marki Litháens í umspili HM í Laugardalshöll í júlí 2018.
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí
mætir ekki Nýja-Sjálandi eins og til
stóð í B-riðli 2. deildar HM en leikið
verður í Zagreb í Króatíu í mars. Nýja-
Sjáland hefur ákveðið að hætta við
þátttöku vegna þeirra áhrifa sem
kórónuveiran hefur.
Til stóð að Ísland myndi spila fimm
leiki í Zagreb og er útlit fyrir að þeir
verði þá fjórir. Á vef Alþjóðaíshokkí-
sambandsins eru þær fimm þjóðir sem
eftir voru í riðlinum á sínum stað. Ís-
land mun mæta tveimur þjóðum frá
öðrum heimsálfum: Ástralíu og Suður-
Afríku. Þá eru gestgjafarnir Króatía í
riðlinum og Tyrkland.
Hildur Björg Kjartansdóttir, einn
besti leikmaður landsliðsins í körfu-
knattleik undanfarin ár, verður ekki
með þegar Ísland mætir Slóveníu og
Búlgaríu á Krít síðar í mánuðinum í
undankeppni EM. Hefur hún ekki jafn-
að sig á fingurbroti sem hún varð fyrir í
upphafi tímabilsins. Salbjörg Ragna
Sævarsdóttir, leikmaður Keflavíkur,
hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn
í hennar stað.
Rangt var farið með í blaðinu í gær
þegar sagt var að Sveindís Jane Jóns-
dóttir hefði ein leikmanna Pepsi Max-
deildar kvenna í knattspyrnu fengið 3
M í einkunn í Morgunblaðinu á þessu
ári. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, mark-
vörður Fylkis, fékk einnig 3 M fyrir
frammistöðu sína í leik gegn Selfossi.
Páll Kristjánsson, formaður knatt-
spyrnudeildar KR, greindi frá því í hlað-
varpsþættinum Mín skoðun í gær að
KR væri tilbúið með kæruna vegna
ákvörðunar KSÍ um að hætta keppni á
Íslandsmótinu og myndi senda hana
inn. Telja KR-ingar bráðabirgða-
reglugerð KSÍ brjóta í bága við lög KSÍ.
Atvinnukylfingurinn Guðmundur
Ágúst Kristjánsson er á meðal þátt-
takenda á Andalucía Challenge de Esp-
aña á Áskorendamótaröð Evrópu,
þeirri næststerkustu í álfunni. Mótið
fer fram 5.-8. nóvember.
Haraldur Franklín Magnús skráði sig
einnig á mótið en komst ekki inn. Er
mótið það þriðja síðasta á mótaröðinni
á tímabilinu, en 45 efstu kylfingar
mótaraðarinnar fara á lokamótið. Guð-
mundur er í 37. sæti sem stendur.
Knattspyrnusamband Íslands og
Þorvaldur Örlygsson hafa komist að
samkomulagi um að Þorvaldur láti af
störfum sem þjálfari U19 ára landsliðs
karla. Þorvaldur tók við U19 ára liðinu í
árslok 2014 og hefur stýrt liðinu í 22
leikjum. Þá stýrði hann U18 ára lands-
liðinu í átta leikjum.
Valur hefur að undanförnu samið
við þrjá af leikmönnum karlaliðs fé-
lagsins í knattspyrnu sem
varð Íslandsmeistari 2020.
Landsliðsmaðurinn
reyndi, Birkir Már Sæv-
arsson, er einn þeirra.
Birkir hefur marga
fjöruna sopið með
Val en hann gerði
fyrsta samninginn
sem meistara-
flokksleikmaður fyrir
sautján árum. Fyrirlið-
inn, Haukur Páll Sig-
urðsson, hefur einnig
gert nýjan samning en
hann hefur verið hjá Val
síðan 2009. Í gær til-
kynnti Valur að Svíinn
Sebastian Hedlund
yrði áfram í her-
búðum liðsins.
Eitt
ogannað
Framherjinn Guðjón Baldvinsson
hefur ákveðið að yfirgefa Stjörn-
una samkvæmt því sem fram kemur
á Facebook-síðu Stjörnunnar. Er
þar birt tilkynning frá Guðjóni sem
er um leið eins konar kveðja til
fólks í félaginu. Þar kemur raunar
ekki fram hvort hann sé að leita sér
að öðru félagi eða sé hættur.
Guðjón er 34 ára gamall og mörg
lið í efstu deild gætu vafalítið nýtt
krafta hans. Guðjón skoraði 4 mörk
á Íslandsmótinu í sumar í 14 leikj-
um en Stjarnan lék 17 leiki áður en
keppni var hætt. Guðjón er uppal-
inn í Stjörnunni en hérlendis lék
hann einnig um tíma með KR. Hann
á að baki 152 leiki í efstu deild og
hefur skorað 61 mark.
Guðjón leikur ekki fleiri
leiki með Stjörnunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær Guðjón Baldvinsson seg-
ist hættur hjá Stjörnunni.