Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Dúettinn Ultraflex, skipaður íslensku tón-
listarkonunni Special-K og hinni norsku
Farao, gaf í liðinni viku út sína fyrstu
breiðskífu, Visons of Ultraflex, sem hefur
að geyma átta lög sem vænlegt er að
skokka við eða gera líkamsæfingar.
Special-K, réttu nafni Katrín Helga
Andrésdóttir, segir þær Farao, réttu nafni
Kari Jahnsen, hafa kynnst þegar þær voru
fengnar til að semja
verk fyrir tvær tón-
listarhátíðir, Extreme
Chill í Reykjavík og
Insomnia í Tromsö. Há-
tíðahaldarar vildu fá ís-
lenskan og norskan tón-
listarmann til að semja
verk saman. Úr varð dúettinn Ultraflex.
Katrín segir þær Farao hafa komið til
Íslands og þær hafi haft mjög skamman
tíma til að setja saman heilt tónleika-
prógramm. „Við þurftum að ákveða þetta
hratt og hafa skýrt þema til að vinna með,“
segir Katrín. Farao hafi fengið æði fyrir
sovéskri diskótónlist frá níunda áratugnum
og þá tónlist sem var sérstaklega samin
fyrir sjónvarpsleikfimi. „Margir lærðir tón-
listarmenn úr djassi og klassík voru fengn-
ir til að semja diskótónlist við þessa sjón-
varpsleikfimi og hún varð að útgangs-
punkti hjá okkur. Við notuðum mynd-
böndin sem „visúala“ á tónleikunum og
gerum enn, dönsum og gerum hreyfingar í
takt við vídeóin og svo er tónlistin inn-
blásin af sovétdiskói og diskói yfirhöfuð og
raftónlist.“
Átta lög á níu dögum
Katrín segir þær Kari í raun hafa lagt
grunninn að öllum átta lögum plötunnar á
rúmri viku á Íslandi. „Á níu dögum sömd-
um við átta lög og svo þurftum við líka að
læra dansana og klippa vídeóin. Svo krass-
aði harði diskurinn í tölvunni minni þannig
að þetta var mjög stressandi. Við eyddum
svo sem níu dögum á Íslandi og svo viku í
stúdíói í Tromsö,“ segir Katrín. Á Extreme
Chill var aðeins eitt lag með sungnum
texta en textar við nokkur lögin bættust
við í Tromsö og við þau sem eftir voru í
stúdíói Kariar í Berlín þar sem Ultraflex
var að störfum í um tvo mánuði.
Katrín er spurð hvort þær Kari komi úr
ólíkum áttum tónlistarlega. „Við komum
svolítið úr ólíkum áttum en erum með
nokkra sameiginlega snertifleti. Kari hefur
hlustað mikið á diskó og elektróník en ég er
með klassískan bakgrunn, er klassískur
píanóleikari og er í Reykjavíkurdætrum
þannig að ég er meira með hipphoppið og
hlusta mikið á jaðartónlist. Við mætumst
svo einhvers staðar í poppinu,“ svarar Katr-
ín. Verkaskiptingin í dúóinu sé alveg skýr;
Kari taktasmiðurinn, „beat master“, og sjái
um bassalínur en hún sjái um textana og
sjónræna þáttinn. „Saman gerum við svo
laglínurnar og hljómagangana,“ bætir
Katrín við.
Hlébarðar í Berlín
Á ljósmyndum sem bárust blaðamanni má
sjá þær vinkonur í mjög svo áberandi heil-
göllum með hlébarðamynstri. Ljósmynd-
arinn er Okay Kaya, norskur listamaður,
tónlistarkona og fyrirsæta. „Hún gerði tón-
listarmyndbandatrílógíu fyrir okkur í Berlín
í sumar þegar var smá Covid-hlé,“ útskýrir
Katrín. Eitt þeirra sé nú orðið að 15 mín-
útna stuttmynd en í því voru þær vinkon-
urnar í hlébarðagöllunum sem Kari fann á
netinu. Í þessum göllum fóru þær m.a. í
verslunarmiðstöð og lystigarð og tóku svo
upp myndband í Vestmannaeyjum líka í
göllunum. „Við vorum bara með síma-
myndavélar og tókum upp fullt af efni sem
við eigum eftir að klippa saman í tónlistar-
myndband,“ segir Katrín.
Eins og staðan er verður lítið um tón-
leikahald næstu vikur eða mánuði vegna
farsóttarinnar og segir Katrín að þær Kari
séu bókaðar á eina hátíð í Noregi í febrúar.
Fyrir hana þurfa þær að semja nokkur lög
og munu því fara í lagasmíðabúðir í upphafi
árs 2021.
Illa dulbúnar myndlíkingar
Blaðamaður spyr að lokum hvort lögin
fjalli öll um líkamsrækt, í ljósi þess úr
hvaða jarðvegi þau spretta. „Já, svona
meira og minna, þetta er oft líkamsrækt
sem myndlíking og illa dulbúnar myndlík-
ingar fyrir eitthvað annað. Reyndar er eitt
lag þarna, „Never Forget My Baby“, bara
eitthvert ástarlag,“ svarar Katrín og nefnir
líka „Full of Lust“ en myndbandið við það
var tekið upp í líkamsræktarstöð. „Þetta er
mjög góð plata til að stunda líkamsrækt við
eða hlusta á meðan maður er að skokka,“
bætir Katrín við og að tónlistin sé upplífg-
andi. „Hér er bara stuð og gaman.“
Ljósmynd/Okay Kaya
Plata til að stunda líkamsrækt við
Sovésk sjónvarpsleikfimidiskótónlist lagði grunninn að listsköpun norsk-íslenska dúettsins Ultra-
flex sem þær Special-K og Farao skipa Hlébarðagallar, stuð og gaman, segir Special-K um dúóið
Dúett Vinkonurnar
í Ultraflex í pardus-
göllunum sínum.
Hin árlega Bókamessa í Bók-
menntaborg verður með breyttu
sniði í ár vegna veirufaraldursins.
Hinum venjubundna viðburði í
Hörpu hefur verið aflýst en þar hef-
ur verið hægt að skoða nær alla
bókaútgáfu ársins og hlýða á kynn-
ingar og samtöl við höfunda. Les-
endum er nú boðið að njóta hluta
dagskrár Bókamessu á vef og sam-
félagsmiðlum Bókmenntaborgar-
innar. Rithöfundarnir Sunna Dís
Másdóttir og Sverrir Norland munu
stýra bókmenntaspjalli og verða
þættirnir sendir út í streymi sunnu-
daga og miðvikudaga kl. 14 og
verða aðgengilegir áfram á miðlum
Bókmenntaborgarinnar.
Bókamessan verður í streymi í ár
þess sem það er hverjum manni
hollt að staldra við og átta sig á því
að ekki er svo langt síðan lífið var
allt annað en Rögnvaldur reg-
inskytta, Rolls Royce og Rolex.
Guðmundur varpar skemmtilegu
ljósi á þetta og ekki skemmir mál-
farið fyrir frekar en fyrri daginn.
Helstu persónur eru af ýmsum
Auga fyrir auga og tönnfyrir tönn koma fyrstupp í hugann eftir lesturá Síðasta barninu í þrí-
leik Guðmundar S. Brynjólfssonar,
en hinar spennusögurnar eru Eitr-
aða barnið og Þögla barnið.
Sögusviðið er
fyrst og fremst
Eyrarbakki og
nágrenni um
aldamótin 1900.
Lesandinn dett-
ur inn í tíðar-
andann; fátækt-
ina, lífsbar-
áttuna, fjöl-
skyldumálin,
stjórnunina, baráttu góðs og ills,
lög og rétt.
Ákveðin hvíld er í því að yfirgefa
tækniöldina um stund, ekki síst
netið, og hverfa aftur í tímann auk
toga; áhugaverðar, eftirtektar-
verðar, skemmtilegar, einfaldar,
leiðinlegar, ógeðslegar eða aumk-
unarverðar, blanda sem myndar
góða heild.
Kár Ketilsson er síðasta sort,
viðbjóður í tali og háttum enda hef-
ur hann málað sig út í horn vegna
aðgerða sinna. Svífst samt einskis
og er ekkert nema hortugheitin. Á
hinum enda skalans er bjartasta
vonin, Snorri Snorrason, ungur og
tápmikill drengur. Inni á milli eru
rolur af ýmsu tagi og svo eru það
auðvitað sýslumannshjónin, sem
mest mæðir á. Ungar konur, mæð-
ur þeirra og jafnvel ömmur halda
til þess að gera nýlegri kvennabylt-
ingu réttilega hátt á loft, en þeir
sem hafa kynnst Önnu Bjarnadótt-
ur sýslumannsfrú vita að kvenskör-
ungar eru ekki nýir af nálinni. Hún
er Hallgerður langbrók allra alda,
kona sem ber af, vill allt fyrir alla
gera. Kona sem tekur af skarið
þegar karlarnir vita ekki sitt rjúk-
andi ráð. En svo blíð og svo góð.
Síðasta barnið er þægileg lesn-
ing, vekur lesandann til umhugs-
unar og snertir samvisku hans.
Hún er einnig ágæt tenging nú-
tímans við það sem liðið er og
minnir um margt á sumar Íslend-
ingasögur.
Guðmundur „Síðasta barnið er
þægileg lesning, vekur lesandann til
umhugsunar og snertir samvisku
hans,“ skrifar gagnrýnandi.
Auga fyrir auga
og tönn fyrir tönn
Glæpasaga
Síðasta barnið bbbmn
Eftir Guðmund S. Brynjólfsson.
Bókaútgáfan Sæmundur 2020. 233 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR