Morgunblaðið - 06.11.2020, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
Knut hefur setið í stjórn norska
rithöfundasambandsins og Félags
norskra bókmenntagagnrýnenda auk
hins norska PEN. Í nokkur ár var
hann aðalritari The European Aca-
demy of Poets í Lúxemborg og í dóm-
nefnd fyrir Alþjóðlegu IMPAC Dublin
Literary Award á Írlandi. Knut er
kaþólskur og situr í helgisiðanefnd
kaþólsku kirkjunnar í Noregi.
Fimm bækur Knuts hafa komið út á
íslensku: Þrjár ljóðabækur, unglinga-
skáldsaga og barnabók. Þrjú íslensk
tónskáld hafa samið verk við ljóð
hans: Atli Heimir Sveinsson, Þorkell
Sigurbjörnsson og Mist Þorkelsdóttir.
Knut hefur einnig gefið út tvær stórar
bækur um Ísland og skrifað fjölda
greina um landið í blöð og tímarit.
Fjölskylda
Eiginkona Knuts er Þorgerður Ing-
ólfsdóttir kórstjóri, f. 5.11. 1943.
Foreldrar hennar eru Inga Þor-
geirsdóttir kennari, f. 1920, d. 2010,
og Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri
og ferðamálafrömuður, f. 1923, d.
2009.
Börn Knuts eru: 1) Mali Frøydis
Ødegård Sørli, f. 31.7. 1969, húsmóðir
í Steinkjer, Noregi. Börn hennar eru:
Björn, f. 4.11. 1996; Magne André, f.
21.4. 1998; Knut, f. 10.10. 2001, og
Kristine, f. 12.8. 2005. 2) Hege Krist-
ine Ødegård, f. 28.2. 1973, Tønsberg,
Noregi. Systkini Knuts eru Marit
Kristine Ødegård lífeindafræðingur,
f. 11.5. 1944 í Álasundi, Noregi, býr í
Molde, og Liv Olaug Ødegård, cand.
mag., f. 18.2. 1952 í Molde. Hún býr í
Ósló.
Foreldrar Knuts eru Sigrid Anna
Ødegård, 1908-1999, húsmóðir og
Arne Knutson Ødegård 1911-1995,
aðalféhirðir. Þau voru lengst af bú-
sett í Molde í Noregi.
Hjónin Þorgerður og Knut í rauðu stofunni í ættarsetrinu í Molde í Noregi.
Listamannaveisla Góðir gestir í sextugsafmæli Knuts í Reykjavík. Frá
vinstri: Jón Nordal, Matthías Johannessen, Thor Vilhjálmsson, Atli Heimir
Sveinsson, Knut, Jónas Kristjánsson og Jóhann Hjálmarsson.
„ERT ÞÚ GAURINN SEM AUGLÝSTIR AÐ ÞÚ
HEFÐIR FUNDIÐ VESKI?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... aðferðin sem hann
notar til að segja „ég
elska þig”.
HEI, PARTÍIÐ BYRJAR EKKI
FYRR EN ÉG ER MÆTIUR, VINUR.
ÞANNIG AÐ
SAMKVÆMT ÞVÍ …
ER ÞETTA
PARTÍ?
ÉG KENNDI DÓTTUR OKKAR AÐ
VERA GJAFMILD OG ÁSTRÍK Í
GARÐ ÞEIRRA SEM HAFA MINNA Á
MILLI HANDANNA!
HUNANG, GETUR ÞÚ KEYPT
NÝJA GÍTARSTRENGI
FYRIR MIG?
ALVEG SJÁLFSAGT,
LÚTUR! HVAÐ SEM
ÞÚ VILT!
MIKIÐ ER ÉG
GLAÐUR AÐ ÞÚ
JÁTAR AÐ HAFA
KENNT HENNI
ÞETTA!
„JÁ, JÁ, ÞÚ KALLAR ÞETTA HRAÐAKSTUR
– ÉG KALLA ÞETTA ÁREITNI.”
Áheimasíðu sinni yrkir ÞórarinnEldjárn og kallar „Samið og
kramið“:
Hvað ungur semur aldinn kremur
en að því kemur
að ungur kremur hvað aldinn semur
og á honum lemur.
Helgi R. Einarsson kveðst vart
þekkja sína nánustu, ef skroppið er
af bæ á síðustu tímum:
Jafnræði
Með andlitsgrímu er ’ún,
ef í Bónus fer ’ún.
Búðinni í
engum því
af öðrum lengur ber ’ún.
Ingólfur Ómar Ármannsson
sendi mér póst þar sem hann segir:
„Datt í hug að gauka að þér svo sem
einni vísu. Ég var snemma á ferð-
inni í morgun og varð litið út á
Faxaflóann. Hann var frekar úfinn
og Kári blés ásamt því að hann
rigndi talsvert og himinninn var
kólgugrár enda er veðurfarið rysj-
ótt á þessum árstíma:
Emjar þrár og ýfir sjá
enn sig Kári grettir.
Fyssa bárur, freyðir lá
froðutárum skvettir.“
Indriði á Skjaldfönn rifjar oft
upp skemmtilegar stökur á Boðn-
armiði og nú um forréttindi hunda.
Þegar Egill á Húsavík heyrði viðtal
við hundavin mikinn kvað hann:
Minnkar óðum mannsins réttur,
mörgum lögum hlýða ber.
Hundurinn er hærra settur,
- hann má skíta hvar sem er.
Hér er limra Óskar Þorkels-
dóttur „Óframfærni“:
Hann roðnaði og hjartslátt má heyra
horfir á tærnar og fleira.
Með stamandi blæ
stynur hann „hæ“
og telur svo tærnar ögn meira.
Maðurinn með hattinn yrkir og
getur ekki tilefnis:
Viljirðu heimsins völdum ná,
veldu siði ljóta.
Brúka lymsku, ljúga smá
er löngum ráð til bóta.
Enn yrkir hann:
Hvorki fæ ég ást né yl
frá ungu fögru sprundi,
en geng að vísu gamni til
í góðum næturblundi.
Stefán á Vallanesi orti um hest:
Bylur skeiðar virktavel,
vil ég þar á gera skil,
þylur sanda mörk sem mel
mylur grjót en syndir hyl.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af ungum og
öldnum og fleira fólki