Morgunblaðið - 06.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 ✝ Jónas Guð-mundsson fæddist á Hrafna- björgum í Jökuls- árhlíð 8.3. 1946 og ólst þar upp. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 25. október 2020. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson bóndi frá Hrafnabjörgum og Val- borg Stefánsdóttir húsfreyja frá Merki á Jökuldal. Jónas var yngstur þriggja bræðra, elstur var Sveinn Stefán, f. 5.9. 1941, d. 12.11. 1994, og næstur Eyþór, f. 4.11. 1944, d. 2.9. 2011. Eftirlifandi eiginkona Jón- asar er Steinunn Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 18.1. 1946, frá Fögruhlíð í Jökulsárhlíð. Þau eignuðust þrjár dætur. Elst er Harpa Hlín, f. 23.10. 1968. Maður hennar er Gunn- þau byggðu sér á Hrafna- björgum I, þar sem þau bjuggu síðan allt þar til þau brugðu búi fyrir um ári. Auk bústarfa sinnti Jónas um skeið kennslu og skólastjórn þegar barnaskóli var settur á Hrafnabjörgum. Þá starfaði hann lengi við sláturhús KHB á Fossvöllum og var sláturhús- stjóri í um áratug áður en starfsemi þess var hætt. Jónas tók virkan þátt í stjórnmálum, var meðal annars bæj- arfulltrúi á Fljótsdalshéraði um skeið og sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir sveit- arfélagið og félagasamtök í sinni heimasveit. Jónas hafði átt við heilsubrest að stríða um nokkurt skeið áður en hann lést. Útför hans verður gerð frá Egilsstaðakirkju 6. nóvember 2020 kl. 14. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en hægt verður að fylgjast með athöfninni í gegnum streymi sem hægt er að nálg- ast á heimasíðu Egilsstaða- kirkju. https://egilsstadaprestakall.com Virkan hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/andlat laugur Axelsson og þeirra dætur Védís Hrönn, sambýlismaður hennar er Brynj- ar Ölversson og eiga þau synina Vilmar Snæ og Garðar Stein, Steinunn Bjarkey, sambýlismaður hennar er Guð- mundur Arnar Hjálmarsson, og Elísabet Arna. Næst er Guðmunda Vala, f. 22.7. 1972. Yngst er Soffía Sigríður, f. 21.3. 1980, sambýlismaður hennar er Ragnar Antonsson. Soffía á tvær dætur, Ylfu Kristínu og Maríu Mist. Jónas og Ingibjörg hófu bú- skap á Hrafnabjörgum, í fé- lagi við foreldra hans, árið 1969. Þau leigðu síðan og bjuggu á Hrafnabjörgum III um fimm ára skeið þar til þau fluttu inn í einbýlishús sem Það fór sem fór og sterkasta stoðin gaf sig eða var það kannski þykkasti þverplankinn? Stundum er talað um að bændur verði vitlausir í smalamennskum, ætli þú hafir ekki verið einn af þeim? Eitt haustið stóðuð þið Soffía og öskruðuð á hvort annað. Þetta gerðist í svokallaðri Hall- geirsstaðagirðingu en það svæði er skógi vaxið, erfitt yfirferðar fyrir smala og þ.a.l. auðvelt að missa stjórn á skapi sínu. Þarna flugu setningar eins og „Jæja þið skuluð þá bara koma ykkur heim.“ Ekki stóð á svarinu: „Já við förum öll heim! Þú getur klárað að smala þetta sjálfur.“ Kosturinn við þig var að þetta var yfirleitt fljótt að rjúka úr þér og yfirleitt gleymt og grafið þeg- ar heim á hlað var komið. Þú varst gríðarlegur vinnuþjarkur og hafðir alveg ótrúlegan styrk og þol og gafst unga fólkinu ekk- ert eftir nema kannski síðustu árin þegar veikindin fóru að þvælast fyrir þér. Þú varst yf- irleitt vaknaður fyrstur, komst síðastur inn úr verkunum á kvöldin og kvartaðir aldrei. Þú lést ekki veikindi og slappleika stoppa þig í að vinna verk sem átti eftir að vinna og ekkert þýddi að minnast á það við þig að kannski væri gáfulegt að hægja aðeins á sér, það var ekki inni í myndinni. En fyrst og fremst varstu mikill fjölskyldumaður og vildir hafa fólkið þitt í kringum þig. Við héldum t.d. alltaf jólin hjá ykkur og þú varst mjög fast- heldinn á þá siði og hefðir sem við höfðum skapað okkur. Það var skemmtilegt að tala við þig um allt milli himins og jarðar, þú varst vel inni í málefnum líðandi stundar og hafðir sterkar skoð- anir sem byggðu á gömlum og góðum gildum. Veðurfréttirnar fóru aldrei fram hjá þér og þeim fylgdist þú með á öllum miðlum. Það gat oft komið sér vel því ef einhver í fjölskyldunni stefndi á ferðalag var langbest að hringja í þig því þú vissir allt um veðrið og færð á vegum í öllum landshlut- um. Það var ekki þinn tebolli að vera veikur og blóðsjúkdómurinn sem þú greindist með var oft flókinn og erfiður viðureignar. Stundum þurfti að taka fram fyr- ir hendurnar á þér og panta tíma á heilsugæslunni, þau afskipti lögðust misvel í þig en líklega vissir þú það innst inni að þetta var allt gert með þinn hag fyrir brjósti. Við getum huggað okkur við að við græddum eitt auka ár með þér því fyrir rúmu ári síðan veiktist þú svo alvarlega að þér var vart hugað líf. Einn lækn- irinn á Landspítalanum spurði Völu eitt sinni hvort þú væri að eðlisfari þrjóskur, já það var víst ekki hægt að neita því og það hjálpaði þér án efa að ná þó þeirri heilsu sem þú náðir þannig að þú gast gengið frá ýmsum þeim málum sem voru þér mik- ilvæg. En þegar halla fór undan fæti í ágúst sl. þá tókum við eftir því hvað þú varst orðinn uppgef- inn og leiður á heilsuleysinu. Þú varst bara alls ekki týpan í það, pabbi, að vera sjúklingur og þurfa að þiggja mikla aðstoð. Núna ert þú laus við veikindin og við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér. Þið bræður eruð eflaust búnir að draga fram fót- boltaskóna, ræða pólitík og jafn- vel kíkja til rjúpna. Þangað til næst. Harpa, Vala og Soffía. Elsku afi, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar. Við gerðum svo margt saman, t.d. fórum við á fjórhjól, spiluðum, tefldum og fórum í fjárhúsin. Þú sagðir ekki oft nei, leyfðir mér meira að segja einu sinni að klippa á þér hárið, ömmu og mömmu fannst það ekki góð hug- mynd en þú hlustaðir ekki á þær. Þegar við gistum hjá ykkur í sveitinni vaktir þú mig stundum með því að kitla mig í tærnar og segja: „Ég er búinn að kveikja á sjónvarpinu og grauturinn er að verða klár.“ Ég sagði þér það einu sinni að hafragrauturinn þinn væri sá besti sem ég fengi og hvorki mamma né aðrir gætu gert svona góðan graut. Þú varðst pínu montinn með það og sagðir að það væri mikilvægast að setja nóg af vatni og nóg af salti, vonandi nær mamma þessu. Eftir að þið fluttuð í blokkina hljóp ég oft til ykkar og þú pass- aðir að hafa alltaf nóg af íspinn- um í frystinum. Mæja biður að heilsa og p.s. það var ekki góð hugmynd hjá þér að kenna henni að borða súkkulaðirúsínur. Bestu kveðjur, þín Ylfa Kristín. Elsku afi, við kveðjum þig með miklum söknuði en á sama tíma minnumst við allra dýrmætu samverustundanna sem við átt- um með þér. Á þessum erfiðu tímum eru allar góðu minning- arnar og þakklætið þó sterkari en sorgin. Þegar við lítum yfir farinn veg er það sveitin okkar Hrafnabjörg sem stendur mest upp úr og allt sem við brösuðum þar. Sveitin var þitt líf og yndi og var alltaf jafn gott að koma þang- að, til þín og ömmu. Þar var ým- islegt bardúsað og alltaf nóg að gera. Við fórum með þér í fjár- húsin, lékum við alla hundana sem hafa komið og farið, þú varst duglegur að spila við okkur og oft lögðum við saman kapal. Þegar þú fékkst þér lúr og lagðir Fréttablaðið yfir andlitið lædd- umst við systur oft inn til þín og kúrðum hjá þér. Þér þótti mik- ilvægt að við fengjum gott að borða og alltaf varstu fljótur að bjóða upp á ís og súkkulaðirús- ínur ef eitthvað var. Af öllu bakk- elsinu hennar ömmu var rjóma- tertan þitt uppáhald og alltaf þurfti að vera til hjónabands- sæla. Elsku besti afi okkar, þú varst harðduglegur, ákveðinn, hjálp- samur og góður maður sem öll- um í kringum þig þótti innilega vænt um og mun minning þín alltaf lifa með okkur. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur og kennt okkur. Takk fyrir að taka alltaf á móti okkur með opn- um örmum og bros á vör. Takk fyrir allt. Við eigum minningar um brosið bjarta, Lífsgleði og marga góða stund, Um mann sem áttu gott og göfugt hjarta Sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla Til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla Þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir) Sofðu rótt og hvíldu í friði. Við elskum þig. Þangað til næst, þínar afa- stelpur, Védís Hrönn, Steinunn Bjarkey og Elísabet Arna. Ég veit um stað þar sem orð fá að standa Friðsæl fjöllin há heyra og skynja þína þrá (Jónas Sigurðsson) Í heimi þar sem allir eru á hraðferð, hver mínúta skipulögð og maður í sífelldu kapphlaupi við sjálfan sig er ómetanlegt að eiga sér stað. Eiga sér stað þar sem lífið líð- ur áfram í ákveðnum en rólegum takti og allt gengur sinn vana- gang, óháð áhyggjum hvers- dagsins. Eiga sér stað þar sem hlýja og vinátta mætir manni í forstof- unni, kaffisopi og hjónabands- sæla á vísum stað í búrinu. Þann stað hef ég átt á Hrafna- björgum hjá Jónasi og Ingi- björgu. Fyrst í fylgd með Eyþóri tengdaföður mínum en síðar með Eydísi og strákunum eða bara einn með sjálfum mér. Smalamennskur og rollurag að hausti, rjúpnaveiðar fyrri part vetrar, jólaveislur, sauðburður að vori og svo ótal margar minn- ingar sem munu lifa. Ég minnist bóndans í eldhús- inu við vöfflubakstur. Kaffisopi á dimmum morgni í nóvember, ég á leið til rjúpna og bóndinn einn í bænum. Kaldártungur, kaffi í Sunnukofa, bóndinn brosmildur í réttinni. Heimalandið smalað, ásarnir, björgin, bóndinn á fjórhjólinu, fer hratt yfir og dagskipun smal- anna óljós. Mér lærðist fljótt að þegar gengið var í verk á Hrafnabjörg- um var best að halda sig í ná- munda við bóndann, fylgjast vel með og vera klár þegar kallið kom. Það er auðvitið löngu vitað að nokkur asi getur verið á Hrafna- bjargamönnum, fara þeir hratt yfir og sjást kannski ekki alltaf fyrir á ferðum sínum. Jónas bóndi var þar engin undantekning en ekki raskaði það ró hans þótt hundar týndust, talstöðvar reyndust batteríslaus- ar á örlagastundu eða fjórhjól rúlluðu einn hring eða tvo. Bóndinn hélt sínu striki, fór fyrir sínu fólki og aðrir fylgdu með. Elsku Ingibjörg, Harpa, Vala, Soffía og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Magnús Jónsson. Jónas Guðmundsson Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÓLÖF ODDSDÓTTIR lífeindafræðingur, Kríuhólum 2, lést 28. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 6. nóvember klukkan 15. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir, en athöfninni verður streymt á https://www.lindakirkja.is/utfarir/ Þeim sem vilja minnast Ólafar er bent á mæðrastyrksnefnd. Arnar Pálsson Sólveig Sif Halldórsdóttir Þorgeir Arnarsson Lilja Oddsdóttir Áshildur Arnarsdóttir Kristján Oddsson Teitur Arnarsson Ólafur Oddsson Ágústa Oddsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRLYGUR HÁLFDANARSON bókaútgefandi, Jaðarleiti 4, sem lést föstudaginn 30. október, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd athöfnina en henni verður streymt á www.sonik.is/orlygur. Fjölskyldan færir starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns þakkir fyrir góða umönnun. Þóra Þorgeirsdóttir Þorgeir Örlygsson Iðunn Reykdal Hálfdan Örlygsson Guðbjörg Geirsdóttir Arnþór Örlygsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐRÚN FELIXDÓTTIR, Bubba, Daufá, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 27. október. Útförin fer fram frá Reykjakirkju laugardaginn 7. nóvember klukkan 11. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu ættingjar verða viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/XHmQg5jnpZc. Guðjón Sveinn Valgeirsson Ingibjörg Margrét Valgeirsd. Sigríður Rósa Valgeirsdóttir Magnús E. Svavarsson Efemía Fanney Valgeirsd. Egill Örlygsson og fjölskyldur Okkar ástkæri, JÓSEF G. KRISTJÁNSSON vélamaður, lést af slysförum 22. október. Útförin fer fram frá kapellunni á Löngumýri laugardaginn 7. nóvember klukkan 14, jarðsett á Flugumýri. Viðstaddir verða einungis nánasta fjölskylda. Athöfninni verður streymt og mun slóðin birtast stuttu fyrir athöfn á facebook-síðunni Langamýri Fræðslusetur kirkjunnar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Jósefsson Anna Kristinsdóttir Hafdís Jóhannsdóttir Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og frændi, FRIÐRIK SIGURÐSSON sjávarlíffræðingur, Þrándheimi, Noregi, er látinn. Útför hans fer fram frá Þrándheimi föstudaginn 13. nóvember klukkan 13. Celia Regina Simas Hrefna Sindri Már Brynjar Þór Karoline bræður og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILNÝ REYNKVIST BJARNADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 10. nóvember klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á vefsíðu Selfosskirkju. Innilegar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir ómetanlega hlýju og umönnun. Guðni Hermann, Ásdís Erla og Sævar Bjarnhéðinsbörn Ragnhildur Birna Siggeirsdóttir og fjölskyldur Eiginmaður minn, MÁR PÉTURSSON, fyrrverandi héraðsdómari og sýslumaður, sem andaðist laugardaginn 31. október, verður jarðsunginn miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 15. frá Víðistaðakirkju að nánustu aðstandendum og vinum viðstöddum. Streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/IX6_XtM3y8Q Sigríður Jósefsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.