Morgunblaðið - 06.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Björn Bjarnason, fyrrverandidómsmálaráðherra, skrifar um hryðjuverkaógnina og viðbúnað lögreglu hér á landi. Hann segir að norska lög- reglan hafi vopnast og verði vopnuð næstu þrjár vikur vegna ábendingar frá norsku öryggis- lögreglunni, PST, sem greini og leggi mat á hættu.    Björn skrifar: „PST segir að tilþess kunni að koma eða sé sannsynlig að einhver einstaklingur sem aðhyllist öfgafullan íslamisma ráðist á almenna borgara eða þá sem hann telur gegna „táknrænu“ hlutverki eins og lögreglu eða her- menn. Við árásina kunni að verða beitt högg- eða stunguvopni eða ökutæki. Norska ríkisútvarpið, NRK, segir að lögreglan bendi ekki á neina beina ógn gegn Norðmönnum en segi að það sem gerst hafi nýlega í Evrópu „sé áminning um að lög- reglan verði ávallt að taka mið af því að til óæskilegra atvika komi“.“    Þetta er óhugnanlegt og það erfreistandi, en ekki frambæri- legt, að halda fyrir augu og eyru frekar en að búa sig undir óhugnað- inn.    Björn segir markvisst unnið gegnþví að hér á landi sé aflað upp- lýsinga á borð við þær sem PST aflar. Það er alvarlegt og hlýtur að kalla á umræðu á Alþingi og athug- un meðal þeirra sem yfir þessu hafa að segja.    Vonandi sleppa Íslendingar viðvoðaverk eins og Austurríkis- menn, Frakkar og fleiri hafa fengið að kynnast að undanförnu. Við get- um þó því miður ekki gengið út frá því. Ófullnægjandi viðbúnaður? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Útlit er fyrir að umferð á hringveg- inum á þessu ári verði um 13% minni en í fyrra séu ályktanir dregnar af tölum frá Vegagerðinni. Í október sl. dróst umferð á veginum umhverfis landið saman um 21,5% sé þessi sami mánuður í fyrra hafður sem viðmið. Vegagerðin byggir tölur sínar á upplýsingum úr 16 teljurum við hringveginn. Samkvæmt þeim dróst umferðin á Norðurlandi saman um 38% í október frá sama mánuði 2019. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er samdrátturinn minnstur, eða um 13%. Mesti samdráttur í umferð milli októbermánaða hingað til var 2010- 2011, 6,7%. Af einstaka stöðum nú dróst um- ferð mest saman á Mýrdalssandi eða um 76%, sem er nýtt met. Búist er við að samdráttur á þessum stað verði 55% þegar árið verður gert upp. Það yrði hið mesta á landsvísu miðað við tölur úr teljurunum góðu við hringveginn, sem er alls 1.322 kílómetrar. Áfram helst, samkvæmt upplýs- ingum Vegagerðar, að mest umferð er á föstudögum. Fæstir eru á ferð nú á laugardögum, sem áður var á þriðjudögum. Annars hefur umferð alla daga vikunnar minnkað í ár á tímum Covid-19, mest á sunnudög- um eða um 18%. sbs@mbl.is Mun færri á ferð um hringveginn  21,5% samdráttur í október  Mest norðanlands  Metið er á Mýrdalssandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegur Trukkur á suðurleið, hér við Svignaskarð í Borgarfirði. Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi forstjóri Keflavíkurverktaka, lést 3. nóvember síð- astliðinn, 91 árs að aldri. Jón fæddist 5. júní 1929 í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjón- in Jón Þorvarðarson, kaupmaður í Verð- anda í Reykjavík, og Halldóra Guðmunds- dóttir húsfreyja. Jón nam við Verzl- unarskóla Íslands (1943-1945). Hann lærði einnig skipasmíði í Iðnskól- anum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1951. Sama ár hóf hann störf hjá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli við uppbyggingu og eftir- litsstörf með byggingum. Jón tók við stöðu framkvæmda- stjóra Byggingaverktaka Keflavík- ur hf. 1958 og varð síðar samhliða því starfi forstjóri Keflavík- urverktaka frá 1963 til starfsloka árið 2000. Keflavíkurverktakar var öflugt alhliða verktakafyrirtæki sem átti stóran þátt í að reisa mannvirki innan og utan vallar, auk þess að skapa fjölda starfa fyrir iðn- aðarmenn á Suðurnesjum og víðar. Jón starfaði alla tíð mikið að fé- lagsmálum. Hann átti sæti í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur og var formaður stjórnar Sparisjóðsins um 14 ára skeið. Hann var fulltrúi rík- isstjórnar Íslands í atvinnumálanefnd Reykjaneskjördæmis um árabil. Auk þess sat Jón í stjórn Iðn- aðarmannafélags Keflavíkur og stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. sem þá var í eigu sex sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hann sat í fræðsluráði Kefla- víkur og var varabæjarfulltrúi í Keflavík. Jón var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Keflavík og fulltrúi á landsfundum Sjálfstæðisflokksins í áratugi. Jón var mikill áhugamaður um stangveiði og var m.a. leigutaki Laxár í Kjós ásamt Páli G. Jónssyni um 20 ára skeið og einnig Norðurár í Borgarfirði um tíma. Hann var fé- lagi í Lionsklúbbi Keflavíkur til fjölda ára. Eiginkona Jóns var Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og revíu- söngkona, en hún lést 6. september sl. Þau áttu 10 börn og eru afkom- endurnir orðnir 82 talsins. Andlát Jón Halldór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.