Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Í grein 29. október
ræddi ég efni bókar
dr. Ólínu Kjerúlf Þor-
varðardóttur. Hún
skrifar grein í Morg-
unblaðið 5. nóvember
og kallar mig skugga-
baldur eða skoffín.
Þannig svarar Ólína
gagnrýnendum sínum.
Hugarfarið er sér-
kennilegt. Tilgang-
urinn er að fæla menn frá öðru en
lofi á bókina. Hún snýst um að dr.
Ólína sé ekki metin að verðleikum.
Ég birti hluta af minnisblaði frá
árinu 1975 um samtöl mín við Hall-
dór Laxness. Þar er meðal annars
vikið að útgáfu verka Halldórs í
Bandaríkjunum og vitnað til orða
hans sjálfs. Minnisblaðið er opin-
bert skjal í vörslu forsætisráðuneyt-
isins.
Vegna þessa segir Ólína í grein
sinni 5. nóvember:
„Eitt þeirra mála, sem í bók
minni eru rakin, og varpar skýru
ljósi á það sem við er að eiga, varð-
ar Halldór Laxness. Frá því er sagt
þegar Bjarni Benediktsson (faðir
Björns) beitti sér með þeim hætti
að bækur Laxness hættu að koma
út í Bandaríkjunum. Í
grein sinni skautar
Björn Bjarnason í
kringum þetta mál
með undarlegum sam-
tengingum og króka-
leiðum, en sneiðir hjá
hinni raunverulegu
undirrót sem þó má
lesa í bókinni (og raun-
ar víðar, til dæmis í
ævisögu Laxness eftir
Halldór Guðmundsson
(2004) og í nýlegum
skrifum dr. Ingu Dóru
Björnsdóttur mannfræðings).“
Að ég vitni í samtal mitt við Hall-
dór Laxness verður að „undar-
legum samtengingum og krókaleið-
um“ hjá Ólínu og hún hallar sér að
fólki sem styðst við frásagnir Willi-
ams Trimbles, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi í lok fimmta ára-
tugarins.
Frásögnum Trimbles var flaggað
árið 2004 þegar Halldór Guðmunds-
son sendi ævisögu Laxness frá sér.
Ekkert nýtt kemur fram um þetta
mál í bók Ólínu enda er hún ófrum-
leg samantekt á gömlum ásökunum
andstæðinga Sjálfstæðisflokksins –
slitin plata.
Að halda því fram að faðir minn
hafi beitt sér gegn útgáfu bóka
Halldórs Laxness í Bandaríkjunum
er ómaklegt. Þarna var um að ræða
skatta- og gjaldeyrismál sem lauk
með sektum eftir málaferli fyrir ís-
lenskum dómstólum. Nú á tímum
peningaþvættis og Panama-skjala
þykja slíkar rannsóknir meira en
sjálfsagðar.
Enginn hefur sagt betur frá út-
gáfuraunum Laxness erlendis á
þessum árum en Laxness sjálfur
eins og lesa má í bókinni Skáldatími
frá árinu 1963. Á bls. 217 segir Lax-
ness að sér hafi árið 1946 verið boð-
ið að hitta fyrirsvarsmann sænska
forlagsins Bonniers til að fá enn
einu sinni að hlusta á að Bonniers
ætlaði ekki að gefa út fleiri bækur
Laxness. Skáldið skrifaði hjá sér
þessa setningu eftir Bonniers-
manninum: „Alt sem íslenskt er,
jafnvel eitt saman nafn Íslands,
vekur hroll hjá sænskum almenn-
ingi.“ Laxness undraðist þetta enda
hlyti fulltrúi Bonniers að vita „um
þáverandi stöðu Sjálfstæðs fólks á
bókamarkaði heimsins. Bókin var
ekki ónýtari verslunarvara en svo
að þá um sumarið var hún met-
sölubók í Bandaríkjunum útgefin af
Knopf í New York, og hafði meðal
annars verið tekin til handargagns
af stærsta bókaklúbbi Bandaríkj-
anna, The Book of the Month Club,
en þeir dreifa kjörbókum sínum í
eintakafjölda sem skiftir hundr-
uðum þúsunda.“
Útgáfusaga Sjálfstæðs fólks í
Sovétríkjunum er forvitnileg en í
henni hófst nýr kafli eftir dauða
Stalíns 1953. Hálfu ári eftir brott-
hvarf einræðisherrans var bókin
loks gefin út í Rússlandi. Í Skálda-
tíma segir Laxness á bls. 224:
„Hún var prentuð fyrst í þrjátíu
þúsund eintökum, en skömmu síðar
endurprentuð í enn stærra upplagi
og loks enn á ný í hundrað þúsund
eintökum í hitteðfyrra, auk þess
sem mér telst til að hún hafi verið
gefin út á einum fimm öðrum túng-
um innan Ráðstjórnarríkjanna,
stundum í allstórum eintakafjölda,
þarámeðal þrettánþúsund og fimm-
hundruð eintökum á úkraínsku, svo
Ráðstjórnarríkin munu nú vera það
land sem hefur komist næst Banda-
ríkjunum um eintakafjölda í dreif-
ingu þessarar íslensku bókar.“
Þegar Halldór Laxness ræðir ár-
ið 1963 útgáfu eigin verka erlendis
og sölu Sjálfstæðs fólks í Bandaríkj-
unum nefnir hann hvergi að íslensk
stjórnvöld hafi lagt stein í götu hans
eða útgáfu bóka hans. Markaðs-
lögmálin og vandi við að þýða bæk-
ur Laxness stjórnuðu ákvörðunum
útgefenda. Enginn Trimble breytir
orðum Laxness sjálfs.
Af Skáldatíma má ráða að Hall-
dór Laxness hafi verið einstaklega
ánægður með þýðinguna á Sjálf-
stæðu fólki á ensku. Hann segir á
bls. 213 að þýðingin sé „með meir-
um ágætum en flestar þýðingar
sem gerðar hafa verið á mínum
bókum í nokkru landi og hefur af
dómbærum mönnum í Einglandi
verið talin meðal snildarverka í
enskum þýðingabókmentum fyr og
síðar“.
Örlögum þýðandans, harðgáfaða,
enska háskólamannsins Thompsons,
lýsir Laxness á grátbroslegan hátt
og segir að hann hafi aldrei mátt
„framar bók sjá“ eftir þýðinguna og
þess í stað keypt sér „svuntu
skrubbu og skolpfötu“ og tekið til
við að „þvo stigana í hóteli nokkru í
fimta flokki í Lundúnaborg“.
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
ætti að fara í frumheimildirnar til
að hafa það sem sannara reynist,
vaki það á annað borð fyrir henni.
Grillur dr. Ólínu
Eftir Björn
Bjarnason » Tilgangurinn er
að fæla menn frá
öðru en lofi á bókina.
Hún snýst um að dr.
Ólína sé ekki metin
að verðleikum.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Það er ljóst að eft-
irspurn atvinnulífsins
eftir þeim sem lagt
hafa stund á nám í raf-
iðngreinum mun ekki
dragast saman heldur
stefnir í að hún aukist
umtalsvert á næstu ár-
um. Þessa dagana
kann ástandið í sam-
félaginu að hafa dregið
tímabundið úr eftir-
spurn eftir þjónustu
rafiðnaðarmanna og nú er því kjörið
tækifæri til að horfa inn á við og
skerpa á þeirri þekkingu sem at-
vinnurekendur í rafiðnaði vilja að
starfsmenn þeirra búi yfir.
Á síðustu fimm árum hafa rúm-
lega 540 karlar og konur lokið
sveinsprófi í rafvirkjun og hefur
mikil fjölgun orðið á þeim sem út-
skrifast með sveinspróf árlega.
Menntun í rafiðngreinum lýkur þó
ekki með sveinsprófi. Innan raf-
iðngreina eiga sér stað örar tækni-
framfarir sem hafa bein áhrif á
starfsumhverfi greinarinnar frá degi
til dags þar sem kallað er á meiri
sérhæfingu en áður. Þessi hraða
tækniþróun gerir því miklar kröfur
til þeirra sem starfa við
rafiðnað. Á sama tíma
og huga þarf að nýliðun
í greininni er símennt-
un nauðsynlegur liður í
starfsumhverfi rafiðn-
aðarins.
Allt frá árinu 1975
hafa rafiðnaðarmenn
rekið öflug símennt-
unarkerfi sem hafa
veitt rafiðnaðarmönn-
um aðgang að marg-
breytilegum nám-
skeiðum og kennslu í
tækni sem mögulega
var ekki til er þeir luku sveinsprófi.
Undir merkjum Rafmenntar er nú
rekinn öflugur símenntunarskóli
sem er formlega viðurkenndur af
Menntamálastofnun. Meðal helstu
verkefna er kennsla í faglegum hluta
meistaranáms rafvirkjameistara
ásamt því að bjóða alla fagtengda sí-
menntun sem rafiðnaðarmenn þurfa
stöðugt að huga að til að viðhalda
háu þekkingarstigi innan grein-
arinnar. Rafmennt tryggir að hægt
sé að koma nýrri þekkingu og færni
hratt til rafiðnaðarmanna, atvinnu-
lífinu og samfélaginu til hagsbóta.
Öflug tækniþekking og hugvit
koma til með drífa nýsköpun áfram
og skapa stærri skerf af hagvexti
framtíðarinnar, hvort sem það er hjá
rótgrónum fyrirtækjum eða sprota-
fyrirtækjum. Þar gegna starfsnáms-
skólar stóru hlutverki. En tækni
morgundagsins verður ekki kennd í
námi sem sniðið er að þörfum gær-
dagsins og því má ekki horfa
framhjá mikilvægi símenntunar og
þeim menntastofnunum sem henni
sinna.
Fjölmörg fyrirtæki sem vegnað
hefur vel í samkeppnisrekstri hafa
mótað sér stefnu í símenntun og
þannig gætt að því að til staðar sé
þekking og hæfni hjá starfsmönnum
til að takast á við krefjandi en jafn-
framt arðbær verkefni. Það mun því
ekki standa á rafiðnaðinum þegar
mæta skal þörfum framtíðarinnar.
Símenntun – nauðsynlegur
liður í rafiðnaðargreinum
Eftir Kristján Daní-
el Sigurbergsson
Kristján Daníel
Sigurbergsson
» Á sama tíma og
huga þarf að nýliðun
í greininni er símenntun
nauðsynlegur liður
í starfsumhverfi
rafiðnaðarins.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka rafverktaka og við-
skiptastjóri á mannvirkjasviði
Samtaka iðnaðarins.
Allt um sjávarútveg
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ
í Danmörku
Kuldaskór
Stærðir: 26-36
Verð: 14.995.-
Vnr. BIS-63701-1627
Kuldaskór
Stærðir: 26-36
Verð: 14.995.-
Vnr. BIS-63701-1711
barnaskór
Vandaðir vetrarskór, óðraðir með ekta lambsull
Stígvél
Stærðir: 22-38
Verð: 7.995.-
Vnr. BIS-92009-50
Stígvél
Stærðir: 22-38
Verð: 7.995.-
Vnr. BIS-92009-160
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALINDFRÍ HEIMSENDING