Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
du í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“
rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur
3
7 verslanir um land allt
Hafnargötu 52Vatnagörðum 12
104 Reykjavík
S. 535 9000
m„Ko
Það eru ekki bara fagmenn sem fara núna um
þennan inngang Byko í Breiddinni en versl-
uninni er skipt upp í nokkur hólf vegna sam-
komutakmarkana yfirvalda. Langar biðraðir
geta myndast þegar bara 10 viðskiptavinir
mega vera í hverju hólfi í einu og ekki bætir
úr skák ef það er slydduveður eins og í gær.
Þegar þannig viðrar er ekki gott ef grím-
urnar blotna og tveir metrarnir geta orðið
mislangir á milli sumra. Nú er bara spurning
hve lengi þessar fjöldatakmarkanir gilda og
hvort sóttvarnalæknir gefur slaka.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húka úti í biðröðum í kulda og trekki
Alls greindust 26 kórónuveirusmit
innanlands í fyrradag. Þar af voru 19
í sóttkví við greiningu, eða 73%. Er
þetta mestur fjöldi smita í um átta
daga, eða frá 3. nóvember sl.
Nú eru 68 sjúklingar á sjúkrahúsi
vegna veirunnar, einungis þrír eru á
gjörgæslu. Í einangrun eru 542. Þá
eru alls 956 í sóttvkí auk þess sem
1.104 eru í skimunarsóttkví.
Á upplýsingafundi almannavarna í
gær kom fram að útlit væri fyrir að
lítils háttar hópsýking hefði komið
upp. Þá sagði Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir að uppi væri grunur
um að hópsýkingarnar kynnu að
vera nokkrar.
Að sögn Rögnvalds Ólafssonar að-
stoðaryfirlögregluþjóns var viðbúið
að upp gætu komið hópsýkingar.
„Það er útlit fyrir að lítils háttar
hópsýking sé komin upp en þetta er
eitthvað sem er alveg viðbúið að geti
gerst og hefur verið að gerast í
gegnum faraldurinn,“ sagði Rögn-
valdur sem kvaðst ekki vera með
upplýsingar um hvar sýkingin hefði
komið upp.
Enginn vöruskortur um jólin
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda, var
gestur á upplýsingafundi gærdags-
ins. Sagði hann að engar líkur væru
á vöruskorti um jólin. Þó tók hann
fram að stuðningur ríkisins við fyrir-
tækin væri ekki nægur. „Það er búið
að taka til hliðar mjög mikla peninga
til hjálpar fyrirtækjunum sem við
sjáum síðan ekki ganga út, mögu-
lega vegna þess að skilyrði fyrir því
að njóta viðkomandi stuðnings eru of
stíf eða umsóknarferlið of flókið,“
sagði Ólafur og benti á brúarlán máli
sínu til stuðnings. Sagði hann að-
gerðina misheppnaða.
Smitum fjölgaði á ný
26 ný inn an lands smit greindust 10. nóvember
100
80
60
40
20
0
júlí ágúst september október nóv.
Fjöldi staðfestra smita
innanlands frá 30. júní
H
e
im
ild
: c
o
vi
d
.is
75
26
16
99
86
26 ný smit
greindust innan-
lands í fyrradag Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður
Flugvirkjafélags Íslands, segir að yf-
irstandandi kjaradeila flugvirkja
Landhelgisgæslunnar og Landhelg-
isgæslunnar strandi ekki á launum
eða of háum kröfum um laun. Hann
segir að deilan sé til komin vegna
þess að samninganefnd ríkisins
standi ekki við tengingu við aðal-
kjarasamning Flugvirkjafélagsins.
„Deilan er til komin vegna þess að
flugvirkjar Gæslunnar hafa í áratugi
fylgt aðalkjarasamningi Flugvirkja-
félagsins og hefur verið sátt um þá
tengingu frá árinu 1983. Það hefur
verið stefnuleysi við samningaborðið
af hálfu ríkisins og það varð skyndi-
lega niðurstaða samninganefndar
ríkisins að standa ekki við þessa teng-
ingu,“ segir Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið.
Haldi í sinn kjarasamning
Flugvirkjar Gæslunnar hófu
ótímabundið verkfall í síðustu viku,
og hafa fulltrúar flugvirkja og Land-
helgisgæslunnar ræðst óformlega við
í þessari viku.
Guðmundur segir að í stuttu máli
sé verið sé að biðja um að flugvirkjar
Landhelgisgæslunnar fái að halda í
sinn kjarasamning með þeim ákvæð-
um sem eru sérstaklega sniðin að
flugvirkjun og þeirra atvinnu-
umhverfi.
„Það má taka fram að launakröf-
urnar eru þær sömu og við höfum
samið um í hagræðingarskyni á árinu
til að mæta atvinnulífinu á þessum
erfiðu tímum. Þessar kröfur okkar
eru lægri en viðmið lífskjarasamn-
ingsins sem samninganefnd ríkisins
hefur boðið flugvirkjum í þessum við-
ræðum. En við teljum kjarasamning-
inn okkar verðmætari en launahækk-
anir. Þetta er allt eins fáránlegt og
það hljómar,“ segir Guðmundur.
Verkfallsbrot Gæslunnar
Hann segir að Landhelgisgæslan
hafi staðið fyrir verkfallsbrotum og
sent flugvirkjum bréf með undirliggj-
andi hótunum mæti þeir ekki til vinnu
í verkfalli. „Þetta er fordæmalaus
framkoma af hálfu stjórnenda ríkis-
stofnunar.“ tobj@mbl.is
Vilja ekki tengingu
við aðalkjarasamning
Óformlegar viðræður við flugvirkja