Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Selmen -West Highland Verð 14.995.- / Stærðir: 36-41 Vatnsheldir dömu gönguskór með memory foam innleggi FRÍ HEIMSENDING SKECHERS SMÁRALIND - KRINGLAN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Söguefnin í fluginu eru óteljandi og mér finnst gaman að koma þeim á framfæri. Til slíks er hlaðvarpið hentugt form og viðbrögð hlustenda hafa verið bæði sterk og góð,“ segir Jóhannes Bjarni Guðmundsson flugstjóri. Hann setti nýlega í loftið podcastsíðu með viðtölum við fólk sem tengist fluginu eða starfar á þeim vettvangi. Þætti þessa má nálgast undir Spotify og Apple pod- cast undir heiti þeirra sem Flug- varpið. Flugstjórar segja frá Í fyrsta þætti var rætt við Jón Þór Þorvaldsson, formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um at- vinnuhorfur og stöðu mála. Í öðrum þætti var rætt við Þórarin Hjálm- arsson flugstjóra sem stýrt hefur þjálfun áhafna á Boeing 737-Max- þotum Icelandair. Enn annar við- mælandi var Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri hjá Icelandair. Hún var árið 1984 ráðin fyrst kvenna í starf flugmanns hjá félaginu og markaði því spor. Nú, 36 árum síðar, er hún einn reynslumesti flugstjóri félags- ins, en frá ferli sínum og fleiru seg- ir hún í viðtalinu. „Sem sakir standa er tilveran í hlutlausa gírnum, mér var sagt upp hjá Icelandair í haust og hef lítið flogið síðustu mánuði. Ég dett af launaskrá um áramótin, en vonast til þess að komast á flug aftur í vor,“ segir Jóhannes Bjarni sem fyrr á árum var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Var fyrst starfandi á svæðisútvarpinu á Ísafirði en seinna á Sjónvarpinu. Stefndi þó alltaf á flugið og var ráðinn til Flug- félags Íslands árið 1999, en fór svo á þotur Icelandair. Var fyrst flug- maður en svo flugstjóri, fyrst í af- leysingum frá 2007 en svo nánast sleitulaust frá 2012. Hefur verið á Boeing 757, 767 og 737 Max sem vænst er að fljúga megi aftur á næstu mánuðum. Sem sakir standa eru starfandi flugmenn hjá Icelandair um 140, í lok ársins lætur um helmingur þeirra formlega af störfum og er Jóhannes í þeim hópi. Fyrir um ári voru flugmenn Icelandair hins veg- ar nærri 600. Flugbransinn fái byr „Áhugi minn á fjölmiðlum og starfi á þeim vettvangi hefur aldrei horfið og nú gafst tækifæri til að gera skemmtilega hluti þar. Um flugið get ég sagt að enginn virðist vita hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þúsundir starfa við flugið sem er einn hlekkur af mörgum í stórri keðju. Áhugi á greininni og því sporti að geta flogið um loftin blá er líka mikill meðal almennings; til dæmis ungs fólk sem stefnir á flugnám,“ segir Jóhannes Bjarni og heldur áfram: „Nú vona ég að fari að rofa til og fljótlega á nýju ári fái flugbransinn aftur byr undir báða vængi. Í því liggja miklir hagsmunir okkar Ís- lendinga því flugið er hin sanna stóriðja okkar finnst mér. Bóluefni við kórónuveirunni er vonandi að koma og svo gengur ekki til lengdar að nánast loka landamærum svo misserum skiptir. Lífið verður að halda áfram.“ Fjalla um slysið á Sri Lanka Meðal annarra viðmælenda Jó- hannesar Bjarna í Flugvarpinu hafa verið Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri fraktflutningafélags- ins Bluebird Nordic, og Guðmundur Harðarson, flugstjóri hjá Cargolux. Í gær fór svo í loftið þáttur um flugslysið á Sri Lanka árið 1978, þar sem DC-8-þota Flugleiða fórst og með henni 183, þar af átta Ís- lendingar sem voru starfsmenn flugfélagsins. 79 komust lífs af frá slysinu, þar af fimm Íslendingar. Þeirra á meðal voru flugfreyjurnar Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir og Harald Snæhólm flugstjóri, og við þau er rætt í þess- um þætti. Flugið fái byr undir báða vængi  Flugstjóri og fyrrv. fréttamaður haslar sér völl með hlaðvarpi  Fjölbreytt Flugvarpið með fróð- leik og viðtölum  Væntir þess að komast aftur í loftið með vorinu  Flugáhugi landans er mikill Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frásagnir Áhugi minn á fjölmiðlum og starfi á þeim vettvangi hefur aldrei horfið og nú gafst tækifæri til að gera skemmtilega hluti þar, segir Jóhannes Bjarni, hér á Reykjavíkurflugvelli við vél úr flota Flugklúbbsins Þyts. Frumherji Sigríður Einarsdóttir, sem hóf störf sem flugmaður árið 1984, fyrst kvenna hjá Icelandair, er meðal viðmælenda í Flugvarpinu. Flugvarpið Nýr miðill sem vakið hefur athygli fyrir fróðleik. Vantar þig pípara? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.