Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 61
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
U21-árs landslið Íslands í knatt-
spyrnu er í sannkölluðu dauðafæri að
komast á sitt fyrsta stórmót síðan ár-
ið 2011 þegar liðið tryggði sér sæti í
lokakeppni EM eftir umspil gegn
Skotum.
Íslenska liðið mætir Ítölum í dag í
1. riðli undankeppni EM karla á Vík-
ingsvelli í Fossvogi en liðið leikur svo
gegn Írlandi 15. nóvember í Dublin.
Þá átti liðið að leika gegn Armenum
á Kýpur 18. nóvember en þeim leik
hefur verið frestað vegna stríðs-
ástandsins í Armeníu og verður að
teljast ólíklegt að hann fari fram.
Ísland er með 15 stig í fjórða sæti
riðilsins, jafnmörg stig og Svíar, en
íslenska liðið á leik til góða á sænska
liðið. Ítalía og Írland eru í efstu
tveimur sætunum með 16 stig en Ís-
land á leik til góða á Íra. Lokakeppni
EM 2021 fer fram í Slóveníu og Ung-
verjalandi.
Þær níu þjóðir sem hafna í efsta
sæti síns riðils fara beint á EM, sem
og þær fimm þjóðir sem eru með
bestan árangur í öðru sæti riðla-
keppninnar, og íslenska liðið því með
örlögin í sínum höndum fyrir leikina
mikilvægu.
Á réttri leið
„Allir leikmenn liðsins eru frískir
og klárir í slaginn gegn Ítölum,“
sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari
íslenska liðsins, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Það eru fjögur lið í þessum riðli
sem eiga mjög góða möguleika á því
að fara áfram í lokakeppnina. Það
verður að teljast líklegt að tvö lið úr
riðlinum fari á EM og við viljum að
sjálfsögðu vera annað þeirra. Eins
og staðan er núna er afar ólíklegt að
leikurinn gegn Armeníu fari fram og
okkur yrði þá úrskurðaður sigur
gegn þeim.
Maður þarf þess vegna ekki að
vera búinn með viðskiptafræði í HÍ
til að átta sig á því að 4-6 stig gegn
Ítölum og Írum ættu að setja okkur í
efstu tvö sætin og það er frábært að
geta sagt það upphátt. Markmiðið
hjá mér, Eiði Smára Guðjohnsen og
auðvitað strákunum, áður en undan-
keppnin hófst, var að vera í barátt-
unni um sæti í lokakeppninni eins
lengi og kostur var og það hefur tek-
ist,“ bætti Arnar við en hann tók við
þjálfun U21-árs landsliðsins í janúar
2019.
Styttri undirbúningur
Ari Leifsson og Valdimar Þór
Ingimundarsson, leikmenn liðsins og
Strömsgodset í Noregi, þurftu að
fara í sóttkví við komuna til landsins
á mánudaginn síðasta þar sem liðs-
félagi þeirra í Noregi greindist með
kórónuveiruna.
„Ari og Valdimar fóru í kórónu-
veirupróf við komuna til landsins og
svo aftur í gær. Bæði prófin reynd-
ust neikvæð og eftir að læknir liðsins
fór yfir atburðarásina með bæði ís-
lenskum stjórnvöldum, sem og
læknateymi Strömsgodset, varð ljóst
að þeir geta tekið þátt í leiknum. Þeir
losnuðu úr sóttkví í gær og gátu þess
vegna æft með okkur í gærdag sem
var ánægjulegt.
Undirbúningurinn fyrir þessa tvo
leiki hefur verið styttri en venjulega
þar sem við spilum á fimmtudegi og
flestir leikmenn liðsins spiluðu á
sunnudaginn um síðustu helgi. Við
tókum þá ákvörðun að fá strákana til
landsins á mánudaginn og þetta hafa
því verið tvær æfingar sem hópurinn
hefur náð allur saman.
Þeir sem spila á Íslandi æfðu
reyndar á mánudaginn en restin á
þriðjudag og miðvikudag. Ari og
Valdimar hafa báðir verið í hópnum
undanfarið eitt og hálft ár og vita því
út á hvað þetta gengur og ég hef ekki
áhyggjur af því að þetta muni hafa
einhver áhrif á spilamennsku þeirra
eða einbeitingu þegar út í leikinn
gegn Ítölum er komið.“
Stjórnlausar aðstæður
Leikurinn gegn Ítölum átti að fara
fram í október en var frestað eftir að
kórónuveirusmit greindist í þremur
leikmönnum ítalska liðsins við kom-
una til landsins.
„Auðvitað hefðum við viljað spila í
október þegar leikurinn átti að fara
fram en þetta er nokkuð sem við get-
um ekki stjórnað. Það er þess vegna
ekki í boði að láta utanaðkomandi að-
stæður eins og kórónuveirufarald-
urinn trufla sig. Við höfum reynt að
leiða þetta hjá okkur þótt ég geti al-
veg viðurkennt að þetta er búið að
vera erfitt fyrir alla á köflum.
Þegar allt kemur til alls þá er gríð-
arlega mikilvægt fyrir þessa ungu
stráka að fá þessa leiki. Þetta fer
beint í reynslubankann hjá þeim og
kemur þeim upp í hærri gæðaflokk,
fótboltalega séð. Leikmenn eins og
Gylfi Þór [Sigurðsson], Aron Einar
[Gunnarsson] og Jóhann Berg [Guð-
mundsson] spiluðu svona leiki í loka-
keppninni 2011 og við sjáum hvar
þeir eru í dag.
Þetta eru leikir á móti stórum
þjóðum sem eru alveg á pari þannig
séð við leiki í atvinnumennskunni eða
A-landsleiki. Það eru mikil gæði og
hraði og þetta er frábær áskorun
fyrir þessa ungu knattspyrnumenn
að fá svona stóra úrslitaleiki,“ bætti
þjálfarinn við í samtali við Morg-
unblaðið.
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfari Arnar Þór Viðarsson ætlar sér á stórmót með U21-árs landsliðið.
Leikirnir sem hjálpa mönn-
um að taka næsta skref
U21-árs landslið Íslands mætir Ítalíu í úrslitaleik á Víkingsvelli í Fossvogi í dag
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Ég reikna með því að landsliðs-
þjálfarinn, Erik Hamrén, veðji á
reynda leikmenn í leiknum mikil-
væga gegn Ungverjalandi í Búda-
pest í dag.
Þrír þeirra leika með íslenskum
félagsliðum; Hannes Þór Hall-
dórsson og Birkir Már Sævars-
son með Íslandsmeistaraliði Vals
og Kári Árnason með Víkingi.
Undanfarnar vikur hafa verið
strangar sóttvarnaaðgerðir hér á
landi með tilheyrandi samkomu-
banni. Það þekkjum við öll sem
hér búum. Þessir leikmenn hafa
því ekki getað stundað hefð-
bundnar fótboltaæfingar í lang-
an tíma og síðast var keppt í
efstu deild karla 4. október.
Íþróttamenn venjast ákveð-
inni festu þar sem æft er svo
gott sem daglega og endalausar
endurtekningar eru fram-
kvæmdar til að hafa ýmis atriði í
lagi. Þar af leiðandi er óheppilegt
fyrir leikmenn að missa úr æf-
ingar og detta út úr vanaferlinu.
Menn geta orðið örlítið óörugg-
ari fyrir vikið, sem getur haft
áhrif á frammistöðu.
Í þessu tilfelli hjálpar hins vegar
mjög að leikmennirnir þrír eru
þrautreyndir og eru nær fertugu
en þrítugu. Eru því líklegri til að
halda ró við þessar aðstæður og
mér þykir því sennilegt að þeim
verði teflt fram í dag.
Þar að auki hefur íslenska
landsliðið oft náð frábærum úr-
slitum þótt á ýmsu gangi hjá
mönnum með félagsliðum sín-
um. Það virðist bara ekki skipta
máli. Vonandi verður slíkt upp á
teningnum varðandi þá sem hafa
ekki getað beitt sér að ráði.
Ísland komst á EM og HM án
þess að fara í umspilsleiki sem
þennan. Liðið tapaði fyrir Króat-
íu í umspili 2013 og lærðu menn
örugglega mikið af þeim leikjum.
Til dæmis hvernig er að vera
með heila þjóð á bakinu.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Bjarki Már Elís-
son skoraði tíu
mörk úr ellefu
skotum er Lemgo
tapaði 26:32 á
heimavelli gegn
Oddi Gretarssyni
og félögum í Bal-
ingen í þýsku
efstu deildinni í
handknattleik í
gærkvöldi.
Oddur skoraði úr báðum skotum
sínum fyrir heimamenn sem voru að
vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu,
eru í 19. og næstneðsta sæti með tvö
stig eftir sjö leiki. Lemgo er í sjö-
unda sæti með átta stig.
Viggó Kristjánsson skoraði sex
mörk en Elvar Ásgeirsson ekkert er
Stuttgart tapaði á útivelli gegn Er-
langen, 34:25. Stuttgart er í 5. sæti
með níu stig en Erlangen í 11. sæti
með sjö stig.
Ómar Ingi Magnússon skoraði sex
mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson
eitt fyrir Magdeburg sem mátti þó
þola 31:33-tap á heimavelli gegn RN
Löwen. Ýmir Örn Gíslason komst
ekki á blað hjá gestunum og Alex-
ander Petersson var ekki með.
Þá þurfti að fresta leik Flensburg
og Melsungen. Guðmundur Þórður
Guðmundsson þjálfar liðið.
Unnu loks
gegn tíu
marka Bjarka
Bjarki Már
Elísson
Ekki er útlit fyrir annað en Ísland
mæti Slóveníu í undankeppni EM
kvenna í körfuknattleik á Krít í
Grikklandi í dag klukkan 15 þótt á
ýmsu hafi gengið þar ytra.
Þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöldi voru alla vega ekki upplýs-
ingar um annað. Fjögur lið dvelja á
Krít og munu spila þar leiki í undan-
riðlinum eins og fram hefur komið.
Mbl.is greindi frá því í gær að kór-
ónuveirusmit hefði komið upp í her-
búðum hinna þriggja liðanna en ekki
því íslenska.
Þegar rætt var við Hannes S.
Jónsson, formann KKÍ, í gær sagði
hann KKÍ hafa mótmælt því að leik-
urinn færi fram. Væri það í raun
ítrekun því KKÍ var á móti því að
keppni í riðlinum yrði haldið áfram
með þessu fyrirkomulagi á þessum
tímapunkti. Sagði hann KKÍ hafa
mótmælt því bæði í september og
október en án árangurs.
Í gær hafði KKÍ verið tilkynnt um
smit í herbúðum hinna liðanna en Ís-
lendingarnir höfðu að öðru leyti litla
vitneskju um hvort það væru allt
leikmenn sem væru smitaðir eða
fólk úr fylgdarliðinu. Í íslenska
hópnum hafði enginn fundið fyrir
einkennum sem fylgja veirunni.
Mótmæli KKÍ breyta engu á Krít
Leikið gegn Slóveníu í dag þrátt fyrir kór-
ónuveirusmit í herbúðum andstæðinganna
Morgunblaðið/Hari
Mikilvæg Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik gegn Búlgaríu í fyrra.
„Ég þekki Arnar mjög vel og þeir
[Víkingar] spila frábæran fótbolta.
Ég er ekki kominn hingað til þess
að slaka á heldur er ég hérna til
þess að berjast um þá titla sem í
boði eru,“ sagði knattspyrnumað-
urinn Pablo Punyed í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hann er genginn í raðir Víkings
frá KR og er það fimmta liðið sem
Punyed spilar fyrir hérlendis en
hann er frá El Salvador. Hann hef-
ur einnig leikið með Fjölni, Stjörn-
unni, ÍBV og Fylki frá því 2012.
sport@mbl.is
Pablo Punyed frá
KR til Víkings
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reyndur Pablo Punyed varð meist-
ari með Stjörnunni og KR.
KR-ingar hafa fengið liðstyrk fyrir
átökin á Íslandsmóti karla í knatt-
spyrnu á næsta keppnistímabili.
Framherjinn Guðjón Baldvins-
son hefur gert tveggja ára samn-
ing við KR en hann lék með liðinu
á árunum 2008-2011 og varð tví-
vegis Íslandsmeistari með því. KR
greindi frá tíðindunum á vefsíðu
sinni í gær.
Tilkynnt var á dögunum að
Guðjón væri á förum frá Stjörn-
unni. Þar er hann uppalinn og
sneri aftur í Garðabæinn árið
2015.
Guðjón aftur í
Vesturbæinn
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Baráttuglaður Guðjón Baldvinsson
er harðduglegur á velli.