Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Page 11

Bæjarins besta - 21.03.1990, Page 11
BÆJARINS BESTA 11 g§ Þegar fólk er eins ogþú, sem ert sátt við fortíðina og horf- ir fram á við, þá kemur hún lítið fram nema þá kannski atburðir sem hafa snert þig djúpt, eins og dauðsfall ná- ins ættingja til dæmis. Sá það sem öðrum var hulið Þegar einhver hefur það fyrir reglu að „sanna“ sig á þennan hátt þá er ólíklegt að manneskjan hafi nokkra hæfileika til að spá og senni- legast að hún spái bara upp úr bókum. Ég held að fólk sem hefur enga næmni eða dulræna hæfileika ætti að láta það vera að reyna að spá fyrir öðrum. Það væri svona næstum því álíka og ef ég reyndi að spá í gegnum síma, án þess að hitta fólkið og án þess að finna nokkuð frá því sem kemur í gegnum spilin, tölurnar og í nærveru þess við sem erum næmari en annað fólk verðum að leggja mikið á okkur til að hrinda því illa burt því auðvitað reynir það að komast í gegn eins og það góða. Þessi næmleiki er ættgeng- ur. Faðir minn heitinn var mjög næmur þó hann færi leynt með það, systir hans líka, önnur systra minna, systurdóttir mín og líka ann- ar sona minna. Ég held að ég hafi verið 15 eða 16 ára þeg- ar ég leit í bolla fyrst. Ég var í heimsókn með mömmu hjá systur hennar og þær voru að famni að kíkja í kaffibolla. ',g leit í hann og sá þar eitt- hvað sem þær sáu ekki og það kom fram fáum dögum síðar. Annars hef ég lítið gert af því að spá í bolla. Þar sjást oftast hlutir eins og bíl- ar og happdrættisvinningar, veraldlegir hlutir sem mér finnst ekki skipta máli. Sem unglingur byrjaði ég með vinkonum mínum að og hef getað hjálpað fólki til að verða hamingjusamara en það var áður. Ég vil hjálpa öðrum Þetta er það sem er sterkast hjá mér, að hjálpa fólki. Lengst af hef ég spáð í aukavinnu, haft annað starf með en síðustu árin hef ég aðeins sinnt þessu. Ég út- skrifaðist úr hárgreiðslunámi fyrir fimm árum og get alltaf unnið við það en mig langar til að reyna að hafa atvinnu af því að spá hér á ísafirði eins og í Reykjavík. Þar er ég löngu hætt að auglýsa. Fólk kemur til mín, spárnar koma fram og það bendir vinum sínum á mig og þannig vindur þetta upp á sig. Margir koma reglulega, tvisvar til þrisvar á ári, og aðrir koma í hvert sinn sem þeir þurfa að taka erfiða i sem öðrum er hulið.“ yfirleitt.“ Ég spyr Siggu hvenær hún hafi fyrst orðið vör við dul- ræna hæfileika sína. „Það var mjög snemma. Sem krakki sá ég oft ýmislegt sem aðrir sáu ekki og tók inn á mig mikið af sársauka fólks og neikvæðum straumum. Ég var mikill sjúklingur sem barn og var inni á spítölum margsinnis fram á unglings- ár. A spítölunum kynntist ég kvölum og sársauka og tók það alltof mikið inn á mig. Það illa reynir líka að komast í gegn Alls staðar í kringum okk- ur eru bæði góð öfl og ill og leggja spil og upp úr því byrjaði þetta allt saman og jókst með árunum. Ég hef lesið og kynnt mér allt sem ég hef komist í um spil en með tímanum hef ég þróað mínar eigin lagnir og fer ekki eftir neinum bókum lengur. Þetta kemur bara í gegn og ég segi fólki hvað ég sé hreinskilnislega. Auðvitað kemur oft fyrir að ég sjokkera fólk og það hefur komið fyrir að sumir hafa reiðst en svona er ég. Ég fegra ekki það sem ég sé og á það til að spyrja fólk hreint út afhverju það sé að gera þetta og hitt, það hafi greini- lega enga ánægju af því. Og oft hefur síðar komið fram að ég hef haft rétt fyrir mér ákvörðun, skipta um vinnu eða eitthvað slíkt. Ég hef alltaf starfað ein og vil hafa það þannig. Ég hef verið beðin um að vinna með öðrum og ganga í félög eins og Sálarrannsóknafélagið og Sjálfsmótunarfélög sem hafa á síðustu árum risið upp í Reykjavík. Þar eru næmir persónuleikar sem hafa kynnt sér bæði hérlendis og erlendis, ýmsar aðferðir við mótun og framkvæmd á næmleika og lækningum öðr- um til handa, eins og t.d. heilum og líföndum. Miðlar þurfa mikinn styrk Ég hef sennilega hæfileika til að starfa sem miðill en ég get ekki hugsað mér það. Til að starfa sem miðill þarf gíf- urlegan styrk og maður opn- ar sig það mikið fyrir öðrum heimi að það getur reynst erfitt að hindra það illa í að koma í gegn. Þetta veit ég af reynslu miðla sem ég þekki og sumir þeirra hafa þurft að fara á geðdeildir eftir að hafa ofreynt sig hreinlega. Þá vil ég frekar vinna við að spá og geta sagt stopp sjálf þegar ég finn að ég er farin að þreytast og krafturinn minnkar. Hann er missterk- ur og það kemur fyrir að ég verð að biðja fólk að koma síðar. Það er betra en að reyna að spá þegar maður hefur unnið of mikið, bæði fyrir mig og fólkið sem leitar til mín.“ Það er hægt að fresta forlögunum Forlagatrúin er sterk hjá þeim sem trúa á spádóma og dulræna skynjun og ég spyr Siggu hvört hún útiloki frjálst val fólks um örlög sín. Hún brosir við, kannast greinilega við þessi við- brögð. Segir síðan: „Það er hægt að fresta forlögunum um óákveðinn tíma, en það er ekki hægt að forðast þau. Auðvitað hefur fólk alltaf val um hvað það gerir. En sumt er okkur ætlað og ann- að ekki. Og okkur er ein- faldlega ekki ætlað að skilja allt sem gerist. Kannski skiljum við það seinna. Það er svo margt skrítið í lífinu. Hvernig stendur til dæmis á því að í hvert sinn sem mannkyninu tekst að finna lyf við áður ólæknandi sjúk- dómi þá kemur upp nýr, enn hættulegri?" Ég á fá svör við þessu en spyr á ný hvernig hún geti fært rök fyrir því að plánetur eins og Satúrnus, Venu^ og aðrar fjarlægar stjörnur geti mögulega haft eitthvað að segja um örlög fólks á jörð- inni. Hvað veldur? Hún ypp- ir öxlum. „Okkur er ekki ætlað að skilja allt. Þessi áhrif stjarnanna á líf fólks þekkjum við af reynslunni en við getum ekki skýrt þau með rökum. Mér er vísað áfram Ég hef engin rök fyrir því hvers vegna mér eru sagðir hlutir og vísað áfram. Þannig er það bara. Og oft fer ég eftir því í blindni jafnvel þótt ég hefði gert annað hefði ég tekið eigin ákvörðum og alltaf kemur í ljós að mér var vísað í rétta átt.“ Ég spyr hana hvort líf manneskju sem finnur á sér ókomna atburði og er vísað af verum eða öflum úr öðr- um heimi sé ekki dans á rós- um, þar sem hún viti oftast hvað koma skal og hvað ákvarðanir séu réttar en hún hristir höfuðið ákveðin. „Nei, alls ekki. Ég er nú búin að ganga í gegnum ým- islegt. Þegar ég segi að mér sé vísað í ákveðna átt þá er ekki hægt að vfsa manni frá morgni til kvölds og auðvit- að hafa allir sinn frjálsa vilja til að fara eftir. Og oft tekur lífið óvænta stefnu. jafnt hjá mér og öðrum. Hef séð yfir í annan heim Ég hef fylgt látnu fólki yfir, til dæmis föður mínum og þaðan hef ég margt af því sem ég lifi eftir. Ég hef farið sálförum í fylgd annars manns og séð hluti sem ég hef reynt að túlka sjálf. Ég veit ekki alltaf hvers vegna ég veit og trúi á ýmislegt en margt af því kemur úr öðrum heimi. Ég veit að það er tek- ið misjafnlega á móti fólki þegar það deyr. Stundum þarf það að bíða heilu æv|- skeiðin eftir því að komast áfram og ná lengra. Aðrir fá nóg að starfa og lenda í ýms- um sveiflum og átökum og harðna við hverja raun.“ Ég spyr hvort hún sé að segja með þessu að hún trúi á end- urholdgunarkenningar og hún kveður já við því. „Ég er ekki endilega að segja, eins og Búddistar, að maður- inn fari alltaf upp á við á hverju æviskeiði. Ég lít á þetta sem ákveðna braut sem fólk fer eftir sem hægt er til dæmis að skipta upp í níu skeið eða fleiri. Á hverju skeiði lærist eitthvað en stundum lærir fólk ekkert og verður að bíða án þess að nokkuð gerist í þroska þess. Fólk eldist án þess að verða nokkurn tímann fyrir áföll- um, lifir rólegu lífi á sama stað alla ævi, gerir aldrei neitt sem skiptir máli og leggur ekkert á sig. Stundum fæðast börn með gamlar sálir. Þau eru næm og segja oft undarlega hluti sem enginn botnar neitt í. Þetta kannast margir við hjá börnum sínum en afgreiða orð þeirra með því að þetta sé eitthvað barnabull og or- sökin sé of sterkt ímyndun- arafl. Finn strauma frá fólki og stöðum Margir halda að þeir sem eru næmir og hafa dulræna hæfileika séu heiðnir eða hafi einhverja einkatrú en það er vitleysa. Ég lít á mig sem trúaða manneskju. Góðu öflin koma alltaf úr trúnni. Kannski er það þess vegna sem ég fann strax góða strauma í þessu húsi sem Hjálpræðisherinn rak eitt sinn. Ég finn oftast strax og ég kem á staði í fyrsta skipti hvernig áhrif streyma frá staðnum. Finni ég ill öfl og vonda strauma þá tengist

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.