Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Side 12

Bæjarins besta - 21.03.1990, Side 12
12 BÆJARINS BESTA Sjónvarpið: Gerir þáttaröð um hernámið Yill ná tali af sjómönnum af skipum sem urðu fyrir árásum Þjóðverja það oft einhverjum voðaleg- um atburðum sem hafa ein- hvern tímann átt sér stað þar, aftökum á fyrri öldum eða slysum. Þegar ég kem frá útlönd- um til íslands finn ég oft þá tilfinningu að landið hafi yfir sér einhvers konar verndar- hjúp, frá því stafa góðir straumar. Ég held að það sé vegna þess að íslendingar hafa alltaf reynt að feta götu hins góða og hér hafa aldrei verið háð stríð. ísland hefur verið milliliður á milli ann- arra þjóða og við höfum alltaf reynt að leysa deilur friðsamlega og með rökum frekar en með ofbeldi. Vísindi skýra aldrei allt Það hefur oft verið erfitt að hafa þessa hæfileika og næmni og vita hluti sem aðrir vita ekki. Viðhorf fólks gagnvart þessu hafa hins vegar breyst mikið í gegnum árin. Hér í gamla daga voru völvur grafnar í óvígðri mold eins og kom fram í útvarps- viðtali við prestinn í Bolung- arvík um daginn. Fólk leit á dulræna skynjun sem eitt- hvað óguðlegt. Núna hefur þetta breyst mikið sem betur fer og þó sumt fólk líti enn á okkur sem „svolítið skrítin“ þá eru miklu fleiri sem vita að það er ekki hægt að út- skýra allt í þessu lífi með vís- indalegum rökum. Sumt er okkur ekki ætlað að skilja fyrr en síðar ef þá nokkurn tíma.“ Við höfum setið í stofunni hennar Siggu nær hálfan dag en einhvers staðar verður að láta staðar numið. Við látum þetta gott heita núna og í lokin, áhugasömum lesend- um til upplýsingar látum við símanúmerið hennar Siggu fylgja hér með í lokin, það er 4672. Það er ráðlegt fyrir vænt- anlega kúnna að hafa með sér blað og blýant og punkta hjá sér spádómana, undirrit- uð mælir ekki með notkun segulbands nálægt svo magn- aðri manneskju sem Sigríði. A tveimur heilum spólum sem voru teknar upp þennan eftirmiðdag heyrðist ekkcrt nema undarlegar truflanir og skruðningar og stundum langar þagnir. Viðtalið er því skrifað eftir minni og yf- irfarið vandlega af Sigríði sjálfri. Sama segulband tók upp á sömu spólur daginn eftir. Kannski bilaði það bara þennan eftirmiðdag, kannski... ANN 10. maí nk. verður liðin hálf öld frá land- göngu Breta á íslandi. Af þessu tilefni hyggst Sjónvarp- ið gera þáttasyrpu þar sem rakin verður saga hernáms- ins og stríðsáranna hérlendis í máli og myndum, stiklað á helstu stórviðburðum og Ijósi brugðið á áhrif hersetunnar á daglegt líf Islendinga. Umsjónarmenn þáttanna eru þau Helgi H. Jónsson fréttamaður og Anna Heiður Oddsdóttir dagskrárgerðar- maður. í fréttatilkynningu frá Sjónvarpinu segir að þeg- ar hafi verið auglýst eftir frá- sögum þeirra er vitni urðu að landgöngu Breta og margir hafa brugðist vel við. Enn eru þó ótaldir nokkrir hópar fólks er umsjónarfólki vænt- anlegra . þátta þætti mikill fengur að að ná tali af og má þar fyrst nefna sjómenn af ís- lenskum skipum sem urðu fyrir árásum Þjóðverja. Söinuleiðis leikur Helga og hans fólki hugur á að heyra frá einhverjum þeirra ís- lendinga sem heim komu á stríðsárunum fyrir tilstuðlan íslenskra yfirvalda. Þessu til viðbótar væri æskilegt að fá frásagnir þeirra kvenna sem drýgðu tekjur sínar með svo- nefndum ,,Bretaþvotti“ er mörgu heimili reyndist bú- bót. Loks er þeim tilmælum beint til allra þeirra er luma kunna á Ijósmyndum eða kvikmyndum frá þessum árum, sem og til þeirra er kunna frá markverðum at- burðum að segja, er tengjast hersetunni með einhverjum hætti, að hafa samband við Helga eða Önnu hjá Sjón- varpinu í síma 693900. Öll vitneskja um hvers kyns muni og minjar frá stríðsár- unum væri sömuleiðis vel- þegin. Þættirnir verða a.m.k. þrír talsins og þeir verða teknir til sýningar er hálfrar aldar afmælið nálg- ast. NYKOMIÐ ☆ ☆☆ STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF FRÖNSKUM OG ÞÝSKUM BARNAFATNAÐIÁ MJÖG GÓÐU VERÐI. ☆ ☆☆ BÓMULLARPEYSUR Á BÖRN. MARGAR GERÐIR. FRÁBÆRTVERÐ. ☆ ☆☆ ÍTALSKAR MUNSTRAÐAR SOKKABUXUR. ☆ ☆☆ GLÆSILEGT ÚRVAL GARDÍNUEFNA í ÖLL HERBERGIHÚSSINS. Sinar ffuéfénnsson. h. (f. VEFNAÐARVÖRUBEILD I Nemendur á námskeiði í málmsuðu hlýða á leiðbeinanda sinn í Skipasmíðastöð Marsellíusar. Farskóli Yestfjarða: Námskeið hafín FARSKÓLI Yestfjarða er tekinn til starfa og fyrir skömmu hófust tvö nám- skeið á vegum hans. Annað er námskeið í málmsuðu sem stendur yfir í eitt kvöld og tvo daga á smíðaverkstæði skipasmíðastöðvar Marsellí- usar og hitt er námskeið í ís- lensku fyrir útlendinga sem haldið er tvisvar í viku í Menntaskólanum á Isafirði í tíu vikur. Á íslenskunámskeiðinu eru fimmtán manns og þegar er fullskipað á annað nám- skeið í málmsuðu sem fyrir- hugað er að halda í maí. Leiðbeinandi þar er kennari frá Iðnskólanum í Reykja- vík. Þá hafa þrír farið á veg- um skólans á námskeið í kælitækni sem haldið er í Vélskóla íslands í Reykjavík fyrir þátttakendur af lands- byggðinni. Guðmundur Einarsson umsjónarmaður skólans sagði í samtali við BB að undirtektir við Farskóla Vestfjarða væru góðar og_á Patreksfirði er t.d. mikill áhugi á námskeiði í stofnun og rekstri fyrirtækja. Tíu manns höfðu skráð sig til þátttöku en fyrirlesari for- fallaðist og verið er að finna annan í hans stað. Þá hefur fólk haft samband við skól- ann og lýst áhuga á nám- skeið af ýmsum toga, t.d. námskeiði um steypu- skemmdir, um útboðs- og samningsskilmála, um smíðamálma og fleiri. Stefnt er að því að halda námskeið í haust um vökva- kerfi I (um þrýstiolíukerfi). Enn vantar þó nokkra þátt- takendur til viðbótar til að hægt sé að halda þessi nám- skeið. Miðað er við átta manns. Þeir sem áhuga hafa á því sem skólinn býður upp á geta innritað sig og fengið frekari upplýsingar í símum 94-3815/4215 og í heimasíma umsjónarmanns 94-3697.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.