Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Qupperneq 20

Bæjarins besta - 21.03.1990, Qupperneq 20
Veljum íslenskt! Styðjum íslenskan iðnað Álpönnurnar og pottarnir frá Alpan fást hjá okkur. straumur SILFURGÖTV 5 - ÍSAFIfíOI Flateyri: Aldrei eins mikill jafnfallinn snjór Snjómoksturskostnaður kominn á þriðju milljón SAMGÖNGUR innan- bæjar á Flateyri hafa ver- ið að komast í eðlilegt horf á undanförnum vikum. Ekki hefur jafnmiklum jafnfölln- um snjó kyngt niður á svo stuttum tíma eins og gerst hefur í vetur. Þó hefur tekist að opna flest allar götur Flat- eyrar. Að sögn Kristjáns Jóhann- essonar sveitarstjóra cr þetta i fyrsta skipti sem notast er við skúffumokstur á Flat- eyri. Mest öllum snjónum hefur verið mokað upp á vörubíla og keyrt í sjóinn en það hafa Flateyringar ekki þurft að gera áður. Flateyr- arhreppur á tvö tæki til snjó- moksturs þ.e. stóra gröfu og dráttarvéi. Þá hefur Vega- gerðin verið með blásara sem hreppurinn hefur fengið Snjómoksturskostnaður á Flateyri er kominn vel á þriðju milljón króna. afnot af auk þess sem Payloder hefur verið tekinn á leigu af einkaaðila. Kostn- aður við snjómokstur á Flat- eyri er kominn vel á þriðju milljón króna sem er svipuð upphæð og var allan síðast- liðinn vetur. ísafjörður: Þingeyri: Alkaliskemmdir víðaíHlífl Öldrunarráð vill láta athuga kostnað við viðgerðir Kaupfélagið eykur hlutafé í Barða h.f. um 20 milljónir OLDRUNARRÁÐ lagði til á fundi fyrir skömmu að tæknideild bæj- arins verði falið að gera framkvæmda- og kostnaðar- áætlun vegna alkali- skemmda á Hlíf I. Bæjar- stjórn tók enga afstöðu til þessarrar tillögu á fundi sín- um þann 8. mars og óvíst hvenær það verður gert. Alkalískemmdirnar komu fyrst í ljós árið 1985 en þá lét stjórn Bsvf. Hlífar senda borkjarna til Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðar- ins og þar fékkst úr því skor- ið að um alkalivirkni væri um að ræða í steypunni. Húsið var steypt fyrir 1978 og steypan var framleidd hjá steypustöðinni á ísafirði. Að sögn Snorra Hermannsson- ar, formanns öldrunarráðs, Alkaliskemmdir eru farnar að sjást víða í Hlíf I. komu skemmdirnar fyrst fram á láréttum og hallandi flötum og hafa aukist tölu- vert á þessum fimm árum sem liðin eru frá því að þær sáust fyrst. ,,Pað þarf nátt- úrulega að bregðast við þessu til að fyrirbyggja að þetta haldi áfram og skemmdirnar verði ekki það miklar að viðgerðir verði ill- viðráðanlegar" sagði Snorri. Eyjólfur Bjarnason bæjar- tæknifræðingur sagði í sam- tali við blaðið að tæknideild- inni hefði ekki enn a.nt.k. borist neitt erindi um að kanna þessar skemmdir og hann gæti ekki slegið á hve mikið það gæti kostað að gera við þær. STJÓRN Kaupfélags Dýr- firðinga á Þingeyri hefur samþykkt að auka hlutafé sitt í Sláturfélaginu Barða h.f. um allt að 20 milljónir króna. Aðaleigendur slátur- félagsins eru kaupfélögin á Þingeyri og Flateyri en sem kunnugt er hefur Kaupfélag Önfirðinga verið tekið til gjaldþrotaskipta. í fréttabréfi sem Kaupfé- lag Dýrfirðinga hefur gefið út fyrir félagsmenn segir að allt bendi til þess að hlutafé í sláturfélaginu verði aukið stórlega og hafa flest sveitar- félög í Vestur-ísafjarðasýslu gefið vilyrði fyrir hlutafé að upphæð samtals 2 milljónir króna. Félag sláturleyfishafa innan S.Í.S. mun væntanlega leggja fram 3 milljónir í hlutafé og auk þess mun inn- leggjendum væntanlega verða gefinn kostur á hluta- fjáreign. Lengi hefur staðið til að halda fund með innleggjend- um hjá félaginu um þessi mál en vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur um málefni fclags- ins að undanförnu hefur það farist fyrir. Viðræður voru fyrirhugaðar við undirbún- ingsstjórn að Félagi kjöt- framleiðenda nýlega en vegna ófærðar varð að fresta þeim.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.