Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 78

Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Bio-Kult Pro-Cyan Við þvagfærasýkingum ● Háþróuð þvívirk formúla gegn þvagfærasýkingum ● Útvaldir gerlastofnar ● Trönuberjaþykkni ● Inniheldur A-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar slímhúðar Ólafur Ragnar Grímssonsegir bók sína Sögurhanda Kára hafa orðið til„óvart“. Hann hafi vegna farsóttarinnar sest við skriftir sér til skemmtunar og dundurs. Eftir að hafa skráð 34 sögur á sjómannadag- inn velti hann næsta skrefi fyrir sér. Bók væri „of hátíðleg“. Valdi hann þann kost að „lesa þetta sjálfur í hlaðvarpi, eins og ég sæti fyrir fram- an arineld að segja góðum vini skemmtilega sögu“, sagði hann í DV og einnig: „Viðtökurnar fóru fram úr mínum væntingum. Forlagið hafði síðan samband og vildi endilega gefa sögurnar út með nafnaskrá og myndum. Það er nú orðið að veru- leika.“ Glöggur hlustandi hlaðvarpsins lýsti góðum hughrifum sínum af frá- sagnarlist forsetans fyrrverandi. Margir sjá Ólaf Ragnar líklega ljós- lifandi fyrir sér og heyra þegar þeir lesa textann á bók. Það er reynsla þess sem þetta skrifar. Sögukaflarnir snúast einkum um óhefðbundið alþjóðastarf Ólafs Ragnars. Það hófst þegar hann var þingmaður og formaður Alþýðu- bandalagsins og starfaði í þing- mannasamtök- unum Parlia- mentarians for Global Action (PGA), alþjóð- legum þrýstihópi gegn kjarn- orkuvopnum. Með samtök- unum varð til tengslanet stjórnmála- manna og aðgerðarsinna sem nýst hefur Ólafi Ragnari allt til þessa dags. Hann notar nýyrðið „tengsla- jarl“ um þá sem ná langt við myndun tengslanets (e. networking). Í bók- inni eru mörg dæmi um hve þéttriðið þetta net Ólafs Ragnars sjálfs er. Til að nýta sér það til fulls varð hann oft að starfa „utan prótokolls“ eins og hann sjálfur orðar það. Hann nýtur sín í glímu við áskor- anir. Hún fer ekki alltaf fram „innan prótókolls“. Hann ritaði t.d. árið 1998 Jiang Zemin, þáverandi forseta Kína, bréf frá Seattle í Bandaríkj- unum til að „leggja grunn að aukn- um tengslum við Kína og reifa helstu svið sem gætu orðið vænleg til sam- vinnu“, segir hann (22) og einnig: „Það gæti skipt Ísland verulegu máli að vera á undan öðrum í Evrópu. Of seint yrði að mæta á vettvang þegar allir vildu verða vinir Kína.“ (23) Með bréfinu lagði hann grunn að eigin stefnu gagnvart Kína sem hann hefur síðan fylgt markvisst. Bókin sýnir að stundum reyndi á þolrifin í samskiptum Ólafs Ragnars við Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson. Hann telur að þeir hefðu með samtölum við bandaríska þing- menn getað leikið á Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sem lokaði Keflavíkur- stöðinni. Til marks um það nefnir hann eigið samtal við John Warner, öldungadeildarþingmann repúblik- ana, formann hermálanefndar deild- arinnar. Enginn íslenskur ráðamað- ur hefði rætt við hann. Þá segir: „Mig rak í rogastans. Gat það ver- ið að Davíð og Halldór hefðu ekkert hirt um að flytja málið í þinginu, haldið sig við ranghugmyndir um að forsetinn og hans menn réðu öllu í Washington? Ég hafði í samtölum við þá á Bessastöðum áréttað þá reynslu mína að leiðin til varanlegra áhrifa í Washington lægi í gegnum þingið. Þeir höfðu greinilega ekki gert mikið með þau ráð.“ (113) Í samtalinu við Warner ákvað Ólafur Ragnar að halda sig við prótokollinn og ræða ekki efnislega um varnarmálin. Ekki kemur fram hvort sendiherra Íslands í Wash- ington var með honum á þessum fundi eða hvaða frásögn hann eða forseti sendi um samtalið inn í ís- lenska stjórnkerfið. Innan fámenns íslensks stjórn- kerfis verða ráðamenn að stilla sam- an strengi og miðla upplýsingum sem nauðsynlegar eru við töku mikilvægra ákvarðana. Samhliða ut- anríkisstefna forseta annars vegar og ríkisstjórnar hins vegar skapar aðeins glundroða. Af bókinni má ráða að ákvörðun Ólafs Ragnars um að skjóta lögum um Icesave-samningana til þjóð- arinnar í ársbyrjun 2010 hafi rofið stjórnmálasamband hans og Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Þá var undirbúningur vegna opinberrar heimsóknar forseta Ís- lands til Indlands á lokastigi en vegna Icesave-þjóðaratkvæða- greiðslunnar „fór ríkisstjórn Jó- hönnu í harðan baklás. Vinur minn utanríkisráðherrann [Össur Skarp- héðinsson] neitaði að fara með. Hann sagði að mig minnir í fréttum að aðrir gætu verið „töskuberar for- setans“.“ (61) Ólafur Ragnar segist hafa hringt í Jóhönnu, hann gæti „klárað þessa heimsókn einn“ en hún væri að móðga „eitt af áhrifamestu ríkjunum í efnahagslífi heims“ með því að senda engan ráðherra þegar þetta ríki vildi sýna Íslandi vináttu eftir hrun bankanna. (61) Þetta hefði Davíð aldrei gert, seg- ir Ólafur Ragnar, að skapa fordæmi um að forsetinn gæti farið einn til formlegra viðræðna við önnur ríki án þess að hafa ráðherra með sér. Síðsumars árið 2012 ekur Ólafur Ragnar norður að Hólum í Hjaltadal vegna biskupsvígslu. Dagfinnur Sveinbjörnsson, norðurslóða- aðstoðarmaður hans, er með honum. Þeir nota bílferðina til að rita Bútan- konungi bréf um loftslagsmál og Himalajafjöllin, þriðja pólinn. Bréfið gat af sér ráðstefnuröð og styrkti stoðir undir Hringborð norðurslóða sem boðað var til í Hörpu 2013. Bók Ólafs Ragnars snýst um fjöl- skrúðugan hóp einstaklinga. Þar kennir margra grasa og hlýtur oft að hafa verið erfitt fyrir höfund að vega og meta hve ítarlega ætti að kynna þá sem nefndir eru til sögunnar. Stundum virðist hann ganga að því sem vísu að lesandinn (eða hlustand- inn) viti um hvern er rætt. Föður- nafns Dagfinns sem síðar varð for- stjóri Hringborðs norðurslóða er til dæmis ekki getið nema í nafna- skránni. Textinn er lipurlega saminn og læsilegur. Fjöldi litmynda prýðir bókina. Hún er fallega hönnuð og í henni er nafnaskrá sem auðveldar að sjá á augabragði hverjir koma við sögu. Ólafur Ragnar sagði um útgáfu bókarinnar að hann hefði ákveðið að „láta vaða“, það er taka áhættu. Annað hefði raunar verið stílbrot af hans hálfu. Að baki svipmyndanna af fólki í bókinni birtist mynd af höf- undi sjálfum sem auðveldar og dýpkar skilning á árangri hans. Það eykur gildi bókarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Ragnar „Að baki svipmynd- anna af fólki í bókinni birtist mynd af höfundi sjálfum sem auðveldar og dýpkar skilning á árangri hans.“ Minningabrot Sögur handa Kára bbbbn Eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Forlagið, 2020. Kilja, 208 bls., með litmyndum og nafnaskrá. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Sjálfsmynd að baki svipmynda Miklu skiptir að börn getitengt líðandi stund viðfortíðina. Hafi þekk-ingu á sögunni og þar með skilning á samtímanum. Fróð- leik má nálgast með ýmsu móti og sjónarhornin á söguna breytast sí- fellt, svo sem með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þegar Íslandssagan er undir má með sanni segja að hlutur kvenna sé um margt af- skiptur og þar er þörf á endur- skoðun. Íslands- dætur eftir Nínu Björk Jóns- dóttur er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. „Hvar er styttan af Hallveigu Fróðadóttur, fyrstu landnámskonu Íslands?“ spyr Nína Björk í formála bókar sinnar. Spurningin er rétt- mæt en fyrsti kaflinn er einmitt um Hallveigu. Textinn er lipur og auð- skilinn börnum, en samt mjög efnis- ríkur. Svarað er spurningum ungra, forvitinna krakka um hver Hallveig var, en samt ekki því hvers vegna hún hafi enn ekki verið höggvin í stein eða steypt í brons. Á eftir Hallveigu koma svo kjarnakonur hver á eftir annarri; Auður djúpúðga, Melkorka Mýr- kjartansdóttir, Þorgerður Brák og svo mætti áfram rekja fram ald- irnar. Sumar kvennanna eru lítt þekktar en saga þeirra allra þó frá- sagnarverð og mikilvægt að gleym- ist ekki. Af núlifandi Íslandsdætrum er í bókinni svo sagt frá Vigdísi Finnbogadóttur, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Katrínu Jakobsdóttur, Rannveigu Rist og Björk, svo nokkr- ar séu nefndar. Til mikillar fyrirmyndar er að meðal Íslandsdætra í bókinni eru konur sem sannarlega ruddu braut til jafnréttis en eru lítt þekktar. Fáir þekkja sennilega Ernu Hjaltalín (f. 1932), fyrstu konuna sem tók einka- flugmannspróf, en verðugt var að greina frá. Sama máli gegnir um Sigríði Sigurðardóttur (f. 1942) handboltakonu, sem fyrst kvenna var valin Íþróttamaður ársins, árið 1964. Í blálokin er svo nefnd Hildur Guðnadóttir, tónskáldið góða sem í upphafi þessa árs vann til Óskars- verðlauna, sem kunnugt er. Í inngangi segir Nína frá því að hugmyndin að þessari bók hafi vakn- að þegar hún var að segja börnunum sínum frá landnámi Íslands og því að þar væri kvenna lítt getið. Nú er þar bætt úr í bók sem skrifuð er á góðu máli og vönduð í alla staði. Myndir Auðar Ýrar Elísabetardóttur eru lit- ríkar og sterkar. Íslandsdætur eru til fyrirmyndar – og höfundurinn ætti að halda áfram á sömu braut. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nína Björk „Íslandsdætur eru til fyrirmyndar,“ segir gagnrýnandi. Frá nýju sjónarhorni Kvennasaga Íslandsdætur bbbbn Eftir Nínu Björk Jónsdóttur. Myndir eftir Auði Ýri Elísabetardóttur. Salka 2020. Innb., 108 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Plötubúðir í Reykjavík og Tón- listarborgin Reykjavík taka næstu daga höndum saman um að bjóða upp á tónleika í beinu streymi auk spjalls sérfræðinga um íslenskar út- gáfur ársins. Streymt verður beint frá tónleikunum á FB-síðu Tón- listarborgarinnar sem og FB-síðu hverrar plötuverslunar fyrir sig. Í kvöld kl. 21 verður dagskráin send út frá 12 tónum. Fram koma Gróa og Skoffín og svo spjalla El- ísabet Indra og Andrea Jónsdóttir um útgáfur ársins. Í næstu viku, 21. desember, verð- ur sent út frá Reykjavík Record Shop. Fram koma Hist og Markús og svo fjalla Óli Dóri og Heiða Ei- ríks um útgáfuna. Kvöldið eftir, 22. desember, verður svo sent út frá Lucky Records. Ingibjörg Turchi og Dalalæða koma fram og svo ræða Steinar Fjeldsted og Svavar Pétur Eysteinsson um útgáfuna. Tónleikum streymt frá plötubúðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Í beinni Gróa kemur fram í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.