Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær, Selfoss og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum - Egilsstöðum Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur tekist að finna út hver er ástæða tjörublæðinga í klæðingum vega hér á landi og í fleiri löndum. Við skoðun á fréttum Morgunblaðsins síð- ustu fimmtán ár sést að fjallað hef- ur verið um níu blæðingar á þess- um tíma. Framan af voru þær á sumrin en seinni árin á vetrum. Blæðingar verða þegar bikið úr klæðingu vega mýkist og klístr- ast. Ekki er einfalt mál að færa þær aðstæður sem leiða til þess ástands inn á rannsóknarstofu og þess vegna hefur ekki tekist að fá niðurstöðu um það hvað veldur þess- um blæðingum. Efnahvörf í mýkingarefni Við klæðingu vega er notað mýk- ingarefni, lífolía sem er blanda úr fitu- sýru og etanóli. Birkir Hrafn Jóakims- son, verkfræðingur og sérfræðingur í slitlögum hjá Vegagerðinni, segir að kenningin sé sú að í hitasveiflum og mikilli þungaumferð slitni tenging á milli fitusýrunnar og etanólsins og et- anólið virki eins og leysir á bikið. Þun- gaumferðin pressi hann upp á yfirborð vegarins. Tekur Birkir fram að vandamálið sé þekkt erlendis, til dæmis hafi slíkt mál komið upp í Svíþjóð í síðasta mánuði og valdið skemmdum á fjölda bíla. Þar hafi ekki fundist skýring, ekki frekar er hér. Sömu efni eru notuð í klæðingar hér og víða annars staðar. Mýkingarefnið er keypt frá viðurkenndum framleið- endum. Steinefnin eru að vísu önnur hér því Ísland er yngra en önnur Evr- ópulönd og jarðvegurinn basískari. Blæðingar að vetri og sumri Kaflarnir á Norðurlandsvegi frá Bifröst í Borgarfirði og í Skagafjörð sem blætt hafa frá því síðdegis á sunnudag eru misjafnir. Þetta eru eins til fjögurra ára gamlar klæðingar með efni úr mismunandi námum og íblöndunarefni frá þremur mismun- andi fyrirtækjum. Segir Birkir að ekki sé hægt að benda á einhvern ábyrgð- araðila við verkið. Þá bendir hann á að sömu efni og aðferðir við klæðingar séu notaðar á Suðurlandi og Norðurlandi og um- ferðin svipuð. Eina sem skilur á milli er veðurfarið. Vetrarblæðingarnar síðustu ár hafa verið bundnar við Norðurlands- veg. Hins vegar varð vart við sumar- blæðingar á Suðurlandi á meðan not- að var White spirit í mýkingarefnið. Ekki mynduðust eins miklir kögglar við sumarblæðingar og þekkt er úr vetrarblæðingum en sami óþrifnaður og vegurinn hefur ekki gott að því, að sögn Birkis. Þetta er þekkt vandamál í hitum víða um heim. Skipt var yfir í lífolíu fyrir tæpum áratug. Repjuolían hentaði ekki Raunar var um tíma notuð repju- olía og fiskiolía en síðarnefnda olían var hvergi annars staðar notuð í klæð- ingu, að því er fram kom við rannsókn á blæðingunum í janúar 2013. Rann- sóknir sýndu að repjuolían var gölluð og hentaði ekki í þessa notkun. Fleiri ástæður kunnu að vera fyrir blæðing- unum. Vegagerðin hætti að nota repjuolíu árið 2011. Miklar blæðingar eins og nú eru á Norðurlandsvegi og urðu einnig í jan- úar 2013 valda skemmdum á bílum, ekki síst flutningabílum, þegar bikið hleðst á dekkin og slæst út í bretti og þvælist víðar um innyfli bílanna. Að- stæðurnar geta skapað hættu fyrir vegfarendur. Fólk getur misst vald á bílum sínum og tjöruklessur spýst undan dekkjum flutningabíla. Ekki er þó vitað um slys á fólki af þessum ástæðum. Vegagerðin reynir að vara fólk við og biður ökumenn um að fara varlega. Óraunhæft er að ætla að hægt sé að loka tímabundið svo mikil- vægum samgönguæðum. Þá hafa blæðingakaflar stundum verið sand- aðir og tjöruklessur skafnar af með tækjum og handafli. Ný aðferð prófuð Spurður um möguleika á að koma í veg fyrir slíkar blæðingar nefnir Birkir fyrst að hægt sé að hætta klæðingum umferðarmikilla vega og malbika þá í staðinn. Það er raunar gert þegar umferðin nær ákveðnu marki. Búið er að malbika veginn frá Reykjavík til Borgarness og frá Reykjavík langleiðina að Þjórsá, einnig hluta af Biskupstungnavegi. Malbikun er hins vegar margfalt dýr- ari en klæðning. Gerðar hafa verið tilraunir með aðra aðferð við klæðingu, svokallaða bikþeytu. Þá er vatn notað í staðinn fyrir lífolíu til mýkingar. Vatnið gufar að mestu upp. Birkir segir að önnur vandamál séu við þessa aðferð. Klæða þurfi vegina við að minnsta kosti 8 til 10 stiga hita. Ekki sé hægt að gera það hér á landi eftir 15. júlí og helst þurfi að gera það nokkru fyrr. Þá þurfi sumarið að vera gott. Í köldu sumri geti steinar losnað úr klæðing- unni þegar frystir að hausti. „Við höf- um verið að leggja þetta á kafla á undanförnum árum en förum varlega í að skipta yfir. Fyrst þurfum við að ná utan um verklag og ganga úr skugga um að við séum með réttar aðferðir og laga að okkur að aðstæð- um,“ segir Birkir. Verstu vetrarblæðingarnar eru á Norðurlandsvegi Blæðingar úr klæðingum 2007-2020 Borgarnes Staðarskáli Blönduós Akureyri Varmahlíð Desember 2020 Borgarfjörður-Skagafjörður Febrúar 2020 Borgarnes-Blönduós Júlí 2017 Norðurárdalur í Borgarfi rði Nóvember 2016 Holtavörðuheiði Júní 2015 Sunnan við Borgarfjarðarbrú Janúar 2013 Norðurland, Vesturland, Vestfi rðir Júlí 2012 Norðurland og víðar Júní 2007 Þelamörk-Akureyri Júlí 2007 Þingvallavegur Ástæður vetrarblæð- inga hafa ekki fundist  Níu tilvik á fimmtán árum og þar af tvö til þrjú alvarleg Tjara Bikið límist við dekkið og getur það skapað hættu í umferðinni. Birkir Hrafn Jóakimsson Tjörukögglar Blæðingar í klæð- ingum hafa lengi verið vandamál. Þarftu að láta gera við? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.