Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það er í raun algjör forrétt- indablinda að gera ráð fyrir að allar fjölskyldur hafi aðgang að þeim nauðsynlega tölvubúnaði og teng- ingum sem nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi þurftu á að halda til að geta stunduð nám sitt,“ segir Auðbjörg Björnsdóttir, for- stöðumaður Kennslumiðstöðvar Há- skólans á Akureyri. Skólakerfinu frá grunn- og upp á háskólastig var kollvarpað í kjölfar heimsfaraldurs af völdum kór- ónuveirunnar og segir Auðbjörg mikilvægt að það verði metið í ljósi þess að um hafi verið að ræða fjar- kennslu í neyðartilvikum en ekki sem hefðbundið fjarnám. Auðbjörg segir gott fjarnám vera tímafrekt í undirbúningi og skipu- lagningu og ekki óalgengt að nokkra mánuði eða upp í ár taki að koma því í framkvæmd. „Það nám sem færst hefur út á netið á þessum kórónuveirutímum er í flestum til- vikum nám sem hægt er að kalla fjarkennslu í neyðartilvikum og það byggir á svokallaðri heimsfarald- urskennslufræði. Það er ekki sama kennslufræði sem býr að baki námi á netinu eða fjarnámi eins og við köllum það,“ segir Auðbjörg. „Það er ekki hægt að taka nám sem hannað hefur verið fyrir stað- kennslu og einfaldlega setja það beint út á netið, stundum með tveggja sólarhringa fyrirvara og gera ráð fyrir að gæði þess séu við- unandi.“ Bendir Auðbjörg á að vandað og gott fjarnám samanstandi af gagn- virkjum samskiptum milli kennara og nemenda, það sé nemendamiðað, með skýr lærdómsviðmið, krefjandi, fjölbreytt og árangursríkt og bjóði upp á kennara sem bæði er sýni- og aðgengilegur. Helstu kostir fjar- náms felist m.a. í auknu aðgengi, það sé hægt að stunda óháð búsetu, efnahag og fjölskyldugerð. Sam- skipti kennara og nemenda í fjar- námi geti verið mikil og um tíða endurgjöf geti verið að ræða. Þá hafi það í för með sér aukna ábyrgð nemenda, það ýti undir sjálfstæðari námsmenn sem ráði í meira mæli yfir tíma sínum og þeir geti farið yf- ir námsefnið aftur og aftur. Fjarkennsla í neyðartilviki Auðbjörg segir mikilvægt fyrir framtíð fjarnáms að það nám sem í boði hafi verið sem viðbragð við kór- ónuveirunni sé ekki skilgreint sem venjulegt fjarnám og fyrir því séu nokkrar ástæður, sú helsta að um sé að ræða fjarkennslu í neyðartilviki en ekki beint fjarnám. Þá sé hætta á að þær ályktanir verði dregnar að það nám sem boðið var upp á sé lak- ara en staðarnámið, en klisjur af því tagi séu iðulega í gangi. Þannig gæti það góða starf sem unnið hefur ver- ið við að byggja upp gott fjarnám á Íslandi beðið hnekki, einhverjir gætu sagt að árangur af fjarnámi væri slakur og fullreynt sé með það. „Þetta getur svo leitt til þess að kröfur okkar um gott fjarnám geta minnkað með þeim afleiðingum að til verður aukið framboð á stað- arnámi sem einungis verður sett á netið,“ segir hún. Fjórða iðnbyltingin tróð sér inn í skólana og heimilin „Fyrir þau okkar sem tekið hafa þátt í að þróa fjarnám undanfarin ár er stórmerkilegt að sjá þær breyt- ingar sem átt hafa sér stað í tengslum við Covid-fjarkennsluna, en mikil framfaraskref hafa verið stigin í þegar kemur að stafrænni kennslu. Það má í einhverjum til- vikum tala um að fjórða iðnbyltingin hafi troðið sér harkalega inn í skólana, stofnanir og heimilin,“ seg- ir Auðbjörg. Háskólar hafi verið mun betur búnir undir það ástand sem skapaðist þegar nám var fært út á netið í stað staðarnáms, en til að mynda hefði Háskólinn á Ak- ureyri áður boðið upp á sveigjanlegt nám þar sem gerð er krafa um að nemendur sem það stundi eigi góð- an tölvubúnað til að geta stundað það. Það sama sé ekki hægt að segja um framhalds- og grunnskóla. Sumir skólar hafi yfir að ráða spjaldtölvum sem eru notaðar í skólunum og heima við en það gildi alls ekki um þá alla. Þegar námið fluttist heim og yfir á netið hafi skólar brugðist við með misjöfnum hætti. „Það er sem dæmi alls ekki hægt að gera ráð fyrir því að allar fjöl- skyldur hafi aðgang að tölvubúnaði sem nemendur á þessum skólastig- um þurftu til að geta stundað nám sitt. Það er í raun algjör forrétt- indablinda að gera ráð fyrir því. Í mörgum tilvikum voru notuð sam- skiptaforrit eins og Google Classro- om, Zoom eða Teams þar sem nem- endur voru í beinni í tíma. Til þess þurftu nemendur að vera með tæki til að tengjast og góða nettengingu. Ég heyrði frá framhaldsskólakenn- urum þar sem nemendur þeirra voru að lenda í vandræðum með að skila verkefnum, einföldum rit- vinnsluverkefnum þar sem tölvu- búnaður þeirra var svo gamall að hann studdi ekki við þau forrit sem skólinn var að nota. Það voru líka dæmi um að nemendur hefðu ekki netaðgang,“ segir Auðbjörg. Ójöfnuður kemur skýrt í ljós „Ójöfnuðurinn í samfélaginu kom skýrt fram í þessu ástandi, það sem kallað hefur verið stafrænt bil þar sem allir þessir þættir spila inni í, eins og aðgengi að tölvubúnaði, staf- rænt læsi, tæknikunnátta og mennt- un foreldra/forráðamanna og eins húsnæði þar sem í boði hafi verið næði og pláss til að vera á fjar- fundum. Það er mikilvægt fyrir okk- ur að skoða þetta allt saman þegar við lítum í baksýnisspegilinn og metum hvað við getum lært af fjar- kennslu á neyðartímum,“ segir Auð- björg Björnsdóttir. Stafræna bilið kemur skýrt fram  Forstöðumaður hjá HA segir það forréttindablindu að gera ráð fyrir að allir hafi aðgang að tölv- um og tengingum til að stunda fjarkennslu  Ástandið vegna kórónuveirunnar leiðir ójöfnuð í ljós Morgunblaðið/Margrét Þóra Neyðartilvik Fjarnám á kórónuveirutíma er ekki venjulegt fjarnám, segir Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA. Opið alla daga fram að jólum Síðasti dagur póstsendinga innanlands er 18.desember Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is HLÝJAR JÓLAGJAFIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.