Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Nú styttist í jólin og sífellt erum við minnt á að við eldra fólkið á Ís- landi séum viðkvæmur hópur. Við erum sann- arlega misjafnlega stödd með heilsu okkar. En eitt er víst; við erum langflest alveg ákveðin í að láta þessi jól líða hjá hægt og hljótt. Við meinum að það er mun mikilvægara að geta komist í bólusetningu í janúar en stór jólaboð. Að losna undan álögum veir- unnar sem hamlar því að fólk geti hist og fólk geti borðað í matsal með öðrum eins og víða er gert, að fólk geti verslað inn í matinn án grímu, að fólk geti knúsað bestu vini sína og fjölskyldu, að fólk geti fengið þjón- ustu, að fólk geti verið virkt í daglegu lífi. Er þetta ekki verðmiðinn á að slaka á og finna innri frið án stórra jóla eða áramótaboða? Við viljum fá lífið til baka sem fyrst. Eldra fólk hef- ur verið afar duglegt í þessu for- dæmalausa ástandi og mun gera það til enda. Því þurfa fjölmiðlar að hætta að naggast út í þríeykið um búbblurnar. Við skiljum þær alveg og munum verða þau síðustu til að krefj- ast stórra jólaboða. Löng lífsreynsla skapar þekkingu og færni til að tak- ast á við lífið. Minnum frekar á hvernig er hægt að styðja við þá sem búa einir og eru einmana. Síminn er gott tæki til að hringja í gamla vini og gá hvernig þeir hafa það eða frænkuna sem býr ein. Hún þiggur símtal. Munum líka eft- ir hjálparsímanum. Munum líka að í þess- um hópi eru margir sem eru auralitlir og þurfa hjálp. Það færir öðrum innri gleði að hjálpa öðrum. Er það ekki hinn sanni jóla- andi? Gefum sannar gjafir til að styðja við þá sem minna mega sín. Áður en var- ir er kominn janúar og daginn lengir og bóluefnið kemur. Nú er bjartari tíð fram undan þegar fólk getur farið að hitta annað fólk og vera með. Takk fyrir allt tónlistarflóðið og skemmt- anir sem hafa verið færð heim í stofu eða að heimilum eldra fólks. Það hef- ur glatt æði marga. Að lokum. Jólin koma en verum hófstillt og bjóðum ekki veirunni í jólaboð. Það myndi kæta hana mjög að smita okkur ef við erum gálaus. Þetta er ekki alveg bú- ið. Stöndum saman til enda. Eldra fólk og jólahald Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir » Við viljum langflest hafa það rólegt um jólin og forðast meira Covid-19. Jólin koma hvort sem er. Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. Menning í sinni víðustu merk- ingu dafnar meðal annars vegna framlags einstaklinga og félaga sem starfa í hinum ýmsu list- greinum hennar. Víða á lands- byggðinni skortir oft aðstöðu til þess að menningin nái þar að vaxa og dafna. Til að menningin nái að efla samfélögin, auka víðsýni og gefa þeim lit, íbúum þess og njót- endum til yndisauka, þarf góða að- stöðu. Árið 1999 gerði þáverandi ríkis- stjórn myndarlega samninga um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni, í Vestmanna- eyjum, á Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki og á Ísafirði að ógleymdri Hörpunni í Reykjavík sem síðar fékk risaframlag frá rík- inu. Sú menningarlega skylda rík- isins að leyfa landsmönnum öllum að njóta verka Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Þjóðleikhússins er mikilvæg, en eins og staðan er nú getum við Sunnlendingar á fastalandinu því miður ekki fengið þessar menningarstofnanir í heim- sókn til okkar með verk sín, vegna aðstöðuleysis okkar. Menningarsalur Suðurlands Á Selfossi var skóflustunga tek- in árið 1972 að hóteli, félagsheimili og menningarsal en húsið var vígt árið 1986. Þá var menningarsal- urinn og félagsheimilishlutinn skil- inn eftir til síðari tíma. Menning- arsalurinn, sem hefur nú ratað aftur í eigu sveitarfélagsins eftir nokkur eigendaskipti undanfarna áratugi, stendur enn fokheldur. Salurinn er með hallandi gólfi fyrir um 300 manns í sæti, stórt svið og tónlistargryfju. Menningarsalur Suðurlands mun stuðla að því að þeir hæfileikar sem nú þegar eru til staðar í okkar samfélagi á Suðurlandi munu efl- ast, vaxa og dafna. Við erum svo heppin að pólitísk samstaða innan sveitarstjórna á Suðurlandi í þessu máli er til staðar sem og innan Héraðsnefndar Árnesinga og bæj- arstjórnar Svf. Árborgar eins og margar ályktanir og áskoranir í þeim efnum í gegnum tíðina gefa til kynna. Við höfum á liðnum tíu árum farið með þingmannahópa sem og ráðherra ríkisstjórna í salinn og sýnt þeim möguleikana sem hann býður upp á. Allir hafa verið sam- mála um mikilvægi þess að koma best geymda leyndarmálinu á Suð- urlandi í gagnið hið fyrsta. Alþingi samþykkti fyrir þetta ár að leggja til fjármagn á móti fram- lagi frá Svf. Árborg sem nægði til undirbúnings á lokahönnun húss- ins. Á haustdögum skipaði Svf. Ár- borg byggingarnefnd um menning- arsalinn, sem hefur nú unnið hörðum höndum að þeim und- irbúningi ásamt fulltrúum ráðu- neyta og starfsmönnum sveitarfé- lagsins. Byggingarnefndin hefur átt marga fundi með ýmsum hönn- uðum og hagaðilum og skoðað aðra menningarsali í landinu svo hægt verði að vanda sem best til verka. Fjárlaganefnd Alþingis hefur nú lagt til í frumvarpi sínu að fjárlög- um nægt fjármagn á móti Svf. Ár- borg til þess að á næstu tveimur árum verði hægt að ljúka við menningarsalinn og koma honum í gagnið, menningunni á Suðurlandi til heilla. Menningarsalur Suðurlands loks að verða að veruleika Eftir Guðbjörgu Jónsdóttur, Kjartan Björnsson og Tómas Ellert Tómasson » Allir hafa verið sam- mála um mikilvægi þess að koma best geymda leyndarmálinu á Suðurlandi í gagnið hið fyrsta Tómas Ellert Tómasson, Guðbjörg Jónsdóttir og Kjartan Björnsson Höfundar eru nefndarmenn í byggingarnefnd Menningarsalar Suðurlands. Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.