Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Snorri Másson snorrim@mbl.is Það er mánudagsmorgunn í desem- ber, það gránar fyrir degi (fullseint!) og við erum staddir á mannlausu Hafnartorgi. Við erum við gatnamót tveggja nýrra gatna í miðbæ Reykja- víkur, Kolagötu og Reykjastrætis. Þessar götur eiga það sameiginlegt að vera með allra yngstu götum í mið- bænum, enda tóku þær ekki á sig mynd fyrr en byggingarnar við þær mörkuðu þeim farveg fyrst undir lok ársins 2016. Þrátt fyrir að göturnar séu svona ungar eru þær þegar komnar á Google Maps og við þær eru risin stórhýsi, sem nokkur starf- semi er hafin í, H&M, COS og eitt- hvað fleira. Nýjar búðir, nýr bæjarhluti, ný borg! Myndi maður halda. Vandinn er sá að það er eiginlega aldrei neinn hérna. Hendi næst væri að skella skuldinni á heimsfaraldurinn, en það er ekki að sjá að götur eins og Lauga- vegur og Austurstræti séu undir sömu sök seldar núna á aðventunni. Þar er grímuklætt fólk í stríðum straumum. Skýringa hér hlýtur því að vera að leita í öðrum þáttum og það stendur ekki á svörum hjá þrem- ur sérfræðingum, Einari Svein- björnssyni veðurfræðingi, Páli Jakobi Líndal, doktor í umhverfissálfræði, og Hilmari Þór Björnssyni arkítekt, sem slást í för með mér í stuttan göngutúr þennan morgun. Dæmigerð vindgöng Kveikjan að þessum vangaveltum er veðrið. Það er norðaustanátt, um 5m/s, lýsir Einar fyrir mér. Án sérþekk- ingar myndi maður hins vegar, þar sem við stöndum í miðju Reykj- astræti, halda að hér væri við töluvert miklu hvassari vind að etja. Sú er til- finningin og hún stafar aðeins af einu: „Við erum staddir inni í sérhönn- uðum vindgöngum,“ segir Einar. Reykjastræti gengur í boga frá Tryggvagötu og svo langt sem augað eygir eins og sjá má á myndinni hér rétt að ofan, og svo nær það niður að Hörpu. Það opnar þó vitaskuld ekki að fullu fyrr en hótel og banki eru ris- in. Norðan- eða norðaustanáttin skríður á land á Austurbakka og hún á greiða leið inn eftir Reykjastrætinu og alveg að hjarta Hafnartorgs. Einar kveður upp dóm sinn: „Skipulagið á þessu öllu saman er einfaldlega rangt hugsað. Þessar byggingar hefðu þurft að liggja aust- ur-vestur til að stoppa norðanáttina, því að þegar hún er ekki vetr- arvindur, þá er hún hafgola á sól- ardögum.“ Að mati Einars eru þetta dæmi- gerð vindgöng úr fræðunum sem magna upp vindinn og þau eru komin til að vera. Hægt væri að varna vind- inum vegar með því að sá hálfum skóg götuna endilanga en það stend- ur ekki til, og enn síður kemur til greina að koma fyrir stærðarinnar glervegg við enda strætisins. Það er síðan ekki aðeins á þessum gatnamótum þar sem vindurinn næð- ir um heldur einnig í Kolagötunni, sem gengur þvert á Reykjastrætið. „Eftir því sem það er þrengra, þeim mun meiri verður vindmögnunin. Meginreglan er sú að sundið þarf að vera að minnsta kosti helmingur af hæð byggingarinnar,“ segir Einar. Sem það er ekki, eins og Hilmar arkí- tekt bendir á. Að hans sögn áttu byggingarnar í aðal- og deiliskipulagi að vera fimm hæða og alls mest 16 metra háar, hugsanlega með inndreg- inni sjöttu hæð eða alls um 19 metrar. Þær urðu hins vegar 22 metrar í götulínu á sumum stöðum, sem bitnar með þessum hætti á hagsmunum gangandi vegfarenda: Ójöfn hlutföllin mynda streng þar sem hann þyrfti ekki að vera. Svipað á að sögn Einars veðurfræðings við Lækjargötu, þar sem strengnum hefur vaxið ásmegin eftir að byggingum sunnan Arn- arhóls hefur fjölgað síðustu ár. Hver á erindi hingað? Í rannsókninni á fámenninu á Hafnartorgi mætti láta staðar numið að gerðri grein fyrir þessum óheppi- legu veðurfarslegu aðstæðum af mannavöldum. Fólk leitar frekar í skjólið. En víðar er pottur brotinn, vill Hilmar arkítekt meina, nefnilega í því sem viðkemur sjálfri starfseminni á svæðinu. „Það á enginn erindi hingað nema sá sem vill kaupa föt,“ segir Hilmar en honum er svo sem ekki alveg al- vara fyrr en hann skýrir betur hvað hann á við: „Þegar maður hannar til dæmis verslunarmiðstöðvar setur maður matsölutorg í annan endann, matvöruverslun í hinn, og þar á milli fjölbreytta verslun. Í miðjunni er síð- an göngugatan og meðfram henni er eitthvað fyrir alla. Þess vegna kemur fólk. Þannig eru líka góðar göngu- götur: Fyrst kemur verslun, svo kem- ur veitingastaður, svo kemur bóka- búð, svo kemur bakarí.“ Á Hafnartorgi er skipulagið á aðra lund: „Hérna erum við með tæplega 300 metra af gönguplássi sem fer undir tvær verslanir með einn inn- gang hvor, H&M og COS. Það nennir enginn að ganga eftir slíkri götu. Þessar verslanir ættu í mesta lagi að vera í tveimur bilum og síðan á fleiri hæðum, og síðan ætti að vera eitt- hvað annað í næsta bili. En það virð- ist ekki vera gert ráð fyrir því. Restin eru síðan sömuleiðis erlendar fata- verslanir og aðrar „pop-up“-búðir, þar sem virðist erfitt að leigja þetta út. Það skilar sér í mjög einsleitu framboði af þjónustu.“ Hilmar telur einsýnt að á nýju svæði sem þessu þurfi að vera að finna fjölbreytta þjónustu, svo að sem flestir eigi erindi þangað. „Þar með taldar eru líka ríkisstofnanir,“ segir Hilmar. „Stofnanir sem ættu tví- Morgunblaðið/Árni Sæberg Óþarflega kalt Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, Páll Líndal umhverfissálfræðingur og Hilmar Þór Björnsson arkítekt telja Hafnartorg ekki getað þjónað tilgangi sínum í núverandi mynd. Þegar maður hafnar torgi  Kuldalegt á Hafnartorgi í viðvarandi manngerðum vindstreng  Markmiðið „samverustaður með lifandi og opinni götumynd“ en niðurstaðan „varla það sem stefnt var að“  Vinnur engin hjörtu svona Kolagata Geirsgata Re yk ja st ræ ti Kortagrunnur: OpenStreetMap Læ kj ar ga ta Harpa Austurhöfn Hafnartorg Arnarhóll Vindstrengir við Hafnartorg  SJÁ SÍÐU 20 Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjastræti Frosnar hellur vegna slæms skjóls í hjarta torgsins. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Vindar blása um Hafnartorg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.