Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Afurðaverð á markaði 15. des. 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 541,49 Þorskur, slægður 416,85 Ýsa, óslægð 367,24 Ýsa, slægð 267,38 Ufsi, óslægður 13,00 Ufsi, slægður 174,72 Gullkarfi 286,30 Blálanga, slægð 247,52 Langa, óslægð 13,00 Langa, slægð 207,55 Keila, óslægð 44,00 Keila, slægð 83,35 Steinbítur, óslægður 289,00 Steinbítur, slægður 602,07 Skötuselur, slægður 580,47 Grálúða, slægð 387,30 Skarkoli, slægður 389,78 Þykkvalúra, slægð 634,41 Bleikja, flök 1.787,50 Regnbogasilungur, flök 3.219,00 Gellur 975,32 Hlýri, slægður 617,00 Hrogn/þorskur 93,00 Hvítaskata, slægð 24,00 Lúða, slægð 540,12 Lýsa, slægð 111,00 Náskata, slægð 28,00 Stórkjafta, slægð 11,00 Undirmálsýsa, óslægð 151,00 Undirmálsþorskur, óslægður 244,00 Undirmálsþorskur, slægður 195,96 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2020 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Alls fengu verkefni tengd sjávar- útvegi eða annars konar starfsemi tengd hafinu úthlutaðar rétt tæpar 207 milljónir króna úr Matvæla- sjóði, en fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram í gær. Eru þetta um 43% af heildarúthlutun sjóðsins en hún nam 480 milljónum króna til 62 verkefna. Í heild bárust sjóðnum 266 umsóknir. Úthlutað var í fjórum flokkum og er fyrsti flokkurinn verkefni sem eru á hugmyndastigi. Alls fengu 36 slík verkefni 97 milljónir. Þar af voru 12 haftengd verkefni og hlutu þau 33,8 milljónir, en fimm þeirra eru leidd af Matís með aðkomu margra aðila. Þá voru 14,9 milljónir veittar Matís vegna greiningar á hringormum, 22,5 milljónir í verk- efni sem snýr að hákarlsverkun, 22 milljónir í verkefni sem nær til streitu laxfiska og 24,9 milljónir vegna verkefnis um hliðarafurðir þörungavinnslu. Í flokknum hlutu einnig Síldarvinnslan, Skinney- Þinganes og Ísfélagið 16 milljónir sem nýta á í verkefni sem snýr að notkun nýrra þráavarnarefna og stöðugleika makrílmjöls. Gæludýrasnarl Þá fengu níu verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar styrki fyrir alls 157 milljónir króna. Þar af fimm verkefni sem tengjast hafsókn og fengu þau 100,3 millj- ónir króna eða 64% af úthlutun flokksins. Meðal verkefna er að vinna rannsókn á streitu laxfiska, greining á hringormum í flökum og hákarlsverkun. Alls fengu átta verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar 100 milljónir og voru tvö þeirra tengd afurðum hafsins og hlutu þau 30,6 milljónir króna. Voru það ann- ars Marpet ehf. sem hlaut átta milljónir í verkefni er snýr að þró- un heilsusnarls úr síld fyrir gælu- dýr og hins vegar Síldarvinnslan sem hlaut 22,6 milljóna styrk vegna verkefnis sem miðar að því að vinna prótein úr hliðarafurðum makríls. Markaðssókn í Bretlandi Að lokum fengu níu verkefni með það að markmiði að styrkja mark- aðsinnviði og stuðla að markaðs- sókn styrk upp á 127 milljónir. Þrjú þeirra tengjast sjávarafurðum og fékk Niceland Seafood 15 milljónir króna til þess að markaðssetja fros- inn fisk í Bandaríkjunum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fengu 21 milljón í markaðssókn þorsks í Bretlandi og Íslandsstofa hlaut 6,3 milljóna styrk vegna kynningar á söltuðum þorski í Suður-Evrópu. Morgunblaðið/Þorkell Hangir Verkefni er tengist hákarls- verkun hlaut 22,5 milljónir króna. Hringormar og hákarlsverkun  Fengu tugi milljóna úr Matvælasjóði Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa í miklum mæli fjárfest í aukinni sjálf- virknivæðingu vinnslna undanfarin misseri, andstætt keppinautum í Noregi og víðar um Evrópu sem hafa úthýst fiskvinnslu í umfangsmiklum mæli til annarra ríkja, einkum svæða þar sem laun eru lægri. Töluvert magn af fiski er jafnvel flutt heil- frosið alla leið til Kína þar sem fisk- urinn er þíddur, unninn, endurfryst- ur og síðan fluttur til baka til Evrópu. Þessi munur í áherslum sést bersýnilega þegar skoðuð eru út- flutningsverðmæti afurðanna og gátu 200 mílur sagt frá því í síðasta mánuði að samkvæmt talnagögnum Sea Data Center skilaði útflutt kíló af þorski á þessu ári (janúar til ágúst) Íslending- um 6,13 evrum í útflutningsverð- mæti. Á sama tíma skilaði hvert út- flutt kíló Norðmönnum aðeins 4,72 evrum. Óunninn fiskur Meðal OECD-ríkjanna er Ísland með næsthæstu meðallaun, aðeins Lúxemborg er með hærri meðallaun. Það er því ljóst að hvert starf kostar fyrirtæki sem hyggja á rekstur hér á landi töluvert meira en samkeppnis- aðila sem færa vinnslur sínar úr heimalöndum til ódýrari markaða. Það er þó ekki aðeins launastigið sem er hærra hér á landi heldur eru skatt- ar og gjöld meiri hérlendis, til að mynda launatengd gjöld. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa því eðlilega leitað leiða til þess að há- marka afköst í þeim tilgangi að tryggja hagkvæmni reksturs hér á landi og hefur það hvatt til ýmissa tækniframfara sem hafa skapað grundvöll fyrir aukin gæði, en það eru einmitt þau sem um sinn gera fyrirtækjum kleift að ná sem hæstu verði fyrir afurðina sem getur þar með greitt þessa kostnaðarliði sem eru minni eða jafnvel ekki til staðar víða erlendis. Fram kom í skýrslu Sjávarútvegs- miðstöðvar Háskólans á Akureyri um útflutning á óunnum fiski í gámum, sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðu- neytið, að útflutningur fisks sem keyptur er á fiskmörkuðum hefur aukist töluvert. Þá er mest flutt út af óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa. Þetta staðfestir þau orð sem heyrast sífellt oftar í greininni að eina leiðin til þess að innlendar vinnslur geti keppt við ódýrara vinnuafl erlendis er að fjárfesta í tækninni. Skapa sér rými Umfangsmiklar fjárfestingar verða hins vegar að byggjast á örugg- um tekjugrunni. „Ef allur fiskur yrði settur á markað myndi það hafa nei- kvæð áhrif á nýsköpun en mikilvæg forsenda hennar er talin vera órofin virðiskeðja. Ef hún rofnar skapast óstöðugleiki sem yrði neikvætt fyrir nýsköpun. Mesta nýsköpunin hér á landi er að mati viðmælenda hjá stærri vinnslum sem ráða yfir allri virðiskeðjunni. Ef allur fiskur yrði settur á markað yrði hráefni ótryggt og að öllum líkindum dýrara en nú er,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Það virðist því óráðið hvernig fisk- vinnslur án veiðiheimilda hyggjast standast samkeppnina, ekki bara við erlenda kaupendur heldur einnig inn- lenda. Eftir því sem fyrirtæki sem bæði fara með aflaheimildir og vinnslu tæknivæða vinnslulínur sínar skapa þau rými til að yfirbjóða er- lenda og innlenda aðila á fiskmörk- uðunum. Ekki verður annað séð en að eina tækið sem hægt er að beita í þeim til- gangi að halda verðmætasköpun fisk- vinnslunnar hér á landi sé einmitt tækið sem mun fækka störfum í greininni. Fækkun fiskvinnslufyrir- tækja hér á landi kann því að vera óhjákvæmilegt hvort sem það magn sem unnið er hér á landi er mikið eða lítið. Störfum mun óhjá- kvæmilega fækka  Sjálfvirknin eina leiðin til að halda fiskvinnslu á landinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Unnið Flest bendir til þess að fiskvinnslustörfum fækki ört á komandi árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.