Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Gefðu dekurgj öf um jóli n Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Auðvitað hefði maður viljað sjá hærri tölur, en eigi að síður er um töluverða aukningu að ræða frá mælingunni í haust, sem segir okk- ur hvað það er mikilvægt að rann- saka og fylgjast með göngum loðn- unnar,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað. Hann segist gera sér góðar vonir um að bætt verði við kvótann og byggir það m.a. á góðum mælingum á ungloðnu haustið 2019, en sá ár- gangur myndar veiðistofn vetrar- ins. Í fyrrahaust, í kjölfar þeirra mælinga, var gefinn út upphafs- kvóti fyrir vetrarvertíð 2021 upp á 170 þúsund tonn. Hann var hins vegar dreginn til baka að loknum mælingum í september í haust og engar veiðar ráðlagðar. Að loknum mælingum á fjórum veiðiskipum í síðustu viku gaf Hafrannsókna- stofnun síðan út ráðgjöf upp á 21.800 tonn í fyrrakvöld. Lífríkið eða vísindin „Það er umhugsunarefni ef við skoðum sögu loðnuveiða ef ung- loðnumælingin 2019 gefur okkur ekki góða vertíð,“ segir Gunnþór. „Þá er annaðhvort eitthvað í lífrík- inu að breytast mjög mikið frá því sem áður var eða það eru komin einhver ný vísindi sem ná ekki utan um þetta. Áður en ný aflaregla var tekin upp og sumarveiðum hætt var gef- inn út upphafskvóti byggður á haustmælingum. Kvótinn var oft veiddur að sumri til og ef við lítum á söguna hefðum við einhvern tím- ann verið búin að veiða þetta magn í samræmi við upphafskvótann. Ungloðnumælingin í fyrrahaust var góð og mjög góð núna í haust, sem eru sterkar vísbendingar um að það sé eitthvað af loðnu í sjón- um. Það hlýtur þá að vera okkar verkefni núna að snúa bökum sam- an og efla rannsóknir svo við miss- um þeta ekki framhjá okkur,“ segir Gunnþór. Umtalsvert meira Enn er óvissa um hversu mikið magn loðnu er á ferðinni þar sem hafís hamlaði mælingum á loðnu úti fyrir Vestfjörðum í leiðangri fjög- urra veiðiskipa í síðustu viku. „Ég ætla ekki að reyna að spá um hversu mikið er undir ísnum, en það kemur væntanlega í ljós að loknum leiðangri upp úr áramótum hvort bætt verður við ráðgjöfina,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræð- ingur og leiðangursstjóri í mæling- unum í síðustu viku. Í leiðangri í september mældist veiðistofninn 344 þúsund tonn og í kjölfarið var fallið frá upphafskvóta upp á 170 þúsund tonn, sem var byggður á ungloðnumælingu haust- ið 2019, eins og áður sagði. Í síð- ustu viku mældist umtalsvert meira eða 487 þúsund tonn. Birkir segir að mælingin núna sé í átt að væntingum ungloðnumælingarinnar haustið 2019, en sú vísitala hafi þó gefið væntingar um allnokkru meira en nú var mælt. Að loknum leiðangri í september í haust kom fram hjá Hafrann- sóknastofnun að hugsanlega væri um vanmat að ræða vegna hafíss á leitarsvæðinu. Það sama var upp á teningnum í síðustu viku og þurfti að breyta leiðarlínum leitarskips úti fyrir Vestfjörðum, en skipið var þá í loðnu. „Sú spurning er enn í loft- inu hvað mikið kann að vera undir hafísnum,“ segir Birkir. Mælt aftur eftir áramót Farið verður í hefðbundinn loðnuleiðangur Hafrannsóknastofn- unar í janúar og febrúar. Birkir segir að þá verði reynt að ná mynd af loðnugöngum fyrir norðan land og austan, þannig að það sem mældist í síðustu viku verði mælt aftur. Birkir segir að síðustu ár hafi loðnan almennt komið seinna að landgrunninu fyrir norðan en á ár- um áður. Í haust hafi verið frávik frá þessu og kynþroska loðna verið austar en undanfarin ár. Óvenju- mikið hafi líka verið af fréttum frá skipum á botnfiskveiðum. Aðspurð- ur segist hann ekki hafa trú á að göngur hafi verið með þessum hætti í þessu magni á þessum tíma undanfarin ár. Jóna Eðvalds Fjögur veiðiskip tóku þátt í leið- angrinum í síðustu viku, græn- lenska skipið Ilvid, Kap VE, Ás- grímur Halldórsson SF og Jóna Eðvalds SF, en rangt var farið með nafn síðasttalda skipsins í blaðinu í gær. Góðar vonir um að bætt verði við  Enn óvissa um magn loðnu vegna hafíss á vesturhluta leitarsvæðis  Mikilvægt að fylgjast með Útbreiðsla loðnu í desember 2020 Skv. loðnumælingum 6.-11. desember Þéttleiki (t/sjm2): H e im ild : H a fr a n n só k n a st o fn u n Gunnþór Ingvason Birkir Bárðarson Síðasta bingó K100 og mbl.is fyrir jól fór fram í gærkvöldi. Siggi Gunnars, bingóstjóri Árvakurs, segir að mikil stemmning hafi skapast. Jóhanna Guðrún söng og sló í gegn eins og hennar var von og vísa. „Ég vann Beyoncé-danskeppn- ina við Evu Ruzu, en við erum bæði ánægð með að hafa getað lagt Mæðrastyrksnefnd lið með þessari keppni,“ segir Siggi, en áhorfendur gátu kosið á milli þeirra með því að senda SMS, og rennur allur ágóði til nefnd- arinnar. Endanleg fjárhæð mun svo liggja fyrir í dag. „Rífandi stemmning var í jólabingóinu og vinningarnir flugu út. Vonandi fara allir bara glaðir inn í jólahátíðina og verða tilbúnir í áramótabingó sem verður mánu- daginn 28. desember,“ sagði Siggi en þar verður boðið upp á flug- elda. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bingó Siggi ræðir við jólasveininn. Góð stemmning í síð- asta bingói fyrir jól 18. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.34 Sterlingspund 172.53 Kanadadalur 99.81 Dönsk króna 20.856 Norsk króna 14.671 Sænsk króna 15.25 Svissn. franki 143.89 Japanskt jen 1.2322 SDR 183.52 Evra 155.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.5311 Hrávöruverð Gull 1861.35 ($/únsa) Ál 2029.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.64 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.