Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Framboðskönnun Samfylk-ingarinnar í Reykjavíkhófst í gær og lýkur ásunnudag. Þar er ekki um hefðbundið prófkjör að ræða, heldur var ákveðið að fara „sænsku leiðina“. Í henni felst að tilnefninga var leitað hjá almennum flokksfélögum, en 261 flokksmaður sendi inn nöfn 181 væn- legs frambjóðanda. Eftir að áhugi viðkomandi var kannaður stóðu eftir 50 nöfn, sem samfylkingarfólk í höf- uðborginni getur nú tekið afstöðu til í netkönnun. Niðurstöðurnar úr henni fara svo til uppstilling- arnefndar, en aðeins til ábendingar þó, nefndin þarf ekki að taka tillit til þeirra frekar en vill. Aðferðin er ekki óumdeild, eins og fjallað var um í forystugrein Morgunblaðsins fyrir ekki löngu. Og ekki eru frambjóðendurnir hrifnari, ef marka má skrif Karls Th. Birgis- sonar, blaðamanns og fyrrv. fram- kvæmdastjóra Samfylkingarinnar, í gær: „Þessi sérkennilega aðferð […] er sett fram í nafni einhvers konar lýðræðis. Það er tómt hjóm og húm- búkk. Þarna er hvorki lýðræði né raunverulegt val, heldur flokksnefnd sem ræður niðurstöðunni.“ Ekki hafa verið gefnar sér- stakar skýringar á því hvers vegna þessi aðferð varð fyrir valinu, önnur en sú að hún sé síður til þess fallin að valda illindum milli frambjóðenda. Á það eru menn mistrúaðir, benda á að átökin séu aðeins flutt inn í uppstill- ingarnefndina, sem hafi fengið fá- heyrð völd í hendur. Niðurstaða hennar muni óhjákvæmilega vekja sárindi, ásakanir um klíkuskap og vafa um umboðið. Verður Ágúst látinn róa? Flestir telja að með þessu vilji flokksforystan geta hróflað við efstu sætum, breytt ímynd flokksins og breikkað skírskotun hans. Í því sam- hengi nefna margir Ágúst Ólaf Ágústsson þingmann, sem tók sér hlé frá þingstörfum 2018 vegna kyn- ferðislegrar áreitni, en hann upp- skar einnig gagnrýni á dögunum fyr- ir ætlaða kvenfyrirlitningu í garð forsætisráðherra. Innan flokksins hafa margir hvatt til þess að hann dragi sig í hlé og uppstilling- arnefndin getur hvort sem er fært hann niður listann eða tekið hann út. Fyrir Ágúst Ólaf væri það auð- vitað mjög súrt í broti, því ekki er ólíklegt að hann næði ágætum ár- angri í prófkjöri, m.a. vegna þess að Samfylkingin stillir upp fléttulistum. Í framboði eru 27 konur og 23 karlar, en þó að í frambjóðendahópnum sé sægur frambærilegra kvenna þykja hlutfallslega fáir karlar sem vel færu í fremstu röð. Þar hefði þingmaðurinn því forskot, sem og aðrir sem hafa verið áberandi í umræðunni, líkt og Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu, Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi, eða Einar Kárason rit- höfundur. Nægt kvennaframboð Af konum í framboði hefur sennilega mest borið á Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingi Kviku. Hún kynnti sig til leiks með þeim orðum að hún skynjaði „mikla eftirspurn eftir heilbrigðri umræðu um efnahagsmál“, sem margir túlk- uðu sem sneið til núverandi þing- flokks og þá ekki síst Ágústs Ólafs. Flestir líta svo á að til hennar hafi verið leitað af flokksforystunni, jafn- vel að henni hafi verið lofað ráðherra- stól komist flokkurinn í ríkisstjórn, en jafnframt er vitað að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Við- reisnar, bar í hana víurnar um að koma í framboð hjá sér. Efist einhver um að Kristrúnu sé ætlað að ná í at- kvæði hægrikrata er rétt að minna á að hún situr í skólanefnd Garðabæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kristrún er þó fráleitt eini frambjóðandinn með pólitíska fortíð, þar eru líka fyrrver- andi þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar. Ólíklegt má telja að Helgu Völu Helgadóttur verði hnikað úr sínu sæti, þótt hún hafi fallið í varafor- mannskjöri fyrir skömmu. Hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum og gerir út á önnur mið en Kristrún, en flokk- urinn þarf bæði að sækja sér meira fylgi til hægri og vinstri eigi hann að ná auknum árangri í næstu kosn- ingum. Sem fyrr segir eru þó fleiri frambærilegar konur, sem stefna hátt, en þar má nefna Jóhönnu Vig- dísi Guðmundsdóttur varaþingmann og Rósu Björk Brynjólfsdóttur þing- mann, sem nýgengin er til liðs við Samfylkinguna. Rósa hefur þó plan B, því ef hún fær ekki nógu gott sæti í Reykjavík gæti hún reynt fyrir sér í sínu gamla kjördæmi í suðvestur. Fleiri mætti til nefna, sem líkleg- ar eru til að hreppa sæti ofarlega, eins og Rögnu Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa og forseta Ungra jafnaðarmanna, og Ellen J. Calmon varaborgarfulltrúa. Það vantar ekki baráttuhuginn, en svo á eftir að koma í ljós hve ánægðir menn verða með úrslitin. Ekki í könnuninni, heldur því sem uppstillingarnefndin ákveður. Liðskönnun hjá Samfylkingunni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samfylking Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill stilla upp öflugra og ferskara fólki fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Útsjón-arsemiþeirra sem stýra ríkisstofn- uninni í Efstaleiti er mikil þegar kemur að því að afla aukins fjár. Flest lætur undan þegar fólk þar á bæ kallar á meira fé enda hátal- arinn stór og allur í boði al- mennings þó að hagsmunirnir liggi annars staðar. Og það er þekkt að þeir sem stýra þess- um hátalara eru ófeimnir við að beita honum í eigin þágu enda varla nokkur sem nokkru sinni gerir athugasemd við það, síst af öllu þeir sem gætu stöðvað misnotkunina. Ríkisútvarpið fær þúsundir milljóna króna beint úr vasa skattgreiðenda á hverju ári. Þessar þúsundir milljóna hafa farið vaxandi á liðnum árum og alveg óháð því hvort kostnaður eykst eða hve mikill hann var fyrir. Það sem þessi rík- isstofnun fær með þessum hætti mundi duga flestum öðr- um fjölmiðlum til að halda úti viðunandi dagskrá, en annað er upp á teningnum í Efstaleit- inu. Þar duga fimm þúsund milljónir alls ekki og þess vegna sækir ríkisstofnunin líka inn á auglýsingamark- aðinn og sækir þangað um það bil tvö þúsund milljónir til við- bótar, sem vitaskuld eru tekn- ar af einkareknum fjölmiðlum sem berjast í bökkum við að halda rekstri sínum áfram við erfið og versnandi skilyrði, meðal annars vegna þess að ríkismiðillinn er frekur til fjörsins á auglýsingamarkaði, en einnig vegna aðsópsmikilla erlendra miðla sem ekki lúta sömu skattaskilyrðum og ís- lensku einkareknu miðlarnir. En þetta nægir ríkisstofn- uninni í Efstaleiti ekki. Það er ekki nóg fyrir hana að fá þús- undir milljóna beint úr vösum almennings og fleiri þúsundir frá auglýsendum, nei, hún sækir líka styrki á annan hátt í opinbera sjóði. Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær kom fram að endur- greiðslur vegna kvikmynda- gerðar á þessu ári stefna í að verða 1,4 milljarðar króna. Þetta er ríflegur stuðningur, meðal annars þegar horft er til þess að allir íslenskir einka- reknir fjölmiðlar eiga sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi að fá samtals fjögur hundruð milljónir króna í endur- greiðslur á næsta ári. Í því samhengi er líka umhugs- unarvert að norrænu þættirnir Ísalög einir fá tæpar fjögur hundruð milljónir króna frá ríkinu á þessu ári, jafn mikið og allir einkareknir fjöl- miðlar samanlagt. Og Hollywood- mynd um Evr- óvisjón fékk 135 milljónir úr ríkissjóði. Þetta er staðreyndin þrátt fyrir að ár- um saman hafi verið rætt um erfiðleika í rekstri fjölmiðla hér á landi og þýðingu þeirra fyrir lýðræði og menningu í landinu. Að ógleymdri ís- lenskri tungu. Og áhyggjur af íslenskum fjölmiðlum eru á rökum reist- ar eins og allir þekkja sem fylgjast með fréttum, meðal annars nýlegum, en það breyt- ir því ekki að rekstrarum- hverfi þeirra fer versnandi ár frá ári þó að ríkið hafi í hendi sér að breyta því, hvort sem væri með því að taka Rík- isútvarpið af auglýsingamark- aði eða setja því einhverjar hömlur þar, með því að grípa til skattalegra ívilnana eins og gert er gagnvart ýmsum öðr- um – og er gert í öðrum lönd- um – eða með beinum endur- greiðslum eða annars konar styrkjum. Sérhver þessara að- gerða yrði til að breyta mjög stöðu innlendra einkarekinna fjölmiðla og gera þeim kleift að takast af meiri þrótti á við það mikilvæga hlutverk sem þeir vilja sinna en hafa æ minna afl til. Og til hliðar við allan veru- leika sem aðrir búa við situr Ríkisútvarpið makindalega í Efstaleiti og þiggur þúsundir milljóna ofan á þúsundir millj- óna og krækir svo til viðbótar í hundruð milljóna í gegnum endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar. Ríkisútvarpið lætur sig jafnvel hafa það að fá endurgreiðslur frá ríkinu vegna framleiðslu á áramóta- skaupinu. Þar nælir það í 12,6 milljónir króna ofan á allt ann- að sem það hefur af almenn- ingi, beint og óbeint. Þeir sem eiga að gæta fjár- muna almennings mættu fara að velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að Ríkisútvarpið fari með þessum hætti bak- dyramegin inn í fjárhirslur ríkisins og sæki þaðan fé að vild. Voru endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hugs- aðar sem bónusgreiðslur fyrir Ríkisútvarpið, eða getur verið að ásælni þessarar ríkisstofn- unar sé komin út yfir öll mörk velsæmis? Er ekki kominn tími til að stöðva þessa mis- notkun og freista þess í fram- haldinu að koma böndum á starfsemi þessarar stofnunar „okkar allra“? Þurfa ríkisstofnanir ekki að lúta ein- hverjum lágmarks- leikreglum?} Óvenjuleg útsjónarsemi í ríkisrekstri V ið sem þjóðfélag viljum koma vel fram gagnvart börnum á flótta, veita þeim þann stuðning sem til þarf, sýna þeim nærgætni og um- hyggju. Fáir eru bjargarlausari í hópi flóttamanna en börn. Þau koma hingað í leit að vernd og eru ýmist í fylgd forsjáraðila, fjölskyldumeðlima eða ein og fylgdarlaus. Það er mikilvægt að halda vel utan um þennan við- kvæma hóp og tryggja að lögum um útlend- inga er varða réttindi og hagsmuni barna sé framfylgt með fullnægjandi hætti. Markmið mitt er að tryggja réttaröryggi og velferð barna í þessari viðkvæmu stöðu. Ég lét því gera úttekt til að meta stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd og koma með tillögur til úrbóta. Markmiðið var að rýna lagaumhverfi og meðferð þessara mála, taka saman helstu athugasemdir og gagnrýni og leggja fram til- lögur að mögulegum úrbótum. Niðurstaða úttektarinnar er að meginreglur Barna- sáttamála Sameinuðu þjóðanna og mannréttinda- sáttmála Evrópu endurspeglast að miklu leyti í íslensk- um lögum og reglugerðum er varða börn á flótta. Við framkvæmd laganna og gerð samantektarinnar hefur þó komið í ljós að enn eru tækifæri til breytinga og úrbóta – sem ég vonast til að komi til framkvæmda á næstunni. Þegar kemur að mikilvægum samfélagsmálum eins og mannréttindum, siðferði og lýðræðislegri umgjörð ís- lensks samfélags má stundum ætla af umræðunni, að hér sé illa staðið að málum í alþjóðlegum sam- anburði. Það er auðvitað rangt. Við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum í flestu tilliti þó að vissulega sé alltaf hægt að gera betur. Ein af þeim tillögum sem lagðar eru fram til úrbóta snýr að því að herða á leiðbeining- arskyldu stjórnvalda og að reglur sem gilda um viðtöl við börn séu skýrari. Lagt er til að fylgdarlausum börnum verði tryggð búseta á heimili reknu af barnaverndaryfirvöldum og að mál þessi beri að nálgast sem barnavernd- armál. Þá er brýnt að setja verklagsreglur vegna mats á hagsmunum barna hjá Útlend- ingastofnun, ljúka vinnu sem þegar er hafin um sameiginlegt verklag Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar og gera úrbætur á barnvænni aðstöðu í móttökumiðstöð. Að sama skapi gætu fleiri börn notið þjónustu sveitarfélaga og þeim málum þarf að tryggja sérfæðiþekkingu um málefni barna. Við meðferð mála, allt frá fyrstu móttöku og fram að birtingu ákvörðunar, og eftir atvikum við framkvæmd hennar, verður ávallt að taka mið af sérstöðu barna og réttindum þeirra. Íslendingar geta vitaskuld ekki leyst nema lítinn hluta þess vanda sem blasir við heimsbyggð- inni og varðar börn á flótta, en það sem við getum gert eigum við að gera eins vel og við getum. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Gerum betur við börn á flótta Höfundur er dómsmálaráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.