Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 30 ára Eggert Óskar ólst upp í Breiðholtinu en býr í Árbænum í dag. Eggert er rekstr- arstjóri. Helsta áhuga- mál Eggerts Óskars er fótbolti en hann er mikill Liverpool- aðdáandi, enda besta liðið. Síðan hefur hann mikinn áhuga á tónlist, spilum og samveru með fjölskyldunni. Maki: Dagný Ósk Gunnarsdóttir, f. 1987, sölufulltrúi hjá Gólfefnavali. Börn: Ármey Alba, f. 2013, Baldur Máni, f. 2017 og Arnar Kári, f. 2019. Foreldrar: Ólafur Gestsson, f. 1969, for- stöðumaður PwC á Suðurlandi, og Guðrún Hulda Waage, f. 1971, pósthús- meistari í Borgarnesi. Eggert Óskar Ólafsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki hugleiðingar um fram- tíðina skemma fyrir þér nútíðina. Gælu- dýrin þín vita betur hvernig þér líður en félagarnir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert að eiga við fólk sem er erfitt að ná til tilfinningalega, en þú getur það ef þú reynir. Gott samtal við foreldri eða eldri og reyndari manneskju yrði áhrifa- ríkt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að gefa tilfinningunum smáfrí og velta hlutunum fyrir þér af kaldri skynsemi. Hlustaðu eftir vísbend- ingum í líkamanum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gleði, rómantík, ánægja og hvers kyns skemmtanir ráða ríkjum í dag. Það er ekki ástæða til annars en að vera léttur í lund og láta lífið leika við sig 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allir hafa nokkrar lífsreglur sem þeir fylgja. Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú vilt deila áhyggjum þínum með einhverjum skaltu velja þér trún- aðarvin af kostgæfni. Gefðu þér tíma til að hugsa málið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef maður gefur ímyndunaraflinu laus- an tauminn nógu lengi verður það raun- verulegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur þörf fyrir að bæta þig og reyna að ná betri árangri. Ef ein- hver vill létta undir með þér skaltu þiggja það með þökkum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skráðu hjá þér frumlegar hug- myndir og hugsanir því þær eru undir- staða fyrir arðbær verkefni sem munu bera ávöxt á næstu mánuðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugsaðu vandlega þinn gang áður en þú hættir þér út í umræður um viðkvæm persónuleg mál. Enginn er frið- helgur og jákvæð gagnrýni getur verið mjög uppbyggileg. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Að elska og vera elskaður er það sem máli skiptir í lífinu. Nú ríður á að grípa tækifærið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagurinn byrjar hugsanlega ekki sem skyldi en draumlyndi og gleði taka völdin þegar á líður. okkar lágu saman af tilviljun, en hann var kvæntur konu frá Akureyri eins og ég, og þannig kynntist ég honum. Þetta ár í London nýttist mér vel og ég held að ég hafi aldrei á ævinni farið á jafn marga tónleika og á þessu ári, sem var alveg dásamlegt.“ Eftir árið í London fór Bjarni heim og kenndi við Tónlistarskóla Akureyr- ar frá 1979-1982 en fluttist þá til Reykjavíkur og hefur starfað óslitið sem píanókennari og meðleikari við sjálfur. Ég hafði kynnst konunni minni Jónu Guðbjörgu Ingólfsdóttur skömmu áður og hún kenndi líka fyrir vestan þennan vetur. Þetta var okkar fyrsta búskaparár.“ Árið eftir var Bjarni Þór í fullri vinnu hjá flugfélaginu en svo fór hann til London ári seinna og var í einka- tímum í píanóleik hjá prófessor Philip Jenkins, sem varð síðar yfirprófessor í píanódeild Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. „Leiðir B jarni Þór Jónatansson fæddist í Baldurshaga á Stokkseyri 18. desem- ber 1950, en ólst upp á Eyrarbakka. Þar gekk hann í barnaskóla og einnig í tónlist- arskóla frá níu ára aldri. „Það var mikil tónlist í kringum mig. Afi minn, Ingjaldur Tómasson á Stokkseyri, spilaði mikið á harmonium og söng og ég lærði mikið af lögum. Síðar var stofnaður tónlistarskóli á Eyr- arbakka, svo tónlistin hefur fylgt mér alla tíð.“ Bjarni Þór lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss 1965, því næst lá leiðin í Menntaskólann á Laugarvatni og varð hann stúdent þaðan 1970. „Það lá beinast við að fara á Laugarvatn og þar var mjög sér- stakt og gott samfélag og ég tók mik- inn þátt í sönglífi nemenda.“ Bjarni Þór var yfirleitt í vegavinnu á sumrin á menntaskólaárunum en 1970 hóf hann nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan pí- anókennaraprófi árið 1975. Bjarni hafði alltaf haft mikinn áhuga á tungu- málum og fór því í Háskóla Íslands og lærði bæði þýsku og ensku. „Ég lauk við 3. stig í þýskunni en 1. stig í ensku áður en tónlistin tók alveg við. Ég kenndi þýsku um skeið stuttu síðar í framhaldsskólum, bæði í MH og MS.“ Öll sumrin í Reykjavík vann Bjarni Þór hjá Flugfélagi Íslands og síðar einnig sem leiðsögumaður í Kulusuk á Grænlandi. „Herdís Vigfúsdóttir kona Valtýs Péturssonar listmálara var aðalleiðsögumaðurinn í dagsferðunum til Kulusuk á þeim tíma, en hún talaði ekki þýsku og þar sem þýskumælandi farþegar voru fjölmennir í þessum ferðum var ég fenginn til að fara með.“ Það endaði með því að Bjarni Þór fór hátt í 100 ferðir til Kulusuk á nokkrum sumrum. „Við vorum með stígvélalager, því það var iðulega snjór fram í júlí og enginn vegur þarna og ekki gott fyrir ferðamennina að komast leiðar sinnar á lakkskóm.“ Árið 1975-6 var Bjarni Þór skóla- stjóri við Tónlistarskóla Neshrepps utan Ennis á Hellissandi. „Hermína Kristjánsson kennari minn benti mér á þessa stöðu, og þetta var gífurlega góð reynsla, því ég þurfti að kenna allt söngdeild Nýja tónlistarskólans í Reykjavík frá 1982, en Ragnar Björnsson, fyrrverandi dómorganisti, hafði þá stofnað skólann nokkrum ár- um áður. Bjarni Þór hefur lengi starfað sem píanóleikari með fjölda kóra og ein- söngvara, til dæmis var hann undir- leikari Árnesingakórsins í Reykjavík í rúman áratug samfellt. „Ég hef líka átt langt og sérlega gefandi samstarf við karlakvartettinn Út í vorið frá árinu 1993 og hlaut þar starfsheitið „yfirkvartari“ og eins hef ég unnið mikið með sönghópnum 3 klassískar, sem þær Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmunds- dóttir skipa.“ Bjarni Þór var þrjú ár í orgelnámi hjá Herði Áskelssyni við Tónskóla þjóðkirkjunnar um miðjan 10. áratug síðustu aldar og var í kjölfarið org- anisti Grafarvogskirkju í eitt ár og hefur leikið við kirkjulegar athafnir nokkuð reglulega síðan. Bjarni Þór er mikill skák- áhugamaður. „Það líður varla sá dag- ur að ég hugsi ekki eitthvað um skák. Ég fór ekki að tefla að ráði fyrr en í menntaskóla, en var síðar meðlimur í Bjarni Þór Jónatansson tónlistarmaður – 70 ára Fjölskyldan Bjarni Þór og Jóna, dæturnar Sigrún og Lilja og barnabarnið Dagný Heiða á sólríkum degi. Tónlistin hefur fylgt mér alla tíð Barnabörnin Hér er Bjarni Þór með Dagnýju Heiðu og Hrafnhildi Önnu. 30 ára Júlía ólst upp í Reykjavík og svo bjó hún erlendis með fjölskyldunni í þrjú ár í Bandaríkj- unum. Júlía er heilsu- markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og heilsukokkur og eigandi fyrirtækisins Lifðu til fulls, sem hjálpar fólki við að breyta um lífsstíl. Helstu áhugamál Júl- íu eru eldamennska, hreyfing, útivist og ferðalög. Maki: Vilhjálmur Hendrik Karlson, f. 1984, tónlistarmaður. Foreldrar: Halldóra Magnúsdóttir, sjálf- stætt starfandi hjá Forever Living á Ís- landi, og Magnús Gunnarsson, for- stöðumaður í kirkju. Júlía Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.