Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020 Ísextándu ljóðabók Gyrðis Elí-assonar, Draumstoli, leikurskáldið sér. Það hefur húmorfyrir sjálfu sér og ljóðlistinni. Mörg ljóðanna byggjast á snjöllum hugdettum en eru ekki dýpri en sem nemur hnyttnum orðaleik sem fær mann til að brosa út í annað. Þau fjalla sum hver hreinlega um ljóð- listina og fletta ofan af hátíðleikanum sem gjarnan fylgir henni. Gyrðir gerir grín að sjálfri ljóðlist- inni, þeirri hefð að kjarna ákveðinn sannleik með vönduðu orðavali. Hann rífur burt hina hátíðlegu merkingarleit og með því sýnir hann að ljóðlistin þarf ekki að vera háfleyg til þess að vera vel heppnuð. Það er ekki verra þegar lofað skáld tekur sjálft sig ekki of al- varlega. Verkið er fullt af vísunum í þekkt skáld og listamenn, sem er full- komlega í takt við þann leik að ljóð- listinni sem einkennir verkið. Lista- menn á borð við Andrew Wyeth, e.e. cummings, Dylan Thomas, Anton Bruckner, Isadoru Duncan og Ray Bradbury skjóta upp kollinum. Það gerir hins vegar að verkum að mörg ljóðanna missa marks ef maður þekkir ekki til þeirra listamanna sem um ræðir og er lítið hrifinn af því að kynna sér til hvers er verið að vísa. En sé maður vel að sér um listaheim- inn og þyki tengingar af þessum toga skemmtilegar vakna ljóðin til lífsins. Þrátt fyrir glensið í þessum tilvís- unum liggur í þeim viss virðing fyrir því sem á undan er komið og því ekki hægt að segja að Gyrðir gefi listinni eins og hún leggur sig langt nef í þessu kvæðasafni. Viss léttleiki er yfir verkinu en þó eru viðfangsefnin sum hver þung- lamaleg. Það er mikil angurværð yfir ljóðunum. Í þeim er að finna ákveðið máttleysi eða uppgjör gagnvart augnablikinu. Þar er enginn fram- gangur, engin framtíð, en þar ríkir samt viss sátt við tilveruna. Inntakið í flestum ljóðanna er ein- falt. Gyrðir setur fram svipmyndir af augnablikum sem eru hversdagsleg en þó ekki ómerkileg. Hann sýnir heldur engar sérlega frumlegar fim- leikaæfingar hvað formið varðar. Framsetningin er hrein og bein sem hentar inntakinu vel. Það má segja að ljóðin í Draum- stoli skipist í grófum dráttum í þrjá flokka; ljóð um ljóðlistina, hnyttin ljóð og angurvær ljóð. Stundum skarast þessar tegundir. Þau skapa heild sem er tragikómísk, þar sem léttleikinn og þunglyndið sameinast. Safnið hefði ef til vill getað haft tit- ilinn Óbærilegur léttleiki tilverunnar væri hann ekki frátekinn. Draumstol er verk sem lesendur geta vafalaust verið ósammála um. Ljóðin eru aðgengileg öllum en krefj- ast ef til vill rétta markhópsins ef þau eiga virkilega að slá í gegn. Ef maður hefur húmor fyrir lágstemmdu gríni Gyrðis og kann að meta angurværð- ina sem einkennir mörg ljóðanna þá er verkið líklegt til þess að hitta í mark. Hnyttin angurværð Morgunblaðið/Einar Falur Ljóðabók Draumstol bbbmn Eftir Gyrði Elíasson. Dimma, 2020. Innbundin, 119 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Gyrðir „Framsetningin er hrein og bein sem hentar inntakinu vel.“ Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir tveimur árum kom út skáld- sagan Einfaldlega Emma eftir Unni Lilju Aradóttur, fyrsta bók hennar. Í viðtali við Smartland Mörtu Maríu sagðist Unnur hafa verið í nokkur ár að skrifa bókina frá því að samstarfs- kona hennar sagði henni frá kjafta- sögu sem hún kom óvart sjálf af stað um sig. Ekki tók það hana eins lang- an tíma að koma saman næstu bók, því Birta, ljós og skuggar kom út fyrir stuttu. Unnur segir að fyrsta skáldsagan hafi drifið sig áfram sjálf, ef svo má segja, hugmyndin að henni krafðist þess að komast á blað. „Ferlið með þá bók tók sinn tíma eða einhver átta ár með hléum, og þegar ég hafði loksins skilað henni af mér fann ég fyrir vissum tómleika. Þá vissi ég að ég yrði að halda áfram að skrifa,“ segir hún og bætir við að það hafi allt- af blundað í sér að verða rithöfundur. „Ég skrifaði sögur og ljóð sem barn og þegar ég var þrettán eða fjórtán ára skrifaði ég tvær skáldsögur sem vinkonur mínar fengu að lesa en þær fóru ekkert út fyrir vinahópinn. Ég fann reyndar handritið að annarri sög- unni fyrir stuttu en hef ekki enn þorað að lesa það yfir. Ég hafði svo ekkert hugsað um skriftir í mörg ár og það var alls ekki á planinu hjá mér að verða rithöfundur þegar ég allt í einu fann fyrir þessari þörf til að skrifa söguna um Emmu.“ – Sagan af Birtu rekur það meðal annars hvernig hún kemst smám sam- an að því að hún er í ofbeldissambandi. „Ég held að það sé mjög algengt að fólk átti sig ekki á því að það eigi í óheilbrigðum samskiptum og sam- böndum en þegar það loksins opnar augun sér það hvað öll samskiptin hafa verið brengluð. Þannig er það í tilfelli Birtu og því leyfir hún ástand- inu að stigmagnast þar til hún neyðist til að horfast í augu við það að hún er í ofbeldissambandi.“ – Í bókinni hafa allar sögupersónur nafn, nema ofbeldismaðurinn sem er alltaf Hann. „Hann er svolítið dul- arfullur þessi maður og á sér mörg andlit. Mér finnst það fara persónu hans vel að vera „hann“ en upp- haflega var það ekki meðvitað, ég vildi skapa ákveðinn leyndardóm í kringum hann til að byrja með og því fékk hann ekkert nafn í upphafi. Eftir því sem sagan og persónan þróuðust fannst mér nafnleysið passa vel inn í söguna.“ – Bókin er þroskasaga Birtu sem þarf að ganga í gegnum ýmislegt áð- ur en hún áttar sig á að ekki er allt sem sýnist, til að mynda synirnir Ísak og Sindri. „Þegar ég byrjaði að skrifa þessa bók var söguþráðurinn ekki fullmót- aður og því síður persónurnar. Það eina sem ég vissi var að ég vildi skrifa sögu þar sem ekki væri allt sem sýnd- ist og var sú hugmynd þá aðallega tengd ástarlífi Birtu en synir hennar tróðu sér inn í söguþráðinn og setja sitt mark á hann.“ – Eru frekari skrif í vændum? „Þriðja sagan er langt komin, núna þegar ég er byrjuð að skrifa get ég ekki hætt. Ég hef mjög gaman af að búa til sögur og fyrir mér er það bara bónus ef fólk hefur gaman af að lesa bækurnar mínar.“ Ekki á planinu að verða rithöfundur  Unnur Lilja Aradóttir sendir frá sér sína aðra skáldsögu  Bók um konu í ofbeldissambandi Morgunblaðið/Eggert Unnur Lilja „Núna þegar ég er byrjuð að skrifa get ég ekki hætt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.