Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki varð vart við bikblæðingar á hringveginum um Vestur- og Norðurland í gær og virðast blæðingar hætt- ar. Vegagerðin hafði síðdegis í gær fengið 59 tilkynn- ingar um tjón á ökutækjum vegna blæðinganna og þar fyrir utan eru þrif á bílum sem ekki hafa skemmst. Áætla má að kostnaður við þrif og viðgerðir nemi tugum millj- óna króna. Tjón varð á fjórtán flutningabílum Vörumiðlunar á Sauðárkróki, að sögn Magnúsar Einars Svavarssonar framkvæmdastjóra, og jafnmörgum aftanívögnum. Mesta tjónið varð á þeim bílum sem óku suður á sunnu- dagskvöldið og til baka á mánudaginn en minna á þeim sem fóru um vegina eftir það. Magnús segir að eftir sé að meta tjónið. Verið er að hefja þrif á bílunum en það er gert á verkstæðum sem Vegagerðin samþykkir. Áætlar Magnús að tjónið nemi milljónum. Nefnir hann sem dæmi að það kosti 250 til 300 þúsund að þrífa hvern flutningabíl. Það megi margfalda með 14 í tilviki hans fyrirtækis, eða jafnvel 28 þegar vagnarnir eru taldir með. Þá þurfi að gera við brotin bretti og ljós og eitthvað fleira. Vörumiðlun tókst að halda öllum sínum bílum gangandi en einhverjir þurftu að stoppa. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar bárust engar tilkynningar um bikblæðingar í gær og fáar í fyrradag. Unnið var að því að hreinsa upp síðustu tjöru- klessurnar. Var viðvörun tekin af vef Vegagerðarinnar og aðvörunarskilti verða tekin niður í dag. Síðdegis í gær höfðu 59 tilkynningar borist um tjón á ökutækjum. Þá eru ótaldir þeir bílar sem aðeins þarf að þrífa en þeir geta skipt tugum. Lengi verið vandamál Magnús hefur lengi verið í flutningum og rifjar upp að blæðingar í klæðingum hafi verið í umræðunni við Vega- gerðina á árunum 1997 og 1998. Segist hann eiga erfitt með að skilja af hverju ekki sé búið að komast fyrir þetta vandamál árið 2020. Segir hann að þótt blæðingar á svona löngum köflum séu ekki á hverju ári séu stöðugar blæðingar. Oft þurfi að þvo bílana með tjörusápu. „Von- andi verður þetta til þess að einhver bót fæst á þessu vandamáli, farið verði að vinna í því af alvöru,“ segir Magnús. Tjara Þrífa þarf fjölda bíla á kostnað Vegagerðarinnar. Tjón og þrif gætu kostað tugi milljóna  Tilkynningar um tjón á 59 bílum vegna blæðinganna Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég get tekið undir eitthvað af þessari gagnrýni. Hafnartorgið er kalt og napurt og þar vantar gróð- ur, tré og bekki. Við höfum þrýst á lóðarhafa að breyta þessu,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Viðtal við þá Einar Sveinbjörns- son veðurfræðing, Pál Líndal um- hverfissálfræðing og Hilmar Þór Björnsson arkítekt um Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur í Morgun- blaðinu í gær vakti nokkra athygli. Í viðtalinu gagnrýndu þeir hönnun Hafnartorgs, meðal annars að vind- göng myndist í Reykjastræti og Kolagötu, að byggingar á svæðinu séu of háar og að þjónusta sé of einsleit sem stendur. Að sögn Sigurborgar hefur sam- tal við lóðarhafann og eiganda um- ræddra gatna, Regin fasteigna- félag, um umbætur staðið lengi yfir. „Það hefur takmarkað verið komið til móts við óskir okkar,“ segir hún. Nágrennið hafi tekist vel Sigurborg kveðst sjálf ekki hafa upplifað áðurnefnd vindgöng á Hafnartorgi. Hún segir að bygg- ingamagnið á reitnum hafi verið ákveðið við samkomulag ríkis og borgar um sölu lóðarinnar á sínum tíma. Það hafi mótast af því að ríkið vildi fá sem mest fyrir lóðina. „Sjálf vildi ég að þessar byggingar hefðu verið einni hæð lægri.“ Hún bendir á að svæði í nágrenni Hafnartorgs sem borgin hafi end- urgert; Hafnarstræti, Bæjartorg og Steinbryggjan hafi heppnast vel. „Fólk sækir þangað enda eru þar tré, bekkir og mismunandi yfir- borð,“ segir Sigurborg sem vonar að Hafnartorg muni verða líflegur staður í framtíðinni. „Ég held að það hafi verið vel útfært á endanum en það vantar enn þá þennan mannlega skala, tengingu við gang- andi vegfarendur. Ef þarna koma góðir bekkir, skjól og rými sem fólk sækir í á milli húsanna mun starf- semin eflaust eflast.“ Pálmar Kristmundsson, arkitekt Hafnartorgsins, gaf ekki kost á við- tali vegna þessa í gær. Borgin vill breyt- ingar á Hafnartorgi  Götur við Hafnartorg á forræði fasteignafélagsins Regins  Formaður skipulagsráðs telur torgið „kalt og napurt“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnartorg Skiptar skoðanir eru á hvernig tekist hefur til við Hafnartorg. Aðstandandendur Hafnartorgs í miðbæ Reykjavíkur og versl- unarmenn taka þeim áskorunum, sem upp hafa komið, með ró og telja langtímahorfur góðar fyrir þennan nýjasta hluta Kvosarinnar og nær- liggjandi hafnarsvæði sem nú er í uppbyggingu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Reginn fast- eignafélag, eigandi Hafnartorgs, sendi Morgunblaðinu vegna umfjöll- unar blaðsins í gær um Hafnartorg. Þar var rætt við veðurfræðing, arki- tekt og umhverfissálfræðing sem gengu um svæðið ásamt blaðamanni og ljósmyndara blaðsins og höfðu ýmislegt við hönnun svæðisins að athuga, m.a. vindstyrk sem mynd- ast í göngugötunni Reykjastræti og hefði mátt afstýra með betri hönn- un. Í yfirlýsingunni er bent á að þeg- ar Hafnartorgið var opnað á síðasta ári hafi verslun í Kvosinni nánast verið orðin útdauð og flest rými við götur Kvosarinnar orðið að veit- ingastöðum, krám eða hótelum. Skortur hafi verið á húsnæði fyrir „öflug vörumerki“ sem kynnu að hafa áhuga og getu til að fá Íslend- inga til að versla aftur í miðbænum. Hins vegar hafi ýmsar hindranir verið á leiðinni. Erlendum ferða- mönnum sé ekki til að dreifa og inn- lend verslun og þjónusta hafi al- mennt sætt miklum takmörkunum. „Kaupmenn á Hafnartorgi segja staðsetninguna henta sér og al- mennt ganga verslanir þeirra vel þrátt fyrir ástandið. Hjá versluninni Collections hefur mælst 100% aukn- ing í sölu nú í desember, sam- anborið við sama mánuð í fyrra. Sömuleiðis hefur mikil veltuaukning orðið hjá Michelsen úrsmið frá því verslunin var flutt frá Laugavegi í fyrra. Eigandi búðarinnar segir það hafa verið hans mesta heillaskref í rekstri að færa sig á Hafnartorg,“ segir m.a. í yfirlýsingu Regins. Mikill stígandi í veltu Þá sé mikill stígandi í veltunni hjá H&M, H&M Home, Optical Studio og COS þrátt fyrir fækkun ferða- manna. Sömuleiðis hafi Maikai, sem selur acai-skálar, gengið vel frá því staðurinn var opnaður í júlí. Haft er eftir Svövu Johansen, eig- anda NTC, sem rekur verslunina GK Reykjavík á Hafnartorgi, að hún hafi óbilandi trú á því sem verslunarsvæði og það sé eðlilegt að tíma taki að byggja upp nýjan mið- bæjarkjarna. Verslun GK hafi átt marga frábæra mánuði frá opnun og að íslenskir viðskiptavinir séu mjög ánægðir með svæðið sem sé með því flottara sem sést hafi í Reykjavík. Telja langtíma- horfur góðar  Gagnrýni á Hafnartorg svarað Morgunblaðið/Eggert Reginn Höfuðstöðvar Regins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.