Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 18
Kæri formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir. Ég vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu 16. desember 2020, en þar segir: Öflugt sveit- arstjórnarstig er mikil- vægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf. Síðan ferð þú mikinn og vísar til þess að aukalandsþing 2019 hafi samþykkt að álykta þvert gegn hagsmunum fámennra sveitarfélaga vegna stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga. Og enn betur; kýst að ræða framkomna tillögu þessara sömu sveitarfélaga fyrir fram og hvernig beri að taka á þeirri tillögu. Þarna skilur leiðir og ég get ekki fylgt þér að málum vegna þess að ég veiti „formennsku“ fámennu sveitar- félagi og sem lögfræðingur. Ég get ekki tekið þátt í þeirri lögleysu sem þú ert að verja í skrifum þínum. Þú lýsir í greininni verkefni þínu og stjórnar Sambands íslenskra sveitar- félaga. Leggur mikið upp úr því að þér beri að fylgja eftir þeim til- lögum sem hafa verið samþykktar á þinginu. Staldraðu nú við og spurðu sjálfa þig hvort það sé ekki einmitt hlut- verk þitt sem formanns að fara eftir því sem þingið ákvarðar en fara ekki sjálf í vegferð gegn tillögu til landsþings nú hinn 18. desember 2020. Fyrir fram. Þú virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Það er ekki þitt hlutverk að reyna að slá út af borðinu ályktun eða tillögu fyrir landsþing, sem er æðsta ákvörðunarvald SÍS. Eins og ég hef áður lýst út frá laga- legri stöðu þinni og SÍS: Þú sem for- maður ferð ekki með hlutverk gagn- vart einstaka aðildarfélögum né ferð þú með lagasetningarvald eða starfar að öðru leyti sem stjórnvald. Hvorki þú né SÍS. Þú misskilur það eða ferð viljandi gegn hlutverki þínu sam- kvæmt samþykktum, annað fær ekki staðist. Þú gleymir því að þú átt að vera samkvæmt hlutverkinu tals- maður allra sveitarfélaga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að málum. Þú átt ekki hlutverk í þeirri hrapallegu vegferð sem ráðherra málaflokksins velur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveitarfélög á landinu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veldur bæði sundrungu innan SÍS og það veldur sundrungu í samfélaginu, milli sveitarfélaga og innan þeirra. Sigurður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að lagalega stendur frum- varp hans á brauðfótum. Ljóst er að hann reynir að svara gagnrýni minni og annarra sem bent hafa á að hann fari gegn lögum, stjórnarskrá og Evrópuráðssamningi í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fyrir þing um breytingar á sveitarstjórnarlögum – mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Ráðherra hefur tekið mál- ið af dagskrá og eru vísast til góðar og gildar ástæður fyrir því. En í frumvarpinu felst meðal annars að setja íbúalágmark á sveitarfélög í áföngum, með hótun um handvirka sameiningu þeirra renni þau ekki saman við annað fyrir ákveðið tíma- mark. Svo virðist sem þessi sannfæring þín, sem ráðherra hefur sagt að stafi frá þér og öðrum stærri sveitar- félögum, blindi sýn þína á hlutverk þitt í SÍS sem formanns. Til árétt- ingar er samþykki landsþings ekki þungvægara að lögum, þótt SÍS hafi með ofbeldi samþykkt að fara gegn fámennum sveitarfélögum á æðsta ákvörðunarvaldinu – landsþingi. Ef þú skoðar samþykktir félagsins og hlutverk þess í stjórnsýslu og stjórn- skipan landsins vega ályktanir þings- ins eða ákvarðanir ekki meira en ákvörðun í húsfélagi í Kópavogi um málefni einstakra sveitarfélaga. Og af því hvernig þú sem formaður velur að fjalla um tillögu frá um 20 sveitar- félögum setur þú og SÍS verulega niður. Það er nú einfaldlega þannig að SÍS hefur virt að vettugi flest sem stafar frá okkur fulltrúum fámennra sveitarfélaga og lýsir þar miklum hroka og einhvers konar heilkenni sem kennt er við guð. Við skulum spyrja okkur þeirrar eðlilegu spurningar hvort þessi sveit- arfélög, sem telja fleiri en 20 og fast að 40, verði eitthvað burðugri gegn þér og sýn þinni á SÍS þegar hugur þinn stefnir annað. Þú hefur sýnt sem formaður að þú skeytir ekki um aðra en þá sem fylgja þér að málum. Ég skrifa þetta sem fulltrúi Súðavík- urhrepps, aðildarfélags að SÍS, sem þú ferð með formennsku í og þiggur af laun og traust. Vegna framkomu þinnar og trún- aðarbrests í garð aðildarfélaga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokkurt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokkur kostur. Þó ekki væri nema vegna þess að þú sýnir með framkomu þinni hroka í garð okkar, fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki passa í rammann þinn. Um er að ræða stóran hluta þeirra aðildar- sveitarfélaga sem standa að SÍS. Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki bært að lögum til þess að ákvarða örlög einstakra sveitarfé- laga og á að halda sig til hlés um það að ákvarða nokkuð það sem fer gegn hagsmunum þess. Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyrir eigin skoðun eða Súðavík- urhrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lagist ef það er ekki rætt. Biðst velvirðingar á því hvern- ig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bóm- ull. Eftir Braga Þór Thoroddsen Bragi Þór Thoroddsen » Þú, Aldís Hafsteins- dóttir, virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Öflugt sveitarstjórnarstig 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Dómnefnd um val á dómurum í þá nýstofn- aðan Landsrétt notaði tilteknar viðmiðanir og gaf hverri viðmiðun vægi til að finna út hver væri hæfasta dómara- efnið af þeim sem sóttu um og hver væri næst- hæfastur og svo koll af kolli. Skipa átti 15 dóm- ara en 33 sóttu um og voru hæfir. Um vægi einstakra þátta segir formaður dómsnefndar, sam- kvæmt Hæstarétti, „að nefndin hafi á fleiri fundum en einum rætt vægi ein- stakra matsþátta sem heildarmat nefndarinnar var reist á en vægið hafi verið það sama í formannstíð hans frá miðju ári 2013“. Um skjalið sem dóm- nefndin notaði við val á dómurum segir Hæstiréttur: „Er dómnefndinni eins og í hinum áfrýjaða dómi greinir heimilt að setja viðmið um vægi ein- stakra matsþátta, svo sem hún hefur gert, enda stuðlar slíkt að samræmi í mati.“ Ekki voru allir 15 sem dóm- nefndin mat með viðmiðum og vægi hæfastra skipaðir. Ráðherra skipaði ekki fjóra af þeim 15 hæfustu heldur skipaði fjóra sem ekki voru taldir 15 hæfastir miðað við við- mið og vægi. Í framhaldi af því var tiltekinn aðili ósáttur við að dómari við Landsrétt, sem hafi verið númer 18 miðað við viðmið og vægi dóm- nefndar og þess vegna ekki í hópi 15 hæfustu, hefði dæmt í máli sínu. Aðilinn taldi að mann- réttindi væru brotin á sér. Hæstiréttur taldi að aðilinn hefði hlotið lögmætan dóm, þ.e. umræddur dóm- ari væri hæfur til að dæma og mann- réttindi ekki brotin á honum. Aðilinn fór með málið til mannréttindadóm- stóls Evrópu og yfirdeild mannrétt- indadómstólsins (YMDE) var á önd- verðum meiði og taldi mannréttindi hafa verið brotin á aðilanum. Í niðurstöðu sinni vísar YMDE meðal annars til dóma Hæstaréttar um að skjalið (viðmið og vægi) sem var notað við mat á dómaraefnum hafi verið réttur mælikvarði á dóm- araefnin. Komið var fram mælitæki til að velja hæfustu dómarana sem bæði Hæstiréttur og YMDE, samtals 22 dómarar, telja í samræmi við lög um val á dómurum. YMDE telur óþarfa að taka upp mál þessara aðila þar sem mannréttindabrot voru framin. YMDE segir hins vegar að það eigi að líta til framtíðar og nota rétt- ar aðferðir við val á dómurum. Rétt aðferð er þá skjal dómnefndar sem vísað er til hér að framan og þau við- mið og vægi sem notast er við. Það merkilega er að ef skoðuð er fram- tíðin eftir að dómnefndin notaði um- rætt skjal til að velja 15 hæfustu kemur svolítið einkennilegt í ljós. Dómnefndin fer að efast um ágæti eigin skjals. Skjal sem hafði fengið löggildingu Hæstaréttar og formað- ur dómnefndar varði fyrir dómi. Umsögn dómnefndar um hæfustu umsækjendurna 15 er frá 19. maí 2017. Næsta umsögn dómnefndar vegna Landsréttar er frá 22. júlí 2019, ekki er að sjá að þar sé minnst á viðmið og vægi með sama hætti og í fyrra mati en vel getur verið að dómnefndin hafi notað það enda verður að telja annað sólögmætt samanber löggildingu Hæstaréttar. Svo koma fleiri umsagnir. Um- sögn dómnefndar vegna vals á hæstaréttardómara er dagsett 9. desember 2019 og þá eru þrír um- sækjendur taldir hæfastir. Nú virð- ist dómnefndin orðin afhuga skjal- inu þar sem sett eru viðmið og vægi og Hæstiréttur taldi lögmætt og stuðla að samræmi í mati. Dóm- nefndin virðist nú byggja mat sitt meðal annars á orðum sem fram koma í ársskýrslu umboðsmanns Al- þingis fyrir árið 2016. Hæstiréttur sagði viðmið og vægi rétt í skjalinu við val á hæfustu dóm- araefnunum 15. Ráðherra mótmælti því og taldi að t.d. ætti að líta meira til dómarareynslu. Hæstiréttur hafnaði rökum ráðherra og sagði vægi og viðmið dómnefndar rétt. Ef prófað er að breyta vægi þannig að dómarareynsla fái 24%, lögmanns- reynsla 18% og reynsla í stjórnsýsl- unni 18% (hvert atriði hafði 20% í skjali dómnefndar) hefði umræddur dómari lent í 15. sæti og þessi mann- réttindabrot sem YMDE fjallaði um ekki verið framin. Þetta dæmi er einungis tekið til gamans en sam- kvæmt Hæstarétti og YMDE voru viðmiðin rétt svo ekki þarf að ræða dæmið frekar. Dómnefndin barðist fyrir þeim sjón- armiðum að viðmið og vægi væru rétt og lögum samkvæmt og Hæstiréttur sagði svo vera. Þessu næst heldur dómnefndin því fram að henni beri ekki að nota reikningsskjalið með við- miðum og vægi sem Hæstiréttur hafði komist að niðurstöðu um að væri í samræmi við lög og nefndin virtist vera nokkuð stolt af. Nú segir dóm- nefndin að henni sé skylt samkvæmt lögum og reglum að leggja heildarmat á hæfni umsækjenda en ekki nota fyrrnefnd viðmið og vægi. Voru þá við- mið og vægi sem dómnefndin notaði, og hafði notað frá 2013, og taldi rétt, þegar dómaranum var gefin einkunn, þ.e. dómaranum sem aðilinn í málinu sem nefnt er hér að framan taldi hafa brotið á sér mannréttindi, röng? Var ekki lagt heildarmat á umsækjandann (þ.e. dómarann sem braut mannrétt- indi á aðilanum samkvæmt YMDE) eins og dómnefndin segir nú að beri að gera? Hefði dómarinn/umsækjandinn getað orðið í sætum 1-15 í mati dóm- nefndar ef dómnefndin hefði lagt heildarmat á hæfni umsækjenda en ekki notað viðmið og vægi og þá engin mannréttindabrot? Mannréttindi – viðmið og vægi – heildarmat Eftir Berg Hauksson »Nú virðist dóm- nefndin orðin afhuga skjalinu þar sem sett eru viðmið og vægi og Hæstiréttur taldi lög- mætt og stuðlaði að samræmi í mati. Bergur Hauksson Höfundur er m.a. lögmaður. Trappa hefur sinnt talþjálfun í gegnum fjarbúnað með góðum árangri frá árinu 2014. Fyrstu skjólstæðing- arnir voru í Vestur- byggð og var í byrjun notast við forritið Zo- om sem margir þekkja í dag. Verkefnið hófst af hugsjón einni sam- an, enda mikill og langvarandi skortur á talmeinaþjónustu við börn í land- inu. Markmiðið var einfalt; að auka aðgengi að hjálp og þjálfun. Fljót- lega hófust íslenskir forritarar handa við að smíða öruggan hug- búnað í samstarfi við Tröppu. Áhersla var lögð á fjarþjónustu sérfræðinga sem vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar. Hugbúnaðurinn hefur verið í notk- un frá árinu 2015 og ber nafnið Kara Con- nect. 14 sveitarfélög nýta sér fjar- þjónustu Tröppu Sveitarfélögum sem nýta sér þjónustu Tröppu hefur fjölgað jafnt og þétt á milli ára og eru nú 14 talsins. Þjónustan fer oftast fram inni í leik- eða grunnskólum og er for- eldri eða aðstoðarmað- ur viðstaddur tímana ásamt barninu. Með einum músarsmelli geta sérfræðingar Tröppu smellt sér á milli Reykjavíkur og Reyð- arfjarðar sem dæmi. Á tímum Co- vid er augljóst hversu miklu máli þessi þjónusta skiptir börn og jafn- vel heil bæjarfélög. Síðastliðinn vet- ur, þegar mörg börn sóttu skóla heiman frá sér, gat talþjálfunartím- inn verið kærkominn fastur punkt- ur í tilverunni þrátt fyrir allt. Sparnaður ríkis – minni kostnaður og minni fyrirhöfn Frá árinu 2015 hafa Sjúkratrygg- ingar Íslands (SÍ) samþykkt beiðn- ir um talþjálfun fyrir 871 skjól- stæðing Tröppu og er langstærstur hluti þeirra börn. Meirihluti þess- ara barna er á landsbyggðinni og má áætla að hagræðing SÍ vegna þessa sé að minnsta kosti 54,8 milljónir á fimm ára tímabili eða tæplega 11 milljónir á ári. Er þá verið að reikna sjúkradagpeninga foreldris og barns, ferðakostnað, dvalarkostnað og annan styrktan kostnað sem SÍ greiðir þurfi þessir aðilar að leita sér þjónustu sér- fræðinga á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ótalinn kostnaður vegna vinnu- taps foreldra og vinnuveitanda sem veitir foreldri frí úr vinnu til að fara með barnið í þjálfun og aukinn kostnaður vegna ferðalaga. Mikil- vægasta hagræðingin er svo auðvit- að stuðningurinn og forvarnargildið sem felst í snemmtækri íhlutun og reglulegri meðferð við vanda. Jákvæð bylting – aukin lífsgæði Trappa hefur án vafa umbylt tal- meinaþjónustu fyrir ótal börn, for- eldra, kennara og aðra fagaðila. Úr þjónustukönnun sem lögð var fyrir starfsfólk skóla annars vegar og foreldra hins vegar komu jákvæðar niðurstöður sem staðfesta enn frek- ar gott starf og uppbyggingu Tröppu. Þátttakendur voru beðnir að meta fullyrðingar um fjarfunda- kerfið á skalanum 1-7. Þeir þættir sem skoruðu hæst hjá foreldrum voru að fjarþjálfun sparaði tíma í ferðalög á spítala eða aðrar stofn- anir, auðvelt væri að læra á kerfið og að þau vildu halda áfram að nota Köru. Í niðurstöðum frá skól- um stóð upp úr að auðvelt væri að tala við sérfræðing í gegnum kerfið og fjarþjónusta væri góð leið til þess að fá heilbrigðisþjónustu. Niðurstöðurnar sýna með ótví- ræðum hætti að upplifun notenda á þjónustunni er mjög jákvæð. Rann- sóknir segja að fjarmeðferð sé jafn- góð og staðmeðferð og mikilvægar kannanir Tröppu síðastliðið ár sýna fram á jákvæða upplifun þjónustu- þega og skjólstæðinga. Það er okk- ar allra hagur að veita börnum með hvers konar vanda reglulega aðstoð sem allra fyrst. Bent hefur verið á að hver króna sem fjárfest er í menntun eða heilsu barna skilar sér margfalt til baka. Það er ánægjulegt að sjá hversu jákvæð niðurstaða þjónustukönnunar Tröppu er – en hún sýnir að fjar- þjálfun og fjarþjónusta eru góðar leiðir til að lágmarka kostnað án þess að skerða gæði mikilvægrar þjónustu – á Covid-tímum – sem öðrum tímum. Smellir og skroll Eftir Tinnu Sigurðardóttur Tinna Sigurðardóttir » Sveitarfélögum sem nýta sér þjónustu Tröppu hefur fjölgað jafnt og þétt á milli ára og eru nú 14 talsins. Höfundur er talmeinafræðingur. tinna@trappa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.