Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Tilvalið í jólapakkann Bólusetningar gegn kórónuveiru- faraldrinum hefjast í Evrópusam- bandslöndunum (ESB) á þriðja í jól- um, 27. desember, að sögn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmda- stjórnar ESB. „Það er komið að Evrópu, 27., 28. og 29. desember verður byrjað að bólu- setja á öllu sambandssvæðinu,“ sagði von der Leyen. Talsmaður hennar tjáði blaðamönnum að þessar dagsetn- ingar stæðu og féllu með því hvort lyfjastofnun ESB heimilaði notkun Pfizer/BioNTech-bóluefnisins á fundi mánudaginn 21. desember. Bólusetning er hafin í Bretlandi og Bandaríkjunum og í ESB-löndunum verður dreifing og bólusetning undir samræmdri stjórn til að tryggja að íbú- ar sambandslandanna hafi jafnan að- gang að bólusetningu. Þá hefur sam- bandið samið við sjö framleiðendur bóluefnis til að tryggja að sem flestir ef ekki allir íbúar landanna 27 verði bólu- settir. Aðildarríki ESB ákveða hvert og eitt forgangsröðun við bólusetningar. Í öllum atriðum er við það miðað að aldr- aðir og starfsmenn heilbrigðiskerfisins verði einna fremst í röðinni. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur sannast vera 95% öruggt þegar spraut- að er tvisvar með þremur vikum á milli fyrri sprautu og þeirrar seinni. Í Evr- ópu er bóluefnið framleitt í lyfjaverk- smiðju Pfizer í Belgíu og sent út með flugvélum og flutningabílum. Meðan á því stendur verður að geyma bóluefnið í 70°C stiga frosti. Bandaríkin settu tvö grimmdarleg met í fyrradag er rúmlega 3.784 manns dóu af völdum kórónuveirunnar og rúmlega 250.000 nýsmit komu upp. Hefur hvert metið fallið af öðru í þess- um flokkum undanfarið. Var þetta í þriðja sinn á viku þar sem dánartalan fer upp fyrir 3.000 manns á sólarhring. Þá liggja 113.000 manns veikir á spít- ala sem einnig er met, að sögn banda- ríska heilbrigðisráðuneytisins. Á síðustu tveimur vikum mældust nýsmit 200.000 talsins eða fleiri í 11 daga af 14. Sérfræðingar óttast að jóla- hald í lok næstu viku og áramótafagn- aðir að því loknu geti hleypt af stað nýrri smitbylgju. Í vikubyrjun hófust fjöldabólusetningar gegn veirunni í Bandaríkjunum en tilgangur þeirra er að stöðva kórónuveirufaraldurinn. Segja yfirvöld að enn gætu liðið nokkr- ir mánuðir uns nógu margir hafi verið bólusettir til að hjarðónæmi náist. Vegna alvöru ástandsins í Banda- ríkjunum og ótta um skort hvatti mat- væla- og lyfjastofnunin (FDA) til þess að dreggjar yrðu sogaðar upp úr hverju einasta lyfjaglasi, en þannig mætti ná úr þeim sex eða sjö sprautu- skömmtum í stað fimm. Aldrei fleiri nýsmit í Þýskalandi Skýrt var frá því í Berlín í Þýska- landi í gær að þrátt fyrir miklar aðhaldsaðgerðir hafi daglegur fjöldi nýsmita rofið 30.000 manna múrinn á sólarhring í fyrradag, í fyrsta sinn frá því kórónuveiran komst á kreik fyrir ári. Eftir að ljós kom í gærmorgun að Emmanuel Macron væri smitaður af kórónuveirunni leitaði ekki bara hann sjálfur í sóttkví heldur einnig fjöldi ráðamanna og embættismanna sem hitt höfðu hann síðustu daga. Meðal þeirra má nefna forseta ráðherraráðs ESB, forsætisráherrana Pedro Sanch- ez frá Spáni, Antonio Costa frá Portú- gal, Xavier Bettel frá Lúxemborg, Micheal Martin frá Írlandi og Alexand- er De Croo frá Belgíu. Macron mun einangra sig frá um- heiminum í sjö daga, að sögn forseta- skrifstofunnar, sem bætir við, að for- setinn muni gegna störfum sínum og skyldum í fjarlægð. Hann fór í veiru- próf í vikunni eftir að skrokkurinn sýndi ýmis merki þess að hann hefði smitast. Á fleiri háttsettum stöðum í franska stjórnkerfinu er tómlegt líka í forsæt- isráðuneytinu. Fór húsbóndi þess, Jean Castex, í einangrun vegna sam- skipta sem hann hafði átt við Macron síðustu daga. Sagist Castex einkenna- laus. Veirusmit hefur aukist mjög síðustu daga í Bretlandi og hertu yfirvöld á mótagerðum í gær fyrir London og suðausturhluta landsins. Í norðurhlut- anum hafði smitum fækkað þar til þau tóku að aukast aftur. Í gögnum sem birt voru í gær kom í ljós að 89% legu- rýma sjúkrahúsa eru full. Hafi einhverjir bundið vonir við að inntaka d-vítamíns verndaði þá gegn veirunni, þá voru birtar niðurstöður rannsóknar í gær sem leiddu í ljós að því væri enn sem komið er ekki hægt að halda fram. Fjögurra vikna lokanir hafa lítinn sem engan árangur borið í glímunni við kórónuveiruna á Norður-Írlandi. Eru áform uppi um að grípa til nýrra og mun strangari lokunaraðgerða í sex vikur frá 28. desember. agas@mbl.is AFP Aktu og taktu Biðröð bíla eftir bólusetningu ferðalanga í útiskýli þessu í bænum Hyde á Manchester-svæðinu á Englandi. Bólusett í Evrópu frá 27. desember  „Það er komið að Evrópu,“ segir Ursula von der Leyen Samningamenn Breta og Evrópusam- bandsins (ESB) hafa minnkað gjána sín á milli í viðræðum um viðskipta- samninga og samskiptin eftir að út- ganga Breta úr ESB öðlast fullt gildi, eða um áramótin. Vonast er til að þref og þreifingar beri ávöxt næstu daga en aðalsamn- ingamaður ESB, Michel Barnier, sagði þingmönnum á Evrópuþinginu í gær, að mögulega lægi samningur fyr- ir í dag, föstudag. Hann sagði þó að það gæti reynst erfitt vegna erfiðs ágreinings um fiskveiðimál. Breski ráðherrann Michael Gove sagðist eftir vídeófund með Maros Sefkovic, varaforseta framkvæmda- stjórnar ESB, telja innan við helm- ingslíkur á samningi. Báðir aðilar voru sagðir freista þess í gær að höfða til væntinga almennings í þeim tilgangi að standa betur að vígi á lokasprett- inum. Stjórnmálafylkingar á Evrópuþing- inu vöruðu við því í gær, að bærist þeim ekki samningstextinn í síðasta lagi á sunnudag yrði þeim ókleift að staðfesta samninga áður en Bretar hyrfu úr sambandinu 31. desember. „Miðar vel fram en síðustu ásteyt- ingasteinarnir eru enn í veginum. Við munum því aðeins undirrita samning að hann verndi hagsmuni ESB og prinsipp,“ sagði Barnier eftir fundinn með þingmönnunum. Þrír menn sem þar voru báru um að Barnier hafi sagt „mögulegt en torsótt“ að samningi yrði landað í dag. Háttsettur evrópskur stjórnarer- indreki sagði að nú lægju fyrir sveigj- anlegri tímalínur sem veita mætti bráðabirgðasamþykki stefni í að þing- in falli á tíma. Diplómat þessi var á því að samningar væru innan seilingar. „Ég tel samningsmöguleika fyrir hendi á næstu dögum þótt við séum ekki komnir í heila höfn. „Örvæntið eigi, við eigum enn pínulítinn tíma.“ Barnier sagði að Bretar hefðu fallist á gangverk sem gerði ESB kleift að bregðast við leituðu gagnkvæmir staðlar og reglur í atvinnu- og um- hverfismálum í sundur þann veg að það skaðaði samkeppni. Enn er þrefað um fiskveiðar. ESB hefur þó fallist á að Bretar hafi einir umráðarétt yfir fiskveiðilögsögu sinni. Einnig að þeir muni setja á fót eigið kerfi til að úthluta fiskiskipum ESB- landanna aflaheimildir. Enn er tekist á um er hversu mikinn fisk aðilar fái að veiða og vill ESB mun hærri heimildir en Bretar hafa hingað til boðið upp á. agas@mbl.is Þrefa sig nær samkomulagi  ESB hefur fallist á að Bretar hafi ein- ir umráðarétt yfir fiskveiðilögsögunni Með hjálp geimsjónaukans Hubble horfðu stjörnufræðingar geim- ferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, á dularfullan straumhvirfil sveigja snögglega og fyrirvaralaust frá bráðum bana á hinni risastóru bláu plánetu, Neptúnusi. Svelgurinn sem er breiðari en Atl- antshafið kviknaði á norðurhveli Júpíters en Hubble fann hann árið 2018. Rannsóknir á honum í fyrra leiddu í ljós rek í átt að miðbaugi Júpíters en þar hverfa stormviðri á borð við þetta úr augsýn. Skoðunarmönnum kom það því mjög á óvart er Hubble leiddi í ljós í ágúst sl., að hvirfillinn hafði breytt um stefnu og stefndi norður á bóginn. Hubble hefur fylgst með dökk- blettum sem þessum undanfarin 30 ár og aldrei séð neitt þessu líkt; svo ófyrirsjáanlega hegðan fyrirbæris í lofthjúpi plánetunnar. Ekki vakti það minni athygli og heilabrot vísindamannanna að sjá að stormhvirfillinn var ekki einn á ferð, heldur hafði hann samfylgd af öðrum, en smærri, sem Hubble fann í janúar sl. Var það talið geta verið hluti sem rifnað hafði frá stærri hvirfli sem horfinn væri. Þessi smærri hvirfill hefur ekki sést aftur. „Við erum spenntir yfir þessum niðurstöðum því þetta minna brot er hugsanlega hluti af upplausnarferli myrka blettsins,“ sagði Michael H. Wong við Kaliforníuháskólann í Berkeley. „Þetta ferli hefur aldrei sést áður í geimrannsóknum. Við höf- um séð nokkra aðra svartbletti fjara út í ósýnið fyrir fullt og allt, en aldrei orðið vitni að neinni upplausn,“ bætti hann við. agas@mbl.is AFP Neptúnus Bláa plánetan Neptúnus. Myrkur stormur skipti um stefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.