Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 ✝ Katla Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1943. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóv- ember 2020. For- eldrar hennar voru Friðsemd Steinunn Guðmundsdóttir, f. 31. ágúst 1904, d. 26. janúar 1971, og Helgi Sigurðsson, f. 5. ágúst 1900, d. 4. ágúst 1974. Systkini Kötlu eru: Vigdís, f. 9. mars 1924, d. 4. júní 1989, Sig- rún, f. 22. júní 1925, d. 20. nóv- ember 1992, Fríða f. 17. ágúst apríl 1907, d. 25. mars 1975. Synir Ásgeirs og Kötlu eru: 1) Ólafur Bragi, f. 4. janúar 1962, maki María Björk Traustadótt- ir, f. 1963, börn þeirra eru a) Ás- geir Örn, f. 12. janúar 1988, maki Elise Marie, f. 10. apríl 1990, sonur þeirra Filip, f. 6. maí 2019, og b) Margrét Erla, f. 15. febrúar 1992. 2) Ásgeir Þór, f. 15. október 1964. Katla lauk sveinsprófi í hár- greiðslu 1962 en mestan hluta ævinnar sinnti hún húsmóð- urstörfum. Útför Kötlu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 18. desember 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir. Hægt er að nálgast streymi á: https://youtu.be/PkbyidDJ-Bc/. og á virkri slóð: https://www.mbl.is/andlat/. 1931, d. 26. sept- ember 2012, Hlíf, f. 18. september 1933, Steinunn, f. 29. júlí 1940, Hall- fríður, f. 3. sept- ember 1946, Helgi f. 3. september 1946, d. 16. júlí 2020. Hinn 6. júní 1964 giftist Katla Ásgeiri Braga Ólafssyni, f. 10. janúar 1943, d. 10. ágúst 2017. Foreldrar hans voru Lára Guðmundsdóttir, f. 12 september 1909, d. 21.júlí 1962, og Ólafur Jónsson, f. 28. Glerfín dama með ráma rödd og smitandi hlátur. Hjarta úr gulli. Katla, hrókur alls fagnaðar. Sterkur persónuleiki og mikil manneskja. Ég var 18 ára gömul þegar ég kynntist Kötlu tengdamóður minni. Nýflutt í borgina frá heimabæ mínum Ísafirði og frá fyrsta degi varð hún mér dýrmæt vinkona. Öllum leið vel á heimili þeirra hjóna, enda voru þau miklir gest- gjafar og viðmótið einstaklega hlýtt. Ég hef hins vegar aldrei skilið hvernig Katla fór að því að hafa allt sitt hafurtask í skápum og skúffum svo vel og fallega rað- að. Þar mátti finna urmul hluta, klæðnað og skart frá öllum heimshornum. Hún er af þeirri kynslóð sem nýtir hlutina og fleygir þeim ekki. Samtímis var Katla sú allra gjafmildasta mann- eskja sem ég hef nokkurri sinni kynnst. Við, sem þekktum Kötlu vel, vitum að ef einhverjum varð á að slá henni gullhamra vegna glæsilegs útlits, fallegs fatnaðar eða skartgripa, þá sat sá hinn sami oft uppi með góssið. Ég man sérstaklega eftir atviki þegar Katla klæddi sig úr peysu í miðju boði til að gefa þeim sem hafði hrósað henni. Það var klassi yfir Kötlu. Allt- af vel tilhöfð, hárið óaðfinnanlegt, nývöknuð á náttfötunum tókst henni að vera glæsileg. Tengda- móðir mín var vinmörg, átti auð- velt með að tala við fólk og var blátt áfram. Oft á tíðum vand- ræðalega hreinskilin og aldrei fór hún í manngreinarálit. Ávallt ákveðin og stóð með sjálfri sér. Hún var fyrsta konan í lífi mínu sem talaði hærra en móðir mín (og geri aðrir betur). Báðar með ráman, háværan málróm, urðu þær perluvinkonur sem hlógu mikið saman í gegnum áratugina. Foreldrum mínum fannst afar gott að vita af Kötlu og Geira mér innan handar í borginni. Ég er tengdaforeldrum mínum ævin- lega þakklát fyrir hvernig þau buðu mig velkomna í fjölskyld- una; sem eina af þeim frá fyrstu stundu. Katla amma var fegnust allra, þegar við fjölskyldan fluttum heim frá Svíþjóð eftir tíu ára dvöl þar, þegar frumburðurinn hóf skólagöngu. Loksins fékk hún að dekra við ömmubörnin sín, Ás- geir Örn og Margréti Erlu. Það var ávallt gott að leita til ömmu og afa sem nutu þess að styðja þau og styrkja í hverju sem barnabörnin tóku sér fyrir hend- ur. Katla amma mætti iðulega á hliðarlínu KR-vallarins, til að hvetja sitt fólk, þrátt fyrir að þekkja hvorki haus né sporð á leikreglum fótboltans. Katla hafði gaman af ferðalög- um, hún naut þess að ferðast. Við fórum oft saman í bíltúr um Evr- ópu og gleðja þær minningar okkur öll mikið. Þegar árin færð- ust yfir bjuggu þau hjónin sér annað heimili í Flórída. Hitinn fór vel í þau og þaðan höfum við öll ljúfar minningar. Skemmti- legt er að minnast þess að okkar kona keyrði um allt sjálf í Or- lando, án aðstoðar staðsetningar- búnaðar eða herra Google. Katla var hörkubílstjóri og rataði allar leiðir án hjálpar. Þessi dama sem hún var en jafnframt töffari. Stórt skarð er höggvið í fjöl- skylduna. Tregi fylgir því að kveðja sanna vinkonu eftir fjög- urra áratuga sameiginlegt ferða- lag. Því er gott að ávallt eiga dásamlegar minningar um elsku Kötlu. Takk fyrir samleiðina, vin- kona. Þín María Björk. „Og af hverju ertu að grenja yfir því?“ dembdi amma yfir mig. Það var sumar og ég í vist hjá ömmu og afa á Hjarðarhaganum. Boltinn minn hafði skoppað yfir vegginn á skólalóðinni og ég of stuttur í annan endann. Eina sem ég gat gert var að fara heim til ömmu með tárin í augunum og skottið á milli lappanna. Ég minnist þess vel hvernig hún skálmaði síðan með mig inn í Hagaskóla til að sækja boltann. „Svona nú, vandaðu þig svo fram- vegis,“ ákveðin og beinskeytt. Það er skondið að þetta atvik skuli vera fyrsta skýra minning mín af ömmu, því amma var ávallt elskuleg, hlý og góð við mig. Það verður hins vegar ekki tekið af henni ömmu minni að hún gat látið í sér heyra. Bölvað og blótað. Og seint verður rödd hennar lýst sem flauelsmjúkri. „Katlfríður“, eins og afi kallaði hana oft, var gull af konu. Ég minnist þess ekki að hún hafi sagt „nei“ við mig. Þá er ég ekki að tala um hversdagsleg atvik eins og að fá ís eða súkkulaði. Ömmu fannst t.a.m. ekkert mál, þegar ég var í Verzló og amma og afi dvöldu langdvölum á Flórída, að leyfa mér að reka pókerklúbb með strákunum á Eiðistorgi 5 og sígaretturnar voru í boði hússins. Ég skil það vel, lesandi góður, að þú viljir meina að amma þín sé toppkona, en hefur hún sótt ykk- ur strákana eftir miðnætti og keyrt ykkur á djammið? Þú dekraðir við mig, ég fékk að vaka fram eftir og kruðerí fyllti allar skálar. Kærasta minning mín um þig er hins vegar hversu vel þú sinntir mér. Við spiluðum mikið saman. Þegar ég óx úr grasi var athygli þín öll á hvernig mér gengi í náminu og boltanum eða hvort það væru einhverjar kærustur á kreiki. Ég var lán- samur að eiga þig að. Þú elskaðir mig af öllu hjarta og hélst alltaf með mér. Það er mér óendanlega mik- ilvægt að þú hafir fengið að halda á og kynnast syni okkar Elise áð- ur en þú kvaddir. Að þið Frændi hugsuðuð svo vel hvort um annað síðustu ár. Ég er svo þakklátur fyrir þig. Og svo naustu þín svo vel á daginn síðustu árin í „vinnunni“ með hinum ungling- unum á Hrafnistu við spjall og spil. Loksins ertu sameinuð afa aft- ur. Fyrir það er ég þakklátastur. Því Guð einn veit að hann hefur alltaf verið algjörlega týndur án þín. Handahreyfingar og hótanir, hélt ég yrði ekki eldri. „Helvítis andskotans Kanarnir“ hefðarfrú og heldri? Ættin öll og Miðnes í kór, eilífur er þinn óður. Berir að baki, Bragi og Þór, betri fannst ekki móðir. Gjafmild, góð og afskaplega klár glommu mátti hreykja. Heragi í hetjunni, í öll þessi ár. Hætti að drekka og reykja. Kerling komin á betri stað, kuldi og sorg í nóvember. Nú þú, sem og nafni minn kvað: „No one lives forever“ Eins og afi minn ætíð sagði: „Ertu enn að gjamma?“ Heyrist ei hljóð, eins kallinn þagði. Hvíldu í friði, elsku amma Ásgeir Ólafsson. Sem barn var ég beðin um að fara með óhreina borðtusku í þvottahúsið þegar ég var í heim- sókn hjá ömmu. Þvottakörfuna var hvergi að finna svo ég leitaði hjálpar. „Óhreint tau?“ spurði amma, „ég á ekki svoleiðis.“ Svo- kölluð „straxveiki“ ömmu minnar gerði það nefnilega að verkum að hún gat einfaldlega ekki beðið. Með neitt. Ef tuska var óhrein var hún þvegin á staðnum. Punktur. Elsku Katlamma mín. Þín verður sárt saknað. Þú varst ynd- islegasta, gjafmildasta og glæsi- legasta kona sem ég þekkti. Það sem við systkinin vorum heppin að hafa þig og Geirafa svo nálægt okkur. Amma var heimavinnandi. Svo dugleg að stjana við afa og alla sem stigu fæti inn á heimilið. Dagarnir voru annasamir hjá henni. Enda þurftu þær systur að fara yfir mál dagsins símleiðis bæði fyrir og eftir hádegi. Að- spurð hvort ég hefði nýlega heyrt í ömmu svaraði ég því foreldrum mínum oft: „Nei, það var á tali.“ Amma gat hvorki skrökvað né haldið leyndarmáli. Ég var ekki mikið eldri en sjö ára þegar það rann upp fyrir mér að heimanám- ið væri best að klára hjá ömmu, sem gat ekki haldið í sér að þylja upp fyrir mig svörin. Í einu skipt- in sem hún breiddi aðeins yfir sannleikann var þegar Geirafi var að fara yfir kreditkortareikn- ingana: „Hvaða endalausu reikn- ingar eru þetta frá sjoppunni?“ Amma, sem átti það til að lauma sér í spilakassana, svaraði um hæl: „Þetta eru góðgerðarsam- tök, vertu ekki að skipta þér af þessu.“ Fyrsta lexían sem ég lærði af ömmu: „Reglur eru til þess að brjóta þær.“ Allir sem þekktu Kötlu vissu að hún var sérdeilis góð manneskja, sem setti fólkið sitt í forgang. Hinir sömu vita jafnframt að hún var mjög blátt áfram. Afar hreinskilin um ókosti annarra og blótaði eins og tog- arasjómaður. Amma gaf fólki aldrei f-puttann nema gretta sig í leiðinni. „Guð, hvað þetta er lekkert,“ sagði amma ósjaldan. Skápabir- gðum ömmu og afa mátti líkja við lagerstöðu í stöndugu fyrirtæki. Ég minnist þess að hafa þurft á ferðatösku að halda og hringdi í ömmu, sem átti allavega þrettán á lager. Það lá ekkert á, ég ætlaði að kíkja við síðar í mánuðinum. Hún hélt nú ekki, stökk beint út í verslun og var mætt 45 mínútum síðar með ferðatösku með áföst- um merkimiðanum. Ég er ævinlega þakklát fyrir það risastóra hlutverk sem amma átti í mínu lífi. Ekki bara fyrir það sem hún gerði fyrir mig eða gaf, heldur allra mest fyrir þær stundir sem við deildum saman. Ég minnist þess frá æsku að við spiluðum klukkustundum saman. Þrátt fyrir ungan aldur var mér ekki leyft að vinna og fékk ald- eilis að heyra það þegar vel- gengni mín var á hennar kostnað. Katlamma var nefnilega ekki bara amma mín. Hún var einnig vinkona mín. Filterslaus, fyndin og frábær. Ferðalagi hennar meðal okkar er nú lokið. Hún var tilbúin ferðalokunum; Katlfríður er nú sameinuð Geirmundi. Hvíldu í friði elsku amma mín – leyfðu afa nú að stjana við þig. Margrét Ólafsdóttir. Hjartans Katla. Þegar við hitt- umst síðast sast þú, eins og svo oft, í þungamiðju heimilisins, við hlaðið matarborðið á Aflagrand- anum. Heilsu þinni hafði hrakað, orkan minni. Að vanda varstu elegant, hlóst hæst allra og smit- aðir frá þér gleði og auðmýkt. Þrátt fyrir veikindin upplifði ég þig alltaf sátta og glaða í faðmi þinna nánustu. Þannig var það líka þennan haustdag fyrir skömmu. Ég held að María Björk systir mín hafi verið kærasta Óla í kort- er þegar ég var einnig mætt inn á gafl til ykkar Geira. Fallegt, líf- legt heimili ykkar var öllum opið, enda áttu vinir Óla og Ásgeirs, sona ykkar, sitt annað heimili hjá ykkur, langt fram yfir tánings- aldur. Ósjaldan komu þeir bræð- ur heim úr skóla eða vinnu og hittu þar fyrir eigin vini í þínum selskap í eldhúsinu. Eftir mat var gjarnan haldið í betri stofuna og tekið í spil. Hlátur og gleði. Sterk og ævilöng vinátta myndaðist. Þegar við, litla fjölskyldan, fjárfestum í húseign á tíunda ára- tugnum var það tilviljun ein sem réð því að um var að ræða æsku- heimili þitt á Leifsgötunni. Okk- ur fannst það báðum skemmti- legt. Við ræddum hver hefði sofið hvar og ekki síst „betri stofuna“. Sterk rödd þín breyttist svo í hvísl þegar þú ræddir reimleik- ana í einu herbergjanna. Á okkar heimili varstu alltaf kölluð Katl’amma. Þú fylgdist af áhuga með börnunum mínum alast upp, færðir þeim fallegar gjafir á tyllidögum og spurðist fyrir um þau af einlægni þegar þau hleyptu heimdraganum. Góð- vild, gjafmildi og umhyggja var þér í blóð borin. Við áttum það sammerkt að alast ekki að fullu upp hjá blóð- foreldrum okkar. Í grunninn skipti þetta hvoruga okkar máli, enda ólumst við báðar upp við gott atlæti. Þú varst komin yfir miðjan aldur þegar þú hittir föð- ur þinn í fyrsta sinn. Það var þér dýrmætt. Hann og hans fjöl- skylda tók þér opnum örmum, slíkt er ekki endilega sjálfgefið. Ég minnist þess enn með bros á vör þegar þú sagðir við systur mína með ákveðinni röddu fyrir löngu: „María Björk, þegar (ekki „ef“) þú skilur við Óla, þá verður vináttu okkar sko ekki kastað á glæ.“ Beinskeytt, blátt áfram og aldrei ritskoðun á þeim bænum. Þessi orð þín sýna svo vel hvað þér þótti innilega vænt um systur mína. Og þrátt fyrir að samteng- ingin „þegar“ en ekki „ef“ væri notuð hafa þau María Björk og Óli, frumburður þinn, nú náð að lufsast nokkuð vel í gegnum lífið saman. Elsku Katl’amma, það verður svolítið tómlegt að setjast við matarborðið á Aflagrandanum á næstunni. En sem betur fer kristallast allt það sem þú gafst öðrum í þessu lífi í afkomendum þínum. Fólkinu þínu sem líf þitt snerist um. Hafðu þökk fyrir samleiðina. Blessuð sé falleg minning þín. Jóna Fanney og fjölskylda. Elsku Katla okkar er dáin! Það kom okkur ekki beinlínis á óvart þegar við fréttum af andláti hennar því einhvern veginn var eins og hennar lífsneisti fjaraði smátt og smátt út eftir að hennar elskulegi eiginmaður Ásgeir Bragi Ólafsson féll frá. Nú er smám saman að fækka í Miðnes/Úthlíðargenginu, sem fyrr á árum gerði garðinn fræg- an, eins og eðlilegt er. Katla var hjartahlý, dásamleg kona, sem vildi öllum vel og bjó elskulegum eiginmanni sínum og þeirra tveimur sonum, Ólafi og Ásgeiri, gott heimili og var alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á. Hún var sannarlega góð eigin- kona og móðir, sem elskaði sína út af lífinu! Við hjónin áttum áratuga ein- lægt og gott samband við elsku Kötlu okkar og margar góðar minningar koma upp núna við andlát hennar. Árið 1968 fórum við með Ás- geiri og Kötlu ásamt Jóni Ægi elsta bróður í veiðiferð í Laxá í Aðaldal. Þegar yfir Holtavörðu- heiðina var komið var Hrúta- fjörðurinn fullur af ís þótt komið væri hásumar og kuldinn í sam- ræmi við það. Og þegar komið var í veiðihúsið í Aðaldal var okk- ur tilkynnt að konur væru bann- aðar í veiðihúsinu! Hugsið ykkur, svona var lífið þá! En við tjöld- uðum í hrauninu skammt frá og áttum góða tíma saman. Elsku Katla okkar var okkur svo kær og við munum sakna hennar mikið. Við þökkum henni allar góðar stundir saman í ára- tugi. Við sendum sonum hennar og allri hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur! Megi algóður guð blessa minn- ingu hennar og gefa öllum að- standendum styrk í sorginni! Leyfum góðum minningum að lifa. Guðlaug Nanna Ólafsdóttir og Eggert Magnússon. Katla, góð vinkona mín, er kvödd eftir erfið veikindi. Enn fækkar í stórum vinahópi sem átti margar gleðistundir saman í áranna rás. Margir farnir en verða ljóslifandi í huganum á svona stundum. Katla var ekki einhöm, hún átti einstakan mann, Ásgeir Ólafsson, Geira, öðling sem lést eftir fleiri ára veikindi fyrir þremur árum. Þá fór strax að draga af Kötlu hún saknaði Geira og sjúkdómur hennar fór að verða æ meira íþyngjandi sem varð hennar banamein. Það er ekki hægt að minnast Kötlu án þess að kippa Geira upp í bátinn. Þetta er þeirra beggja minning. Geiri var bekkjarbróðir minn í gaggó aust, þar urðum við með- limir í sjoppuklíku sem við köll- uðum Fróða og nefnd var eftir bókabúð á Leifsgötu 4 sem þar var áður til húsa. Maður varð margvís í þessum hópi þótt bók- lestur væri ekki námsefnið. Þá kemur að Kötlu, siðprúðri og sak- lausri mey sem bjó neðar á Leifs- götunni og mátti ekki vamm sitt vita og hræddist þetta lið. Hún tók á sig krók í skólann til að þurfa ekki að mæta þessum gæj- um brunandi á skellinöðrum, og þessar stelpuskjátur, eins og hún orðaði það stundum, þótti henni ekki gæfulegar. Þar kom að klík- an fann sér aðra sjoppu í mið- bænum, á horni Austurvallar, kölluð Moskva, því önnur sjoppa, London, var á hinu horninu. Geiri hefur með hægðinni verið farinn að gefa Kötlu auga og leitt hana síðan í bæinn. Katla, sem hafði yfirunnið óttann, var fljót að átta sig á að þetta var ásættanlegt fólk og þar með komin í hópinn. Þetta var þá. Katla var ætíð mjög hress og stutt í grínið. Þau bjuggu sér fal- legt heimili á Hjarðarhaganum sem varð strax mjög gestkvæmt og stóð vinum sem vandamönn- um opið, það var ekki í kot vísað hvorki í mat né drykk. Það var fullsetið og spilað við borðstofu- borðið. Reglulega komu bræður Geira saman ásamt fleirum lið- tækum og ef vantaði félaga þá var Katla, sem ætíð var til staðar að uppvarta klúbbinn, til í að taka í spilin. Katla var mikil húsfreyja og matmóðir: „Ertu ekki svöng/ svangur? Hvað má bjóða þér?“ Ég á ótal margar minningar við eldhúsborðið með Kötlu, það var stelpukrókurinn. Þar sátum við oftast á rabbi ásamt systrum Kötlu og fleiri kvinnum ef okkar skemmtilega og orðheppnasta mæta vinkona okkar Munda var á landinu, en hún kom iðulega frá Lúxemborg. Þá var sko hátíð í bæ. Munda kvaddi fyrir 23 árum sem var okkur mikill harmur. Síðan þá höfum við varla hist án þess að rifja upp stundirnar með henni. Þau voru um flest ólík hjónin, sem ég tel að sé affærasælast. Góð blanda. Geiri var sjentil- maður, orðlagt prúðmenni sem lét lítið fyrir sér fara, æðraðist aldrei og ekkert það til sem hneykslaði hann. Ef hann heyrði til okkar kvennanna úr eldhúsinu við að slúðra eitthvað og leggja svo hver sinn dóm á sagði Geiri: „Þið eruð miklir dómarar … „so what“?“ Ég sakna vina í stað. Guð geymi þau. Sonum þeirra Ásgeiri og Ólafi, Maríu og barnabörnum, systrum Kötlu og fjölskyldunni allri sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Anna Agnars. Katla Vigdís Helgadóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.