Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Engin skipulögð dagskrá er á vegum félagsstarfsins í dag föstudag. Nk. mánudag verða síðustu tímarnir í jóga fyrir hátíð- arnar þ.e. kl. 10 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11 fyrir íbúa utan úr bæ. Öllu námskeiðshaldi er lokið fyrir jólin. Kaffikrókurinn er opinn fyrir íbúa Skólabrautar alla virka daga. Höldum áfram að virða grímu- skylduna og aðrar sóttvarnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Renault Trafic langur 11/2017 Ekinn 107 þús, km. Bakkmyndavél. Þakbogar. Snyrtilegur bíll fyrir lágt verð. 2.490.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar ✝ GuðlaugurGrétar Björns- son smiður, frá Gerði Vest- mannaeyjum, fædd- ist 10. júní 1950 í Norður-Gerð. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 7. desember 2020. Guðlaugur Grétar var sonur Björns Ei- ríks Jónssonar, sjómanns, bónda og útvegsbónda, f. 1884, d. 1979, og Brynheiðar Ketilsdóttur frá Dyrhólahreppi í Mýrdal, f. 1907, d. 2005. Guðlaugur Grétar var sjöundi Eyjafjöll, allt austur að Dyrhóla- ey. Um 10 ára aldur fór Guð- laugur til vistar hjá skyldfólki sínum á Ketilstöðum í Mýrdal og dvaldi þar samfellt í tvö ár, en sneri síðan heim í Norður-Gerði að því loknu. Hann þótti snemma hagur á tré og og smíðar urðu hans að- alstarf um ævina. Guðlaugur var vel liðtækur í íþróttum og þá í handbolta og fótbolta og spilaði með Þór og ÍBV á yngri árum, hann var einnig góður lunda- veiðimaður og bjargveiðimaður og þá gjarnan með vini sínum Val Andersen. Útför Guðlaugs Grétars fer fram frá Landakirkju 18. desem- ber 2020 klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju: https://www.landakirkja.is/ Virkan hlekk á streymið má nálgást á: https://www.mbl.is/andlat/. í röðinni af sjö systkinum. Systkini hans, samfeðra, voru Guðbjörg Árný f. 1907, d. 1921, Indlaug Val- gerður, f. 1910, d. 1990, Jón, f. 1913, d. 1999, Árni Guð- björn, f. 1923, d. 1982. Albræður hans voru Hallberg, f. 1940, d. 1971, og Arnfrið Heiðar, f. 1947, d. 2008. Guðlaugur Grétar ólst upp hjá foreldrum sínum í Norður-Gerði með fögru útsýni yfir bæinn og höfnina, fjallahringinn í norðri og austureyjarnar, Landeyjar og Á sólbjörtum skammdegis- morgni berst fregnin um að Guðlaugur í Gerði hafi kvatt þetta jarðlíf eftir þungbær veikindi. Leiftur löngu liðinna ára leita á hugann og kalla fram endurminningar frá bernsku- og unglingsárunum. Það var bjart yfir Gerðistorf- unni árið 1950, nýtt barn í nærri hverjum ranni, sannköll- uð krakkasprenging í þessu litla samfélagi. Smám saman fóru þau að stubbast með okkur hinum í leikjum bernskunnar. Taka til hendi og leggja lið í störfum fullorðna fólksins. Guðlaugur bar strax merki hógværðar og íhygli, lét ekki mikið fara fyrir sér en fór sínu fram og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Á miðjum barnsaldri hvarf hann af vettvangi til frændfólks austur í Mýrdal og dvaldi þar um nokkurt skeið, en kom svo heim aftur til þess að taka þátt í lífsbaráttunni heima. Bernskan var að baki og dró að breytingum á högum og háttum og smám saman fundum við hvert okkar farvegi á lífsins göngu. Eyjarnar sem höfðu verið draumaland uppvaxtarár- anna urðu áfram vettvangur sumra okkar en önnur viku til annarra verstöðva. Guðlaugur bjó og starfaði alla tíð heima í Eyjum. Bjó með foreldrum sínum í Norður- Gerði fyrir gosið í Heimaey, en síðan lengst af í Austurgerði 1, sunnan undir Gerðisbússunni. Þar bjó hann sér og sínum fag- urt heimili af sinni smekkvísi og hagleik. Hann átti ávallt sterkar taugar austur í Mýrdal. Þegar við síðar á lífsleiðinni kynnt- umst nokkru betur þá nefndi hann stundum að hann hefði skotist í sveitina og þá hvarflaði hugurinn þangað austur, þar sem forfeður okkar og frænd- fólk lifði og bjó allt fram á okk- ar daga. Þar þekkti hann hverja þúfu og kennileiti og kunni skil á mörgu sem mér hafði verið hul- ið. Síðustu árin voru Guðlaugi nokkuð þungbær. Eins og lang- ir skuggar skammdegisins leggjast yfir haf og hauður þannig læddist sjúkleiki, sem tvístrar hugsun og leggur á gleymsku, að Guðlaugi. Smám saman hvarf hann inn í huliðs- heim minnisleysis og tóms sem enginn fær rönd við reist. Síð- asta æviskeiðið dvaldi hann á Hraunbúðum og naut þar um- hyggju og hlýju. Nú er lífs- gangan öll, jarðvist lokið og bjarmar af nýjum degi hins ei- lífa lífs og minningin ein merlar eins og samofin rökkurstundum haustsins. Á kveðjustund biðjum við al- góðan Guð að veita ástvinum og fjölskyldum þeirra huggun og styrk á sorgarstund. Blessuð sé minning góðs drengs. F. h. systkinanna frá Gerði og fjölskyldna, Magnús B. Jónsson. Okkur systkinin langar að minnast vinar og nágranna, Guðlaugs frá Gerði í Vest- mannaeyjum, sem lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyj- um 7. desember sl. Kæri Guðlaugur, það er allt- af sárt að kveðja góðan vin, ná- granna og leikfélaga, en senni- lega er það best að vita ekkert um það hvenær kallið kemur. Það var nú einhvern veginn þannig upp á bæjum, eins og það var kallað hér í Vestmanna- eyjum áður fyrr, eða eins og við vorum kölluð Gerðis-krakkarn- ir, að við vorum alltaf eins og systkini. Auðvitað slettist stundum upp á vinskapinn en það stóð aldrei lengi yfir. Eftir að við urðum fullorðin þá hafa þessi vinabönd haldist og nú kveðjum við þig, elsku Guðlaugur, með söknuði. Við systkinin höfum fylgst með þér og þínum veikindum og nú er þeim tíma lokið hjá þér og nýr kafli hafinn í dýrð drottins. Þú varst góður smiður og handlag- inn mjög, sérstakt snyrtimenni og það mátti sjá á húsi þínu og umhirðu, en sennilega hefurðu oft verið einmana eftir að móðir þín lést, en það var aðdáun- arvert hvernig þú hugsaðir um hana. Nú eruð þið bræður allir saman á ný og allir hafið þið kvatt þennan heim og þú, elsku vinur, síðastur. Þú varst alltaf reglusamur og góður maður. Fyrst kvaddi okkur Hall- berg, svo Arnfreð og nú þú og við krakkarnir ef við megum nota það orð eða gamlingjarnir í dag kveðjum þig með trega en við sem trúum á orð Guðs og á Jesúm Krist vitum að þú ert kominn heim og það hafa ábyggilega orðið fagnaðarfund- ir er þið bræður hittust. Elsku vinur, við systkinin frá Hvassa- felli kveðjum þig með söknuði og biðjum góðan Guð að blessa og varðveita þig og allt þitt fólk og vini þína alla. Við vitum að þú hefur fengið góða heim- komu. Guð blessi þig, kæri Guð- laugur Grétar. Sigurður, Friðrik og Kolbrún, Hvassafelli, Vestmannaeyjum. Guðlaugur Grétar Björnsson ✝ RagnheiðurDóra Árnadótt- ir fæddist 8. júlí 1933 í Vest- mannaeyjum. Hún lést 13. desember 2020 á Árgerði, öldrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Foreldrar henn- ar voru Ástrún Sig- fúsdóttir frá Sauð- árkróki, f. 21.10. 1897, d. 3.11. 1982, og Árni J. Gíslason frá Miðhúsum í Blönduhlíð, f. 15.2. 1904, d. 13.8. 1963. Ragnheiður átti einn bróður, sr. Sigfús Jón, f. 20.4. 1938. Hans börn með Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur: Sigurður Kári, f. 1962, Árni Jón, f. 1969, Pétur Jóhann, f. 1972, og Sigfús Ró- bert, f. 1974. Síðari kona sr. Sigfúsar er Anna María Páls- dóttir. Eiginmaður Ragnheiðar Dóru frá 1955 var Pétur Breið- og þeirra Péturs og Ragnheiðar árið 1975. Pétur lést 5. maí 2019. Ragnheiður fæddist í Vestmannaeyjum en fluttist ung með foreldrum sínum til Sauð- árkróks. Móðir hennar tók að sér forstöðu á heimili föður síns, en Árni starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, lengst af sem bíl- stjóri. Hann lést mjög fyrir ald- ur fram. Fáum árum eftir lát Árna flutti Ástrún til Akureyrar og bjó þar um árabil hjá Ragn- heiði og Pétri. Þau höfðu byggt hús í Suðurbyggð 3 og ráku þar heimili, frá 1964 til 2013 að þau fluttu á öldrunardeild Akureyr- ar, fyrst Hlíð en síðan Árgerði í Lögmannshlíð. Ragnheiður Dóra lauk al- mennu námi við Hjúkr- unarkvennaskóla Íslands árið 1955. Hún réðst strax að svo búnu til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sérhæfði sig í skurðhjúkrun, og vann þar all- an sinn starfsaldur eða til 1987. Eftir það lærði hún sjúkranudd og starfaði við það lítilsháttar. Hún var um árabil félagi í Zontaklúbbnum á Akureyri. Útför Ragnheiðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. desember 2020. fjörð Frey- steinsson, gull- smiður á Akureyri. Foreldrar hans voru Guðlaug Dag- björt Pétursdóttir frá Selskerjum við Skálmarfjörð, f. 5.5. 1893, d. 13.3. 1964, og Frey- steinn Sigtryggur Sigurðsson frá Staðartungu í Hörgárdal, f. 16.8. 1886, d. 14.2. 1967. Ragnheiður og Pétur eign- uðust ekki börn saman en Pétur átti eina dóttur, (Guðlaugu) Gail Breiðfjörð Press, f. 2.10. 1950. Hún fluttist ung til Bandaríkj- anna með móður sinni og býr þar með fjölskyldu sinni. Eig- inmaður hennar er Jeffrey Press, f. 31.10. 1948, og börn þeirra eru Samantha, f. 1975, Melissa, f. 1979, og Michael Pét- ur, f. 1981, og eiga þau öll börn. Samband hófst milli Guðlaugar Kveðja frá Zontaklúbbi Akureyrar Það þynnast raðir Zonta- kvenna á Akureyri. Við kvödd- um mætan félaga í nóvember og núna kveðjum við Ragnheiði Dóru Árnadóttur en hún var ár- um saman félagi í klúbbnum. Það er margs að minnast og margar skemmtilegar samveru- stundir, sem við áttum með Ragnheiði í leik og starfi. Nafnið Ragnheiður er ekki mjög algengt en það var sér- kennilegt að í klúbbnum okkar voru á tímabili fimm og stund- um sex Ragnheiðar og fyrsti formaðurinn hét reyndar Ragn- heiður. Ragnheiður var ein af mörg- um hjúkrunarfræðingum í klúbbnum. Hún var formaður þegar Zontahús var vígt og stóð sig vel í því umstangi. Hún var líka formaður Nonnanefndar um tíma. Ragnheiður hafði hlýja og notalega nærveru og var mjög félagslynd. Það var alltaf gott að leita til hennar með erindi fyrir klúbbinn. Að- almarkmið Zontahreyfingarinn- ar er að efla stöðu kvenna og Ragnheiður var öflugur tals- maður þeirrar baráttu. Hún tók þátt í starfi klúbbsins og sótti líka landsfundi og umdæmis- þing og kynntist þannig Zonta- systrum víðs vegar að, aðstæð- um og áhugamálum þeirra. Ragnheiður var í hópi nokk- urra Zontakvenna sem fóru á slóðir Jóns Sveinssonar, Nonna, sumarið 1983. Ferðin var vel skipulögð og þær fengu alls staðar góðar móttökur og hittu málsmetandi menn í Köln og víðar, sem höfðu haft kynni af Nonna. Við nutum þess mörg- um sinnum að heyra þær segja frá þessari ferð og það var við hæfi að dreypa á hvítvíni meðan þær sögðu frá og gleði þeirra og upplifun af ferðinni smitaði út frá sér. Ragnheiður var líka í hópn- um sem fór í merka ferð til Ísa- fjarðar haustið 1996 og stofnaði Zontaklúbbinn Fjörgyn. Þetta var löng bílferð og margt sem bar á góma og við kynntumst betur en áður. Það reyndust vera margir hagyrðingar í hópnum og ýmsir hæfileikar komu í ljós sem áður voru duld- ir. Árangur af ferðinni var góð- ur og það jók á gleðina og vin- áttuna. Ragnheiður var vel lesin og þau hjónin voru mjög dugleg að sækja leikhús og tónleika. Þau ferðuðust um víða veröld og höfðu frá mörgu að segja úr þeim ferðalögum. Þau voru í mjög nánu sambandi við Guð- laugu dóttur Péturs, sem býr í Bandaríkjunum, og fjölskyldu hennar. Heimsóknir voru tíðar milli þeirra og veittu þeim öll- um mikla gleði. Það var nota- legt að koma á fallegt heimili Ragnheiðar og Péturs, þar ríkti gestrisni og hlýlegt viðmót hús- ráðenda. Pétur og Ragnheiður áttu heimili á dvalarheimilinu Lög- mannshlíð síðustu árin. Pétur lést í maí 2019 og Ragnheiður átti við margvísleg veikindi að stríða. Við samgleðjumst henni að vera laus úr viðjum veikind- anna. Við biðjum henni bless- unar og þökkum allar ánægju- legu samverustundirnar og vottum fjölskyldu hennar ein- læga samúð. Fyrir hönd Zontaklúbbs Ak- ureyrar, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnheiður Hansdóttir. Ragnheiður Dóra Árnadóttir Elsku Þórunn Lovísa okkar, nú kveðjum við þig í hinsta sinn með mikl- um trega og söknuði í hjarta. Þú varst einstök kona með hjarta úr gulli og með góða nærveru. Þú bjóst yfir þeim mikla eigin- leika að lýsa upp öll herbergi sama hvert þú fórst og fékkst alla til þess að brosa og hlæja enda mikill húmoristi. Alltaf þegar við komum til Ástu Pálmeyjar komst maður ekki hjá því að kíkja til þín inn í stofu og slúðra um lífið og tilveruna, þú sýndir öllu sem við gerðum svo mikinn áhuga og vildir vita allt. Seint mun nokkur toppa forvitnina þína. Elsku Þórunn, þú ert ein magn- aðasta og yndislegasta manneskja sem við höfum fengið að kynnast og eigum við eftir að tileinka okkur þína eiginleika svo lengi sem við lifum. Allt sem þið Ottó hafið gert fyr- ir okkur er algjörlega ómetanlegt, húsið ykkar hefur alltaf staðið opið fyrir okkur og alla vini Ástu Pál- meyjar og Arnars Páls. Það eru ófá skiptin sem nokkrir vinir mættu á matmálstíma og þá var bara farið inn í ísskáp og græjuð fimm stjörnu máltíð á núll einni fyrir alla, ekkert mál. Öll sumrin þar sem legið var úti á palli og sólin sleikt og endalausar minningar al- veg frá því þið bjugguð á Bæjar- holtinu, í Kolding og svo á Keldu- hvamminum. Við stelpurnar erum ævinlega þakklátar fyrir allar þær minningar sem við eigum saman, Þórunn Lovísa Ísleifsdóttir ✝ Þórunn LovísaÍsleifsdóttir fæddist 12. apríl 1967. Hún lést 19. nóvember 2020. Þórunn Lovísa var jarðsungin 3. desember 2020. því þær ylja á erfiðum dögum. Ásta Pálmey er svo lík þér í persónuleika og sjáum við oft þína takta í henni, hún er bæði forvitin og hefur húmorinn hennar mömmu sinnar og deilir sömu ást á skartgripum. Þetta þykir okkur dýrmætt að sjá vegna þess að að okkar mati er það besta hrós sem hægt er að fá, að líkjast þér. Það komast fáir með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Arnar Páll og Ásta Pálmey voru svo heppin að fá að eiga þig sem mömmu og sömuleiðis Ottó okkar að eiga þig sem eiginkonu. En að tala um þig í þátíð er óraunverulegt og afskaplega erf- itt. Að þú hafir ekki fengið lengri tíma á jörðinni með fólkinu þínu er ósanngjarnt og erfitt að sætta sig við. Við höfum kynnst því síðustu mánuði og vikur að lífið getur verið miskunnarlaust. Styrkur þinn og þrautseigja var gríðarleg í veikind- unum þínum. Nú hafa systkinin þín tekið á móti þér í sumarlandinu og vitum við að þið vakið yfir fjöl- skyldunni og passið upp á hana. Elsku Þórunn okkar, einn dag- inn munum við koma og knúsa þig og þakka þér betur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur en á meðan pössum við upp á Ástu Pál- mey okkar og heiðrum minningu þína um ókomna tíð. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar, elsku Ottó, Arnar Páll, Ásta Pálmey og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um. Takk fyrir allt saman, við elsk- um þig svo mikið. Þú ert ljós okkar í myrkri. Þínar vinkonur, Margrét Sara, Kolfinna Líf, Íris og Kristín Ösp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.