Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 ✝ Níelsa Magn-úsdóttir fædd- ist 16.12. 1937 á Jaðri í Stykkishólmi og ólst þar upp. Níelsa lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 8.12. 2020. Foreldrar Níelsu voru Magnús Ísleifs- son bifreiðarstjóri, f. 3.1. 1907, d. 7.11. 1985 og Bergþóra Þorgeirsdóttir húsmóðir, f. 28.4. 1914, d. 13.4. 2003. Systur Níelsu eru Þórhildur Magnúsdóttir, f. 30.11. 1941 og Guðrún Erna Magnúsdóttir, f. 21.1. 1957. Níelsa giftist 27.9. 1958 Jóni Lárusi Bergsveinssyni vélfræð- ingi, f. 13.8. 1936, foreldrar hans voru Bergsveinn Jónsson hafn- sögumaður, f. 10.3. 1899, d. 26.6. ardóttur, þeirra börn eru: a) Ýr, sambýlismaður hennar er Nicho- las Þór, dóttir þeirra er Ronja Nótt, b) Jökull, unnusta hans er Eydís. Níelsa lauk landsprófi frá Stykkishólmi en stundaði síðan nám í landbúnaðarskóla í Svíþjóð og Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Níelsa var alla tíð virkur þátt- takandi í félagsstörfum, meðal annars í Kvenfélaginu á Álfta- nesi, Kvenfélaginu Keðjan og í stjórn Kvenfélagasambands Ís- lands. Níelsa vann alla sína tíð við skrifstofu- og verslunarstörf og þá lengst í Nýform í Hafnarfirði og á skrifstofu Bessastaða- hrepps. Útförin fer fram frá Garða- kirkju 18. desember 2020 klukk- an 13. Vegna aðstæðna verða ein- göngu nánustu aðstandendur viðstaddir en hægt verður að nálgast streymi á: https://promynd.is/nielsa/. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. 1981 og Vilborg Rögnvaldsdóttir húsmóðir, f. 28.8. 1897, d. 19.9. 1972. Börn Níelsu og Jóns Lárusar eru: 1) Bergþóra Jóns- dóttir, f. 1959, gift Þóri Gíslasyni, þeirra sonur er Gísli Jón, sambýliskona hans er Lilja Rún, þeirra börn eru Stefanía Mist og Þórir Hafnfjörð. 2) Vilborg Jónsdóttir, f. 1961, gift Daða Hilmari Ragnarssyni, þeirra börn eru: a) Árný Lára, gift Hans Werner, þeirra dætur eru Íris Vilje og Vilborg Vilje, b) Jón Ragnar, giftur Heru Guð- laugsdóttur, þeirra synir eru Ís- leifur, Fóki og Þrymur, c) Elsa Sólveig. 3) Bergsveinn Jónsson, f. 1967, giftur Þórleifu Sigurð- Okkar elskulega móðir Níelsa Magnúsdóttir er fallin frá. Við systkinin teljum okkur lán- söm að hafa átt þessa mömmu. Hún var einstök, alltaf tilbúin til að hvetja okkur í öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur, einnig var hún með eindæmum jákvæð og glöð sem hafði mjög góð áhrif á okkur öll sem voru henni náin. Það er yndislegt að alast upp við svona jákvætt viðmót, sem mótaði okkur til að horfa á lífið í jákvæðu og glöðu ljósi. Mamma var glæsileg kona, hún og pabbi voru fallegt par, góðir vinir og mjög samheldin, enda bú- in að þekkjast síðan úr barna- skóla. Þessi vinskapur þróaðist og þau giftust og hafa verið gift í 60 ár. Vegna veikinda eyddi mamma síðustu árunum á Hrafnistu, og var það fastur liður hjá pabba að fara til mömmu og sitja hjá henni á hverjum degi þar sem hann spjallaði um daginn og veginn og hugsaði vel um hana. Mamma var stolt af fjölskyld- unni sinni og var óspör á að segja okkur það, hún var mikil amma og fannst ekkert eins skemmtilegt og þegar við vorum öll saman í sum- arbústað, jóla-, afmælis- eða kaffi- boðum. Síðasta veislan sem við vorum öll saman ásamt systrum hennar var síðastliðið sumar, 17. júní, þá var hún orðin sárlasin en naut sín í sólarblíðunni, horfði á langömmu- börnin leika sér og spjallaði við sína nánustu um lífið og tilveruna. Mamma var mikið jólabarn og það var mikilvægt að jólin væru haldin hátíðleg ásamt því að fylgja þeim gömlu hefðum sem hún hafði tamið sér í gegnum tíðina. Bakstur var mikilvægur hjá henni og var það mjög mikilvægt fyrir okkur að hjálpa til við að baka allar þær óteljandi sortir af smákökum sem hún átti upp- skriftir að, ásamt ómissandi jóla- brauðinu góða með hangikjöti sem við borðuðum saman á jóladag og drukkum hvítöl með. Þessari baksturshefð hennar mömmu verður haldið áfram og ætlum við systkinin að kenna okk- ar börnum og barnabörnum mik- ilvægi þess að halda í sínar hefðir. Nú mega jólin koma! Okkur fannst þetta ljóð eftir Kristján Hreinsson lýsa mömmu vel. Hjá mömmu lifði ljósið bjart sem loga fékk á kerti. Þess máttur lýsti myrkrið svart og mína hugsun snerti. Hún kvaddi okkar æviveg svo ástrík fyrir skömmu. En árum saman átti ég indæl jól hjá mömmu. Nú kemur jólakvöldið senn með kalda, dökka skugga, og ljós frá mömmu lifir enn, hún lét það út í glugga. Elsku mamma, þín verður sárt saknað. Þessi fallegu orð voru sögð við okkur sem við látum fylgja með: „Þeir lifa er munað er eftir.“ Hvíl í friði, elsku mamma, og takk fyrir allt, með ást frá okkur systkinunum. Bergþóra Jónsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Bergsveinn Jónsson. Elsku fallega amma mín. Ég trúi því ekki að þú sért farin og ég fái ekki að hitta þig aftur og segja þér frá uppátækjum stelpn- anna minna, nýjustu hugmynd- inni minni og bara smáspjall um allt og ekkert. Þú varst amma mín í 39 ár, mamma mömmu minnar í 59 ár og ástargullið hans afa í yfir 60 ár. Þú varst auðvitað mun meira en þetta og dýrmæt fyrir fjölskyld- una þína og vini. Þú varst alltaf svo góð amma og gerðir svo margt fallegt fyrir mig sem ég verð ævinlega þakklát fyrir og stolt yfir að segja dætrum mínum frá þér. Þú skilur eftir þig mikla gleði í hjarta okkar allra og fallegar minningar sem aldrei munu gleymast. Þú varst alltaf svo góð, um- hyggjusöm, stolt, ánægð og áhugasöm um fallega fólkið þitt. Það gleður mig tilhugsunin um hversu langt, fallegt og innihalds- ríkt líf þitt var. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar og takk fyrir að þú varst amma mín – ég datt virkilega í lukku- pottinn! Þú lifir áfram í hjarta mínu. Ástarkveðja, þín Árný Lára Daðadóttir. Elsku nafna mín hún amma, uppáhaldsmanneskjan mín, hefur kvatt okkur, ég veit að henni líður betur þar sem hún er núna. En amma var búin að vera veik lengi, samt vildi ég óska þess að ég hefði fengið að hafa þig lengur hjá mér. Ég mun ávallt halda fast í allar minningarnar sem ég á um þig. Öll skiptin sem þið afi biðuð eft- ir mér með kókómjólk og snúð fyrir utan skólann til að keyra mig á fimleikaæfingu. Öll skemmtilegu vídeókvöldin okkar, og hvað þú söngst fallega fyrir mig til að ég gæti sofnað. Oft vorum við Jökull bæði hjá þér í pössun og þá var sko fjör. Sama hvað við vorum óþekk þá hlóstu yfirleitt að okkur og við hlógum mest þegar þú settir upp reiðisvipinn þinn því að okkur fannst hann ekki passa við þig því þú varst alltaf brosandi. Ég er svo stolt af því að hafa verið skírð í höfuðið á þér og mun varðveita minninguna um þig alla mína ævi. Þessa bæn kenndir þú mér og minnir hún mig alltaf á þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Hvíl í friði elsku amma mín. Þín Elsa Sólveig Daðadóttir. Elskuleg systir mín, Níelsa Magnúsdóttir, er fallin frá eftir erfið veikindi sem mörkuðu mjög líf hennar hin síðari ár. Elsa var elst af okkur systrum, Þórhildur í miðjunni og ég yngst. Elsa var elst en hún var minnst, lág í loft- inu en samt svo stór. Ég segi stór, því hún var svo drífandi og rösk til allra verka og hún var blíð og hlý, glaðlynd og jákvæð. Nonna sínum var hún góð eiginkona, börnum sínum þremur góð móðir sem og barnabörnum og barnabarna- börnum. Öll elskuðu þau Elsu ömmu sem fylgdist svo vel með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og hvatti þau. Dætrum mínum fylgdist hún líka vel með og spurði alltaf hvað væri að frétta af þeim og hvað þær væru að gera. Elsa systir fæddist árið 1937 en ég 1957 og því tuttugu ára aldurs- munur á okkur. Þar af leiddi að við áttum ekki samleið í foreldra- húsum; hún að fljúga úr hreiðrinu þegar ég er að setjast í það. Ég á því engar sameiginlegar minning- ar með Elsu úr okkar uppeldi en sama æskuheimilið áttum við á Skólastíg 15 í Stykkishólmi og ól- umst upp við sömu aðstæður hjá ástríkum foreldrum. Elsa og Nonni fluttu svo fljót- lega suður og hafa búið allan sinn búskap á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég fór suður í menntaskóla flutti ég til þeirra á Miðvanginn í Hafnarfirði og var ég þá eins og fjórða barnið á heimilinu enda bara tveimur árum eldri en Berg- þóra sem er elst af þeirra börnum. Þó svo að yfirleitt byggjum við Elsa fjarri hvor annarri kom hún mikið að mínu lífi. Þegar ég fermdist kom hún vestur og sá um fermingarveisluna, þegar ég varð stúdent var haldin veisla á heimili Elsu og Nonna sem og brúð- kaupsveisla okkar Pálma. Um þær veislur sá Elsa enda lista- kokkur og flink í allri framreiðslu. Elsa var glæsileg kona, alltaf svo fín og sæt og umhugað um að líta vel út. Sama var að segja um heimili hennar og Nonna, allt á sínum stað. Það var gott að koma til Elsu og Nonna, gott að finna hvað stóru systur fannst vænt um hreiðurdrútinn sem kannski kom alveg óvart í heiminn, stóru systr- unum kannski ekki til allt of mik- illar gleði í fyrstu. Ekkert var betra en að finna hlýtt faðmlag hennar sem ég fékk að finna síð- ast fyrir þremur vikum þegar ég heimsótti hana á dánarbeðinn og hún býsnaðist yfir því að ég væri að koma suður á þessum tíma til að heimsækja hana. Ég hefði vilj- að geta átt meiri samleið með elsku Diddu minni í gegnum lífið en við áttum góða tíma saman og fyrir það er ég innilega þakklát. Ætíð mun ég minnast þín elskulega systir mín, brosið þitt svo blítt og kært blik í augum skært. Þín systir, Guðrún Erna. Elskulega móðursystir mín Níelsa, hefur nú kvatt þessa jarð- vist, Elsa eins og hún var alltaf kölluð og stundum Didda frænka, eins og mamma hafið kallað syst- ur sína þegar hún var lítil. Þær systur voru þrjár Elsa elst svo kom Þórhildur (Dóda) og svo mamma mín litla örverpið. Tutt- ugu ár voru á milli mömmu og Elsu og sextán á milli mömmu og Dódu. Þegar mamma var nýfædd voru þau Elsa og Nonni nýtrúlof- uð og þegar þau gengu um Hólm- inn með vagninn héldu margir að þau væri komin með eitt lítið en þá var það bara litla systir í vagn- inum. Ég var svo lánsöm að Elsa og Þórhildur hafa alltaf verið mér afar kærar frænkur og svolítið eins og auka ömmur, fyrir það er ég þakklát. Ég fékk að fara í ófáar sum- arbústaðaferðirnar með Elsu og Nonna, þá voru ég og Árný, Jón Ragnar og Gísli Jón oftast með í för. Það var alltaf gaman og Árný leyfði mér að eiga hlut í ömmu sinni og afa, já ég mátti eiga þau með henni, það þótti mér ákaflega vænt um. Svo var alltaf gaman að koma í Norðurtúnið út á Álftanesi og í minningunni var alltaf gott veður og alltaf hægt að laumast í saltpillur sem þau hjónin höfðu keypt í Fríhöfninni í einni af Kan- aríferðunum sínum, en þangað fóru þau oft. Það hefur alla tíð verið gott að koma til Elsu og Nonna og þau einstaklega samhent hjón. Elsa var einstaklega góður kokkur og bakaði góðar kökur. Ég man fyrir nokkrum árum þegar ég kom heim til þeirra, það var eftir að þau fluttu á Hjallabrautina og þau að baka smákökur, Elsa gerði kökurnar og Nonni setti í ofninn og fylgdist með kökunum því þá átti Elsa orðið svolítið erfitt með gang en auðvitað var ekkert hætt að baka, bara fundin lausn á hlut- unum. Elsa var alltaf einstaklega glæsileg og vel til höfð, var alltaf svo fín og sæt. Ég kom oft í gegn- um tíðina heim til hennar og litaði augabrúnir og lakkaði neglurnar og fleira, allt var tipp topp. Ég man þegar ég flutti fyrir þrettán árum út á Álftanes en þangað hafði mér alltaf þótt gott að koma til Elsu og Nonna sem barn, þar var svo rólegt og gott að vera. Þá sagði Elsa við mig að all- ar ungar konur sem flyttu út á Álftanes gengu í kvenfélagið. Ég var nú ekki alveg á því tuttugu og sjö ára en Elsa var kvenfélags- kona eins og amma Begga heitin. Fyrir nokkrum árum átti ég nota- lega stund með Elsu og Vilborgu þegar við fórum á jólafund kven- félagsins, Það var svo gaman hvað allar kvenfélagskonurnar voru glaðar að sjá Elsu enda svo ynd- isleg og var saknað úr kvenfélag- inu. Ef ég geng einn daginn í kvenfélagði mun ég svo sannar- lega hugsa til hennar frænku minnar. Ég er ákaflega þakklát fyrir Elsu frænku mína sem var mér alltaf góð. Hún og Nonni hafa alla tíð verið ákaflega stolt af sínu fólk enda eiga þau frábær börn, barnabörn og langömmubörn. Elsku Nonni, Vilborg, Begga, Beggi og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, skarð- ið er stórt en minning um ynd- islega, góða og brosmilda frænku mun lifa um ókomna tíð. Hvíli í frið elsku frænka Þín Margrét. Níelsa Magnúsdóttir ✝ SigurbjörgKristjánsdóttir fæddist 18. apríl 1945 á Harrastöð- um í Skagahreppi. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 27. nóvember 2020. Foreldrar Sig- urbjargar voru Fjóla Gísladóttir, f. 5. júlí 1918, d. 5. nóv. 1991, og Kristján Guðmundsson, f. 2. des. 1911, d. 16. apríl 1979. Systkini Sigurbjargar eru Guðmundur, f. 14. sept. 1937, d. 2. maí 1977, Guðný, f. 18. jan. 1941, Jóhanna Guðrún, f. 11. maí 1943, Jóna, f. 6. júlí 1948, Gísli, f. 7. nóv. 1949, og Anna Margrét, f. 16. júní 1952. Eiginmaður Sigurbjargar var Magnús Jónasson skrúð- garðyrkjufræðingur, f. 15. júlí 1944. Hann lést 8. júlí 2017. Börn Sigurbjargar og Magnúsar eru stúlka fædd og látin 4. júní 1965, Anton, f. 19. mars 1966, Jónas, f. 24. okt. 1968, Kristján, f. 4. feb. 1971, Rut, f. 22. apríl 1972, Ingvar, f. 21. maí 1980. Barnabörn Sigurbjargar eru 20. Sigurbjörg gekk í barnaskólann á Skagaströnd og var í einn vetur í unglingaskólanum þar. Sigurbjörg var hagyrðingur mikill, orti ljóð og kvæði og skrifaði sögur alla sína tíð. Önnur listsköpun lá líka vel fyrir henni, svo sem að teikna og mála. . Sigurbjörg stefndi á nám í snyrtifræði og hafði áætlað að nema í Dan- mörku, þegar hún kynntist Magnúsi verðandi eiginmanni sínum. Sigurbjörg hóf störf 13 ára í vist á Skagaströnd. Hún vann síðan meðal annars eitt sumar á hóteli í Hlíðardals- skóla. Þegar Sigurbjörg var 17 ára gömul hóf hún störf á elliheimilinu Grund. Síðar starfaði hún á skrifstofu skatt- stofunnar í Reykjavík. Sig- urbjörg lagði stund á af- greiðslustörf ýmiss konar, meðal annars í IKEA og Rafha. Þaðan lá leiðin yfir til ÁTVR þar sem hún starfaði allt til starfsloka eða í 20 ár. Útför Sigurbjargar fór fram 7. desember 2020. Elsku mamma, við söknum þín mikið. Þótt það væri löngu vitað að þessi stund væri nærri, þá er maður aldrei tilbúinn. Söknuður- inn er nístandi sár. Þú varst löngu tilbúin í þitt ferðalag, enda var þetta orðið þér allt mjög erf- itt, og sárt var að horfa á þrek þitt og lífsneista dvína. Við höfð- um þegar kvatt þig einu sinni þegar þú varst á líknardeildinni í fyrra, en svo vaknaðir þú eins og Þyrnirós, tilbúin til að taka út þína inneign sem eftir var og við önduðum aftur. Það var svo gott að fá þig á nýjan leik og geta var- ið aðeins meiri tíma með þér, bara örstund enn. Heilsu þinni fór þó hrakandi og með haustinu sem leið gerðist það hratt. Lífs- gæði þín voru orðin mjög skert og erfitt var að óska í sjálfselsku sinni eftir meiri tíma með þér. Ekkert var þér jafn mikilvægt og börnin þín og barnabörn og það sýndir þú í öllu því sem þú gerðir. Þær eru ófáar buxurnar sem þú hefur stytt, göt sem þú hefur bætt, tár sem þú hefur þerrað og faðmlög sem þú hefur veitt. Þú varst alltaf til staðar og hlustaðir og hvattir okkur áfram með kærleika þínum. „Þú getur þetta,“ er nokkuð sem þú hefur sagt við okkur öll, bæði börnin þín og barnabörn á einhverjum tímapunkti í okkar lífi. Í breyskleika okkar gátum við alltaf leitað til þín, með hvað sem var og hvenær sem var. Þú dæmdir aldrei, heldur hlustaðir og leiðbeindir, straukst okkur um vanga og talaðir blíðlega. Eftir að við urðum fullorðin hélstu áfram að strjúka okkur um vangann, enda óskaðir þú einskis frekar en að líf okkar væri ríkt af hamingju og velgengni. Ást þín var mikil og umvefjandi. Mamma, okkur fannst þú svo vitur og klár, samdir krossgátur, last endalaust af bókum, samdir ógrynni af ljóðum og talaðir svo fallegt mál. Þú blótaðir aldrei, heldur lést okkur heyra það ef þú heyrðir eitthvað slíkt frá okkur. Enda varstu fáguð kona með list- rænt hjarta, og fallegu ljóðin þín munu ylja okkur um ókomna tíð. Þú kenndir okkur mikilvægi þess að við systkinin værum vinir og styddum hvert annað, því ekk- ert væri mikilvægara í lífsins ólgusjó en að eiga hvert annað að. Systkinin væru akkerið þegar á reyndi, þar gætum við leitað huggunar og skjóls. Þetta hlotn- aðist þér í þinni barnæsku enda voruð þið systkinin ætíð bestu vinir og félagar. Í æsku voru samverustundir fjölskyldunnar við eldhúsborðið, oft að spila. Við gátum spilað tímunum saman, og það fylgdi okkur inn í fullorðinsárin. Þegar pabbi var orðinn mjög veikur og þurfti á 24 tíma aðhlynningu að halda, þá sýndi sig þessi samheldni eins og svo oft áður, sem þú hafðir kennt okkur. Við hlúðum að honum, og svo þér, og til að stytta okkur stundir spiluðum við í íbúðinni ykkar að Engjavöllum. Elsku mamma, við eigum ótal hjartnæmar og yndislegar minn- ingar um einstaklega fallega móður og kæran vin, sem munu ylja okkur í söknuðinum sem við finnum nú. Við viljum þakka þér fyrir ferðalagið, samfylgdina, samveruna og hið ómetanlega veganesti sem við fengum frá þér. Megir þú hvíla í friði. Börnin þín, Anton, Jónas, Kristján, Rut og Ingvar. Sigurbjörg Kristjánsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.