Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 ✝ BergþóraHulda Ólafs- dóttir fæddist í Keflavík 13. nóv- ember 1942. Hún lést 11. desember 2020 á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja. Foreldrar Huldu voru Ólafur Bergsteinn Ólafs- son skipstjóri, f. 29. október 1911, d. 14. mars 1976, og Guðlaug Ein- arsdóttir húsmóðir, f. 20. apríl 1905, d. 2. maí 1965. Alsystkini hennar: Guðrún Ólafía Guðný, f. 20. nóvember 1929, d. 28. júlí 2010; Bergþóra Hulda, f. 9. júlí 1932, d. 22. ágúst 1939; Lúlla María, f. 22. júní 1934, d. 24. apríl 2019; Jóna Þur- íður, f. 8. mars 1937; Ólafur Bergsteinn, f. 21. september 1940, d. 28. september 2014. Eiríksson, f. 20. september 1961. Börn a) Ólafur Örn, f. 1. nóv- ember 1980, b) Arnar Már, f. 29. október 1985, c) Eiríka Ösp, f. 30. mars 1993, d) Guðlaug Anna f. 7. ágúst 1996. 2) Sveinbjörg, f. 16. júní 1964. Maki Eyjólfur Agnar Gunnarsson, f. 29. nóv- ember 1968. Börn a) Haukur Ingi Ólafsson, f. 25. júní 1986, b) Guðrún Freyja, f. 12. desember 1993. 3) Halldór, f. 20. júlí 1970. Börn a) Bergþóra Hulda, f. 9. janúar 1991, b) Selma Rún, f. 13. apríl 1994, c) Halldór, f. 13. maí 1995. Sambýliskona Guðný Sig- urbjörg Jóhannesdóttir, f. 4. nóvember 1967. Hulda byrjaði að vinna á ung- lingsárum, fyrst í kaupfélaginu, svo í Alþýðubrauðgerðinni og á Aðalstöðinni. Síðar lá leið henn- ar í flugeldhúsið þar sem hún starfaði í þrjá áratugi. Hulda var mikil áhugamanneskja um mat og matargerð. Hulda var sjó- mannskona og studdi Dóra sinn á Freyjunni alla sína tíð. Hulda mætti á Nesvelli til að spila bingó og hjálpa til við það. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hálfsystir sam- mæðra: Sólveig Einarsdóttir, f. 20. janúar 1926, d. 15. júlí 2018. Hulda giftist Halldóri Sveinbirni Þórðarsyni, f. 17. september 1941, d. 1. júlí 2007. For- eldrar hans voru Þórður Sigursteinn Jörgensson, f. 1. september 1909, d. 17. febrúar 1984, og Sveinbjörg Rannveig Sveinbjörnsdóttir, f. 13. nóv- ember 1915, d. 30. ágúst 1990. Hulda og Halldór hófu búskap fyrst í foreldrahúsum Huldu og síðan á Klapparstíg 5 en lengst af bjuggu þau í Krossholti 11 í Keflavík. Börn þeirra hjóna eru: 1) Guð- laug Hulda, f. 6. janúar 1961, d. 24. ágúst 2016. Maki Örn Sævar Elsku mamma mín, ég hef átt dásamlegar stundir með þér og er ég ævinlega þakklát fyrir þær stundir okkar. Við brölluðum margt í gegnum tíðina og fórum við ófá skipti saman til Tenerife eða Kanarí. Seinasta ferðin okkar til Te- nerife endaði með miklu ævintýr- um þegar við misstum að vélinni heim, ferðin endaði vel og vorum við ákveðnar í að fara aftur saman til Tenerife þegar Covid væri bú- ið. Þú varst alltaf svo dugleg, allt- af á ferðinni, labba í Reykjanes- höllinni, bingó á Nesvöllum og meira að segja orðin bingóstjóri. Þú komst til mín á hverjum degi og sagðir alltaf við mig „ég bara varð að koma og fá að sjá þig“. Við höfum átt margar gæða- stundir á svölunum á Pósthús- strætinu, ég á eftir að sakna þess að fá þig til mín í heimsókn. Alltaf fórum við saman út í kirkjugarð til elsku pabba og Gullu okkar, þér var svo annt um leiðin þeirra og hugsaðir vel um þau. Mér finnst ég eiga eftir að gera svo mikið með þér elsku mamma mín, við vorum búnar að ákveða að halda jólin saman og eiga góða stund með fjölskyldunni. Þú varst dásamleg langamma, ömmubörn- in mín voru svo hrifin af þér og þú af þeim. Ég er svo þakklát fyrir þig elsku mamma, þú varst mér góð móðir. Ég veit nú að þú ert komin með frið í hjartað því þú hefur loksins hitt pabba á ný, þú sakn- aðir hans alla daga frá því hann fór frá okkur. Það tók mikinn toll af þér þeg- ar elsku Gulla okkar dó, stóra systir mín. Við urðum enn nánari eftir það áfall sem dundi yfir okk- ur fjölskylduna þá. Nú eru þið öll saman á ný, ég sakna ykkar allra alveg gríðarlega mikið og ég veit að einn daginn fæ ég að hitta ykk- ur öll aftur. Elsku fallega mamma, takk fyrir allt, ég elska þig og sakna. Þín dóttir, Sveinbjörg Halldórsdóttir. Elsku besta amma mín. Ég veit ekki hvar ég get byrjað, mér finnst svo óraunverulegt að vera að skrifa minningargrein um þig. Þú varst mér alltaf mikilvæg, við áttum svo fallegt samband elsku amma. Þú hrósaðir mér í hvert skipti sem ég hitti þig, fyrir þér gat ég gert allt, þú hafðir óbil- andi trú á því sem ég var að gera og studdir mig alla leið í því. Þú varst alltaf svo dugleg, vel tilhöfð og bíllinn þinn og íbúð alltaf til fyrirmyndar. Þú lést mig sko oft vita af því að bíllinn minn mætti alls ekki vera skítugur, þinn væri það sko aldrei. Ég skal reyna mitt besta elsku amma að taka þig til fyr- irmyndar varðandi bílinn en það gæti nú samt orðið hellings vinna þar sem hann er hvítur en þinn var nú reyndar kremaður og það var sko ekki vandamálið fyrir þig að halda honum alltaf eins og nýj- um. Þú varst alltaf svo mikil skvísa, varaliturinn aldrei langt undan, hárið alltaf nýlitað og fataskáp- arnir þínir troðfullir af gellukjól- um og –blússum eða eins og þú sagðir alltaf: „Freyja mín, komdu og sjáðu, ég var að fá mér þessa blússu, er hún ekki sæt?“ Ég finn fyrir miklum söknuði í hjartanu elsku amma, þetta verða skrítin jól hjá okkur, þú hefur alltaf verið með okkur á aðfanga- dagskvöld. Þú varst meira að segja seinustu jólin þín heima hjá mér, ég sá hvað þér fannst gaman að fylgjast með langömmubörn- unum þínum opna gjafirnar. Ég kveið mikið fyrir því að segja börnunum mín frá því að þú værir farin frá okkur, það var mikil sorg sem fylgdi því. Þú varst þeim svo dásamleg langamma, ég man þegar þú hringdir í mig og baðst mig að koma með þau til mömmu því þú varðst að fá að sjá þau. Þau voru svo hrifin af þér og tóku þér sem ömmu. Ég á svo ótal minningar með þér amma, alveg frá því ég var lít- il. Það klikkaði ekki þegar þið afi fóruð til Reykjavíkur að ég var tekin með. Seinasta bíóferðin okkar var líka skemmtileg þegar við mæðgurnar fórum allar sam- an á Ömmu Hófí, þar var mikið hlegið. Seinustu vikuna þína uppi á spítala var ég hjá þér á hverjum degi, ég hafði svo mikla þörf fyrir að vera hjá þér og fylgja þér síð- ustu metrana. Ég átti svo eftir- minnilega stund með þér þegar við vorum bara tvær saman í her- berginu. Ég var að strjúka á þér hend- urnar og tala við þig, það var lítið um svör þessa síðustu viku en akkúrat þarna opnaðir þú augun og lyftir hendinni, settir hana á kinnina á mér, horfðir í augun á mér og sagðir: „Takk fyrir allt, elskan.“ Þessa minningu á ég eft- ir að lifa með í hjartanu alla ævi elsku amma, takk fyrir að hafa eytt kröftum í að segja þetta við mig. Ég elska þig elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og ég á eftir að sakna þín alla daga. Þín Guðrún Freyja Agnarsdóttir (Freyja). Ég mun ávallt minnast þín sem góðhjartaðrar konu og mun varð- veita þær minningar sem ég á um þig, ferðalögin sem við fórum í saman og saltfisksbollurnar sem voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvíldu í friði elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kær kveðja, Haukur Ingi Ólafsson. Bergþóra Hulda Ólafsdóttir ✝ Helena Bjarg-ey Sigtryggs- dóttir fæddist á Húsavík 25. mars 1946. Hún lést þann 26. október 2020 á Hull Royal Infirm- ary Hospital í Hull, Englandi, eftir skammvinn veik- indi. Foreldrar hennar voru Sig- tryggur Pétursson, kaupmaður og bakari, f. 26. ág. 1912, d. 3. okt. 1966, og Helena María Líndal, kaupmaður f. 18. des. 1912, d. 29. nóv. 1995. Systkini hennar eru Björn Lín- dal, f. 21. maí 1934, d. 14. júlí 2017, Pétur Örn, f. 29. júní 1937, og Bertha Stefanía, f. 22. ágúst 1941, d. 14. nóv. 2020. Helena, eða Hella, eins og hún var oftast kölluð, giftist Baldvini Sigurði Gíslasyni, skipstjóra og forstjóra, þann 21. ágúst 1965. Börn þeirra eru Gísli Rúnar, f. 25.4. 1965, Helena Líndal, f. 16.4. 1966, og Hlynur Fannar, f. 12.3. 1984. Gísli er kvæntur Ragnheiði Margréti Ævars- dóttur, f. 2.6. 1967, og eiga þau tvær dætur Birtu Maríu, f. 10.8. Baldvin fluttust til Akureyrar árið 1965, eftir að þau giftust og síðan til Vestmannaeyja fjórum árum seinna. Eftir eldgosið í Heimaey árið 1973 fluttist fjöl- skyldan til Hafnarfjarðar og tveimur árum seinna til Hodei- dah í Jemen þar sem Baldvin starfaði við kennslu fiskveiða hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Árið 1978 lá leiðin til Mombasa í Kenía þar sem Baldvin starfaði fyrir Þró- unaraðstoð Íslands. Fjölskyldan bjó í Kenía til ársins 1982, þegar þau fluttu aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna vann Hella í bókaverslun Ísafoldar í Austur- stræti. Árið 1986 fluttust Hella, Baldvin og Hlynur til Englands og árið 1993 stofnuðu þau sitt eigið fyrirtæki þar sem Hella sá um bókhaldið og Baldvin sölu- málin. Hella sinnti ýmsum sjálfboða- liðastörfum um ævina m.a. kennslu í blindraskóla fyrir ung- ar stelpur í Keníu og mat- arúthlutun til eldri borgara í Englandi, þar sem hún kynntist mörgum góðum vinkonum. Útför Helenu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á afmæl- isdegi móður hennar, 18. desem- ber 2020, kl. 13. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/ya8la2y4 Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 1993, og Laufeyju Helenu, f. 1.10. 1996. Laufey Hel- ena er í sambúð með Hrannari Ein- arssyni, f. 28.6. 1994. Helena Lín- dal er gift Birni Valdimar Guð- mundssyni, f. 7.7. 1966, og eiga þau þrjú börn, Ara Hrannar, f. 13.12. 1991, Axel Baldvin, f. 15.7. 1995, og Emblu Rún, f. 14.9. 1997. Ari Hrannar er kvæntur Töru Líf Tómasdóttur, f. 8.6. 1992, og eiga þau eitt barn, Mána Björn, f. 16.3. 2019. Axel Baldvin er í sambúð með Elísu Birtu Arnars- dóttur, f. 24.4. 1995. Embla Rún er í sambandi með Halldóri Árna Gunnarssyni, f. 22.4. 1997. Hella ólst upp á Húsavík og vann þar í bakaríi og verslun foreldra sinna. Hún starfaði um skeið í kjörbúð KÞ og prófaði líka að vinna í fiski. Í upphafi árs 1964 hóf hún nám í Húsmæðra- skólanum í Reykjavík. Hún kynntist Baldvin í Reykjavík, þar sem hann stundaði nám í Sjómannaskólanum. Hella og Elsku besta amma okkar. Söknuðurinn er mikill núna, þeg- ar þú ert farin frá okkur svo skjótt. Aldrei aftur munum við sjá innilega brosið þitt sem ávallt tók vel á móti okkur, heyra ynd- islega hláturinn þinn eða finna fyrir mjúka faðminum þínum. Við vorum ætíð velkomin í heimsókn til ykkar í Swanland, og þaðan eigum við minningar sem við munum varðveita að ei- lífu. Þar var tekið vel á móti okk- ur með skilyrðislausri ást og öllu sem okkur lysti. Einnig munum við varðveita allar minningarnar frá ferðalögunum okkar, þú vildir alltaf taka okkur með og sýna okkur heiminn. Bestu minningarnar eru frá skemmtisiglingunum okkar árin 2006, 2011, 2013 og 2017 en þar fengum við að ferðast um Mið- jarðarhafið, Ástralíu og Karíba- hafið með þér. Síðan eru okkur ofarlega í huga öll jólin sem við áttum saman, gjafaflóðið sem fylgdi þér og hlýjan sem yljaði okkur um kalda vetur. Áramótin voru þeim ekki síðri en þá voru gleðin og hamingjan alltaf ríkjandi. Síðast en ekki síst má nefna öll löngu símtölin sem við fengum frá þér, þar sem þú spurðir frétta og vildir heyra allt það sem var í gangi í lífi okkar. Takk fyrir að vera yndisleg- asta amma sem hugsast getur, við munum ávallt sakna þín og varðveita minningu þína um ókomin ár. Hvíldu í friði, yndis- lega amma. Ari Hrannar, Birta María, Axel Baldvin, Laufey Helena og Embla Rún. Helena Bjargey Sigtryggsdóttir ✝ Gróa Magn-úsdóttir fædd- ist í Innri- Fagradal í Dala- sýslu 30.6. 1930. Hún lést á Dval- arheimilinu Mörk 8. desember 2020. Gróa var dóttir Aðalheiðar Lofts- dóttur, f. 16.5. 1910 í Asparvík, d. 25.6. 2002, og Magnúsar Sig- valda Guðjónssonar, f. 5.7. 1894 í Sunnudal í Strandasýslu. Gróa var næstelst 13 systkina: Theó- dór, f. 30. 30.1. 1929, d. 26.7. 2013, Loftur, f. 1931, Guðjón, f. 1932, Þuríður, f. 1934, d. 16.1. 1968, Þórólfur, f. 1935, Ólafur, andaðist á Vífilsstöðum 19.1. 2007. Börn þeirra eru Jón Trausti, f. 6.6. 1962, Katrín, f. 31.8. 1963, Soffía Dröfn, f. 30.4. 1965, Jóhann Kristján, f. 1.5. 1968 og Hjalti Þór, f. 10.4. 1976. Maki Hjalta er Anna Sig- ríður Pétursdóttir, f. 17.5. 1979. Barnabörn Gróu eru fjögur. Hún var virk í kvenfélagi Bú- staðakirkju og Gróa söng með kvennakórnum Glæðum í Bú- staðakirkju. Gróa sinnti ýmsum störfum í gegnum tíðina, meðal annars í kjötvinnslu, hjá Ríkis- útvarpinu í mötuneyti, fyrsta stórmarkaði landsins, Mikla- garði, svo í bakaríi og í mötu- neyti Símans. Hún endaði sinn starfsferil í Furugerði dval- arheimili og þá var hún 71 árs. Hún bjó á Bústaðabletti 10 í Reykjavík alveg til ársins 2017 þegar hún flutti á Dvalarheim- ilið Mörk. f. 1936, d. 11.7. 2013, Ingibjörg Magnea, f. 1938, Z. Einar, f. 1939, Jón Anton, f. 1939, Anna Valgerður, f. 1946, Ásbjörn, f. 1948, Gíslína Guð- björg, f. 1953. Fyrstu árin bjó fjölskylda Gróu í Innri-Fagradal og síðan í Miklagarði þar til fjölskyldan flutti í Hrappsey á Breiðafirði 1940. Bjuggu þau þar í fimm ár og fluttu síðan að Innra-Ósi í Steingrímsfirði. Árið 1961 giftist Gróa Hall- dóri Jóni Vigfússyni, f. í Reykjavík 22.9. 1933. Hann Elsku mamma er látin. Mamma var hlý og hæglát kona og var elskuð af öllum sem hana þekktu. Hún kenndi okkur margt um lífið og tilveruna. Þegar við vorum börn þá fór mamma með okkur mörg sumur í sveitina á Innri-Ósi í Steingrímsfirði, og pabbi kom alltaf aðeins seinna. Eftir því sem við urðum eldri voru margar ferðir farnar í sum- arbústaði og alltaf stækkaði hóp- urinn eftir því sem fjölgaði í fjöl- skyldunni. Við vorum svo lánsöm að búa við Elliðaárdalinn og voru ferð- irnar þangað óteljandi. Það hefur alltaf verið vinsælt af ættingjum og vinum að stoppa í kaffi hjá mömmu. Hún var ekki lengi að koma með kaffið og með því og allir vissu það. Það eru ófáar frænkur og ófáir frændur, og svo stór vinahópur, sem ólust upp með okkur systkinum við umhyggju mömmu og margir sem laumuð- ust að kalla hana líka mömmu og ömmu og henni fannst það sjálf- sagt. Meðan við vorum í barna- skóla var mamma heima og tók á móti okkur með hlýjan faðminn og hjálpaði við lærdóminn. Hún sat stundum við sauma eða handavinnu og þá var spjallað og hlegið en líka ræddir alvarlegir hlutir og okkur systkinum kennt að taka á málum. Við munum eft- ir því þegar bakaðar voru heilu fjöllin af kleinum. Við munum eftir því að vinna með mömmu við heimilisstörfin og syngja saman. Allskonar lög voru rifjuð upp þó að vinsælust væru hjá mömmu lögin sem Ellý söng. Við munum eftir því þegar mamma söng jólalögin yfir jóla- tímann og hvað mikið fjör var við undirbúning jólanna. Í huga mömmu var Hjalti alltaf litli drengurinn, þó hann væri orðinn hærri en allir aðrir í fjölskyld- unni, en hann er yngstur af systkinunum. Mamma söng hann oft í svefn og við kunnum ljúfu lögin ennþá og þau voru og eru sungin fyrir barnabörnin hennar mömmu enn þann dag í dag. Hún kenndi okk- ur að vera sjálfstæð, trúa og treysta á okkur sjálf. Hafði alltaf ráð við öllu ef við vorum að velta einhverju hlutum fyrir okkur. Hún var okkar klett- ur sem við gátum ávallt leitað til. Hlátur hennar var yndislegur og smitandi, hún bjó til besta mömmumatinn. Faðmur hennar var alltaf fullur af ást og um- hyggju. Á þessari stundu er sárt til þess að hugsa að geta aldrei aftur sest niður með mömmu, finna hönd á vanga, og velta fyrir sér málunum. Við hefðum svo svo gjarnan viljað eiga ótal fleiri ár til þess. Elsku mamma, þú hefur nú kvatt þennan heim og með ást, söknuð og hlýhug í hjarta og óumræðanlegri þökk fyrir að fá að eiga þig að, kveðjum við þig. Jón Trausti, Katrín, Soffía, Jóhann, Hjalti. Í dag kveðjum við Gróu systur okkar í hinsta sinn. Við minnumst Gróu með söknuði og hlýju. Við áttum ekki von á að hún myndi kveðja þessa jarðvist svona snögglega. Gróa var elsta systirin í stórum systkinahópi. Hún var nægjusöm, með mikið jafnaðar- geð og fylgin sér. Gróa og Dóri bjuggu á Bú- staðabletti 10 öll sín búskaparár. Alltaf voru allir velkomnir til þeirra og tekið vel á móti manni. Oftar en ekki var boðið upp á ljúf- fengar kleinur með kaffinu. Þeg- ar systkinabörnin komu í afmæl- isveislur eða annan fögnuð var mikið fjör enda stór hópur. Þótt fjölskyldan væri stór var þó alltaf pláss fyrir fleiri. Margir nutu góðs af því að búa hjá þeim í kjallaranum til lengri eða skemmri tíma. Foreldrar okkar bjuggu um tíma hjá þeim og þar var vel hugsað um þau. Síðasta sumar var haldið ætt- armót. Það gladdi okkur að Gróa treysti sér til að koma ásamt börnum sínum og fagna 90 ára af- mæli sínu með okkur systkinun- um og afkomendum þeirra. Síðustu árin dvaldi hún á Dval- arheimilinu Mörk, þar sem vel var hugsað um hana. Við systurn- ar kíktum reglulega í heimsókn þótt heimsóknirnar hafi verið færri en við vildum þetta árið vegna takmarkana. Minning þín lifir, hvíldu í friði. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Valdimar Briem) Innilegar samúðarkveðjur til ykkar kæri Jón Trausti, Katrín, Soffía, Jóhann, Hjalti og fjöl- skyldur. Ingibjörg, Anna og Gíslína. Gróa Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.