Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 mér til staðar allt mitt líf og er ég óendanlega þakklát fyrir alla þína ást og umhyggju elsku afi. Þú gafst frá þér svo góða strauma og kenndir fólki í kring hvað það væri gott stund- um að slaka bara á og dansa og söngla eins og enginn væri að horfa. Ég gleymi því ekki þegar það átti að kenna okkur krökk- unum í skólanum „fernings- dansinn“ eða „quadrille“ í dans- tíma og hvað ég varð ægilega spennt vegna þess að afi minn var sko búinn að kenna mér þann dans og sýndi ég heldur betur hinum krökkunum hvern- ig þetta væri gert! Mín skemmtilegasta minning með þér var þegar ég fékk loks að smakka chili af frægu chili- plöntunni þinni sem þú svo sannarlega sást um að lifði löngu lífi. Þú fékkst þér bara eitt chili í heilum bita eins og það væri hið minnsta mál og auðvitað vildi ég sko vera eins og afi og gleypti heilt chili líka. Ekki leið á löngu þar til ég hélt að það væri kviknað í mér og brunuðum við inn í eldhús til ömmu að láta hana gefa mér mjólk að drekka. Ekki var það nóg vegna þess að litli vitleys- ingurinn ég ákvað að nudda augun og nefið sem varð til þess að allt varð vitlaust! Dá- góðum tíma seinna róaðist ég loks niður og var komin með frosnar rækjur upp í báðar nas- ir, mjólk í munninum og ost yf- ir augnlokunum. Margoft hlóg- um við yfir þessum degi ásamt fleiri vitleysingalátum, það var aldrei langt í fjörið með þér elsku afi. Takk fyrir afi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér yfir ævina. Takk fyrir að sjá um mig þegar ég var veik, takk fyrir alla gleðina þegar ég var leið, takk fyrir alla dansana, takk fyrir alla bíl- túrana, takk fyrir umhyggjuna þegar ég grét, takk fyrir allar veiðiferðirnar, takk fyrir allan tímann sem þú eyddir með mér, takk fyrir alla ástina. Takk fyrir allt afi. Eins og við sögðum alltaf elsku afi: „Love you – see you later!“ Þín afastelpa, Ragna Björg (Lilla). Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund. Það sem manni er efst í huga er þakklæti fyrir allar yndis- legu minningarnar og samveru- stundirnar sem við áttum með þér og ömmu Ingu. Þú varst alltaf síbrosandi, hlæjandi, dansandi og með góða nærveru. Það er ekki sjálfgefið að eiga afa sem gefur svona mikið af sér og gaman er að vera í kringum. Ekki furða að krakk- arnir í blokkinni hafi alltaf bankað hjá okkur þegar þau heyrðu að afi Smári væri kom- inn í heimsókn. Þessi lífsgleði breyttist ekki þegar alzheim- ers-sjúkdómurinn fór að taka yfir og þegar málið fór þá varstu engu að síður brosandi og dansandi allan liðlangan daginn, starfsmönnum DAS til mikillar gleði. Samverustundirnar hafa svo sannarlega verið margar. Ég man ekki þá viku sem þið amma Inga komuð ekki í heim- sókn og var alltaf jafn ánægju- legt að sjá ykkur renna í hlað. Jólin eru þó líklega minnis- stæðust enda voruð þið alltaf með okkur á jólunum. Það var órjúfanleg hefð að vera með tvíréttað, annars vegar ham- borgarhrygg fyrir ykkur gikk- ina og hins vegar rjúpu. Svo var það brosið á ömmu þegar hún opnaði frá þér nýjasta jó- laóróann frá Georg Jensen. Sjálfur fékk ég yfirleitt bækur frá ykkur og er það líklega stór ástæða fyrir því að ég hef jafn gaman af því að lesa og ég geri í dag, og þessar ævintýrabækur sem þið gáfuð mér les ég enn. Jólin verða því furðuleg þetta árið án þín. Við munum hins vegar halda í hefðina og elda hamborgarhrygginn eins og þér þótti hann bestur. Það var einnig ógleymanlegt þegar ég heyrði í fyrsta sinn frasann sem þú hafðir nánast einkaleyfi á: „Ég þoli ekki þeg- ar það vantar.“ Það munaði engu hvort þú varst að ná í mat fyrir 12 manna fótboltalið eða hvort við vorum á „kentörkí fræd tjikken“, þar sem yfirleitt var pöntuð stór fjölskyldufata fyrir okkur tvo ásamt frönsk- um, kartöflusalati og brúnni sósu. Alveg óþolandi þegar vantar. Þú hefur eiginlega brennimerkt þennan frasa inn í mig ásamt ódauðlegri ást á kjúklingnum frá manninum í hvítu jakkafötunum. Þú varst mikið skáld og samdir til að mynda skírnarljóð fyrir okkur börnin þrjú sem okkur þykir óendanlega vænt um. Það sem meira er, þú mundir þau öll og gast þulið upp í heild sinni, jafnvel þegar minnið og málið fór að hverfa. Þín verður ekki síst minnst sem mikils veiðimanns og veiddi ég einmitt minn fyrsta fisk (bleikju) með þig mér við hlið. Þeir voru ófáir stórlax- arnir sem þú landaðir en veiði- mennskan var ekki bara á sviði þess að standa við bakkann heldur einnig að afla beitunnar. Þannig varst þú kominn út í móa öll kvöld þegar rigndi og farinn að tína maðka, þessa stóru og góðu sem laxarnir vilja fá. Þá man ég einnig þegar ég hnýtti mína fyrstu (og einu) flugu með þér, en þú varst afar lunkinn í þeim efnum og margir sem vildu kaupa af þér þínar handhnýttu flugur. Það er við hæfi að enda þetta hér, þar sem þú stendur nú lík- lega við hlið pabba og ömmu við árbakkann á fallegum sum- ardegi að renna fyrir fisk. Góða ferð, elsku afi. Með söknuði, Þorsteinn Andri. Veiðimaður, listrænn, hjálp- samur, barngóður, hagyrðingur og dansari góður. Þetta er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til mágs míns hans Smára. Við hittumst eim- mitt fyrst á dansleik á Suður- eyri þegar Inga Jónasar vin- kona Smára lagði til að hann byði tilvonandi og nýtrúlofaðri mágkonu sinni upp í dans. Þetta voru viðeigandi fyrstu kynni því iðulega var glatt á hjalla þegar Smára bar að garði. Stundum þegar hann kom í höfuðborgina bauð hann okkur Guðjóni með sér út á lífið. Ekki skorti gjafmildina og gleðina sem alla tíð fylgdi honum. Þannig var það hvert sem Smári fór. Alls staðar var hon- um vel tekið enda vinmargur og hrókur alls fagnaðar. Ávallt var mikill samgangur milli okkar Guðjóns og Smára og Ingu. Gott var að koma í Skipasundið til þeirra. Þar voru ávallt kræsingar á borðum auk þess sem Smári var yfirleitt reiðubúinn að sýna nýjasta listaverkið sitt, sem var í formi flugna sem hann hnýtti af mik- illi snilld. Var mikið lán fyrir Smára að kynnast henni Ingu sinni og gerðu þau margt sam- an yfir 30 ár. Í veiðinni fann Smári sig best. Einkennandi fyrir hjálp- semi hans var hvernig hann kom fram við aðra veiðimenn. Hvort sem það var maðkat- ínsla, flugnagerð eða ráðgjöf var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Munaði hann ekk- ert um að skríða um garða og tún í maðkaleit heilu næturnar, svo aðrir kæmust í veiði. Lík- lega var tímakaupið ekki hátt. Það segir sitt um hann að börn hændust að honum og fannst gott að hvíla í fangi hans. Mörg falleg fermingarljóð sendi hann börnum í stórfjöl- skyldunni. Við fjōlskyldan erum þakklát honum fyrir allt sem hann var okkur. Við kveðjum ljúfan mann. Hans nánasta fólki sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Helga Ívarsdóttir. Minn gamli vinur, Hörður Smári Hákonarson, er látinn. Smári, eins og hann var alltaf kallaður, vekur margar góðar minningar frá fyrri tíð sem gaman er að rifja upp og þann- ig vil ég muna hann. Við Smári kynntumst 1967 þegar Guðjón bróðir hans gift- ist Helgu systur minni og ég kynntist þeim bræðrum og for- eldrum þeirra, öðlingshjónun- um Konna og Gauju sem öllum vildu gott gera og naut ég góðs af því. Þá var Smári sjómaður fyrir vestan en við náðum vel saman þegar hann kom á Grettisgötuna til foreldra sinna að jafna sig af fótbroti úti á sjó. Þá kom ég þar daglega og við spiluðum rússa. Smári var galdramaður með spilin og ég man varla eftir að hafa unnið eitt einasta spil. Svo þegar hann var kominn á fætur fórum við á gömlu dansana og þá var gaman. Smári var hæfileikamaður á mörgum sviðum. Flugnæmur námsmaður, listrænn, góður teiknari, flinkur handverksmað- ur, listamaður í fluguhnýting- um og fisknasti veiðimaður sem ég hef þekkt. Það brást ekki að í veiðitúrum veiddi hann yfir- leitt jafnmikið eða meira en all- ir aðrir í hópnum. Næmi hans og kunnátta gerði hann að yf- irburðamanni. Smári var léttlyndur, lífs- glaður og kærulaus. Hann safn- aði ekki eignum eða fjármunum heldur lifði fyrir líðandi stund. Duglegur að afla og þénaði oft vel sem stýrimaður á fiskiskip- um en líka jafn duglegur að eyða fengnu fé og manna örlát- astur, bauð og gaf á báða bóga meðan hann hafði eitthvað handa á milli. Ekki sló hann hendinni á móti guðaveigum og skemmti sér manna lengst og best þegar þær voru annars vegar. Smári var fjölskyldumaður á yngri árum og eignaðist þrjár myndarlegar dætur sem hann hafði lítið samband við um tíma en það breyttist síðar. En það var lífsgæfa hans þegar hann kynntist henni Ingu sinni og fór að búa með henni í Skipa- sundi 46. Inga var einstök kona sem færði alla hluti til betri vegar og þar var gott að koma. Smári tók þá upp heilbrigðari áhugamál en sukk og svall. Fyrst voru það hestar en svo fór hann út í fiskarækt og þar fór hann alla leið eins og hans var siður. Fiskabúrin í litlu íbúðinni voru óteljandi og um- hirðan var góð. Smári var mik- ill maðkatínslumaður og lista- maður í fluguhnýtingum, bókamaður, prýðilega hagmælt- ur og oft fylgdi falleg vísa frá honum í kortum til vanda- manna, einkum barnanna. Smári var ljúfmenni og vildi öllum vel. Smári hætti sjómennsku og fluttist í bæinn um fertugt og lauk þá múraranámi á skömm- um tíma. Margir nutu góðs af handaverkum hans því hann var bóngóður og hjálpsamur og ekki dýrseldur á vinnu sína. Síðustu árin starfaði hann sem vaktmaður og starfmaður bens- ínstöðva. Smári missti mikið þegar Inga hans lést haustið 2014. Eftir það fór hann á dvalar- heimilið Seljahlíð og síðustu ár- in dvaldist hann á hjúkrunar- heimilinu Hrafnistu. Hann hélt áttræðisafmæli sitt í faðmi fjöl- skyldu og vina, en eftir það hallaði undan fæti og hann hvarf inn í óminni alzheim- ersjúkdómsins. Alltaf varð hann glaður þegar maður kom í heimsókn þótt hann fyndi ekki orð fyrir hugsanir sínar. Bless- uð sé minning Smára vinar míns. Jón M. Ívarsson. Nú er dagur að kveldi kom- inn og einnig að ferðalokum. Þessi orð koma upp í huga mér nú þegar við kveðjum Hörð Smára Hákonarson – eða Smára eins og hann hét í huga okkar – hinstu kveðju. Kynni mín af Smára hófust 1988 í gegnum fjölskyldubönd, en upp frá því myndaðist vinátta sem stóð æ síðan og byggðist á gagnkvæmu trausti. Eins og allir vita, sem þekktu Smára, þá var hann veiðimaður af Guðs náð, og stóðust honum fáir snúning í þeim efnum. Veiði- mennska varð okkar sameigin- lega áhugamál og fórum við víða um lendur í þeim erindum. Að því marki sem ég gat tekið við þá reyndi hann að kenna mér helstu leyndardóma veiði- mennskunnar eins og honum einum var lagið. Í tímans rás urðu veiðiferðirnar margar og víða var farið bæði í óbyggðum sem og í byggð. En nú er komið að ferðalok- um. Á þessum tíma fyrir tveim- ur árum kom Smári, ásamt dóttur sinni, í síðasta sinn í heimsókn til okkar fjölskyld- unnar á Vesturbrún. Það var mikið góð og falleg stund sem við áttum saman. Við fengum okkur smákökur og jólaöl enda jólin að nálgast óðfluga eins og nú. Þá var spjallað saman og spilað á hljóðfæri og sungið m.a. „að ferðalokum finn ég þig“. Þetta var góð stund – fal- leg minning um góðan og lífs- glaðan mann. Nú er hann vinur minn kom- inn á nýjar veiðilendur og fer hratt yfir í leit að álitlegum veiðistað – léttum skrefum eins og forðum. Þar sem eðlishvöt veiðimannsins Smára sagði til voru hyljir skannaðir og rennt var fyrir fisk. Ég kveð vin minn, Hörð Smára Hákonarson, með sökn- uði. Líf mitt varð ríkara og glaðlegra við það að kynnast Smára og fá að verða samferða honum um langt skeið. Minningarnar um allar góðu og skemmtilegu stundirnar okkar saman eru mér ómetan- legar og ég mun varðveita þær vel. Ég votta dætrum Smára og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð við fráfall hans. Pálmi Vilhjálmsson og fjölskyldan á Vesturbrún. ✝ Anna ElsaBreiðfjörð fæddist í Reykjavík 4. september 1947. Hún lést á Landspít- alanum 9. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur E. Breiðfjörð, f. 8. maí 1888, d. 21. febrúar 1964, og Sigríður J. Breið- fjörð, f. 21. maí 1914, d. 21. jan- úar 2000. Eftirlifandi systkini Önnu eru Sturla Snorrason, Guðmundur Breiðfjörð, Sigríður Breiðfjörð og Gunnar B. Breiðfjörð. Anna var gift Ámunda Frið- rikssyni, f. 22. apríl 1946, og sam- an eiga þau þrjú börn: 1) Friðrik, f. 18. janúar 1969, kvæntur Hrafnhildi Hörpu Skúladóttur, f. 7. nóvember 1974, börn þeirra eru: a) Andri Heimir, f. 1. októ- ber 1989, unnusta hans er María Rós Arngrímsdóttir. Börn þeirra eru Elimar Andri, Alba María og Anika Elín. b) Aron Snær, f. 29. janúar 1997, unn- usta hans er Ragna Björg Kristjáns- dóttir. c) Ámundi, f. 29. nóvember 1998, unnusta hans er Arna Katrín Krist- insdóttir. 2) Agnar Þór, f. 15. febrúar 1975. 3) Agnes, f. 24. ágúst 1981. Börn hennar eru a) Arnór Freyr Breið- fjörð, f. 22. mars 2004. b) Birkir Máni Breiðfjörð, f. 4. mars 2008. Anna vann ýmis versl- unarstörf, m.a. við fataversl- unina Fakó, en lengst af var hún húsmóðir og sá um bókhaldið í fyrirtæki þeirra hjóna. Útför Önnu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 18. desember 2020, klukkan 15 en vegna að- stæðna í þjóðfélaginu verða að- eins nánustu ættingjar við- staddir. Athöfninni verður streymt á: https://www.sonik.is/ anna/. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/ andlat/. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljóm- ar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móð- ur. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Hvíldu í friði elsku mamma. Þinn sonur, Agnar Þór. Anna Elsa Breiðfjörð Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA HULDA ÓLAFSDÓTTIR, Víkurbraut 15, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 11. desember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinbjörg Halldórsdóttir Eyjólfur Agnar Gunnarsson Halldór Halldórsson Guðný Sigurbjörg Jóhannesd. barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN LEIFUR SIGURÐSSON, Starrahólum 8, Reykjavík, lést á heimili sínu 13. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir Jórunn Ingibörg Kjartansd. Þorkell Gunnarsson Sigurbjörn Kjartansson Sigurður Ingi Kjartansson Sólveig Sigurðardóttir Jens Pétur Kjartansson Harpa Óskarsdóttir Íris Berglind Kjartansdóttir Júlíus Jónsson Kjartan Örn Kjartansson Guðbjörg Kristín Bárðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku Aðalbjörg frænka er látin, langt fyrir aldur fram. Hún lifði alla tíð heilbrigðu lífi og var einstak- lega hraust. Því komu veikindi hennar okkur í opna skjöldu. Hún var einstaklega skýrt og skemmtilegt barn og margar góðar og skemmtilegar minning- ar rifjast upp. Húmorinn missti hún aldrei þrátt fyrir alvarlegt slys í æsku og fáir kunnu jafn marga brandara og hnyttnar vís- ur og hún. Hún var afar iðin við ýmiss konar handverk og öll börn hændust að henni. Skömmu eftir andlátið færði Magnús hugsanir sínar á blað og útkoman varð þannig: Hún var löngum sem lítið barn, sem lék við bernsku grundir. Pottaleppar og prjónagarn, prýddu hennar stundir. Aðalbjörg Gunnarsdóttir ✝ AðalbjörgGunnarsdóttir fæddist 9. maí 1976. Hún lést 20. nóvember 2020. Útförin fór fram í kyrrþey 26. nóv- ember 2020. Þráði ást og þurfti yl, þegar rökkur að sótti. Þegar hagaði þannig til, og þegar henni þótti. Með bröndurum sér byggði vörn, bar því oft á góma. Hún elskaði líka önnur börn, allt var það henni til sóma. Hún verður mörgum minnisstæð, margt átti gæfusporið. Í handverki sló hennar æð, henni við tileinkum vorið. Drottinn gaf og drottinn tók, dýrustu perluna sína. Aðalbjörg gaf og Aðalbjörg jók, við alheimsmyndina mína. Elsku Jóhanna mín. Við sendum þér og allri fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Að- albjargar. Ingibjörg Dís Geirsdóttir og Magnús Víkingur Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.