Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 12
Óvirk markaðssvæði Færri en 500 heimili og fyrirtæki Fleiri en 500 en færri en 750 Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun Vestfi rðir Hnífsdalur Bolungarvík Súðavík Flateryi Suðureyri Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Þingeyri Hólmavík Norðurland Hvammstangi Grenivík Ólafsfjörður Laugar Mývatn Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Austurland Vopnafjörður Seyðisfjörður Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjöfður Breiðdalsvík Djúpivogur Suðurland Vík Kirkjubæjarklaustur Vesturland Grundarfjörður Ólafsvík Hellissandur Búðardalur Suðurnes Vogar Póstnr. Staður Fjöldi 245 Sandgerði 685 250 Garður 597 340 Stykkishólmur 542 580 Siglufjörður 605 620 Dalvík 514 Póstnr. Staður Fjöldi 730 Reyðarfjörður 596 740 Neskaupstaður 617 780 Höfn 607 806 Bláskógabyggð 693 815 Þorlákshöfn 645 Staðir með fl eiri fyrirtæki og heimili en 500 en færri en 750 Samtals fjöldi heimila og fyrirtækja í póstnúmeri BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjörutíu og þrjú póstnúmer á Íslandi eru skilgreind sem „óvirk markaðs- svæði“ í nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) þess efnis að Pósturinn skuli vera alþjónustu- veitandi á Íslandi til næstu 10 ára. Skilgreiningin á óvirku markaðs- svæði er sett fram til grundvallar út- reikningi á því hver hreinn kostnað- ur Póstsins er af þeim skyldum sem á honum hvíla vegna útnefningarinn- ar sem alþjónustuveitandi. Er það í raun sá kostnaður sem skilgreindur er sem alþjónustubyrði og mun rík- issjóður bæta fyrirtækinu upp þann kostnað. Íslandspóstur mun taka við hlutverkinu frá og með áramótum en hefur raunar, til bráðabirgða, sinnt því allt þetta ár eða frá því að einka- réttur fyrirtækisins á tilteknum teg- undum póstþjónustu féll niður. Þurfa meira fjármagn Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið tók ákvörðun um það samhliða bráðabirgðaútnefningunni fyrir yfirstandandi ár að Pósturinn fengi 250 milljónir króna sem var- úðarframlag vegna alþjónustubyrði sinnar. Fyrr á þessu ári bárust þær upplýsingar frá Póstinum að fram- lagið þyrfti að vera nærri því tvöfalt hærra, ef það ætti að standa undir kostnaði fyrirtækisins. Heimildir Morgunblaðsins herma að forsvars- menn Póstsins telji að enn meira fé þurfi að koma til vegna yfirstandandi árs. Við fyrrnefnt mat á því hvaða svæði teljast virk markaðssvæði og hver ekki ákvað PFS að miða við að þau svæði teldust óvirk þar sem sam- anlagður fjöldi fyrirtækja og heimila er færri en 750. Í samráðsskjali sem stofnunin hafði gefið út fyrr á þessu ári vegna útnefningar Póstsins sem alþjónustuveitanda var fyrst miðað við að fjöldinn væri 500. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS segir í samtali við Morgunblaðið að mörkin hafi ver- ið hækkuð um 50% eftir athuga- semdir og tillögur frá Póstinum. „Í upphaflegri tillögu var viðmiðið 500 og litum við þar til ákvörðunar samkeppnisráðs nr. 42/1996 þar sem óvirk markaðssvæði voru skilgreind með þessum hætti. Við tókum hins vegar tillit til sjónarmiða Póstsins sem við töldum málefnaleg og því voru mörkin hækkuð.“ Með hinu breytta viðmiði færðust 10 póstnúm- er eða staðir undir skilgreininguna um óvirk markaðssvæði sem annars hefðu fallið utan skilgreiningarinnar. Það eru Sandgerði, Garður, Stykkis- hólmur, Siglufjörður, Dalvík, Reyð- arfjörður, Neskaupstaður, Höfn, Bláskógabyggð og Þorlákshöfn. Þar er Dalvík rétt ofan við fyrri mörkin, eða með samanlagt 514 heimili og fyrirtæki. Næst efri mörkum hins nýja viðmiðs er svo Bláskógabyggð með 693 fyrirtæki og heimili. Skilgreina svæðin aðskilin Athygli vekur að á listanum eru allnokkur þéttbýli þar sem stutt er á milli staða, má þar m.a. nefna Eski- fjörð, Reyðarfjörð og Neskaupstað en 15 km skilja fyrrnefndu bæina að og 23 km þann fyrst nefnda og þann síðastnefnda. Væru þessir þéttbýlis- kjarnar skilgreindir sem eitt mark- aðssvæði væri samanlagður fjöldi fyrirtækja og heimila 1.685. Þá má nefna að Sandgerði og Garður eru skilgreind sem aðskilin markaðssvæði en 7 km skilja þau að. Væru þau talin sem eitt svæði væri samanlagður fjöldi fyrirtækja og heimila 1.282. Þá kemur einnig fram í ákvörðun PFS að ákveðin markaðs- svæði, sem eru í námunda við mun stærri markaði, eru skilgreind sem óvirk. Á það t.d. við um Þorlákshöfn sem er í 29 kílómetra fjarlægð frá Selfossi. Þar virðist farin önnur leið en í tilfelli nokkurra póstnúmera á Reykjanesi, t.d. 233 og 235 (Kefla- víkurflugvöllur). Á þessum svæðum eru annars vegar 69 fyrirtæki og heimili og hins vegar 63 en eru þó skilgreind sem hluti af virku mark- aðssvæði vegna nálægðar við Grindavík og mesta þéttbýlið í Reykjanesbæ (póstnúmer 240, 260 og 262). Spurður út í það af hverju PFS skilgreindi þessa þáttbýliskjarna ásamt fleirum sem aðskilin markaðs- svæði en ekki sameinað segir Hrafn- kell að ekki sé víst að póstlög gefi kost á slíkri skilgreiningu. „Við höfum hins vegar gert fyrir- vara við þessa ákvörðun okkar og við áskiljum okkur rétt, þegar rekstrar- tölur Póstsins liggja fyrir, til þess að breyta þessari skilgreiningu okkar. Ef í ljós kemur að það sé hagræði í deifingunni milli þessara staða kunna þeir að falla út af listanum um óvirk markaðssvæði.“ Bendir hann á að til mótvægis við fyrirliggjandi mat PFS á mörkum svæða utan virkrar samkeppni sé gerð krafa um greiningu hreins kostnaðar niður á svæði og að kostn- aðargreiningin sjálf kveði endanlega upp úr um hvort hreinn kostnaður sé til staðar fyrir Póstinn við útburð í tilteknu póstnúmeri. Margir óvirkir markaðir  Póst- og fjarskiptastofnun skilgreinir 43 svæði á Íslandi sem óvirka markaði  Matið kann að taka breytingum þegar rekstrartölur Póstsins liggja fyrir  Telja að ríkið þurfi að leggja fram meira fé Morgunblaðið/Hari 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Viðburðarík fjölskyldusaga um ólgu hernámsáranna á Seyðisfirði þegar allt breyttist og lífsháskinn vofði yfir. Kristín Steinsdóttir, höfundur Ljósu, segir hér frá trúverðugum og skemmti- legum sögupersónum af einstakri hlýju og næmni. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.isLANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.