Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  300. tölublað  108. árgangur  Gáttaþefur kemur í kvöld 3 dagartil jóla jolamjolk.is AFTUR Á EFSTA ÞREP VERÐ- LAUNAPALLSINS LÁGIR VEXTIR OG STERKUR KAUPMÁTTUR ALLTAF AÐ HUGSA UM NÚTÍMANN FASTEIGNIR 6 ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR 29ÞÓRIR ÞJÁLFAR 27 Sigurður Bogi Sævarsson Viðar Guðjónsson Pétur Magnússon Andrés Magnússon Alls 305 íbúar á Seyðisfirði fengu síð- degis í gær að snúa aftur til síns heima; það fólk sem býr norðan Fjarðarár og tveimur götum sunnan árinnar sem liggja lægst og fjærst fjöllum. Sem kunnugt er var kaup- staðurinn rýmdur síðdegis á föstudag eftir að skriður féllu á hús á Búðar- eyri og eyðilögðu. Enn er talin hætta á frekari skriðuföllum og fólk sem býr í húsum undir fjallshlíðinni sunnan- vert í firðinum, alls 276 manns, verður því að dveljast annars staðar uns myndin skýrist. Neyðarstig almannavarna á Seyð- isfirði var í gærkvöldi fært niður í hættustig. Nú að morgni dags átti að taka stöðuna og fara yfir mat ofan- flóðasérfræðinga Veðurstofu Íslands og annarra á hættu á frekari skriðu- föllum. Í framhaldi af því verða ákvarðanir teknar, segir Jens Hilm- arsson, varðstjóri lögreglunnar á Austurlandi, sem stýrt hefur aðgerð- um á Seyðisfirði síðustu sólarhringa. 50 manns við hjálparstörf Að frátöldum Seyðfirðingum sem komnir eru aftur heim eru nú í bæn- um um 50 manns sem tengjast björg- unaraðgerðum; frá lögreglu, björgun- arsveitum, Rauða krossinum og sveitarfélaginu. Þá er varðskipið Týr í Seyðisfjarðarhöfn en helsta hlutverk áhafnar þess er að fylgjast með hugs- anlegum hreyfingum í fjallshlíðinni með tilliti til skriðuhættu. Hafa ljós- kastarar varðskipsins meðal annars verið nýttir til að bregða birtu á brekkurnar. „Dagurinn fór að mestu í að fylgjast með innviðum bæjarins, koma á rafmagni og undirbúa hreins- unarstarf,“ sagði Jens Hilmarsson um verkefnin sem hjálparliðar sinntu á Seyðisfirði í gær. Fljótlega verður opnuð þjónustu- miðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði, skv. tilkynningu frá rík- islögreglustjóra. Verkefni hennar fel- ast meðal annars í upplýsingagjöf og þjónustu við þá sem urðu fyrir tjóni í þessum náttúruhamförum. Úrkoma aldrei mælst meiri Þá stund sem dagsbirtu naut í gær á Seyðisfirði sást vel hve gríðarlega miklar skemmdirnar af völdum skrið- anna eru á svæði sem einu nafni kall- ast Búðareyri. „Flóðin gjörbreyta ásýnd þessa hluta bæjarins og tjónið er mikið,“ segir Vilhjálmur Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði og nú fulltrúi í sveitarstjórn Múla- þings. „Sé farið langt aftur þurfa hamfarir eins og nú hafa gengið yfir hér á Seyðisfirði ekki að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Aldrei hefur mælst eins mikil úr- koma á fimm daga tímabili á Íslandi og á Seyðisfirði dagana 14.-18. desem- ber síðastliðinn. Alls mældist úrkom- an 570 mm, en til samanburðar er rigning í Reykjavík í meðalári um 860 mm. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings urðu miklar breyting- ar á hringrásinni í veðrakerfinu við landið 8.-9. desember. Eftir frost- kalda fyrstu vikuna í desember grófu lægðir um sig fyrir sunnan land. Hita- skil bárust vestur yfir landið svo hlýn- aði markvert og snjó til fjalla tók upp. Í hönd fóru dagar með lægðum fyrir sunnan land sem beindu mildu lofti úr suðaustri upp að austanverðu land- inu. Litlar breytingar urðu síðan næstu níu til tíu dagana en það var 18. og 19. desember, síðastliðinn fimmtu- dag og föstudag, sem skriðurnar féllu. Morgunblaðið/Eggert Eyðilegging Varðskipsmenn sigldu í gær að skriðunni sem féll sl. föstudag á hluta gömlu byggðarinnar á Seyðisfirði. Vinstra megin sést hús Tækniminjasafns Austurlands, sem tók af að hluta til. ÁFRAM HÆTTUÁSTAND  Gríðarleg eyðilegging á Seyðisfirði  Rúmlega helmingur bæjarbúa snýr aftur  Björgunarlið undirbýr hreinsun  Lægðir, hitaskil og rigning orsök skriðufalla MÁsýnd bæjarins er ... »2, 4 og 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.