Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það gæti valdið íslenskum fyrir-
tækjum vandræðum að starfsfólk
hefur verið misduglegt að nýta or-
lofsréttindi sín undanfarna mán-
uði. Kórónuveirufaraldurinn kom
róti á skipulagið á mörgum heim-
ilum og vinnustöðum og sumir ým-
ist ekki búnir að nýta sumarfrí sitt
að fullu eða ekki séð ástæðu til að
nýta frídaga yfir vetrarmánuðina
eins og þeir hefðu venjulega gert
t.d. á starfs- og vetrarfrídögum í
skólum. Orlofsárinu lýkur hinn 30.
apríl og strangt til tekið geta or-
lofsréttindi launþega fyrnst ef þeir
nýta ekki rétt sinn fyrir þann
tíma.
Ásdís Eir Símonardóttir er for-
maður Mannauðs – félags mann-
auðsfólks á Íslandi og segir marga
atvinnurekendur vera að leita
lausna og líklegt að margir muni
leyfa færslu ónýttra frídaga milli
orlofsára, að hluta eða í heild. Hún
segir viðbúið að margir hafi lítinn
áhuga á að nýta uppsafnaða
orlofsdaga um hávetur og vilji
frekar taka lengra frí næsta sum-
ar. „Þá gerir rekstur margra
fyrirtækja hreinlega ekki ráð fyrir
því að fólk sé mikið frá vinnu mán-
uðina janúar til apríl. Annar takt-
ur er á atvinnulífinu yfir sumar-
mánuðina og hægara um vik að
ráða t.d. fólk í sumarafleysingar,“
segir hún.
Gætu fléttað saman
frí og fjarvinnu
Óformleg könnun sem gerð var
meðal félagsfólks Mannauðs bend-
ir til að einhverjir atvinnurekend-
ur muni leyfa að allir ónýttir or-
lofsdagar færist yfir á næsta
orlofsár, en flestir leyfi starfsfólki
að færa fimm orlofsdaga að há-
marki. Einhverjir leyfa enga
færslu orlofsdaga milli orlofsára.
Ásdís segir núna algengt að
starfsfólk sé hvatt til að nýta or-
lofsdagana utan hefðbundins or-
lofstíma, til dæmis með því að
taka sér lengra helgarfrí hér og
þar. Löng samfelld orlof í janúar
til apríl geta verið rekstrinum erf-
ið og eins gæti það verið flókinn
vandi að leysa næsta sumar ef
margir á sama vinnustað hugsa
sér að fara í óvenjulangt sumarfrí.
Máski gæti það hentað sums
staðar að blanda saman frídögum
og fjarvinnudögum en það á við
um flesta vinnustaði að kórónu-
veirufaraldurinn varð til þess að
nútímavæða vinnubrögð og laga
þau betur að fjarvinnu. Þannig
gæti t.d. starfskraftur farið í langt
frí en tekið stuttar fjarvinnuskorp-
ur endrum og sinnum s.s. til að lið-
sinna afleysingamanneskju eða
halda verkefnum gangandi. „Ýms-
ar leiðir eru færar og ljóst að
tæknin hefur aukið sveigjanleik-
ann,“ segir Ásdís en minnir á að
orlofsdagarnir þjóni mikilvægu
hlutverki og það sé gott fyrir bæði
launþega og vinnuveitanda að fólk
taki sér frí frá störfum um skeið,
kúpli sig út úr sínum daglegu
verkefnum og snúi svo endurnært
til starfa. „Fólk þarf því að passa
upp á fríið sitt og ekki láta fjar-
vinnu spilla hvíldinni.“
Strangt til tekið þarf að nýta
réttindin á orlofsárinu
Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi
hjá Attentus og meðeigandi segir
það ekki síst á ábyrgð stjórnenda
að gæta þess að orlofsskuldbind-
ingar safnist ekki upp. Hún segir
að samkvæmt orlofslögunum sé
það atvinnurekanda að skipuleggja
hvenær starfsfólk tekur frí, að
höfðu samráði, en í reynd eigi það
við um flesta vinnustaði að reynt
er að skipuleggja frítöku í góðri
samvinnu þar sem það er hægt.
Undantekning frá þessu eru t.d.
mörg framleiðslufyrirtæki og flug-
félögin þar sem svigrúmið er
minna og frídögum hluta starfs-
fólks úthlutað eftir ákveðnu kerfi,
enda verði að fylgja ströngu skipu-
lagi t.d. í framleiðslu og við mönn-
un áhafna.
Lögum samkvæmt ákveður at-
vinnurekandi orlofsskipulag og
þarf að tilkynna starfsfólki með
a.m.k. mánaðar fyrirvara hvenær
orlof hefst. Er því ljóst að fyrir-
tæki sem sitja uppi með marga
ónýtta orlofsdaga þurfa að grípa
hratt til aðgerða ef starfsfólk á að
nýta alla frídaga sína áður en or-
lofsárið er á enda.
Þessu tengt segir Sigríður að
stjórnendur ættu að hugsa sinn
gang ef þeir sjálfir eða lykilstarfs-
menn finna sig knúna til að nýta
ekki frídaga sína heldur leyfi þeim
að safnast upp jafnvel svo árum
skiptir. „Ef starfsmaður eða
stjórnandi getur ekki verið fjar-
verandi í meira en eina til tvær
vikur án þess að það skapi erf-
iðleika í rekstrinum þá er það
skipulagsvandi sem þarf að leysa
enda viðbúið að ef sami starfs-
maður t.d. veikist alvarlega eða
fellur frá geti komið upp ómöguleg
staða,“ segir hún.
Sigríður segir starfsfólk líka
þurfa að gæta þess að nýta rétt-
indi sín en samkvæmt orlofslögum
er óheimilt að flytja ónýtta orlofs-
daga á milli ára og þeir fyrnast því
nema hefð eða reglur vinnustað-
arins leyfi söfnun daga milli orlofs-
ára. „Það liggja fyrir skýrir dómar
á þá leið að nema starfsfólki hafi
beinlínis verið meinað að taka frí
þá á það ekki rétt á greiðslu vegna
orlofsréttinda sem hafa fyrnst.“
Er von á holskeflu frídaga?
Morgunblaðið/Ómar
Skipulag Vegna óvenjulegs ástands á þessu ári virðist mikið um að starfsfólk eigi inni fjölda ónýttra frídaga. Það
gæti valdið flækjum ef margir vilja fara í frí áður en orlofsárinu lýkur hinn 30. apríl. Mynd úr safni.
Ekki er seinna vænna að skipuleggja orlofsdaga starfsfólks en orlofsárinu
lýkur 30. apríl Hætta er á að orlofsréttindi fyrnist nema um annað sé samið
Ásdís Eir
Símonardóttir
Sigríður
Þorgeirsdóttir
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
21. desember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.56
Sterlingspund 172.24
Kanadadalur 100.01
Dönsk króna 21.023
Norsk króna 14.871
Sænsk króna 15.433
Svissn. franki 144.22
Japanskt jen 1.2344
SDR 184.13
Evra 156.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.2773
Hrávöruverð
Gull 1878.95 ($/únsa)
Ál 2028.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.43 ($/fatið) Brent
Nasdaq og sam-
tökin Albright
Foundation hafa
efnt til samstarfs
sem miðar að því
að efla kynjajafn-
rétti og fjöl-
breytni hjá bæði
óskráðum og
skráðum félögum
á Norðurlönd-
unum. Að því er
fram kemur í tilkynningu frá Nas-
daq Iceland felst samstarfið m.a. í
því að búa til fræðsluefni og fræðslu-
áætlun sem kynnt verður á komandi
ári og á að gagnast norrænum fé-
lögum við að efla fjölbreytni og
kynjajafnrétti í stjórnum og fram-
kvæmdastjórnum.
„Fræðslan miðar m.a. að því að
hjálpa fyrirtækjum að koma auga á
hvernig jafnrétti og fjölbreytni geta
stutt við vöxt þeirra,“ segir í tilkynn-
ingunni. „Þá verður fjallað um
hvernig takast skuli á við ómeðvit-
aða hlutdrægni, hvernig hægt sé að
breyta ráðningarferlum og af hverju
gagnsæi hvað varðar jafnrétti og
fjölbreytni er fjárfestum mikil-
vægt.“
Haft er eftir Magnúsi Harðarsyni
forstjóra Nasdaq Iceland að jafnrétti
kynja og fjölbreytni geri fyrirtæki
betri og samhugur sé meðal sam-
starfsaðilanna um að breiða út þann
boðskap til að knýja fram breyt-
ingar. „Aukið gagnsæi um starfsemi
fyrirtækja dregur að stærri og fjöl-
breyttari hóp af fjárfestum og ýtir
undir öflugri vöxt í efnahagslífinu.“
Árið 2013 tóku gildi lög sem
skylda íslensk fyrirtæki með fleiri
en 50 starfsmenn til að tryggja að
hlutfall kvenna eða karla í stjórnum
sé að lágmarki 40%. Samkvæmt
Jafnvægisvog FKA hallar á konur í
stjórnum hundrað stærstu fyrir-
tækja landsins og þær aðeins 26,5%
stjórnarmeðlima. ai@mbl.is
Auki fjölbreytni
og kynjajafnvægi
Magnús
Harðarson