Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO kallaði eftir því í gær að ríki Evrópu gripu til harðari aðgerða til þess að koma í veg fyrir að hið nýja afbrigði kórónuveirunnar, sem kom fram í Bretlandi, dreifist víðar. Níu tilfelli með afbrigðinu hafa nú greinst í Danmörku, en auk þess hefur eitt tilfelli greinst í Hollandi og eitt í Ástralíu. Belgía, Holland og Ítalíu bönnuðu í gær allar flugferðir frá Bretlandi vegna hins nýja afbrigðis kórónu- veirunnar, sem dreifir sér mun hraðar en önnur. Þá íhuguðu stjórn- völd í Frakklandi og Þýskalandi al- varlega að fylgja í fótspor þessara ríkja. Matt Hancock, heilbrigðisráð- herra Bretlands, sagði í gær að nýja afbrigðið dreifði sér „stjórnlaust“ og að breska ríkisstjórnin leitaði allra leiða til þess að koma böndum á af- brigðið. Sagði Hancock hins vegar einnig að það gæti reynst þrautin þyngri að halda afbrigðinu niðri þar til búið væri að bólusetja alla sem þess þyrftu. Nýjar og hertar sóttvarnaaðgerð- ir tóku gildi á Bretlandi í gær vegna afbrigðisins, en Boris Johnson for- sætisráðherra kynnti þær á blaða- mannafundi sínum síðdegis á laug- ardeginum. „Ég verð því miður að tilkynna ykkur að við getum ekki haldið jólin líkt og áður var gert ráð fyrir,“ sagði Johnson í ávarpi sínu, en hinar hertu aðgerðir munu ná til um 17,7 milljón manna, eða sem nemur þriðjungi allra Englendinga. Fólu þær meðal annars í sér að nýtt viðbúnaðarstig var sett á fót, en áður voru þrjú slík í gildi fyrir landið í heild. Voru höfuðborgin Lundúnir og mestallt suðaustur- horn Englands sett á fjórða viðbún- aðarstig frá og með miðnætti á laug- ardagskvöldinu. Ferðalög og jólaboð bönnuð Hefur íbúum á þeim svæðum sem eru undir fjórða viðbúnaðarstigi verið gert að dvelja sem mest heima við, og er þeim bannað að yfirgefa svæðið. Þá mega íbúar þar ekki hitta nema einn annan aðila sem ekki deilir heimili með þeim, og þá aðeins utandyra. Þá verða allir að dvelja heima hjá sér á nóttunni. Þá þurfti ríkisstjórnin að snúa við fyrri ákvörðun um jólahald, en þar var allt að þremur heimilum leyft að blanda geði í allt að fimm daga í kringum jólahátíðina, frá Þorláks- messu fram til 27. desember. Það leyfi hefur hins vegar verið aftur- kallað og er nú íbúum á þeim svæð- um sem falla undir fyrsta til þriðja viðbúnaðarstig einungis leyft að hitta fólk af einu öðru heimili, og þá bara á sjálfan jóladag. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að „fresta jólunum“ virðist hafa mælst fremur illa fyrir. Örtröð skapaðist á öllum helstu lestarstöðv- um Lundúna, þar sem margir íbúar vildu yfirgefa borgina áður en hinar hertu reglur tækju gildi. Þá sökuðu ýmsir þingmenn Íhaldsflokksins ríkisstjórnina um að hafa beðið þar til þingið væri farið í jólafrí til þess að setja hinar hertu reglur á. Afbrigðið 70% meira smitandi Var þar meðal annars vísað til þess að Johnson sagði á þinginu á miðvikudaginn að það myndi vera „ómannúðlegt“ að aflýsa jólunum. Susan Hopkins, yfirmaður ensku heilbrigðisstofnunarinnar Public Health England, sagði hins vegar fjölmiðlum í gær að það hefði ekki verið fyrr en á föstudaginn sem stofnunin komst að þeirri niður- stöðu að nýja afbrigðið væri allt að 70% meira smitandi en fyrri af- brigði veirunnar. Hefði ríkisstjórnin þá þegar verið látin vita af þessu nýja mati heilbrigðisyfirvalda. Sir Keir Starmer, leiðtogi Verka- mannaflokksins, gagnrýndi hins vegar Johnson fyrir að hafa tekið ákvörðunina allt of seint, og sagði Starmer að ótti Johnsons við óvin- sældir hefði þar ráðið úrslitum. Sadiq Khan, borgarstjóri Lund- úna, greindi hins vegar frá því að sjúkrahús borgarinnar væru nú undir sama álagi og þau voru þegar fyrri bylgja faraldursins náði há- marki í apríl. Þá hefði tilfellum fjölgað mjög skarpt meðal barna og unglinga á aldrinum 10-19 ára, en ekki er vitað hvort nýja afbrigðið sé valt að þeirri aukningu. AFP Karnabær Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í Lundúnum í gær, og var varla hræða á ferli í Carnaby Street. Nýja afbrigðið „stjórnlaust“  Nokkur ríki banna flugferðir frá Bretlandi  Um þriðjungur Englands settur á fjórða viðbúnaðarstig  Skoska heimastjórnin lokar landamærunum að Englandi Rannsóknarnefnd sjóslysa í Svíþjóð lagði til fyrir helgi að banni við rann- sóknum á flaki farþegaskipsins Estóníu yrði aflétt. Skipið sökk á leið sinni um Eystrasaltið frá Tallinn til Stokkhólms í aftakaveðri árið 1994 og fórust 852. Er slysið næstmann- skæðasta sjóslys í Evrópu á friðar- tímum, á eftir Titanic-slysinu. Ólöglegt er samkvæmt sænskum lögum að raska ró svæðisins þar sem skipið liggur, en samkomulag ríkir milli Svíþjóðar, Finnlands og Eist- lands um að svæðið verði skilgreint sem grafreitur á hafi úti og er íbúum þeirra ríkja óheimilt að kafa niður að flakinu sem skilgreint er sem graf- reitur. Áður óþekkt gat á skrokknum Hin opinbera skýring á slysinu er sú að stafnhleri Estóníu hafi opnast í óveðrinu þannig að sjórinn gat flætt óhindrað inn á bíladekk skipsins, sem aftur leiddi til þess að því hvolfdi. Í haust komu hins vegar fram nýj- ar vísbendingar í heimildarmynda- þætti á Discovery-rásinni, en höf- undar hans létu ómannaðan kafbát fara að flaki Estóníu, og fannst þá fjögurra metra langt gat á skrokki skipsins sem ekki var vitað um áður. Tveir af höfundum þáttanna sæta nú ákæru fyrir að hafa raskað graf- helgi skipsins, og gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Þátturinn hefur hins vegar orðið til þess að þrýsta á um að ný rannsókn á tildrögum slyssins verði gerð. Mikael Damberg innanríkisráð- herra sagði á blaðamannafundi á föstudaginn að ekki stæði til að af- nema lögin um grafhelgina, heldur yrði skoðað hvernig hægt væri að breyta þeim til að gera rannsóknar- nefndinni kleift að kanna tildrög slyssins að nýju. Vilja rannsaka sjóslysið að nýju  Nýjar upplýsingar um afdrif Estóníu AFP Estónía Þessi minnisvarði um slysið er í Djurgården í Stokkhólmi. Fríverslunar- viðræður Bret- lands og Evrópu- sambandsins voru sagðar hanga á bláþræði í gær, en undan- þágur þær, sem Bretar njóta samkvæmt út- göngusamningi sínum, renna út eftir tíu daga. Samninganefndir beggja funda nú í Brussel, og er gert ráð fyrir að viðræðurnar muni standa fram til jóla. Enn hefur ekkert þokast áfram milli Breta og sambandsins varðandi fiskveiðimál, og sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, að kröfur Evrópusam- bandsins væru ósanngjarnar. Heimildir AFP-fréttastofunnar innan Evrópusambandsins sögðu hins vegar að sambandið hefði lagt fram sitt síðasta tilboð, og að bolt- inn væri nú hjá Boris Johnson, for- sætisráðherra Breta. BRETLAND Brexit-viðræður hanga á bláþræði Boris Johnson Joe Biden, verð- andi Bandaríkja- forseti, var í gær sagður íhuga hvaða gagn- aðgerða ríkis- stjórn hans gæti gripið til gegn Rússum í refsi- skyni fyrir eina stærstu tölvu- árás í sögunni. Í síðustu viku kom í ljós að rúss- neskir tölvuþrjótar hefðu náð að setja kóða inn í forrit frá banda- ríska tölvufyrirtækinu SolarWinds, en það sér um netlausnir fyrir um 18.000 fyrirtæki og stofnanir. Er áætlað að kóðinn hafi gert hópnum kleift að komast að við- kvæmum upplýsingum frá að minnsta kosti 200 aðilum, þar á meðal bandaríska fjármálaráðu- neytinu og viðskiptaráðuneytinu, sem og stofnuninni sem heldur utan um kjarnorkuvopnabúr hersins. BANDARÍKIN Íhugar svör gegn tölvuárás Rússa Joe Biden Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Full búð af gæðakjöti fyrir jólin og áramótin Úrval af hangikjöti, hamborgarhryggjum, nautakjöti og villibráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.