Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
✝ Guðrún S.Kristjánsdóttir
fæddist í Skuld á
Eskifirði 7. desem-
ber 1917. Hún lést
7. desember 2020, á
103 ára afmæl-
isdaginn sinn, á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Stef-
anía Bjarnadóttir,
f. 1886, d. 1954, og Kristján
Jónsson, f. 1891, d. 1974. Systur
Guðrúnar voru: Jóhanna, f.
í Frakklandi og á Ítalíu í eitt ár.
Árið 1957 var Guðrún skipuð í
prófnefnd við sveinspróf í kjóla-
saumi, hún sinnti því starfi til
1963. Guðrún vann á ýmsum
stöðum í Reykjavík; á prjóna-
stofunni Iðunni, á skrifstofum
Ríkisspítalanna þar sem hún sá
um mat og kaffi og í Vörðunni
þar sem hún sá um viðgerðir á
barnavögnum. Guðrún vann í
Vörðunni til 75 ára aldurs.
Guðrún var 95 ára þegar hún
flutti í þjónustuíbúð aldraðra í
Lönguhlíð 3 en vegna veikinda
árið 2019 flutti hún á hjúkr-
unarheimilið Sóltún.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 21. desem-
ber 2020, klukkan 15. Vegna að-
stæðna verða aðeins nánustu að-
standendur og vinir viðstaddir
athöfnina.
1916, d. 2000, Jón-
ína, f. 1920, d. 1992,
og Ingibjörg, f.
1922, d. 2012.
Guðrún ólst upp
á Eskifirði, ung að
árum fór hún til
Reykjavíkur til að
læra kjólasaum.
Hún tók sveinspróf
í kjólasaumi árið
1947. Árið 1948 réð
Guðrún sig í vist
hjá Alberti Guðmundssyni
knattspyrnumanni og konu hans
Brynhildi. Hún dvaldi með þeim
Langri og góðri lífsgöngu
Guðrúnar S. Kristjánsdóttur frá
Skuld Eskifirði lauk á 103. af-
mælisdegi hennar. Var hún
ferðbúin í sína hinstu för. Minn-
ingar sækja að. Alltaf tók Guð-
rún frænka, en það var hún oft-
ast kölluð hvort sem í hlut áttu
börn og henni skyld eða óskyld,
okkur með bros á vör þegar við
komum í heimsókn og svo var
tekið skrafl. Spilamennska var
henni í blóð borin enda vinsæl
tómstundaiðja fjölskyldunnar.
Guðrún bar sig vel og tók því
sem að höndum bar. Henni
margt til lista lagt, hún las mikið
og átti gott samfélag með íbúum
Lönguhlíðar. Handavinna var
hennar aðalsmerki, fjölmargar
prjónaðar ungbarnapeysur
fengu börn ættingja og vina að
gjöf. Handbragðið var fullkomið
og greinilegt að þarna var að
verki manneskja með skýran
huga. Guðrún fór ekki varhluta
af erfiðleikum lífsins. Ýmis veik-
indi settu strik í reikninginn en
alltaf lánaðist henni að ná heilsu.
Hún átti einnig margar gleði-
stundir. Þótt hún eignaðist ekki
eigin fjölskyldu átti hún þátt í lífi
margra sem að henni stóðu. Hún
fylgdist ánægð með velgengni
barnanna, þau virtu hana og
sýndu þakklæti sitt í verki.
Vinnusemi einkenndi alla hennar
ævi. 15 ára fór hún að heiman til
að vinna fyrir sér. Eftir það kom
hún heim í Skuld í fríum að hitta
fjölskyldu og vini og lagði einnig
hönd á plóg. Síðar lærði hún
kjólasaum og var í prófnefnd
Iðnskólans um árabil. Guðrún
fékk tækifæri til að dvelja í
Frakklandi og á Ítalíu sem var
henni mikil upplifun. Lengst af
vann hún í barnavöruversluninni
Vörðunni við ýmislegt tengt
saumaskap. Vináttu Vörðufjöl-
skyldunnar átti hún óskipta alla
tíð eins og raunar allra sem
henni kynntust. Fyrst man ég
eftir Guðrúnu á Rauðarárstíg í
lítilli íbúð, gisting var boðin þeim
sem þess þurftu og hiklaust
gekk hún úr rúmi fyrir gesti
sína. Útivist stundaði Guðrún og
ferðuðust þær Halldóra Egg-
ertsdóttir vinkona hennar oft um
landið. Þórsmörkin var henni
kærust. Frábært var að sjá
hversu hrærð hún var þegar við
Ívar fórum með henni þangað,
þá hátt á tíræðisaldri. Á skóla-
árum mínum passaði Guðrún oft
Boga elsta son minn sem þá var
á fyrsta ári. Hún lét m.a. útbúa
stóra útdraganlega skúffu undir
rúmið sitt. Bogi var oft nætur-
gestur í skúffunni. Síðar horfði
hann margoft á þættina um
Nonna og Manna sem Guðrún
tók upp á ásamt öðru efni sem
börnin höfðu gagn og gaman af.
Eiríkur náði líka sérstöku sam-
bandi við frænku sína sem í
seinni tíð einkenndist af bréfa-
skiptum vegna búsetu hans er-
lendis. Þegar hann heimsótti Ís-
land var komið við í Lönguhlíð,
skraflað og þeginn hádegisverð-
ur. Þegar Eiríkur var lítill sagði
hann vinum sínum að hún væri
þriðja amma sín, mörg okkar
geta eflaust tengt við það. Nýj-
asta barnið í fjölskyldunni er
sonur Eiríks og var Guðrún fyrir
löngu búin að prjóna peysu fyrir
Eika sinn. Hún vissi sem var að
þegar aldurinn er yfir 100 ár er
ekki á vísan að róa þegar barnið
kæmi. Ingi Davíð undi sér best
hjá frænku sinni og fljótlega
settist Guðrún hjá honum, lék
við hann og svo spiluðu þau.
Þegar hann eignaðist svo dóttur
fyrir nokkrum árum var hún
skírð í höfuðið á Guðrúnu. Á 100
ára afmælinu hélt hún ógleym-
anlega veislu. Þann dag var Guð-
rún eins og drottning og naut
þess að vera umvafin ættingjum
og vinum sem hún hafði svo mik-
ið gefið. Ég sendi nöfnu hennar
Guðrúnu Völu og öllum þeim
sem næst Guðrúnu stóðu hug-
heilar samúðarkveðjur. Sjálf hef
ég misst kæra móðursystur sem
var mér betri en flestir aðrir.
Drengirnir mínir og fjölskyldur
þeirra minnast Guðrúnar
frænku með hlýhug og virðingu
og þakka fyrir sig.
Meira: mbl.is/andlat
Jóhanna Eiríksdóttir.
Nú er komið að því að kveðja
elsku Guðrúnu frænku. Guðrún
mun alltaf eiga mikilvægan og
merkilegan sess í mínu hjarta en
ljúfari manneskja var vandfund-
in. Ég minnist þess að hafa alltaf
liðið eins og heima þegar ég kom
í heimsókn til Guðrúnar frænku.
Hvort sem það var sem lítill
snáði að gista í skúffunni undir
rúminu hennar eða sem fullorð-
inn maður að heimsækja hana
með stelpurnar mínar. Viðmótið
alltaf vinalegt og hún glöð að sjá
mann.
Á svona tímamótum koma
upp margar minningar, en ein
stendur þó alltaf upp úr hjá mér.
Guðrún var alltaf að hugsa um
aðra og ég minnist þess þegar
við Sara vorum að fara í langt
ferðalag um Asíu að við vildum
hitta á hana áður en við færum
út. Hún var að verða níræð á
þeim tíma sem við yrðum úti og
vildum við því hitta hana og óska
henni til hamingju með daginn.
Það lá nú ekki fyrir á þessum
tíma hvort hún yrði með veislu
en henni þótti ómögulegt að við
fengjum ekki að taka þátt ef að
því yrði. Hún lét okkur hafa pen-
ing til að fara fínt út að borða til
að halda upp á afmælið hennar
7. desember 2007, sem við gerð-
um og áttum ógleymanlega
kvöldstund saman henni til heið-
urs í Víetnam. Það kom síðan á
daginn að við vorum ein sem
fengum afmælisveislu sem gerði
þetta svo sértakt. Takk fyrir allt.
Ólafur Ágúst.
Guðrún Kristjánsdóttir
frænka mín er látin, 103 ára.
Hún var dóttir Kristjáns Jóns-
sonar á Eskifirði sem var móð-
urbróðir minn og við því tengd
nánum fjölskylduböndum. Mér
er í fersku minni að á milli móð-
ur minnar og bræðra hennar og
þeirra fjölskyldna ríkti sérstakt
hugarþel, sterkur og óbrotgjarn
kærleikur sem einkenndi öll
þeirra samskipti. Leiðir okkar
Guðrúnar lágu þó ekki oft sam-
an. Hún flutti ung að heiman,
bjó lengst af í Reykjavík og kom
ekki á Austurlandið nema sem
gestur. En ég hitti hana ein-
stöku sinnum og hún á skýran
og afmarkaðan sess í minning-
unni. Guðrún var hæglát mann-
eskja og yfirveguð og henni
fylgdi friður og væntumþykja.
Ég ræddi stundum við hana, hún
var hátt í þremur áratugum eldri
en ég og ég leit upp til þessarar
frænku minnar. Tilsvör hennar
einkenndust af hógværð og
þeirri háttvísi sem gjarnan fylgir
þroskuðu fólki. Hún var sérlega
barngóð og vék að okkur, sem
yngri vorum, með hlýhug og vel-
vild, alltaf tilbúin til að hlusta og
greiða götu okkar ef hægt var.
Ógleymanlegt er samkvæmið
þegar Guðrún bauð í hundrað
ára afmælið sitt. Þar sat hún,
eftir heillar aldar vegferð, eins
og ekkert væri sjálfsagðara,
ræddi við fólk og skemmti sér,
fylgdist með skemmtiatriðum og
hafði skoðanir á mönnum og
málefnum, skemmtileg og skýr.
Það gladdi hana ósegjanlega
mikið að fá að hafa vini og ætt-
ingja hjá sér þetta kvöld. Hún
var félagslynd og full af um-
hyggju fyrir þeim sem henni
þótti vænt um.
Og nú er hún farin yfir móð-
una miklu. Hún var einstök
manneskja, hjartahlý og gefandi
og ég kveð Guðrúnu frænku mín
með þökk og virðingu. Blessuð
sé minning hennar.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
frá Vaðbrekku.
Með hjarta mitt fullt af þakk-
læti skrifa ég nokkur minning-
arorð um elsku Guðrúnu frænku
og nöfnu. Guðrún var mér afar
kær og ég sakna hennar sárt.
Það var sterkur strengur á milli
okkar og við áttum kærleiksríkt
og fallegt samband alla tíð. Guð-
rún kenndi mér margt og ég á
henni margt að þakka.
Guðrún var með stórt hjarta
og væntumþykjan sem hún
sýndi mér og mínu fólki var ein-
stök. Hún vildi allt fyrir alla
gera og var sérlega greiðvikin.
Nærvera hennar var góð og
nærgætni gagnvart fólki var
mikil. Hún var jákvæð og hafði
fallega sýn á lífið. Hún sagði mér
að þótt hún hefði getað breytt
einhverju á sinni löngu ævi hefði
hún ekki viljað það. Hún var sátt
með lífið eins og það var og eng-
in eftirsjá.
Við höfum alla tíð eytt miklum
tíma saman, hún talaði oft um
það að við værum heppnar að
eiga hvor aðra að því þegar ég
var lítil passaði hún mig og eftir
að hún varð gömul þá hugsaði ég
um hana.
Það lék allt í höndunum á
Guðrúnu. Hún tók sveinspróf í
kjólasaumi með 1. einkunn. Þeg-
ar Guðrún var yngri var hún
dugleg að sauma á mig föt sem
ég klæddist með miklu stolti.
Guðrún var mikil hannyrðakona
og allt sem hún gerði var fallegt.
Í seinni tíð prjónaði hún mikið
og nutu ættingjar og vinir góðs
af því.
Guðrún hafði gaman af því að
spila á spil og að spila kross-
gátuspilið Scrabble. Hún var
klók spilakona og þótt andstæð-
ingarnir í Scrabble væru iðulega
mörgum tugum ára yngri en hún
þá hafði hún oftar en ekki vinn-
inginn.
Guðrún náði háum aldri, dó á
103 ára afmælisdaginn sinn.
Þrátt fyrir háan aldur var hún
með flesta hluti á hreinu og það
gat verið vandræðalegt þegar
hún var að minna okkur yngra
fólkið í fjölskyldunni á hitt og
þetta. Alla tíð fylgdist hún með
fólkinu sínu af áhuga og lét sér
það varða. Einnig fylgdist hún
vel með málefnum líðandi stund-
ar.
Elsku Guðrún frænka þú
varst södd lífdaga og það var
mikill friður yfir þér þegar þú
kvaddir þennan heim. Ég er
þakklát fyrir að hafa getað verið
hjá þér og haldið í hönd þína á
þeirri stundu. Minning þín mun
lifa að eilífu í hjarta mínu.
Þín
Guðrún Vala
Til minningar um elsku Guð-
rúnu, frænku okkar.
Hjartahlýrri manneskju var
erfitt að finna en hún snerti við
mörgum á sinni mögnuðu ævi.
Ofar öllu var mikilvægt að láta
öðrum líða vel og gera góðverk.
Sú minning mun lifa og ýta und-
ir það að við sem minnumst
hennar látum gott af okkur leiða.
Guðrún átti langa ævi, sem
var ekki alltaf dans á rósum. Að
fæðast inn í heim fyrri styrj-
aldar, frostavetursins mikla og
plágunnar var eflaust ekki auð-
veldasta byrjunin en hún lét það
ekki stoppa sig. Guðrún kunni
því margar sögur af land og þjóð
sem var gaman að fara yfir, oft-
ast með spilastokk í hendi. Allt
fram til síðasta dags lagði Guð-
rún flesta í spilum, enda með
heila öld af reynslu undir belt-
inu.
Við Guðrún áttum margar
góðar stundir sem þurftu aldeilis
ekki að vera flóknar. Þegar ég
var yngri þá átti Guðrún alltaf
spennandi spólu, sem var búið að
skrifa nokkrum sinnum yfir.
Spólurnar innihéldu yfirleitt
eitthvert spaug, eins og ára-
mótaskaup eða Spaugstofuna, en
síðan var Nonni og Manni alltaf
á sérstökum stað í skápnum.
Veitingarnar voru svo mitt uppá-
hald, brauð með arómati og osti
rjúkandi heitt úr örbylgjuofnin-
um.
En Guðrún hefur ekki bara
passað upp á mig, heldur var
hún líka alltaf til staðar fyrir
móður mína, Guðrúnu Völu
Ólafsdóttir. Það var fallegt að
fylgjast með þeirra sambandi, og
aðdáunarvert að verða vitni að
þeirra einstöku vináttu.
Það verður sérstakt að halda
ekki jólin með þér, og skutlast
eftir gömlu konunni til að hefja
fögnuðinn.
Fyrir hönd okkar ástvina og
ættingja, þakka ég þér fyrir það
sem þú gafst okkur öllum.
Hvíldu í friði, Guðrún frænka.
Kristján Ingi Mikaelsson
og Þóra Karen
Ágústsdóttir.
Elsku gull af hjarta
lifir nú í öllu því bjarta.
Í kertaljósi lést mig vita
og veröld mína þú nú litar.
Blíð, ljúf og góð
á neikvæðri hlið aldrei stóð.
Fegurð ég einungis sá
á betri stað þú ert komin á.
Lofaðir mér að þú verndir alla,
alla þá í kringum þig sem kalla.
Þú fallegi engill sem sálina mýkir
lifir nú í dásamlegri veröld þar sem
kyrrðin ríkir.
Fallegasta sálin
sem slökkti öll bálin.
Varst alltaf svo fín,
ég sakna þín.
Diljá Mikaelsdóttir.
Guðrún S.
Kristjánsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Grænuhlíð 12,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
15. desember. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 23. desember klukkan
11. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. Sjá
https://www.mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/
Gunnar Á. Harðarson Guðbjörg E. Benjamínsdóttir
Steinunn Harðardóttir
Guðrún Harðardóttir Árni Tryggvason
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og vinur,
EINAR ÞÓR SIGURÞÓRSSON
rafvirki,
Háamúla í Fljótshlíð,
lést miðvikudaginn 16. desember á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Útförin verður í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð miðvikudaginn 30.
desember klukkan 13. Aðeins nánustu aðstandendur og vinir
verða viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á slóðinni:
facebook.com/groups/utforeinars
Auður Dóra Haraldsdóttir
Katrín Einarsdóttir Valdimar Grétar Gunnarsson
Haukur Þór Valdimarsson
Sölvi Freyr Valdimarsson
Atli Einarsson Harpa Kristjánsdóttir
Egill Atlason
Arnór Atlason
Sara Atladóttir
Freyr Friðriksson og fjölskylda
Óskar Sveinn Friðriksson og fjölskylda
✝ Reynir H. Jóns-son fæddist 9.
apríl árið 1931 á
bænum Kringlu í
Grímsnesi þar sem
frænka hans Jódís
Sigmundsdóttir
stundaði búskap
ásamt eiginmanni
sínum Sigurjóni
Gíslasyni og fjöl-
skyldu.
Reynir lést á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Reykjavík 23. nóvember 2020.
Foreldrar Reynis voru Anna
S. Ámundadóttir, verkakona frá
Kambi í Flóa, f. 14. maí 1907, d.
19. maí 1983, og Jón H. Frið-
riksson verkamaður, f. 14. sept-
ember 1904, d. 17. janúar 1990.
Reynir ólst að mestu upp á
Eyrarbakka þaðan sem hann
lauk barnaskólaprófi. Að námu
loknu hóf hann störf hjá Vega-
gerð ríkisins og síðar starfaði
hann við Írafossvirkjun. Reynir
varð fyrir slysi við Írafossvirkjun
árið 1951 og bar hann þess merki
æ síðan. Stærstan hluta starfs-
ævinnar vann hann hjá Raf-
magnsveitum
Reykjavíkur. Reyn-
ir kvæntist 17. maí
1959 Jakobínu Guð-
mundsdóttur, f. 16.
júlí 1935, d. 12. nóv-
ember 2008. Þau
skildu. Synir þeirra
eru: Bragi, f. 19.
nóvember 1959, og
Jón Emil, f. 10.
ágúst 1961, d. 30.
mars 1976. Eig-
inkona Braga er Eulogia Medico,
f. 15. október 1967. Sonur þeirra
er Jón Emil, f. 26. ágúst 1997.
Heimili Reynis í Reykjavík var
lengstum á Þorfinnsgötu 12 og
frá árinu 1998 í Lindarseli 4.
Hann flutti á hjúkrunarheimilið
Hrafnistu í Reykjavík í febrúar á
þessu ári. Reynir var áhugamað-
ur um bifreiðar og að ferðast um
landið þar sem hann var mikill
náttúruunnandi. Hann var hand-
laginn og átti einkar gott með að
vinna við tæki og vélar af ýmsum
toga. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna og var
hún gerð frá Fossvogskapellu 2.
desember 2020.
Reynir okkar hefur nú kvatt hið
jarðneska líf. Við eigum margar
góðar minningar frá samveru-
stundum okkar. Efst í huga eru öll
matarboðin, minningar frá því að
amma var enn með okkur og bauð
hópnum í pönnukökukaffi á sunnu-
degi, áramótin saman í Teigagerð-
inu og vikulegu boðin á miðviku-
dögum. Já, alltaf var gaman hjá
okkur og við höfðum öll unun af að
sitja og ræða málin. Einnig þótti
okkur gaman að ferðast um fallega
landið okkar og þá var alltaf best
að fara á Fordinum hans Reynis
svo sem flestir gætu setið saman.
Elsku Reynir, þú varst hinn besti
bílstjóri og komst okkur á leiðar-
enda hvert sem förinni var heitið.
Við munum heldur aldrei gleyma
ferðalögunum okkar til Siglufjarð-
ar á Pæjumótið en þá fylgdu þrír
karlmenn einni snót á fótboltamót
og heimilislífið gat verið skrautlegt
á köflum.
Það var orðin hefð hjá okkur
fjölskyldunni að kíkja í heimsókn
til þín á Þorláksmessu með smá
jólaglaðning. Besta gjöfin var samt
eflaust samverustundin, að fá að
vera saman og sjá fallega brosið
þitt. Við munum sakna þess mikið
og við munum kveikja á kerti og
hugsa til þín yfir hátíðirnar.
Þú varst einstakur maður, já-
kvæður að eðlisfari og góðhjart-
aður. Þú lést aldrei neinn bilbug á
þér finna og varst harðduglegur.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að kynnast þér. Þú varst stór hluti
af lífi okkar og áttir þátt í að móta
okkur á okkar yngri árum. Við
minnumst þín með þakklæti, hlý-
hug og söknuði.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þær færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
(Bjarni Stefán Konráðsson)
Minning þín mun lifa áfram í
hjörtum okkar.
Barnabörn Lullu,
Einar Daði, Guðný Helga
og Elías Hlynur.
Reynir H. Jónsson