Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
✝ Steinunn Rós-borg Krist-
jánsdóttir fæddist
í Skálholti á Hell-
issandi 23. mars
1932. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Jaðri í Ólafs-
vík 9. desember
2020. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundsína Sigurrós
Sigurgeirsdóttir,
f. 23.10. 1893, d. 21.12. 1987,
og Kristján Víglundur Hafliða-
son, f. 10.3. 1904, d. 16.7. 1977.
Systkini hennar eru Krist-
inn Friðberg, f. 23.11. 1928, d
30.7. 1995, Guðríður Geira, f.
27.7. 1934, og Kristfríður f.
6.10. 1935, d. 20.11. 2012.
29. maí 1957 giftist Stein-
unn Sigurði Guðnasyni, f. 5.4.
1930, d. 21.7. 1995. Börn
þeirra eru: 1) Guðni, f. 20. okt.
1955. 2) Sigurgeir
Ingólfur, f. 20.
sept. 1957, d. 10.
des. 2014. 3) Sól-
veig, f. 22. júní
1959. 4)Petrína, f.
14. des. 1960. 5)
Sigurður Snæfell,
f. 22. des. 1961. 6)
Svavar Krist-
mundur, f. 8.
ágúst 1963. 7)
Steinunn Rósborg,
f. 7. jan. 1965. 8) Baldvin Snæ-
laugur, f. 22. des. 1969. Fyrir
átti hún með Ólafi Guðmunds-
syni, f. 5.11. 1927, d. 29.6.
2004, dótturina Ludý Ólafs-
dóttur, f. 6. sept. 1949.
Barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn henn-
ar eru orðin fjörutíu og fimm.
Minningarathöfn um Stein-
unni fór fram 17. desember
2020.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og bezt
hjartað blíða, heita,
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Takk elsku mamma fyrir allt
sem þú hefur kennt mér í gegn-
um lífið. Þín dóttir,
Sólveig (Solla).
Elsku mamma, það sækja
margar minningar á, og langar
mig að staldra við minningar fá
aðventu og jólum. „Ilmurinn úr
eldhúsinu“ var alltaf svo lokkandi
hjá þér og þegar þú bakaðir fyrir
jólin, fengum við að hjálpa til við
baksturinn, en líklegar hefur sú
hjálp að mestu verið fólgin í að
smakka á bakstrinum. Ein var sú
kökusort, loftkökur, sem var í
uppáhaldi hjá okkur krökkunum
og er erfitt að hugsa sér jól án
ilmsins og bragðsins af þessu
girnilegu kökum.
Á kvöldin læddumst við stund-
um í búrið í fjársjóðsleit, því þar
leyndust faldar kökur í Mackin-
tosh-dollum og oftar en ekki
náðu litlir fingur í nokkrar loft-
kökur.
Ég minnist eftirvæntingar og
spennings eftir að hátíð ljós og
friðar gengi í garð. Á Þorláks-
messukvöld var jólatréð skreytt
og jólapökkunum fundinn staður,
Sæl og glöð lögðumst við í hvílu
og var spenningurinn mikill og
eftirvænting eftir að jólahátíðin
hæfist.
Þegar loks aðfangadagaskvöld
rann upp og fjölskyldan var sam-
an komin við jólaborðið lagðist
yfir friður. Að loknum jólamatn-
um fengum við loks að opna jóla-
pakkana og dáðst að öllum gjöf-
unum og á hverju
aðfangadagskvöldi spiluðum við
fram eftir kvöldi á spil og gædd-
um okkur á smákökuframleiðslu
þinni, en nú þurfti ekki að læðast
um í búrinu til að fá sér í kökur.
Jólahefðir og jólaminningar að
heiman hef ég tekið með mér yfir
hafið og setja þær mark á á jól og
jólaundirbúning hjá okkur hér í
Noregi. Jólaminningar mínar eru
nátengdar þér elsku mamma og
geymi ég þær ávallt í hjarta mér,
ásamt öllum öðrum minningum
um þig. Undanfarin jól höfum við
tendrað tvö ljós til minningar um
pabba og Geira bróður, en þessi
jólin bætist eitt ljós við, það er
ljósið þitt, elsku mamma mín.
Mamma sefur, – mjúkir hljómar
mildu hjarta vagga í ró,
og daggadropum ljómar
dýrðleg sól við grafar þró.
Mamma sefur, – hér er hnigið
höfuð göfugt bólstrum að.
Lágt er hvíslað, hljótt er stigið
hér við ræktar griðastað.
Lítinn sveig við sorgar hljóminn
saman flétta börnin þín:
elsku og tryggðar beztu blómin,
bernskudrauma gullin sín.
(Guðmundur Guðmundsson)
Sigurður Snæfell Sigurðsson
og Kristin Schikora Myrvang.
Á leið okkar um lífið eignumst
við marga og ólíka samferða-
menn. Sumum verðum við sam-
ferða um stund uns þeir halda
sína leið og hverfa sjónum. Aðrir
fylgja okkur ævina á enda, gegn-
um súrt og sætt, vinir í gleði og
þraut. Með Steinu frænku átti ég
samleið í nær sjötíu ár. Lokið er
löngu ferðalagi sem nærðist frá
fyrstu tíð af ósviknu vinarþeli,
frændsemi, stuðningi og gagn-
kvæmum trúnaði.
Á fyrstu bernskuárum Steinu
bjó fjölskyldan á nokkrum stöð-
um á Hellissandi, en síðast í
Grímshúsi og var fjölskyldan alla
tíð kennd við húsið. Steina gekk í
barnaskólann á Hellissandi og
lauk hún prófi þaðan 14 ára göm-
ul. Á Hellissandi í þá daga gekk
lífið allt öðruvísi fyrir sig en í dag
og önnur gildi voru í gangi. Þar
gekk lífið út á að hafa í sig og á
og hlutirnir gengu ekki út á efn-
ishyggjuna, allir áttu nóg með
sig.
14 ára gömul hleypti hún
heimdraganum og hélt suður til
Reykjavíkur, til að verða gang-
astúlka á Landakoti, starf sem
átti eftir að þroska og móta
óharðnaðan unglinginn. Hún var
vel liðinn starfsmaður og voru
falin ýmis störf. Starfsreynslan á
Landakoti kom sér vel síðar á
lífsleiðinni, þar lærði hún að
skipuleggja vinnu sína, sýna ná-
kvæmni og árvekni í starfi, sem
nýttist vel síðar á l-ævinni.
Hún og Siggi stofnuðu heimili
árið 1955 og eins og á öðrum sjó-
mannsheimilum var fjarvera
heimilisföðursins mikil og kom
það því í hlut Steinu að reka
heimilið og sjá til að ekkert van-
hagaði um. Hér kom sér vel
reynslan, sem hún hafði aflað sér
á Landakoti, því skipulagning
vinnunnar vafðist ekki fyrir
henni, þvottar, matseld, bakstur
og fatasaumur allt hafði þetta
sinn stað í skipulagningu hennar.
Árið 1964 var farið að þrengja
að fjölskyldunni í Bifröstinni og
ákváðu þau hjón að byggja hús
við Bárðarás og flutti fjölskyldan
inn fyrir jól það sama ár. Þegar
börnin stækkuðu og urðu sjálf-
bjarga hóf hún vinnu utan heim-
ilisins í Frystihúsinu. Á áttunda
áratugnum ákváðu þau hjón og
Sigurgeir sonur þeirra, að kaupa
bát og gera út sjálf, hlaut bát-
urinn nafnið Hafnartindur.
Áhöfnina þurfti ekki að sækja um
langan veg, því heimilisfaðirinn
og synirnir mönnuðu bátinn og í
hlut Steinu kom að halda utan
um útgerðina í fyrstu, hlutverk
sem fórst henni vel úr hendi.
Steina var mikil garðyrkju-
kona og á lóðinni í Bárðarásnum,
sem umlukin er grænum trjá-
gróðri, þrífast núna skrautblóm,
berjarunnar og hefðbundin
grænmetisrækt. Hún gerði einn-
ig gróðurtilraunir í garðinum sín-
um, meðal annars með ræktun
eplatrjáa. Þrátt fyrir að reka
mannmargt heimili gaf hún sér
tíma til að stunda hannyrðir og
bóklestur og hafði þann hæfi-
leika, að geta endursagt heilu
bækurnar, þannig að manni
fannst óþarfi að lesa þær.
Að kveðja ástvini sína getur
verið erfitt og vandasamt verk,
þar sem allt hið góða og bjarta í
lífi þeirra er upp talið en annað
látið átölulaust. En um hana
Steinu er það ekki erfitt. Hún
hafði þann persónuleika að
geyma, að sjá hlutina í jákvæðu
ljósi og ef eitthvað bjátaði á var
lausnin ávallt góð.
Sá sem fær að kynnast slíkri
konu er ríkari fyrir vikið.
Jón Sævar Baldvinsson.
Steinunn Rósborg
Kristjánsdóttir
Þar sem aðstæð-
ur leyfðu ekki að ég
fylgdi þér síðasta
spottann langar mig
að segja eftirfarandi.
Með fáum orðum kveð ég þig
✝ Rafn Þorvalds-son fæddist 15.
september árið
1957. Hann lést 19.
nóvember 2020.
Útför hans fór
fram 1. desember
2020.
Rabbi og þakka þér
fyrir það góða sem
við áttum sameigin-
lega á okkar lífsleið,
sérstakega börnin
okkar fjögur sem öll
eru dásamleg. Við
áttum oft góða tíma
þrátt fyrir að leiðir
skildi. Þú trúðir
alltaf að til væri líf
eftir okkar vist hér
á jörðu. Svo sann-
arlega óska ég þess að þú finnir
frið og fegurð á nýrri strönd.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir.
Enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Elsku börnin mín, Hrafnhild-
ur Ýr, Dagur Hákon, Friðrikka
Árný og Heiðrún Arna, ég votta
ykkur, mökum ykkar og börnum
innilega samúð á erfiðum tíma.
Megi Drottinn vaka yfir ykkur
og vernda. Einnig votta ég for-
eldrum hins látna, systkinum
hans og sambýliskonu innilega
samúð.
Kristín Auður
Kelddal
Elíasdóttir.
Rafn Þorvaldsson
Hrafnhildur
Tryggvadóttir mág-
kona mín er látin eft-
ir langvinn og marg-
þætt veikindi. Hún var fædd og
uppalin á Þórshöfn á Langanesi.
Tryggvi faðir hennar hafði misst
föður sinn sem barn og heimilið
var rofið og hann fór til ættmenna.
Tryggvi hafði misst fyrstu konu
sína úr berklum frá nýfæddum
syni, Sigurði. Önnur kona
Tryggva var Elínborg móðir Fjólu
og Hrafnhildar. Hún lést og úr
berklum frá dætrum sínum. 1941.
Fóru þá þær systur í fóstur Fjóla
og Hrafnhildur. Enn kvæntist
Tryggvi Hildi Salínu Árnadóttur
frá Miðfjarðarnesseli og kom
Hrafnhildur þá aftur til föður síns
og stjúpmóður 1946 á Þórshöfn á
Langanesi. Með stríðinu komu
vegir og farartæki, lendingarað-
staða fyrir flugvélar uppúr því, og
nútíma uppbygging á Þórshöfn,
Hrafnhildur náði sýn beggja, fyrri
hátta og þróun inn í nútímann.
Nútíminn tók við af fábreyttum
eldri háttum. Hrafnhildur fór að
Hrafnhildur
Tryggvadóttir
✝ HrafnhildurTryggvadóttir
fæddist 31. október
1935. Hún lést 5.
desember 2020.
Útför Hrafnhild-
ar fór fram 14. des-
ember 2020.
heiman í vinnu á bæ
við Raufarhöfn, þá
sextán ára gömul.
Þar kynntist hún
verðandi eiginmanni
sínum Þorgrími Þor-
steinssyni og rétt
eftir sautján ára af-
mælið sitt eignuðust
þau fyrsta barn sitt,
Elínborgu. Þorgrím-
ur var öflugur verk-
maður og kunni flest
verk, þau byggðu sér myndarhús-
ið Dagsbrún á Raufarhöfn. Það er
með Hrafnhildi eins og fólkið sem
fæddist í kreppunni, það kynntist
harðræði, sjúkdómum og dauða,
en með elju og vinnusemi byggðu
upp landið til allt annarra að-
stæðna. Hrafnhildur fékk berkla
og dvaldi á Kristnesi sér til lækn-
inga um eins árs skeið. Hrafnhild-
ur vann á Saumastofu, á dagheim-
ili og um árabil í Kaupfélaginu á
Raufarhöfn. Meðan systir hennar
Kristín var á barnsaldri þá dvaldi
hún hjá Hrafnhildi um sumur að
gæta barna. Hrafnhildur hafði
komið aftur á heimili föður síns
þegar Kristín var nýfædd og var
samband þeirra alltaf mjög náið.
Hrafnhildur kom reglulega til föð-
ur síns og Salínu á Þórshöfn. Þá
reyndist Þorgrímur þeim
Tryggva og Salínu mikil hjálpar-
hella. Aftur byggðu þau Hrafn-
hildur sér annað og stærra hús á
Raufarhöfn og sumarbústað við
Þverá í Öxarfirði. Þau fluttu síðan
til Akureyrar og Þorgrímur
stundaði smíðar en Hrafnhildur
vann í landsbankanum. Nýlega
höfðu þau keypt sér nýja íbúð og
auðveldari við aldur . Hrafnhildur
veiktist af krabbameini fyrir nær
áratug og var þeim sjúkdómi hald-
ið lengi niðri. Það sem fær mann
til þess að segja frá þessu er
hvernig kynslóð Hrafnhildar og
Þorgríms fæðist inn í samfélag fá-
tæktar og fárra úrræða, til þess að
ná háum aldri miðað við kynslóð-
irnar á undan. Það segir hvað
langur friður á okkar svæði þýðir
að fólkið lyftir þjóðfélaginu á
hærra plan með verkum sínum, Í
stað hörmunga stríðs. Hrafnhild-
ur stóð alltaf einbeitt og ákveðin
til viðmóts og athafna þar sem lífið
var barátta. Þetta vill gleymast í
meiri heimtufrekju nú um stundir
þar sem margir krefjast þess að
það sé sjálfsagt að líða alltaf vel.
Því fólki sem byggði upp þetta
land leið ekkert alltaf vel. Og
kvartaði ekki. „Þetta er bara
svona,“ var algengt í viðmóti
Hrafnhildar þegar í móti blés og
kvartaði ekki. Þau Hrafnhildur og
Þorgrímur héldu heimili um-
hyggju og góðs aðbúnaðar fyrir
börnin og þeim rofnaði aldrei sam-
band við þau og eiga þau góðum
foreldrum að þakka. Kona mín
hefur við missi Hrafnhildar misst
báðar systur sínar og finnur til
þess að Hrafnhildur er ekki leng-
ur í símafæri. Ég þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast Hrafnhildi
og votta Þorgrími samúð mína,
sem og börnum þeirra.
Þorsteinn Hákonarson.
✝ ÞórgunnurRögnvalds-
dóttir fæddist í
Ólafsfirði 10. maí
1936. Hún lést 6.
desember 2020 á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Siglufirði. For-
eldrar hennar voru
þau Auður Jóns-
dóttir, f. 24. janúar
1904, d. 12. apríl
1974, og Rögnvaldur Þorleifs-
son, f. 4. október 1903, d. 11.
apríl 1984. Systur Þórgunnar
eru Sesselja, f. 29 maí 1930, d.
2. október 1983, og Eva Sóley, f.
21. febrúar 1943.
Eftirlifandi maki Þórgunnar
er Ármann Þórðarson, f. 22.
janúar 1929, þau giftu sig á
gamlársdag 1955. Börn þeirra
eru: 1) Rögnvaldur Ingólfsson,
f. 27. febrúar 1953, kona hans
er Jörgína Ólafsdóttir, þau eiga
ársdag 1955 og hefðu þau átt 65
ára brúðkaupsafmæli í lok
þessa árs. Þórgunnur og Ár-
mann hófu búskap á Þórodds-
stöðum í Ólafsfirði, þar sem Ár-
mann hafi tekið við rekstri
búsins af foreldrum sínum
ásamt systur sinni Siggu og
hennar manni. Árið 1960 fluttu
Ármann og Þórgunnur í Ólafs-
fjörð, þar sem þau bjuggu í
Vesturgötu á meðan þau
byggðu hús sitt á Ægisgötu 1,
Ólafsfirði, þar sem þau hafa bú-
ið til þessa dags.
Þórgunnur vann ýmis störf
um ævina, svo sem í kaupfélag-
inu, við fiskverkun, en lengst af
sem umboðsmaður Flugleiða og
Flugfélags Norðurlands, sem og
sá hún um flugvöllinn í Ólafs-
firði meðan áætlunarflug var
þar í gangi sem starfsmaður
flugmálastjórnar. Hún starfaði
til fjölda ára sem gjaldkeri
Rauðakrossdeildar Ólafsfjarðar
og var hvatamaður að því að
sjúkrabíll var keyptur til stað-
arins 1979 og skipulagði fata-
safnanir. Einnig vann hún til
fjölda ára í bíói bæjarins.
Útför Þórgunnar fór fram 12.
desember 2020.
fjögur börn og níu
barnabörn. 2) Auð-
ur Guðrún, f. 12.
júní 1956, maki
hennar er Sveinn
Eyfjörð Jakobsson,
f. 27. september
1956, þau eiga tvö
börn og sex barna-
börn. 3) Þórður, f.
27. mars 1961,
kona hans er Ester
Jónasdóttir, f. 21.
febrúar 1960, þau eiga tvo syni.
4) Sigrún Eva, f. 23. janúar
1968, maki hennar er Andri
Dan Róbertsson, f. 29. mars
1971, þau eiga eina dóttur.
Þórgunnur ólst upp í Ólafs-
firði og bjó þar alla tíð. Hún var
alin upp á Brekkugötu 1 og
Hornbrekkuvegi 10. Hún fór í
framhaldsskóla í Reykholti
1952 og eignaðist sitt fyrsta
barn, Rögnvald, 1953. Hún gift-
ist Ármanni Þórðarsyni á gaml-
Elsku amma Þógga. Það var
erfitt að kveðja en á sama tíma er
ég þakklát fyrir hverja samveru-
stund sem ég hef átt með þér. Í
Ægisgötunni var alltaf opið hús.
Þið afi tókuð fagnandi á móti öll-
um sem áttu leið hjá og kíktu í
kaffi. Þú varst mikið fyrir góðan
félagsskap enda hefur þú dregið
að frábært fólk í gegnum tíðina.
Til þín var alltaf gott að koma,
stóð alltaf vel á, þrátt fyrir að aðr-
ir væru í heimsókn sem var nú
ansi oft. Það var gaman að sitja
með þér og drekka kaffi og fá sér
súkkulaði með en minningar um
þig ná töluvert lengra en það. Sú
minning sem kemur fyrst upp í
hugann er þegar ég var nokkurra
ára gömul og Þórgunnur nafna
þín var í pössun. Henni líkaði alls
ekki við mig enda komin hörð
samkeppni um athygli ömmu. Ég
reyndi auðvitað að sýna þessu
skilning enda hún sjö árum yngri
en ég. Þú tókst þessu auðvitað
með mikilli yfirvegun og hafðir
frekar gaman af þessu. Við kom-
um upp með ágætt plan svo hún
myndi venjast mér svo ég laum-
aðist stundum til þess að halda í
handfangið á kerrunni þegar hún
sá ekki til. Þetta gekk auðvitað allt
saman upp hjá okkur enda hefur
farið vel á með okkur síðan.
Í Ægisgötunni var alltaf gott að
vera og er skrítin tilhugsun að fara
norður á Ólafsfjörð í frí og hitta
ekki á þig kaffibolla og spjall. Hvað
þá spil. Þú hafðir alltaf gaman af
spilamennsku og við spiluðum oft.
Stundum náðum við afa meira að
segja með. Ég kenndi þér AB sem
við spiluðum síðan reglulega þegar
ég kom og hélt þú ætlaðir aldrei al-
mennilega að ná þessu. Það hafðist
á endanum.
Það var auðvelt að ílengjast í
heimsókn í Ægisgötunni. Þegar ég
var í MA kom ég reglulega til ykk-
ar að læra en heimsóknirnar fóru
sjaldnast í nám. Ég byrjaði gjarn-
an á því að lesa sem endaði yfirleitt
með því að ég sofnaði og þú komst
og breiddir ofan á mig teppi. Svo
settistu við hliðina á mér þegar ég
var búin að sofa dágóða stund til að
bjóða mér upp á eitthvað með
kaffinu. Sennilega pönnukökur.
Þessar stundir lýsa því hversu af-
slappandi og gott það hefur verið
að koma til ykkar í gegnum tíðina.
Þér var margt til lista lagt, þú
varst smekkkona, klæddir þig vel
og saumaðir fallega kjóla sem við
Linda höfum elskað að ganga í.
Það var alltaf gaman að horfa
með þér á sjónvarp og sérstak-
lega Friends. Hversu æðislegt
var að geta horft á Friends með
ömmu sinni! Þú varst bara engri
lík. Eftir því sem tíminn hefur lið-
ið hefur mér þótt vænna um
heimsóknirnar, spjallið og sam-
veruna. Hefðbundinn hádegis-
matur með ykkur afa er orðinn
ein af mínum uppáhaldsminning-
um, bara hversdagsleikinn,
heimahrært skyr og brauð með
hangikjöti. Ég er þakklát fyrir að
strákarnir mínir hafi fengið að
sitja í eldhúskróknum með þér í
Ægisgötunni og ánægð með að
eiga hann Þórarin sem ber nafn
þitt að hluta. Ég á eftir að segja
þeim margar sögur af þér og
hversu yndisleg kona þú varst.
Ég er þakklát fyrir allt lífið með
þér elsku besta amma mín, takk
fyrir að hafa verið svona góð vin-
kona mín.
Þín
Kristín Eva.
Þórgunnur
Rögnvaldsdóttir