Morgunblaðið - 21.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020
SENSITIVE heitir núna PEAUX SENSIBLES
Nýjar umbúðir – sama góða varan
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sögulega lágir vextir, góðir lána-
möguleikar og sterkur kaup-
máttur skýrir lífleg fasteigna-
viðskipti að undanförnu.
Framboð af eignum hefur líka
verið mikið, í september síðast-
liðnum seldust rúmlega 1.000
eignir á höfuðborgarsvæðinu og
litlu færri í október og nóvember.
Eftirspurn var mikil sem hækkaði
verð þegar seljendamarkaður
myndaðist. Á árunum 2016 til
2019 voru gerðir að jafnaði um
12.000 samningar á ári vegna
fasteignaviðskipta. Í ár er reikn-
að með um 20% aukningu, það er
að samningar verði um 14.000.
Þetta segir Kjartan Hallgeirsson
löggiltur fasteignasali hjá Eigna-
miðlun og formaður Félags fast-
eignasala.
90% lán til fyrstu kaupenda
„Vegna mikillar sölu að und-
anförnu eru færri íbúðir á skrá nú
en oft áður og fyrir vikið hefur
ástandið aðeins róast. Hringekjan
á markaðnum sem fasteigna-
viðskipti byggjast á fer hægar nú
en var fram eftir árinu. Síðustu
misseri hafa nýjar fjölbýliseignir
ætlaðar fólki sextugu og eldra í
talsverðum mæli komið í sölu og
verið keyptar. Fyrir vikið hefur
fjöldi sérbýlis- og ráðhúsa losn-
að,“ segir Kjartan og heldur
áfram:
„Hagstæð lánakjör hafa ráð-
ið því að til dæmis ungt fjöl-
skyldufólk hefur tekið stökkið og
keypt slíkar eignir. Farið úr litlu
íbúðunum, sem fyrstu kaupendur
taka kaupa en bankarnir hafa
verið að bjóða allt að 90% lán.
Þetta er gróf útlistun á gangi
markaðarins síðustu mánuði.
Hvað varðar þægilega fjár-
mögnun við kaup á litlum eignum
er nokkru leyti svarað þeim hópi
sem ríkisstjórnin hefur ætlað að
mæta með hlutdeildarlánum og
eru að hefjast útgreiðslur á. Slík
lán eru góður kostur. Við þurfum
fjölbreytta lánamöguleika svo
mæta megi ólíkum þörfum.“
Þróa þarf nýbyggingarsvæði
Bakslag í ferðaþjónustu er eitt
af því sem fylgt hefur kórónu-
kreppunni. Vegna þess hefur
nokkur fjöldi eigna miðsvæðis í
Reykjavík, sem voru í skamm-
tímaleigu undir merkjum Airbnb,
verið seldur. Sá mikli skortur á
íbúðahúsnæði til almennrar bú-
setu sem var í borginni er því að
einhverju leyti úr sögunni, að
mati Kjartans. Hann telur að á
markaði verslunar- og atvinnu-
húsnæðis geti nú farið af stað
áhugaverð þróun. Starfsemi
margra fyrirtækja og stofnana
hafi verið flutt á færri fermetra,
rétt eins og tækni og aðstæður
nútímans geri kleift. Sömuleiðis
sé heimavinna orðin algeng, að
minnsta kosti um stundarsakir,
og húsnæðisþarfir atvinnulífsins
því aðrar en var.
„Þétting byggðar hér í Reykja-
vík á rétt á sér, þótt lóðir á þétt-
ingarsvæðum séu yfirleitt nokkuð
dýrar. Hins vegar þarf meiri fjöl-
breytni en nú er við skipulag
nýrra byggingasvæða. Þróa þarf
fleiri nýbyggingarsvæði í útjöðr-
um borgarinnar og langt er síðan
einbýlishúsalóðir buðust hér í höf-
uðborginni. Þær eru í dag helst í
nágrannasveitarfélögum og afar
eftirsóttar,“ segir Kjartan.
Um sérbýliseignir segir Kjart-
an að Vesturbærinn og Fossvogur
í Reykjavík séu alltaf vinsælir
staðir. Sama megi líka segja um
til dæmis Seltjarnarnes og Garða-
bæ. „Annars skiptir staðsetningin
ekki öllu og tímarnir breytast og
fólkið með. Breiðholt og Grafar-
vogur eru orðin gróin hverfi
byggð fyrir áratugum og margir
sem þar ólust upp vilja halda sig
við heimaslóðirnar. Bæði þessi
hverfi koma vel út í sölu, eins og
fleiri.“
Markaðurinn er öruggari
Kjartan Hallgeirsson hefur ver-
ið formaður Félags fasteignasala
frá 2016 og var á dögunum endur-
kjörinn formaður til eins árs. Um
300 fasteignasalar eiga aðild að
félaginu, sem vinnur að hags-
munamálum fólks í faginu og
neytenda þá um leið.
„Margt í faginu hefur þróast til
betri vegar. Mikla baráttu kostaði
að festa í lög að allir sem selja
fasteignir þurfi tilskilda menntun
til að öðlast löggildingu. Það náð-
ist í gegn að lokum, sem hefur
gert markaðinn miklu öruggari
og skellir sem fólk varð stundum
fyrir í viðskiptum heyra sögunni
til. Nú er til umfjöllunar frum-
varp til laga um að ekki þurfi
lengur fasteignasala sem meiri-
hlutaeigendur í fyrirtækjum á
þessu sviði, heldur geti hver sem
er átt þau bara ef sölumenn hafa
réttindi. Því leggjumst við alfarið
gegn og horfum til þess að í
Skandinavíu er fasteignasala að
stærstum hluta á vegum bygging-
arfyrirtækja og banka. Sú þróun
er ekki góð, dregur úr samkeppni
og skapar hættu á hagsmuna-
árekstrum. Því leggjumst við
gegn breytingu á lögum þessum,“
segir Kjartan Hallgeirsson að síð-
ustu.
Lágir vextir og sterkur kaupmáttur einkenna fasteignaviðskipin í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fasteignasali Hagstæð lánakjör og ungt fjölskyldufólk hefur tekið
stökkið og keypt sérbýli og raðhús, segir Kjartan Hallgeirsson.
Markaðurinn er líflegur
Kjartan Hallgeirsson er
framkvæmdastjóri og annar
eigandi Eignamiðlunar ehf.
Hann fæddist 1970, útskrif-
aðist sem löggiltur fasteigna-
sali 2000 en hefur unnið við
fasteignasölu frá 1995.
Kjartan býr í Fossvogshverfi
og er kvæntur Soffíu Guðrúnu
Magnúsdóttur gæðastjóra.
Þau eiga fjögur börn.
Hver er hann?
„Ef stofna skal hálendisþjóðgarð
þarf að taka tillit til þeirrar menn-
ingar, hefða og nytja sem heimafólk
í hverri sveit hefur af hálendinu.
Alltaf er hætta á að slíkt skerðist ef
þessi dýrmætu lönd og mál þar
verða í höndum
og stjórn opin-
berrar stofnunar
í Reykjavík,“ seg-
ir Hjalti Gunn-
arsson, hrossa-
bóndi á Kjóa-
stöðum í Biskups-
tungum.
Andstaðan við
stofnun hálend-
isþjóðgarðs þar í
sveit hefur verið
nokkuð afdráttarlaus. Heimamenn
óttast að missa yfirráð á hálendinu,
en þangað er fé rekið á afrétt og
starfrækt ferðaþjónusta meðal ann-
ars í tengslum við hestaferðir. Hjalti
rekur fyrirtækið Geysir hestar og
hefur í um 30 ár verið með hestaleið-
angra á sumrin yfir Kjöl úr Biskups-
tungum norður í Skagafjörð.
Forgangsmál að
fara vel með landið
„Landverðir vinna oft gott starf á
hálendinu, en þeir þurfa að vera læs-
ir á fólk og aðstæður. Heimafólk hér
í Biskupstungum hefur sinnt þessu
svæði mjög vel og stór svæði á
suðurhluta afréttarins grædd upp,“
segir Hjalti, sem áætlar að á þrjátíu
árum séu hestaferðir hans yfir Kjöl
orðnar um 200. Í þeim tíðkaðist lengi
á norðurleið að ríða austan við Blá-
fell, nærri Hvítá. Fyrir nokkrum ár-
um varð honum ljóst að vegna hross-
anna væri mikil ánauð á gróður á
þeim slóðum. Við svo búið mætti
ekki standa og því er nú farið með
stóðið um Bláfellsháls.
„Leiðin yfir hálsinn er grýtt og oft
óþægileg fyrir hrossin. Okkur er
hins vegar metnaðarmál að fara vel
með landið og það er forgangsmál í
okkar ferðum. Vitund í umhverfis-
málum er sterk meðal þess fólks
sem lifir af náttúrunni. Á reiðleiðinni
yfir Kjöl hafa Skagfirðingar útbúið
ágæta aðstöðu fyrir hestamenn, svo
sem á Eyvindarstaðaheiði og Mæli-
fellsdal,“ segir Hjalti.
Ávinningur sé skýr
Við stofnun hálendisþjóðgarðs
segir Hjalti mikilvægt að tilgangur
og markmið verði gerð ljós í upphafi.
Hver ávinningurinn skuli vera þurfi
að vera skýrt. Almennt mat sitt sé
að heimafólk í hverri sveit sinni há-
lendinu vel, tengist svæðunum
sterkt og þekki aðstæður, með tilliti
til þess hvað megi bjóða landinu.
Landverði úti á mörkinni skorti
stundum þá þekkingu og þá sé illt í
efni. sbs@mbl.is
Tillit sé tekið til
nytja og hefða
Setur fyrirvara við hálendisþjóðgarð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hestar Á fetinu við Hvítárvatn.
Hjalti
Gunnarsson
„Þetta var skemmtilegt og gaman
að koma til nemenda, sem tóku
prúðbúnir á móti pappírum,“ segir
Hildur Ingvarsdóttir skólameistari
Tækniskólans. Hildur, ásamt um 30
manns úr starfsliði skólans, heim-
sótti í gær um 150 nemendur skól-
ans sem voru að brautskrást og af-
henti þeim prófskírteini sín ásamt
gjöfum frá skólanum. Útskriftar-
nemendur voru alls um 270.
Pétur Lúðvík Marteinsson, sem
útskrifaðist úr húsasmíði, hlaut
verðlaun fyrir bestan heildarnáms-
árangur í skólanum. Hann var með-
al þeirra sem skólameistarinn
heimsótti. Með í för var Atli Erl-
ingsson kennari í húsasmíði.
„Skólastarfið á þeirri önn sem nú
var að líða var áskorun vegna sam-
komutakmarkana. Allt gekk þó upp
að lokum og árangur nemenda var
góður. Við förum bjartsýn inn í nýtt
ár,“ segir Hildur. sbs@mbl.is
Skólameistarinn kom með skírteinin
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Gleði F.v.: Hildur Ingvarsdóttir, Pétur
Lúðvík Marteinsson og Atli Erlingsson.